Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Margumrætt ákvæði umsynjunarvald forseta,26. greinin, á rætur ígrein stjórnarskrár sem áður kvað á um neitunarvald konungs. Sú grein hélst lítið breytt allt frá 1874 er Íslendingar fengu fyrst stjórnarskrá. „Sú grein var þýðing á 24. gr. dönsku stjórnarskrárinnar frá 1866. Neitunarvald konungs gekk þó mun lengra, því ef hann neitaði lagafrum- varpi um staðfestingu féll það ein- faldlega niður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, í riti sínu um þróun íslensku stjórnarskrár- innar. 26. greinin sem sett var í lýðveld- isstjórnarskrána árið 1944, veitir forseta í raun ekki vald til að koma í veg fyrir gildistöku laga, heldur kveður á um að leggja skuli laga- frumvörp fyrir forseta til staðfest- ingar og synji forseti frumvarpinu staðfestingar, fái það engu að síður lagagildi, en leggja skuli það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í land- inu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Ekki er að finna skýr svör í skrif- um fræðimanna um synjunarvald forseta, við þeirri spurningu hvers vegna talin var sérstök ástæða til að setja þetta ákvæði í lýðveldisstjórn- arskrána, sem samþykkt var á Þing- völlum fyrir 60 árum. Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í að- draganda forsetakosninga, varpar hins vegar ljósi á þetta. Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldis- stjórnarskránni. Bjarni segir: „Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar. Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um, hvort heppi- legt hafi verið að setja í stjórnar- skrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því, þar sem þingræði er viðhaft. Forseti verður bæði að kunna skil á takmörkum síns raunverulega valds og hafa hæfileika til þess að beita því rétt, þegar á hann reynir.“ Matthías spyr Bjarna af hverju ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðsl- una var sett inn í stjórnarskrána. Svar Bjarna er svohljóðandi: „Ástæðan til þess var sú, að þegar verið var að semja frumvarpið að lýðsveldisstjórnarskránni var utan- þingsstjórn, sem meirihluti Alþingis undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná samkomulagi um þingræðis- stjórn. Með réttu eða röngu töldu margir þingmenn, þar á meðal ég, að þáverandi ríkisstjóri hefði við skip- un utanþingsstjórnarinnar farið öðruvísi að en þingræðisreglur segja til um. Menn óttuðust þess vegna að innlendur þjóðhöfðingi kynni að beita bókstaf stjórnarskrárinnar á annan veg en konungur hafði ætíð gert frá því að landið fékk viður- kennt fullveldi 1918 – og þar með taka afstöðu með eða móti lagafrum- vörpum, alveg gagnstætt því, sem ætlast er til í þingræðislandi, þar sem staðfesting þjóðhöfðingjans á gerðum löggjafarþings er einungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á hættu, að forseti gæti hindrað löglega samþykkt Alþingis með því að synja henni staðfestingar, heldur tæki lagafrumvarp engu að síður gildi, en vald forseta yrði takmarkað við það eitt að geta þá komið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna ein- göngu af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á árunum 1942–44, og hefur reynslan síðan bent til að þessi varúð þingsins hafi verið ástæðu- laus. Ekki er kunnugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjafarstarfi þess,“ sagði Bjarni í samtalinu við