Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Grettir
Smáfólk
Leonardó
© LE LOMBARD
GET ÉG FENGIÐ STÓRT BROS?
AF
HVERJU?
ÞÚ ERT MEÐ
SVOLEIÐIS NÚ ÞEGAR
ÉG ÆTLA AÐ BÚA MÉR TIL
SAMLOKU
DRÍFÐU ÞIG ÞÁ! ÉG GET EKKI BEÐIÐ Í ALLAN DAG
EFTIR AÐ FÁ AÐ STELA HENNI
ÉG GET
EKKI GERT
ÞETTA ALLT
ÞETTA STARF ER OF MIKIÐ
FYRIR EINN HUND! ÞAÐ VILJA
ALLIR EITTHVAÐ! ALLIR
KVARTA! ÉG VINN DAG OG
NÓTT OG ENGINN KANN AÐ
META ÞAÐ!
OG AUMINGJA
RITARINN MINN ER
ÖRMAGNA...
ÉG ÞOLI EKKI AÐ
VERA YFIRHUNDUR!
TALANDI UM SYKURLOPA ÞÁ
ER SKEGGIÐ ÞITT ALVEG EINS
OG SYKURLOPI
HA HA
HA HA HA
HA HA
HA
SVONA SVONA. EKKI VERA SVONA
VIÐKVÆMUR
!
ATHUGUM HVORT ÞAÐ SÉ EKKI EITTHVAÐ SNIÐUGT
SEM HÆGT ER AÐ GRÆÐA Á Í VIÐSKIPTALÍFINU
ATHUGUM,
ATHUGUM!
AF HVERJU
ER HANN
FÍNN Í
NÆSTA
RAMMA?
GET ÉG AÐSTOÐAÐ YKKUR
HERRAR MÍNIR?
MIG LANGAR AÐ VITA HVAÐ
ÞETTA ER
ÞJÓFAVARNAR-
KERFI
HVAÐA TILGANG HEFUR
ÞAÐ?
HVAÐAN
KEMUR ÞÚ?
TIL ÞESS AÐ VERNDA BANKANN
AUÐVITAÐ. VIÐ ERUM TENGD
VIÐ LÖGREGLUSTÖÐINA
MJÖG
ÁHUGAVERT
FYRIR HVERJUM ER
VERIÐ AÐ VERNDA
BANKANN?
FYRIR BANKARÆNINGJUM
ÚTHUGSAÐ
VERNDA FYRIR
HVERJUM?
FYRIR RÆNINGJUM
SAGÐI HANN!!
framhald ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EFTIR að Davið minntist á að
breyta þyrfti stjórnarskránni, hafa
verið nokkrar umræður um hana.
Þessar umræður snúast að mestu
leyti um forsetaembættið, valdsvið
þess og hvort fyrstu 30 gr. stjórn-
arskrárinnar séu marklausar eða
ekki. Meginástæða þess að Davið vill
breyta stjórnarskránni er, að mínu
mati, ótti hans við að forseti beiti
ákvæði 26.gr.um að skjóta málum til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er al-
mannarómur, að framkvæmdavaldið
sé orðið allt of frekt til valdsins. Það
hefur löggjafarvaldið svo til alveg í
vasanum og er farið að snúa út úr
dómum Hæstaréttar, ef dómar hans
falla ekki að geðþótta framkvæmda-
valdsins.
Þetta kom berlega í ljós, í Valdi-
marsmálinu svonefnda og þó sér-
staklega í máli Öryrkjabandalagsins
gegn ríkinu, þar sem framkvæmda-
valdið skipaði skósveina sína úr lög-
fræðistétt til að túlka dóminn sér í
hag.Þessi aðgerð núverandi ríkis-
stjórnar að bera brigður á æðsta
dómsvald landsins sýnir ljóslega þá
valdagræðgi,sem núverandi valdhaf-
ar beita við stjórn landsins.
Því er ekki úr vegi, að minna á orð
Einars Arnalds,sem var forseti
Hæstaréttar á 50 ára afmæli hans,
þar sem hann segir: Á Hæstarétti
hvíla þær skyldur að heiðra þann
meginrétt að helgustu mannréttindi
verða í raun ekki tryggð nema í skjóli
sjálfstæðs og óhlutdrægs dómsvalds.
Það er hægt að vitna í orð fleiri
merkra manna um mikilvægi óháðs
dómsvalds til réttaröryggis því að-
eins þannig njóti hann fyllsta trausts
þjóðarinnar. Eitt af því sem vekur
furðu mína og sjálfsagt fleiri, er að
framkvæmdavaldið skipar menn í
æðsta dómsvald þjóðarinnar, ekki
bara lægri dómstig, heldur einnig
það æðsta þ.e. dómsmálaráðherra,
einn æðsti maður framkvæmda-
valdsins, ræður skipun dómenda í
Hæstarétt, jafnvel þvert á skoðanir
mikilsvirtra löglærðra manna.
