Morgunblaðið - 26.05.2004, Qupperneq 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HVATNING til að skrifa undir
beiðni um lýðræðislega stjórn-
arhætti og opna umræðu; hvatnig
til að skrifa undir
beiðni til borgaryf-
irvalda um að fresta
færslu Hringbrautar
og skipuleggja kosn-
ingar um málið í
tengslum við forseta-
kosningarnar næst-
komandi. Hægt er að
skrifa undir á forsíðu
www.mbl.is undir liðn-
um Áhugavert efni:
Færsla Hringbrautar.
Lýðræði er það
stjórnarfyrirkomulag
sem hefur reynst fela í sér mest
frjómagn réttlætis. En það krefst
þess að frjómagnið sé ræktað og
virkjað með þátttöku borgaranna
og gagnkvæmu aðhaldi ólíkra
valdastofnana. Annars getur lýð-
ræðið steingerst í stofnunum sínum
og þær stofnanir síðan farið að
vinna gegn þeirri hugsjón sem
skapaði þær upphaflega. Lýðræði
verður nefnilega ekki komið á í eitt
skipti fyrir öll heldur verður sífellt
að virkja hugsjónina um það með
opinni umræðu, faglegri og póli-
tískri, stofnanabundinni og borg-
aralegri.
Á vettvangi íslenskra stjórnmála
hafa undanfarið komið til umræðu
málefni sem virðast vera eins konar
prófraun á virkni lýðræðis íslenska
stjórnkerfisins. Hringbrautarmálið
er ein af þessum prófraunum. En
yfirvöld hafa því miður látið ónotað
tækifærið til að endurskoða afstöðu
sína til skipulagsmála og opna um-
ræðuna í átt að borgurum og
óflokksbundnum sérfræðingum en
halda sig frekar við rúmlega þrjátíu
ára gamla samþykkt og telja ótíma-
bært að ræða hana frekar, segja að
það sé orðið of seint að ganga úr
skugga um hvort skipulagið stand-
ist faglega skoðun og kröfur nýrra
tíma. Samkvæmt borg-
arstjórn hefur Hring-
brautarmálið nú þegar
„farið sína stofn-
analeið“ enda sé ein-
göngu um að ræða
„tæknilegt úrlausn-
arefni“ og því eigi
íbúalýðræði ekki við.
Ef lýðræðið er orðið
að tæknilegu úrlausn-
arefni og stofn-
analeiðin að ferli sem
borgararnir taka ekki
þátt í, þá er ekki nema
von að fátt sé um málefnaleg svör.
Þeir sem standa nú fyrir undir-
skriftum um beiðni um frestun á
færslu Hringbrautar hafa lengi far-
ið þess á leit við borgaryfirvöld að
þau ræði þetta tiltekna skipulags-
mál og réttlæti fyrirhugaðar fram-
kvæmdir, en sú margítrekaða
beiðni hefur verið afgreidd sem
ótímabær. Í fyrstu var sagt að of
snemmt væri að ræða málið og síð-
an því svarað til að nú væri það því
miður orðið of seint. Og nú veltir
maður því líka vissulega fyrir sér
hvort það sé ekki orðið of seint að
gera eitthvað í málinu þar sem þeir
eru nú þegar sestir upp á skurð-
gröfurnar og byrjaðir að þjösnast
við að gera að veruleika þetta
hörmulega úrelta og óréttmæta
skipulag sitt. En þá rifjar maður
upp þá sögulegu staðreynd að oft
hefur óheppilegum atburðum verið
afstýrt á síðstu stundu. Því það er
aldrei of seint að skipta um skoðun.
En til þess þarf vissulega mikið
hugrekki, hið svokallaða borg-
aralega hugrekki sem öll pólitísk
nýsköpun veltur á.
Undirskriftir í mótmælaskyni eru
mikilvæg lýðræðisleg athöfn jafnvel
þótt þær séu hundsaðar. Því ef
mótmælin eru ekki mynduð og
skjalfest, þá er eins og þau hafi
ekki átt sér stað. Hverju eigum við
þá að svara börnunum okkar þegar
þau spyrja okkur hvort við höfum
virkilega horft orðalaust upp á eyði-
leggingu borgarinnar? Og ef við
slysumst til að svara þeim, þegar
þau biðja okkur um málefnalega
réttlætingu á gjörðum okkar: „Af
því bara og spurðu nú ekki svona
mikið litli grís“, þá munu þau ekki
einu sinni hafa undirskriftalistann
sem fordæmi um að hægt sé að
gagnrýna slík svör!
