Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 18

Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Eggjaverð ákveðið | Verðlagsráð Bjarg- veiðimannafélags Vestmannaeyja hefur komið saman og tilkynnt verð á eggjum og lunda, að því er fram kemur á fréttavefjum blaðanna í Vest- mannaeyjum. Sagt er að um sé að ræða lág- marksverð. Fýls- og svartfugl- segg munu kosta 95 krónur stykkið. Lundi í fiðri mun kosta 95 krónur og hamflettur verður boðinn á 125 krónur stykkið í öskju. „Þess skal til gam- ans getið að sambærileg villibráð sem kall- ast rjúpa kostaði síðast þegar hún var á opnum markaði 490 krónur stykkið,“ segir í fréttatilkynningu frá Bjargveiðimanna- félagi Vestmannaeyja.    Húsið | Haukur Hauksson hefur verið ráðinn forstöðumaður Hússins á Egils- stöðum, menningarhúss fyrir ungt fólk. Haukur hefur starfað sem ungmennaráð- gjafi hjá Rauða krossi Íslands í Reykjavík undanfarin ár og m.a. lokið BA-prófi í sál- fræði frá Háskóla Íslands. Haukur mun flytja austur innan skamms með fjöl- skyldu sinni og tekur við stöðunni 1. júní. Á þriðjudagskvöld var boðað til opins fundar ungs fólks á aldrinum 16–25 ára í aðstöðu Rauða krossins við Miðás og kynnti Haukur þar málefni hússins og sig sjálfan. Þá voru einnig kjörnir fulltrúar í húsráð Hússins.    Dagur hinna villtublóma verðurhaldinn um öll Norðurlönd þann 13. júní næstkomandi. Hér á landi verður haldið upp á dag- inn í fyrsta sinn. Fyr- irhugað er að bjóða fólki upp á tveggja tíma göngu- ferð úti í náttúrunni með leiðsögn um villtar plöntur á ýmsum stöðum á land- inu. Flóruvinir sem halda upp á daginn hér á landi vonast til að hægt verði að bjóða upp á leiðsögn sem víðast um landið. Unnið er að undirbúningi á nokkr- um stöðum, meðal annars á Flúðum, Hvanneyri, Bolungarvík, Ísafirði, Sauðárkróki, Dalvík og Akureyri. Fleiri staðir bætast örugglega við fljót- lega. Frekari upplýsingar á www.floraislands.is. Dagur villtra blóma Í tilefni af degi aldr-aðra var haldin sýn-ing á handavinnu eldri borgara í Dala- byggð. Sýningin var hald- in á Dvalarheimilinu Silf- urtúni og var mikið af fallegum munum þar að sjá. Meðal þess sem hægt var að skoða var mál- verkasýning Haraldar Árnasonar, fyrrv. sýslu- skrifara í Búðardal, og voru þar myndir málaðar víðs vegar úr Dölum og Borgarfirði. Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir bauð upp á kaffi og með því og komu margir í heimsókn í tilefni dagsins. Haraldur Árnason var með málverkasýningu. Handverkssýning eldri borgara Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Kristján Bersi Ólafs-son hefur sérstaktdálæti á vísum með rímorðunum fórn og stjórn, því vandfundin eru fleiri orð sem ríma við þau. Sjálfur notaði hann rímið einu sinni í vísu á að- alfundi félags, þar sem sama stjórnin hafði setið óbreytt um árabil og tals- vert var rætt um end- urnýjum í einkasamtölum fundarmanna. En þegar kom að kosningu var stjórnin endurkjörin ein- róma. Kristján orti: Til yfirbóta er gott að færa fórn, af fúsum vilja leggja um háls sér klafa, og endurkjósa einum rómi stjórn sem enginn vill í raun og veru hafa. Í vísunni segir Kristján að greina megi enduróm af vísu, sem ort var í aðdrag- anda stjórnarmyndunar Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar 1947. Marga skyldi ég færa fórn til friðþægingar syndar, en aldrei þá að styðja stjórn sem Stefán Jóhann myndar. Stjórn og fórn pebl@mbl.is Mývatnssveit | „Hvað gera bændur?