Matthías. Rekja má synjunarákvæðið aftur til ársins 1849 Rekja má sögu synjunarákvæðis- ins allt aftur til svonefndrar júní- stjórnarskrár, sem sett var í Dan- mörku 1849 við afnám einveldis í Danmörku. Þó lýðræðislegu stjórn- skipulagi væri komið á að hluta til, var ríkisþinginu danska þó ýmis tak- mörk sett í fyrstu, m.a. með synj- unarvaldsákvæði, þar sem öll ný lög sem þingið samþykkti urðu að hljóta undirritun konungs og ráðherra. Þingræði var ekki komið á í Dan- mörku fyrr en árið 1901. „Dönsku grundvallarlögin frá 1849, sem um margt er fyrirmynd íslensku ákvæð- anna, voru byggð á samkomulagi um valdskiptingu milli konungs og danskra þingmanna. Orðin í ís- lensku stjórnarskránni, sem nú gild- ir [...] endurspegla ástand í öðru landi á öðrum tímum, ástand sem þar ríkir ekki lengur og aldrei hefur verið á Íslandi,“ segir Þór Vilhjálms- son, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, í grein um synjunarvald forset- ans í afmælisriti Gauks Jörundssonar. Þórður Bogason lögmaður hefur leitast við að svara þeirri spurningu hversu langa sögu ákvæði stjórnar- skrár um samskipti þjóðþings og þjóðhöfðingja eiga og hvort það hafi breyst að einhverju leyti vi lýðveldis. „Þingræðisreglan veiti væga vísbendingu um s þjóðþings og þjóðhöfðing kemur að staðfestingu á þe sem þjóðþingið hefur sa segir Þórður í grein sinni u ann í afmælisriti Gun Schram, fyrrv. prófessors. Kemst hann að þeirri n að í hartnær hálfa öld hafi gilt um samskipti Alþingis höfðingjans að vald þjóðhö sé einvörðungu formlegs venja byggist á þingræði sem innleidd var með hei árið 1904 og engar efnisb hafi orðið á þessari venju vi lýðveldisins. „Íslenska stjórnarskráin sínar að rekja til dönsku skrárinnar frá 5. júní 184 hann. „Fyrsta stjórnarskr ins, um hin sérstaklegu m lands, var sett einhliða af árið 1874 og sniðin að stjórnskipun í Danmörku Þórður í áðurnefndri grein. Alþingi fékk árið 1874 ta löggjafarvald með þjóðhö um konungi Danmerkur en varð Alþingi aðalhandhafi l valds á Íslandi í sérmálum og frá 1. desember 1918 þingi fullt og óskorað löggja Konungur Danmerkur b ei persónulegu synjunarva Íslandi eftir að landinu stjórnarskrá 1874. „Hins v 91 lagafrumvarpi synjað ingar fram til 1904 en það að ráði og á ábyrgð Ísland ans (Íslandsráðgjafans) s Kaupmannahöfn. Eftir a stjórn og þingræði koms synjaði konungur ekki stað á lagafrumvarpi. Á tímab 1918 til 10. apríl 1940, er var hernumin, neitaði kon aldrei að staðfesta lagaf sem Alþingi hafði samþyk venja breyttist ekki neitt á fram að lýðveldisstofnun, ríkisstjórans. Á þessu tímabili verður a á að sama meginregla hafi landi og í Danmörku um þjóðhöfðingja þessara tveg á synjunarvaldi sínu. Það hans persónulega ákvörðu var það að tillögu ráðherra ábyrgð. Mikilvægt er að í isríki jafngildir neitun þjóð á staðfestingu laga, á áby herra, í raun að verið sé að Skýrist eingöngu bundnu ástandi 1 Ástæða þess að ákvæði um að forseti geti synjað frumvarpi staðf í stjórnarskrána var sú, að utanþingsstjórn var við völd, sem mei sögn Bjarna Benediktssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Á myndin Þórðarsonar við stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. órsson og Björn Ólafsson. Gísli Sveinsson, forseti Alþingis, er í fo Sérstakar ástæður voru fyrir því að ákvæði um synjunarvald forset skrána, að því er fram kom í viðtali við dr. Bjarna Benediktsson for Ómar Friðriksson kynnti sér skýringar Bjarna og umfjöllun fræðim ’Ekki er kunnugt, aðforseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glund- roða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í lög- gjafarstarfi þess.