Þar sem nú eru til umræðu breyt-
ingar á stjórnarskránni, tel ég að eitt
brýnasta verkefnið sé, að breyta nú-
verandi fyrirkomulagi um skipun
dómsvaldsins og reyna að gera
dómsvaldið algerlega óháð fram-
kvæmdavaldinu.
Ein leið til breytinga, gæti verið að
taka skipun í Hæstarétt úr höndum
dómsmálaráðherra, og fela hana öðr-
um, sem væru algerlega óháðir rík-
isvaldinu.
Áður fyrr, og reyndar allvíða enn,
eru öldungaráð hluti af stjórnskipun
þjóðríkja og talin nauðsynlegur hluti
þess. Ég tel ef stofnað væri öldung-
aráð fyrrverandi dómara og lagapró-
fessora, sem hættir væru störfum,
hefðu náð vissum aldri og væru á eft-
irlaunum, að slíkir menn væru marg-
falt heppilegri til að velja menn í
Hæstarétt, heldur en einn maður úr
röðum framkvæmdavaldsins.
Helstu rök mín fyrir þessu eru eft-
irfarandi:
Hópur eldri lögmanna með mikla
faglega og mannkega lífsreynslu, tel
ég margfalt heppilegri til að skipa
menn í æðsta dómsvald þjóðarinnar,
heldur en einn mann, frá fram-
kvæmdavaldinu, sem er mjög háður
pólitískum línum, persónulegum
frama, vinum og öðru, er getur or-
sakað geðþóttaákvarðanir.
Eldri menn, hættir brauðstritinu
og baráttunni um frama og fjármuni,
hafa litla sem enga persónulegra
hagsmuna að gæta um skipun manns
eða manna í embættið.
Annað.
Þessir löglærðu menn, komnir yfir
sextugt, hættir störfum og komnir á
eftirlaun skipuðu sjálfkrafa setu í
þessu öldungaráði, án nokkurra
kosninga, þegar þessum skilyrðum
er náð.
Þriðja.
Þessir menn, sem gætu verið milli
30–60 (gæti verið breytilegt), hefðu
yfirgripsmesta þekkingu til að velja
hæfasta manninn til að gegna emb-
ætti hæstaréttardómara.
Fjórða.
Eftir ítarlega athugun og umfjöll-
un á umsækendum, færu fram leyni-
legar atkvæðagreiðslur meðal
þeirra, undir eftirliti Alþingis, hver
umsækjenda hlyti embættið.
Fimmta.
Ég tel þetta tvímælalaust fagleg-
ustu, lýðræðislegustu og kostnaðar-
minnstu, (sjálfskipaðir eldri menn í
ráðið), leið til að skipa dómsvald, full-
komlega óháð löggjafar- og ekki síð-
ur framkvæmdavaldi ríkisins..
Á síðustu dögum og vikum hefur
komið ítrekað í ljós, hversu óheppi-
leg og hættuleg, sú skipan er, sem nú
hefur verið á þessum málum.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
Höfðagrund 14,
Akranesi.
Netfang hafsteinn@akranes.com
Stjórnskipun
Hæstaréttar
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni á
Akranesi:
EINU sinni var ég ungur. Þá sendi
mamma mín mig í Matardeildina til
þess að kaupa kjöt. Ég var kannski
vart fullvaxta, en þá var þar maður
innan borðs, sem mér fannst í lagi.
Þegar ég var seinna með átta manna
fjölskyldu, þá keypti ég mjólkina og
kjötið þar í Hafnarstrætinu, enda
þótt annar kaupmaður væri í horn-
húsinu mínu. Nú er Landsbanki í
Hafnarstrætinu, og búðardrengur-
inn orðinn stórkarl í tvær kynslóðir.
Í dag keypti ég dálítið í matinn,
og það fór ekki yfir þúsundkall. Ég
fékk afslátt við kassann frá því, sem
ég hélt ég skyldi borga. Kjúkling-
urinn kostaði ekki 555 krónur, held-
ur 406. Skulda ég þá fjölmiðlaris-
anum á annað hundrað krónur?!
Nei, en strákarnir mega mín vegna
gera það gott þarna sem annars
staðar.
Hugsið bara!
SVEINN GUÐMUNDSSON,
verkfr.,
Háteigsvegi 2,
105 Reykjavík.
Lífsins Bónus
Frá Sveini Guðmundssyni: