Morgunblaðið - 26.05.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jú, jú. Þetta er alveg „orginal Kjarval“ eftir einhvern Jón Jónsson.
Norðurlandameistarar í þremur flokkum
Ánægjulegt
vandamál
Síðastliðin helgi varsérlega ánægjulegfyrir körfuknatt-
leikshreyfinguna á Íslandi
því þá urðu þrír flokkar
Norðurlandameistarar í
körfuknattleik en áður
hafði aðeins einn slíkur tit-
ill unnist. Þetta voru lands-
lið drengja skipuð 16 ára og
yngri og 18 ára og yngri
auk stúlknaliðsins sem
skipað er 16 ára og yngri.
Norðurlandamótið var
haldið í Svíþjóð og svo
skemmtilega vildi til að úr-
slitaleikirnir voru allir við
heimamenn. Forsvars-
menn körfuboltans á Norð-
urlöndunum hafa séð þá
þróun sem orðið hefur hér
á landi og forvitnast um
hvernig svo lítil þjóð getur
náð þeim árangri sem hún hefur
náð. Ólafur Rafnsson, formaður
Körfuknattleikssambands Íslands,
segir að markvisst hafi verið unnið
að uppbyggingu yngri flokka og
það starf sé nú að skila þeim ár-
angri að eftir sé tekið meðal
frændþjóða okkar á Norðurlönd-
um.
„Þegar lagt var af stað á Norð-
urlandamótið held ég að engan hafi
órað fyrir því að við næðum þrem-
ur titlum af fjórum,“ segir formað-
urinn.
„Við endurskoðuðum afreks-
stefnu okkar, sem sett var árið
2001 og náði til sex ára, síðastliðinn
vetur. Þá var markmiðið fyrir
yngri landslið karla að ná fyrsta til
öðru sæti á næstu árum og töldum
við okkur þar með vera að setja
raunhæf markmið. Það byggðum
við á því að við höfum leikið til úr-
slita á þessum mótum og tapað í
jöfnum og spennandi leikjum. Við
töldum því fullvíst að við gætum
þetta.
Hvað varðar stúlknalandsliðin
eru ekki nema fjögur ár síðan við
byrjuðum að taka þátt á ný í mót-
um með þau. Sagan sýnir okkur
80–90 stiga tapleiki liðanna á átt-
unda og níunda áratugnum. Árið
2000 var ákveðið að byrja aftur og
vegurinn hefur legið nokkuð upp á
við síðan og samkvæmt áætluninni
var markmiðið að ná þriðja til
fjórða sæti í yngri landsliðum
kvenna. Stúlkurnar gerðu gott bet-
ur, þær eru langt á undan áætlun
og sprengja líka skalann.
Þetta er eitt af þessum ánægju-
legu vandamálum í hreyfingunni,
að takast á við svona sprengjur,“
segir Ólafur.
– Hvað er það í afreksstefnunni
sem gerir það að slíkur árangur
næst?
„Ég hef nú spurt sjálfan mig
töluvert að þessu síðustu daga
enda hafa hrúgast yfir mig fyrir-
spurnir frá Norðurlöndunum. Til
dæmis var ég að svara vini mínum í
Noregi í morgun þar sem hann
spurði hvort við ættum ekki eitt-
hvað á ensku um það hvað við vær-
um að gera hér uppi á Íslandi.
Þeir hafa spurt mikið og bent á
að við séum að sigla
fram úr öðrum Norður-
landaþjóðum og benda
á þetta mót, Skania-
Cup-mótin og eins að
við höfum staðið þeim
framar á EM A-landsliða. Og ekki
má gleyma Jóni Arnóri Stefáns-
syni, frændur okkar á Norðurlönd-
unum skilja ekkert í því hvernig
þetta getur gerst hjá svo lítilli þjóð.