‘ „HEIÐARLEIKI OG REGLUFYLGNI“ Ífyrradag birtist hér í Morgunblaðinugrein eftir tvo lögmenn, þau RagnarAðalsteinsson og Sigríði Rut Júl- íusdóttur, en þau voru verjendur annars ákærða í svonefndu málverkafölsunarmáli fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Í grein lögmannanna segir: „Enn síður er Morgunblaðinu heimilt að gengnum lokasýknudómi að segja eða a.m.k. gefa í skyn að hinir sýknuðu séu í raun sekir en ósamkvæmni í dómum Hæstaréttar hafi leitt til þess að þeir voru sýknaðir.“ Þetta er alvarleg ásökun. Svo vill hins vegar til að í forystugrein Morgunblaðs- ins sl. laugardag um málverkafölsunar- málið var hvorki sagt eða gefið í skyn, að hinir sýknuðu væru sekir. Hvað gengur lögmönnunum til að hafa upp slíkar ásak- anir á hendur Morgunblaðinu, sem hvergi er hægt að finna stað í texta viðkomandi forystugreinar? Í grein lögmannanna segir: „Þá leitast Morgunblaðið við að gagnrýna og andæfa því að ákærðu skuli hafa notið grunnreglu stjórnarskrár um réttláta meðferð fyrir dómi.“ Þetta er líka þung ásökun á hendur Morgunblaðinu en svo vill til, að það er heldur ekki hægt að finna þessum ásök- unum stað í nefndri forystugrein. Hvað veldur því, að lögmennirnir halda því fram að í forystugrein Morgunblaðsins standi eitthvað, sem þar er hvergi að finna? Hver einasti lesandi blaðsins getur borið saman texta forystugreinarinnar og grein lög- mannanna og séð með eigin augum að blaðið segir hvergi það, sem lögmennirnir saka það um. Í grein lögmannana segir líka: „Telur Morgunblaðið að með því hafi bæði dóms- stigin skuldbundið sig til að byggja dóm á framburði aðstoðarmanna lögreglunnar, sérfræðinganna.“ Þetta sjónarmið er heldur ekki að finna í forystugrein blaðsins. Hvers vegna eru lögmennirnir að gera blaðinu upp skoð- anir? Í fyrrnefndri forystugrein Morgun- blaðsins var athygli vakin á tveimur dóm- um Hæstaréttar, sem snerta þetta mál og komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar þeir væru lesnir saman, fælist í þeim ákveðin mótsögn. Jafnframt sagði: „Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess að Hæstiréttur sé samkvæmur sjálfum sér og segi ekki eitt í dag og annað á morgun.“ Má Morgunblaðið ekki hafa þessa skoð- un? Er Morgunblaðið að leggjast gegn „grundvallarreglu réttarríkisins“ með því að hafa þessa skoðun á tveimur dómum Hæstaréttar?! Svo vill til að Bogi Nilsson ríkissak- sóknari hefur mjög svipuð viðhorf til þess- ara tveggja dóma og Morgunblaðið lýsti í umræddri forystugrein. Í samtali við blaðið sl. mánudag sagði ríkissaksóknari, þegar hann vísaði til dómanna: „Ef Hæsti- réttur hefði viljað gefa önnur skilaboð hefði hann að sjálfsögðu átt að gera það á þeim tíma. Það finnst mér eiginlega liggja í augum uppi og þess vegna kom þessi af- staða meirihluta Hæstaréttar mér mjög á óvart. Jafnvel þó þessi tengsl, sem um var að ræða í þessu máli gætu hugsanlega haft einhver áhrif á sönnunarmatið, eins og gefið var í skyn af hálfu héraðsdóms var varla hægt að búast við því, að litið yrði svo á að sérfræðiálitin gætu alls ekki kom- ið til skoðunar.