Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ársfundur
Ársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins
verður haldinn á Grand Hóteli
í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn
27. maí 2004, kl. 17:00.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Önnur mál.
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum.
Þeir sem hyggjast sækja fundinn,
eru vinsamlegast beðnir að tilkynna
þátttöku í síma 520 5500.
Stjórnin.
ENGINN teljandi munur virðist
vera á fréttum Ríkissjónvarpsins og
Stöðvar 2 af fjölmiðlafrumvarpinu.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn
sem unnin var af Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri að beiðni
Stöðvar 2. Í rannsókninni var leitast
við að meta hvort munur væri á
fréttaflutningi sjónvarpsstöðvanna
tveggja og í hverju sá munur kynni
að vera fólginn.
Gagna var aflað frá tímabilnu 20.
apríl, þegar frumvarpið var lagt
fram, og fram til 7. maí.
Á tímabilinu tók fréttaflutningur
af fjölmiðlafrumvarpinu tæpar þrjár
stundir samtals á báðum sjónvarps-
stöðvunum. Tveir dómarar voru
fengnir til þess að horfa á fréttirnar
og færa mat sitt og aðrar upplýs-
ingar inn á staðlað skárningarform.
Dómararnir höfðu skýr fyrirmæli
um að ræða ekki saman um frétt-
irnar á meðan rannsókn stóð yfir.
Frávik helst neikvæð
Rannsóknin leiddi í ljós að lítill
munur var á fréttaflutningi sjón-
varpsstöðvanna tveggja af fjölmiðla-
frumvarpinu á áðurgreindu tímabili.
Stöð 2 varði meiri tíma til umfjöll-
unar um málið og stærri hluta af
fréttaútsendingartíma stöðvarinnar.
Á móti kemur að Ríkissjónvarpið
skipaði sínum fréttum af málinu
framar og þær voru frekar hafðar
með í yfirliti yfir helstu fréttir.
Báðar sjónvarpsstöðvarnar virð-
ast leitast við að fylgja einhvers
konar hlutleysisstefnu í afstöðu
sinni til málsins. Ef einhver frávik
voru frá hlutlausum fréttaflutningi
virtist það vera í þá átt að fjallað
væri á neikvæðan hátt um frum-
varpið. Helsta frávikið var hjá Rík-
issjónvarpinu sem leitaði heldur til
viðmælenda sem töluðu gegn frum-
varpinu. Báðar sjónvarpsstöðvar
ræddu þó við fulltrúa beggja sjón-
armiða.
Áherslur í umræðunni voru svip-
aðar yfir tímabilið. Mest var fjallað
um málsmeðferðina og takmörkun á
eignarhaldi og en minnst áhersla
var lögð á þjóðréttarlegar skuld-
bindingar og takmörkun á málfrelsi.
Samanburður á fréttaflutningi Stöðvar 2 og RÚV
Lítill munur á fréttum
Ef brugðið var út af hlutleysi í fréttaflutningi kom það fram í að fjallað var
um fjölmiðlafrumvarpið á neikvæðan hátt.
!
! "#$$
%$
"#$$!!&
!!! $
!$ ' "#$$
()* ()( +(), +()* +()- +(). +()/
01 !&23!&$4" 0'&32!& ' 35
AXEL Jóhannes
Schiöth skipstjóri lést á
Heilbrigðisstofnun Suð-
urlands, Selfossi, 14.
maí sl., 74 ára að aldri.
Axel fæddist á Siglu-
firði 22. ágúst árið 1929.
Foreldrar hans voru
Aage R. Schiöth, lyfsali
og konsúll á Siglufirði,
og Guðrún Ellen Julsø
Schiöth húsmóðir.
Axel stundaði nám við
Barna- og gagnfræða-
skóla Siglufjarðar en
hann tók gagnfræðapróf
frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1948. Hann lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík árið 1952 og skip-
stjórnarprófi (B-5) frá
Seefahrtschule í Cuxhaven árið 1970.
Axel var skipstjóri á
fyrsta íslenska skut-
togaranum sem Ís-
lendingar eignuðust,
Siglfirðingur SI 150,
sem var 300 tonna
skuttogari er Axel
keypti til landsins frá
Noregi í félagi við aðra
árið 1966.
Axel var gerður að
heiðursfélaga hjá
Slysavarnafélagi Ís-
lands árið 1942 fyrir
frækilega björgun úr
Siglufjarðarhöfn, þá
aðeins 12 ára gamall.
Eftirlifandi eiginkona Axels er
Sigurbjörg Karlsdóttir Schiöth.
Útför Axels var gerð frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 22. maí í kyrr-
þey.
Andlát
AXEL J. SCHIÖTH
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær átta menn á aldr-
inum 19–22 ára í tveggja til 14
mánaða fangelsi fyrir fjölda af-
brota, aðallega innbrot og
þjófnaði, sem framin voru á ár-
unum 2002–2004 í Keflavík.
Tveir mannanna, fæddir 1983
og 1984, fengu 12 og 14 mánuða
dóm og þurfa að sitja refs-
inguna af sér í fangelsi en refs-
ing annarra var bundin skilorði
til þriggja ára.