Það er aldrei of seint að krefjast
opinnar og faglegrar umræðu. En
það verður hins vegar orðið of seint
að skapa gott lýðræðislegt fordæmi
fyrir framtíðina þegar lýðræðið hef-
ur þá þegar verið gert að stein-
gerðu ginningarfífli. Ég vil hvetja
alla þá sem láta sig varða opna um-
ræðu um skipulagsmál og borg-
armyndun nýrra tíma, til að virkja
borgararétt sinn og skrifa undir
mótmæli við ómálefnalega og
ótímabæra færslu Hringbraut-
arinnar og krefjast þess að þessi
umdeilda framkvæmd verði borin
undir atkvæði borgaranna í kjölfar
kynningar á ólíkum sjónarmiðum
um frekari framkvæmdir.
Lýðræðið: Opið og frjótt ferli
eða steingert ginningarfífl?
Oddný Eir Ævarsdóttir fjallar
um lýðræði og skipulagsmál ’Það er aldrei of seintað krefjast opinnar og
faglegrar umræðu. ‘
Oddný Eir Ævarsdóttir
Höfundur er rithöfundur og
doktorsnemi í mannfræði og
pólitískri heimspeki.
FORMAÐUR Blaðamannafélags
Íslands, Róbert Marshall, sendi
fjölda kollega sinna í blaða-
mannastétt tölvupóst á
dögunum þar sem
hann hvatti þá til að
beita sér fyrir því að
sem flestir tækju þátt í
áskorun til forseta Ís-
lands um að undirrita
ekki fjölmiðlalögin svo-
kölluðu. Formaðurinn
fór mikinn í bréfinu og
sagði meðal annars:
„Sé fólk fylgjandi
frumvarpinu, fáið það
samt til að skrifa undir
sem persónulegan
greiða við ykkur.“ Það
kemur sjálfsagt illa við
flesta að sjá aðstand-
endur undirskrifta-
söfnunar hvetja til þess
að niðurstöður hennar
verði falsaðar með
þessum hætti, en eftir
að hafa starfað við
blaðamennsku í nokkur
ár og þar með greitt félagsgjöld til
Blaðamannafélagsins kom þessi
framganga formannsins sérstaklega
illa við undirritaðan. Lét ég þetta þó
yfir mig ganga eins og menn gera oft.
Þegar ég svo las í Morgunblaðinu í
gær að haft var eftir formanninum að
eins og í öðrum undirskriftasöfn-
unum sé treyst á heiðarleika manna,
þá verð ég að viðurkenna að mér var
öllum lokið. Formaðurinn hafði hvatt
til þess að undirskriftalistarnir yrðu
falsaðir, en var síðan svo ósvífinn að
tala um að treysta yrði á
heiðarleika við söfnun
undirskriftanna.
Undirskriftasöfnunin
hefur aðallega farið
fram á Netinu þar sem
afar auðvelt er fyrir
óvandaða menn að falsa
niðurstöður. Hún fór
hægt af stað þrátt fyrir
mikla kynningu, en und-
arlegur kippur – svo
ekki verði meira sagt –
kom í söfnunina á síð-
ustu klukkustundum
hennar. Þessari söfnun,
sem formaður Blaða-
mannafélagsins hefur
með framgöngu sinni
gert fullkomlega ótrú-
verðuga, á svo að halda
að forseta Íslands í því
skyni að fá hann til að
undirrita ekki fjölmiðla-
lögin.
Öll framganga formanns Blaða-
mannafélagsins í þessu máli er með
miklum ólíkindum og hefur vitaskuld
orðið til þess að skaða trúverðugleika
félagsins. Ég vona að Blaðamanna-
félagið muni vinna traust mitt og ann-
arra á ný, en á meðan félagið sættir
sig með þögn og aðgerðarleysi við
vinnubrögð formannsins get ég ekki
annað en tekið mér hvíld frá stuðn-
ingi við starfsemi þess.