“ Felst í þessum orðum ríkissaksóknara, að mati lögmannanna tveggja, að hann sé „á móti grundvallarreglum réttarríkis- ins“? Þótt sviðsljós fjölmiðlanna beinist mjög að lögmönnum um þessar mundir mega þeir ekki missa sjónar á því grundvallar- atriði, sem lögmennirnir tveir segja í grein sinni að dómstólar geri kröfu til þeirra um þ.e. „heiðarleika og reglu- fylgni.“ VÍSBENDING UM ÞRÓUN NÚTÍMANS Um þessar mundir stendur yfir í Gerð-arsafni í Kópavogi sýning á íslenskum málverkum í einkaeigu í Danmörku, en hún kemur hingað eftir að hafa verið til sýnis á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Verkin hafa ekki áður komið fyrir almenningssjón- ir hér á landi, en eru langflest máluð af „ungum og óþekktum Íslendingum sem á 20. öldinni stunduðu nám við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn og urðu síðan kunnir eða jafnvel frægir“, eins og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og verndari sýningarinnar, orðar það í sýn- ingarskrá. Það er ekki síst þessi uppruni verkanna sem gefur þeim gildi í samtímanum, því sem slík eru þau mikilsverð vísbending um þróun hugmyndasögu nútímans í þeim um- brotum sem mörkuðu síðustu öld á Íslandi – eins og þau birtast í listrænum meðförum margra helstu vaxtarsprota þjóðarinnar á sviði myndlistar á mótunarárum þeirra í sínum ferli. Mörg verkanna, ekki síst landslagsverkin, mynda áhugaverðan brennipunkt þar sem áhrif og þrá eftir ís- lensku umhverfi og náttúru rennur saman við ríkjandi strauma og tækni í erlendu myndlistarumhverfi. Í þeim skilningi af- hjúpa þessi verk sem heild hvaða þættir hafa mótað íslenskt samfélag og hvernig listirnar geta samþætt huglæg hrif þess er býr heima, jafnt sem þess er mætir manni að heiman. Ef verkin eru skoðuð í tímaröð verður sú þróun enn ljósari; hefðbundin og þekkjan- leg form leysast upp í abstrakt verkum er afhjúpa sífellt víðara sjónarhorn og afstæð- ari gildi hvað vitund fyrir umhverfinu varð- ar. Titill verks Braga Ásgeirssonar, „Spænsku tröppurnar í Róm“, frá árinu 1954, ber slíkri þróun til að mynda glöggt vitni og myndar sterkt mótvægi við hefð- bundnari viðfangsefni íslenskrar myndlist- arsögu, svo sem Eiríksjökul og Þingvelli. Tilurð þessarar forvitnilegu sýningar má rekja til frumkvæðis Klaus Ottos Kapp- els, sem var sendiherra Dana á Íslandi á ár- unum 1995–99. Í samtali sem Morgunblað- ið átti við hann þegar sýningin var sett upp í Danmörku segir Kappel margar áhuga- verðar sögur liggja að baki verkanna. „Á þessum tíma voru listamennirnir flestir lítt þekktir og félitlir, og það kom fyrir að þeir létu myndir upp í húsaleiguna, veitinga- húsareikninga eða annan kostnað,“ segir hann. En hann bendir ennfremur á að sýn- ingin er „vináttusýning“, þar sem brugðið er „upp mynd af kafla í sameiginlegri sögu dönsku og íslensku þjóðanna“. Bera Nordal, er valdi verkin á sýn- inguna, staðfestir þau ummæli Kappels í sýningarskránni þar sem hún segir: „Í upp- hafi, þegar listamenn eru aðallega að tak- ast á við túlkun íslenskrar náttúru og þá togstreitu sem skapaðist á milli bænda- og borgaraþjóðfélags, er myndlistin aðallega undir áhrifum hinnar dönsku akademísku listar í anda náttúrurómantíur og tákn- hyggju.“ Sýningin í Gerðarsafni veitir því einkar athyglisvert sjónarhorn á þessa sameiginlegu sögu, þar sem íslensk sköp- unarþrá mætir umheiminum í gegnum Danmörku og hið listræna sjálf er jafn- framt sett í stærra samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.