Afreksstefnan hjá okkur er auð-
vitað bara markmið sem við setj-
um okkur. Ég hef oft sagt að hún
er ekkert nema innihaldslaust
plagg ef ekki er unnið af samvisku-
semi að henni. Við erum með það
sem við köllum landsliðsfjölskyldu-
hugmynd og ég tel reyndar að það
sé verkefni sem eigi eftir að skila
sér enn frekar, enda verkefni þar
sem við horfum enn frekar til
framtíðarinnar. Þetta verkefni
snýst um að eiga samstarf við for-
eldra og skóla og skipulögð leit af
afreksfólki í yngri flokkunum. Þar
er ekki verið að vinna með lið held-
ur einstaklinga og þetta starf með
elítuhópana hófst um 2000. Ég hef
í raun enga aðra skýringu en þá að
við erum vel mönnuð hvað varðar
þjálfara, stjórnir og að félögin
vinna vel í grasrótinni. Þessir af-
reksunglingar eru höfð í þjálfun á
sumrin og það er greinilega að
skila sér. Við eigum líka mikla og
góða flóru af þjálfurum í yngri
flokkunum.“
– Komast þessir krakkar síðan
nokkuð að þegar komið er í meist-
araflokk þar sem margir erlendir
leikmenn eru í liðunum?
„Jú, ég held það. Við breyttum
reglunum um erlenda leikmenn í
vetur og ég held að það verði alveg
pláss fyrir góða unga leikmenn
þegar þeir komast á meistara-
flokksaldurinn.
Það má heldur ekki gleyma því
að við höfum aldrei átt jafn marga
leikmenn sem leika erlendis. Ég lít
svo á að það séu vel launaðir at-
vinnumenn því krakkarnir eru á
skólastyrkjum í góðum skólum. Ég
hef lagt áherslu á að krakkarnir
velji sér skóla sem hefur metnað
gagnvart náminu.
Þannig nýta þau sér
arðinn af körfuknatt-
leiksiðkun sinni. Leik-
maður sem er góður í
námi er betri leikmaður
og jafnframt er góður leikmaður
líka góður í námi. Þetta fer saman.
Þetta er allt spurning um skipu-
lagningu, metnað og hugarfar.
Foreldrar sjá um að krakkarnir lifi
heilbrigðu lífi, við tökum við þeim
og kennum þeim körfubolta og ef
þetta fer allt saman við rétta for-
gangsröðun í lífinu verða þetta
betri einstaklingar og þar af leið-
andi betri leikmenn.“
Ólafur Rafnsson
Ólafur er fæddur í Hafnarfirði
1963 og ólst þar upp. Hann lauk
hefðbundnu námi og lauk laga-
námi og hefur starfað sem lög-
maður í eigin fyrirtæki síðan.
Hann æfði lengi handbolta og
fótbolta með FH en var síðan
dregin í körfuna hjá Haukum.
„Það heitir að þroskast,“ segir
hann sposkur. Hann er kvæntur
Gerði Guðjónsdóttur og eiga þau
þrjú börn og tvö þau eldri eru í
fótbolta hjá FH og körfubolta hjá
Haukum. Ólafur á 7 A-landsleiki
að baki. Hann hefur setið í stjórn
KKÍ síðustu 14 árin og verið for-
maður í átta ár.
Nýta sér arð-
inn af körfu-
boltanum
BLÓÐGJAFABIKAR framhalds-
skólanna var afhentur Iðnskólanum
í Hafnarfirði á skólaslitum skólans
sl. laugardag. Þetta er í fyrsta
skipti sem keppt er um Blóðgjafa-
bikarinn og er keppnin kölluð
Gefðu betur.
Að sögn Marínar Þórsdóttur hjá
Blóðbankanum komu alls 729
manns í bankann í tengslum við
keppnina og 444 gáfu blóð.
Samkvæmt leikreglum keppn-
innar sigrar sá skóli sem safnar
flestum blóðeiningum í einni ferð
en samtals gáfu keppendur 285
blóðeiningar.
Nemendur úr Iðnskólanum í
Hafnarfirði mættu 16. mars síðast-
liðinn og gáfu 34 einingar sem
dugðu þeim til sigurs. Marín segir
að til standi að gera keppnina að
árlegum viðburði og reyna að
kynna hana enn betur á næsta ári.