Formaðurinn og
undirskriftasöfnunin
Haraldur Johannessen skrifar
um undirskriftasöfnun vegna
fjölmiðlalaga
Haraldur Johannessen
’Formaðurinnhafði hvatt til
þess að undir-
skriftalistarnir
yrðu falsaðir.‘
Höfundur er blaðamaður
á Morgunblaðinu.
REYKJAVÍK skákhöfuðborg
heimsins, hljómar spennandi og
skemmtilega í eyrum, ekki síst
vegna þess að nú virð-
ist það raunhæfur
möguleiki og innan
seilingar. Ég held að
það hafi ekki hvarflað
að nokkrum manni,
fyrir nokkrum árum
síðan að slíkt gæti
gerst hér í fámenninu
á Íslandi. En nú virðist
þetta vera að gerast
fyrir tilstilli Hróksins
með Hrafn Jökulsson í
broddi fylkingar. Ef
haft er í huga að árið
2003 voru haldin tíu of-
urskákmót í heiminum
og þrjú af þeim voru
skipulögð af Hróknum
þá hljómar „Reykjavík
skákhöfuðborg heims-
ins“ ekki lengur eins
og fjarlæg óskhyggja
heldur einmitt eitt-
hvað sem gæti raun-
verulega gerst. Til
gamans má geta þess
að eitt af þessum
þremur skákmótum
sem haldin voru árið
2003 var minning-
armótið um Guðmund J. í Borg-
arleikhúsinu, það var sterkasta at-
skákmót heimsins í 2 ár Þetta vekur
mikla og jákvæða athygli víða um
heimsbyggðina og margt verið skrif-
að í erlend blöð og tímarit um þessa
merkilegu og einstöku skákvakn-
ingu sem þetta unga skákfélag
stendur fyrir.
Þetta er allt gott og blessað, en
það sem mér finnst mest um vert í
þessu Grettistaki sem
Hrókurinn lyftir í skák-
menningu á Íslandi og
víðar er að barnastarfið
hefur alltaf verið í aðal-
hlutverki. Edda útgáfa
og Hrókurinn hafa gef-
ið öllum 8 ára börnum á
landinu bókina „Skák
og mát“ að gjöf sl. 2 ár.
U.þ.b. 11.000 eintök.
Farið í hvern einasta
grunnskóla á landinu og
fært börnunum bókina
og efnt til skákhátíðar
þar sem stórmeistarar
á vegum Hróksins
heimsækja börnin, tefla
fjöltefli og halda nám-
skeið.
Það er ástæða til að
gleðjast þar sem skákin
eflir marga jákvæða
eiginleika, má þar nefna
t.d. rökhugsun, yfirveg-
un, þolinmæði, háttvísi
(ekki síst gagnvart and-
stæðingi sínum), kurt-
eisi og fyrirhyggju.
Ég óska Hróknum til
hamingju með árang-
urinn hingað til og vonast til að þetta
skapandi og skemmtilega starf megi
vaxa og dafna um ókomna tíð.
Skákhöfuðborg
heimsins
Guðmundur Jónas Haraldsson
skrifar um skák
Guðmundur Jónas
Haraldsson
’Ef haft er íhuga að árið
2003 voru haldin
tíu ofurskákmót
í heiminum og
þrjú af þeim
voru skipulögð
af Hróknum …‘
Höfundur er leikari og leikstjóri.
ÖLL þekkjum við orð um fyr-
irbæri sem aldrei hafa verið til.
Sem dæmi má nefna tröllskessur,
Lagarfljótsorm og fljúgandi diska.
Nú hefur nýtt hugtak
bæst í þennan flokk,
svigrúm til skatta-
lækkana. Rauði þráð-
urinn í áróðri stærstu
stjórnmálaflokkanna
fyrir síðustu Alþing-
iskosningar reynist ef
að er gáð sama eðlis
og þráðurinn í klæð-
um keisarans í æv-
intýri H. C. And-
ersens.
Blekkingavefur
spunninn úr trúgirni.