Mennirnir voru ákærðir fyrir
fjölda brota; m.a. vopnalaga-
brot, umferðarlagabrot, fíkni-
efnabrot, hylmingu, innbrot í
verslanir, fyrirtæki og heimili
þar sem þeir tóku alls kyns
muni og varning ófrjálsri hendi;
m.a. riffla, haglabyssur, skot,
tölvur, myndbandstæki, arm-
bandsúr, íþróttafatnað og
íþróttaskó, sjónauka, og
myndavélar.
Þá voru tveir mannanna sak-
felldir fyrir tilraun til ráns í
söluturni við Kópavogsbraut í
Kópavogi í nóvemberlok sl.
Annar þeirra var og sakfelldur
fyrir að hafa þrisvar tekið elds-
neyti á bifreið sína, samtals fyr-
ir um 14.000 krónur, á bensín-
stöðvum í Hafnarfirði en ekið á
brott án þess að greiða fyrir.
Málið dæmdi Ólöf Péturs-
dóttir dómstjóri. Verjendur
ákærðu voru Hilmar Ingimund-
arson hrl., Örn Clausen hrl.,
Lárentsíus Kristjánsson hdl.,
Sigmundur Hannesson hrl.,
Nökkvi Már Jónsson hdl. og
Karl Georg Sigurbjörnsson hrl.
Átta menn
dæmdir
fyrir fjölda
afbrota
“…enginn teljandi munur virðist
vera á efnistökum eða afstöðu með
eða á móti frumvarpinu.“ Þetta er
niðurstaða Rannsóknastofnunar Há-
skólans á Akureyri eftir að hafa borið
saman fréttaflutning Stöðvar 2 og
Ríkissjónvarpsins af fjölmiðlafrum-
varpinu á tímabilinu 20. apríl, þegar
frumvarpið var fyrst kynnt í ríkis-
stjórn, til 7. maí, þegar óskað var eftir
rannsókninni. Undirrituð, frétta-
stjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ósk-
aði eftir þessari rannsókn vegna sí-
endurtekinna fullyrðinga sumra
stjórnmálamanna um að fréttamenn
hér gengju erinda eigenda og stjórn-
enda fyrirtækisins í umfjöllun um
fjölmiðlafrumvarpið. Alhæfingum og
dylgjum hefur ekki linnt. Ásökunum
hefur verið kastað fram án þess að
þær séu studdar rökum eða dæmum.
Fréttamenn eru berskjaldaðir fyr-
ir slíkum árásum. Þeir geta ekki var-
ið hendur sínar á sama vettvangi.
Þess vegna vildi ég fá óvilhalla rann-
sókn á málinu og leitaði til Rann-
sóknastofnunar Háskólans á Akur-
eyri.
Umfjöllun sjónvarpsfréttastof-
anna var vegin og metin frá ýmsum
hliðum, eins og sjá má í meðfylgjandi
könnun. Sama er hvar á málið er litið.
Hvergi er hægt að finna fyrrgreind-
um fullyrðingum og ásökunum stað.
Mér er það sönn ánægja að geta
hreinsað fréttamenn hér af órök-
studdum fullyrðingum um óheiðarleg
vinnubrögð. Við kappkostum hér eft-
ir sem hingað til að sinna starfi okkar
af kostgæfni.
Yfirlýsing frá Sigríði Árnadóttur
Enginn teljandi munur
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag, upp-
stigningardag, bauð Stangaveiði-
félagið Lax-á, leigutaki Tungu-
fljóts í Biskupstungum, félögum úr
Stangaveiðifélaginu Ármönnum að
veiða án endurgjalds í ánni. Var
það liður í að kortleggja ána m.t.t.
veiðistaða, en auk þess að geyma
vænan silung hefur Lax-á uppi
áform um að gera ána að laxveiðiá
í anda Rangánna, þ.e.a.s. með
sleppingu gönguseiða úr sleppi-
tjörnum.
Silungsveiði er í Tungufljóti,
bæði urriði og bleikja, og er þar
meira um gæði en magn, þ.e.a.s.
fiskar eru frekar fáir en að sama
skapi stórir og spennandi fyrir
veiðimenn. Fáir hafa hins vegar
veitt þar. Nokkur hópur Ármanna
fór um ána á dögunum og eftir því
sem komist er næst, þá var veiði
nokkur. Lax-á sleppti gönguseiðum
í fyrra og munu þær sleppingar
verða margfaldaðar á næstu árum.
Áætlað er að nota þann fisk sem
veiðist fyrstu árin í klak og þannig
koma upp heimastofni. Tungufljót
er líkt og Rangárnar í kaldari
kantinum og illa hentuð til uppeld-
is á laxi. Þó hefur ávallt slæðst lax í
ána fram að fossinum Faxa, sem er
neðarlega í ánni. Í hann var gerður
laxastigi fyrir fjölmörgum árum og
þá stóð til undir forsjá Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, að rækta upp
lax í ánni. Stiginn reyndist þó duga
illa og seiði skiluðu sér illa. Verður
stiginn lagfærður samhliða hinu
nýja ræktunarátaki.
Kortleggja Tungufljótið
Morgunblaðið/Einar Falur
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?