Við afhendingu bikarsins lét Jó-
hannes Einarsson, skólastjóri Iðn-
skólans, í ljós þá von sína að bik-
arinn yrði framvegis um kyrrt hjá
skólanum.
Sigríður Ósk Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur afhenti Jóhannesi Ein-
arssyni, skólastjóra Iðnskólans í Hafnarfirði, blóðgjafabikarinn.
Blóðgjafa-
bikarinn
afhentur í
fyrsta sinn
VERULEGA hefur fækkað á bið-
listum á skurðsviði Landspítalans –
háskólasjúkrahúss. Eftir skurðað-
gerð biðu 3.067 einstaklingar í maí
í fyrra en nú bíður 2.251, sem er
fækkun um 27%. 1.384 hafa beðið í
meira en þrjá mánuði og eru 830 af
þeim að bíða eftir augnaðgerð á
dagdeild augndeildar, aðallega eft-
ir aðgerð á augasteini. Þetta kemur
fram í stjórnunarupplýsingum spít-
alans fyrir aprílmánuð.
Ef meðalbiðin er umreiknuð í
mánuði og miðað við fjölda aðgerða
á árinu 2003 í hverri sérgrein hefur
biðin eftir aðgerð á augasteini styst
úr þrettán mánuðum í átta, bið eft-
ir aðgerð vegna vélindabakflæðis
og þindarslits hefur styst úr því að
vera 19,5 mánuðir í rúma sjö mán-
uði. Bið eftir gerviliðaaðgerð á hné
hefur styst úr 8,5 mánuðum í rúma
sjö mánuði og bið eftir gervilið-
aðgerð á mjöðm úr fimm mánuðum
í tæpa þrjá. Eftir hjartaþræðingu
bíða nú 47 en á sama tíma í fyrra
biðu 149. Þetta samsvarar um einn-
ar viku biðtíma í stað tæplega
tveggja mánaða í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá
spítalanum eru fjölmargir með-
ferðarflokkar þar sem ekki er bið-
listi, t.d. krabbameinsmeðferð.
„Fækkun á biðlistum eftir þjónustu
spítalans er árangur af umtals-
verðri starfsemisaukningu í kjölfar
endurskipulagningar eftir að sam-
eining sérgreina var um garð geng-
in.“
Komum á slysa- og
bráðadeildir fjölgar
Skurðaðgerðum fjölgaði fyrstu
fjóra mánuði ársins um 5,3% frá
fyrra ári. Aðgerðum fjölgar í al-
mennum skurðlækningum, augn-
lækningum, barnaskurðlækning-
um, brjóstholsskurðlækningum,
bæklunarlækningum, þvagfæra-
skurðlækningum og æðaskurð-
lækningum. Legusjúklingum á
bráðadeildum sjúkrahússins hefur
fjölgað um 0,7% en legudögum
fækkað um 5,5%. Komum á göngu-
deildir fjölgar um 6,5% en fækkar
á dagdeildum um 3,2%. Umtalsverð
fjölgun er á slysa- og bráðamót-
töku spítalans, aðallega á Hring-
braut, á bráðamóttöku barna þar,
bráðamóttöku geðdeilda og al-
mennri bráðamóttöku við Hring-
braut. Aukningin er 6,7% frá síð-
asta ári.
Bráðabirgðauppgjör LSH eftir
fyrsta ársþriðjung sýnir að útgjöld
eru 76,6 milljónum króna umfram
fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%.
Launagjöld eru nánast á áætlun en
rekstrargjöld eru 2,4% umfram
áætlun. Stöðugildi við spítalann á
fyrsta ársfjórðungi voru 3.723, sem
er 0,6% fleiri stöðugildi en á sama
tíma í fyrra, en hafa ber í huga að
þá voru starfsmenn á lyfjasviði
spítalans ekki taldir með. Nú
standa yfir umfangsmiklar sparn-
aðarráðstafanir á spítalanum sem
m.a. fela í sér fækkun starfsfólks.
Veruleg fækkun á bið-
listum á Landspítala