Svigrúm til skatta-
lækkana verður að skilgreina með
hliðsjón af stöðu ríkissjóðs og
sjóða sveitarfélaganna og því hvað
þorri kjósenda vill láta það op-
inbera annast. Miðað við fréttir
síðustu vikna vantar a.m.k. tíu
milljarða til þess að standa undir
rekstri sem enginn ágreiningur er
um. Mestu munar um fé sem vant-
ar til þess að heilbrigðis- og
menntakerfið geti svarað eft-
irspurn með sama hætti og verið
hefur. Ég leyfi mér að fullyrða að
almennur vilji er til þess að sam-
dráttur í rekstri sjúkrahúsa verði
ekki varanlegur, hjúkrunarheim-
ilum fjölgi og að tekið verði við
öllum sem sækja um framhalds-
og háskólanám í haust. Og vænt-
anlega er góð samstaða um það að
stöðva beri skuldasöfnun sveitar-
félaga. Fréttir voru að berast af
1,2 milljarða halla á rekstri höf-
uðborgarinnar árið 2003. Halla-
rekstur borgarinnar og sveitarfé-
laga almennt gæti aukist verulega
ef samningar um laun grunnskóla-
kennara enda nálægt nýjustu
kröfum þeirra. Með því að líta
bara á þessa útgjaldaliði blasir við
þeim sem vilja sjá að
svokallað svigrúm til
skattalækkana er ekki
til. Það sem hér hefur
verið nefnt bendir
fremur til nauðsyn
hækkunar en svig-
rúms til lækkunar á
sköttum. Málið ber
líka að skoða í því
ljósi að fátt er nú eft-
ir af eignum sem hið
opinbera getur selt til
að standa undir líf-
eyrisskuldbindingum
sem enn bíða úrlausn-
ar. En fleira kemur til.
Verkefni, sem líklegt er að mik-
ill meirihluti fólks vilji að hið op-
inbera leggi meira fé til, eru fjöl-
mörg. Eitt hefur Morgunblaðið
bent á í framhaldi af skýrslu um
fátækt á Íslandi sem nýlega var
dreift á Alþingi. Í leiðara 7. maí er
tekið undir það sem segir í skýrsl-
unni að „tekjutengja [mætti] leik-
skólagjöld og létta þannig undir
með fátæku barnafólki ...“. Í rök-
stuðningi blaðsins er bent á gildi
þess frá jafnréttissjónarmiði að
létta þennan kostnað „því ein-
stæðir foreldrar, að miklum meiri-
hluta til konur, eru einn fjölmenn-
asti hópurinn sem nýtur
fjárhagsaðstoðar og því ljóst að ef
létt væri undir með þeim varðandi
leikskólagjöld mundi það skapa
þeim mun betra tækifæri til náms
eða þátttöku í atvinnulífinu“. Ég
held að mikill meirihluti lands-
manna hljóti að vilja stíga skref
sem bæði eykur jafnrétti og dreg-
ur úr fátækt. Enda þótt það kosti
sitt. Sama gildir um það að efla
stofnanir sem gæta almannahags-
muna, allt frá Samkeppnisstofnun
til Ríkisútvarps. Er ekki nauðsyn
þess ljósari en nokkru sinni eftir
að greint var frá því að Sam-
keppnisstofnun væri farin að
milda viðurlög sín vegna þess hve
rannsóknir taka langan tíma? Og
gildi Ríkisútvarps við að tryggja
fjölbreytni og þjóna markmiðum
sem tengjast lýðræði og menningu
ætti að vera ljósara en nokkru
sinni fyrr eftir umræðu undanfar-
inna vikna um fjölmiðlalög.
Að lokum ætla ég að biðja
stjórnarandstöðuna lengstra orða
að hætta að stríða stjórninni með
því að ekki sé farið að framkvæma
kosningaloforð um skattalækkanir.
Það er mikilvægara að vernda vel-
ferðarkerfið, draga úr fátækt og
auka jafnrétti en að koma höggi á
þann sem liggur. Virðing og trú-
verðugleiki valdhafanna og stjórn-
arandstöðunnar hlýtur að hvíla á
raunsæju mati á því sem þjónar
almannahag.
„Svigrúm til skattalækkana“
– blekking eða veruleiki?
Hörður Bergmann
skrifar um skattamál ’Með því að líta bara á þessa útgjaldaliði
blasir við þeim sem vilja
sjá að svokallað svigrúm
til skattalækkana er
ekki til.‘
Hörður Bergmann
Höfundur er kennari og rithöfundur.