“ spyrja Spaðarnir í nýlegum slagara og smellnum texta svo sem þeim er lagið. Sauðburði er langt til lokið í Mývatnssveit. Þegar aftur sér til sólar og bregður til betri veðráttu reka bændur lambféð í beitarhólf. Hér er Vogafólk að reka síðustu lambærnar. Sauðburður hefur almennt gengið vel og hagræðing hjá sumum orðin slík að ærnar bera mjög þétt. Þykir það til bóta að þannig tekur sauð- burðurinn skemmri tíma en áður var. Svo lýkur einni önn hjá bændum og annað bjástur kallar. „Margs þarf búið við, frændi,“ mælti Sighvatur á Grund forðum. Morgunblaðið/BFH „Hvað gera bændur?“ Vorverkin TVENNIR útskriftartónleikar hafa verið haldnir að Heimalandi á vegum Tónlistar- skóla Rangæinga. 14. maí sl. héldu söngnemendurnir Anna Lilja Torfadóttir sópran og Helga Guð- laugsdóttir sópran sameiginlega útskrift- artónleika. Kennari Önnu Lilju er Margrét Stefánsdóttir og Helga nam söng hjá Hrólfi Sæmundssyni. Undirleikari var Guðjón Halldór Óskarsson á píanó. Einnig komu fram: Torfi Geir Símonarson saxó- fónn, sem er sonur Önnu Lilju, Karen Ýr Sæmundsdóttir þverflauta og Sigríður Viðarsdóttir sópran. Þá hélt Berglind Hilmarsdóttir útskrift- artónleika á píanó. Berglind hefur um ára- bil numið við Tónlistarskóla Rangæinga, kennari hennar er Hédi Maróti. Hún flutti verk m.a. eftir Bach og Mozart ásamt því að leika undir söng og hljóðfæraleik. Á tón- leikunum komu einnig fram: Nafnlausi sönghópurinn undir stjórn Eyrúnar Jón- asdóttur og Hannesar Birgis Hannessonar við undirleik Hédi Maróti ásamt Guðríði Júlíusdóttur sópran, László Czenek franskt horn og Hédi Maróti sem spilaði fjórhent með nemanda sínum.    Tvennir útskriftar- tónleikar Útskrift: Guðjón Halldór Óskarsson und- irleikari, Helga Guðlaugsdóttir sópran og Anna Lilja Torfadóttir sópran. Heiðin opnuð | Þorskafjarðarheiði hefur verið opnuð bílaumferð en mokað var í gegnum snjóskafla á heiðinni í fyrradag. Ástand heiðarinnar er furðugott miðað við árstíma, segir á fréttavef BB á Ísafirði. Þorskafjarðarheiði er nokkuð fjölfarinn sumarvegur. Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík, segir í sam- tali við vefinn að á næstu dögum verði reynt að hefla yfir stærstu holurnar og eft- ir það verði hún þokkalega fær. Þó verði fimm tonna öxulþungi aðeins heimilaður fyrst í stað. Rætt um kaup á hitaveitu|Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ræddi á síð- asta fundi sínum hugsanleg viðskipti með hitaveitu Blönduóss. Á Heimaslóð Skagfirð- ingsins kemur fram að svo virðist sem Skag- firðingar hafi áhuga á að kaupa hitaveituna. Byggðaráðið beindi því til stjórnar Skaga- fjarðarveitna ehf. að kanna málið. Á fundi hafnar- og veitunefndar Blöndu- óss á dögunum var kynnt bréf rafmagns- veitustjóra Rafmagnsveitna ríkisins þar sem RARIK óskar eftir viðræðum við fulltrúa Blönduóssbæjar um veiturekstur á Blöndu- ósi og nágrenni. Í fundargerð kemur einnig fram að hitaveitumálin voru einnig rædd frá ýmsum hliðum, meðal annars áhuga nær- liggjandi hreppa að tengjast hitaveitunni. Mínstund frett@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.