Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 46
ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STJARNAN stefnir að því að senda kvennalið
sitt í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik
á næstu leiktíð, að sögn Halldórs Ingólfssonar,
formanns kvennaráðs Stjörnunnar. „Það er á
hreinu að við sendum lið til keppni, ann-
aðhvort í EHF-keppnina eða Áskorenda-
keppnina, það fer allt eftir því hvort Valur
verður með eða ekki en Valur á réttinn á
senda lið í EHF-keppnina sem er meira spenn-
andi keppni,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið í gær en hann reiknar með að
endanleg ákvörðun liggi fyrir um næstu mán-
aðamót. Halldór sagði að mikill áhugi ríkti
innan kvennaliðsins og ráðsins vegna þátttök-
unnar og sagðist hann ekki kvíða því að þátt-
takan yrði fjárhagslegur baggi á deildinni.
„Við erum með góða bakhjarla og erum auk
þess þegar farnir að vinna í fjáröflun,“ sagði
Halldór sem einnig hefur sett stefnuna á að
fara með fjölmenna og vaska sveit kvennaliðs
Stjörnunnar í æfinga- og keppnisferð til Ála-
borgar í lok ágúst. „Það var einnig farið í
fyrra og sú ferð heppnaðist einkar vel.“
Kristín til liðs við Stjörnuna
Kristín Guðmundsdóttir, landsliðsmaður í
handknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs
við Stjörnuna, en hún hefur leikið í Danmörku
undanfarin ár, fyrst með Virum og nú síðast
Tvis/Holstebro. „Við erum mjög ánægð með
að fá Kristínu í okkar raðir, í henni er mikill
liðsstyrkur,“ segir Halldór sem horfir björtum
augum fram á næstu leiktíð í kvennahand-
knattleiknum. Hann reiknar með að halda
þeim mannskap sem lék með liðinu á síðustu
leiktíð, en þá féll Stjarnan úr keppni í undan-
úrslitum Íslandsmótsins eftir hörkuleiki við
Val.
Stjörnustúlkur stefna á
þátttöku í Evrópukeppninni
ÞAÐ má með sanni segja að sagan endurtaki sig. Fyrir 26
árum léku tveir ungir handknattleiksmenn sinn fyrsta
landsleik gegn Færeyingum, 1978. Það voru þeir Atli
Hilmarsson, Fram, og Andrés Kristjánsson, Haukum –
Atli lék sem skytta vinstra megin, Andrés á línunni og í
horni. Um sl. helgi í Antwerpen í Belgíu léku tveir ungir
leikmenn saman með landsliðinu – Arnór, sonur Atla, og
Kristján, sonur Andrésar, sem léku sinn fyrsta landsleik.
Arnór leikur sem skytta vinstra megin, Kristján sem
leikstjórnandi. Kristján er leikmaður með sænska liðinu
GUIF í Eskilsstuna, en þess má geta til gamans að þegar
Andrés lék sinn síðasta landsleik fyrir 20 árum, þá var
hann leikmaður með GUIF. Þá lék hann gegn Ísrael í Pol-
ar Cup í Drammen í Noregi – kom hann þá inn í landsliðið
fyrir Atla.
Andrés lék sjö landsleiki á árunum 1987–1984, Atli lék
133 landsleiki á árunum 1978–1989. Þess má einnig geta
að bróðir Andrésar lék með landsliðinu á árum áður –
Logi, fyrrverandi markmaður Hauka og FH.
Arnór og Kristján
í fótspor feðranna
RÓBERT Gunnarsson var fyrirliði
íslenska landsliðsins í handknatt-
leik á mótinu í Belgíu um sl. helgi, í
leikjum gegn Túnis, Serbíu/
Svartfjallalandi og Danmörku.
Hann var í fyrsta skipti með fyr-
irliðabandið og skoraði 10 mörk í
fyrsta leiknum, sem hann bar band-
ið – gegn Túnis. Róbert er fyrsti
landsliðsmaðurinn sem skorar 10
mörk í leik gegn Túnis og Ásgeir
Örn Hallgrímsson varð fyrstur til
að skora 10 mörk í leik gegn Serb-
íu/Svartfjallalandi. 28 landsliðs-
menn hafa skorað tíu eða fleiri
mörk í landsleik.
Róbert var fjórði línumaðurinn
til að vinna það afrek, en áður
höfðu línumennirnir Stefán Gunn-
arsson, Val, Birgir Sigurðsson,
Fram, og Sigfús Sigurðsson,
Magdeburg, skorað tíu mörk eða
fleiri í landsleik.
Ásgeir Örn var fjórða vinstri-
handarskyttan til að skora 10 mörk
í landsleik. Áður hefur Ólafur Stef-
ánsson skorað 11 sinnum tíu mörk
eða fleiri í leik, Kristján Arason níu
sinnum og Sigurður Valur Sveins-
son fimm sinnum.
Róbert var
fyrirliði
KNATTSPYRNA
Landsbankadeild
Fram – ÍA ..................................................0:2
Ríkharður Daðason (sjálfsmark) 21., Stef-
án Þórðarson 53.
Staðan:
Keflavík 2 2 0 0 5:2 6
ÍA 3 1 2 0 3:1 5
Fram 3 1 1 1 4:3 4
Fylkir 2 1 1 0 2:1 4
KA 2 1 0 1 2:2 3
FH 2 1 0 1 1:1 3
ÍBV 2 0 2 0 2:2 2
Grindavík 2 0 2 0 1:1 2
KR 2 0 0 2 1:4 0
Víkingur R. 2 0 0 2 0:4 0
1. deild kvenna A
Haukar – Ægir ..........................................0:0
1. deild kvenna C
Fjarðabyggð – Sindri................................3:3
Vináttulandsleikur
Austurríki – Rússland...............................0:0
HANDKNATTLEIKUR
Austurríki – Ísland 26:27
Aþena, vináttulandsleikur karla, þriðju-
daginn 25. maí.
Mörk Íslands: Jaliesky Garcia 6, Guðjón
Valur Sigurðsson 5, Einar Ö. Jónsson 5,
Patrekur Jóhannesson 3, Snorri S. Guð-
jónsson 3, Róbert Sighvatsson 3, Ásgeir
Örn Hallgrímsson 1, Ólafur Stefánsson 1.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Indiana – Detroit .................................. 67:72
Staðan er 1:1.
ÚRSLIT
Aðalfundur Fram
Aðalfundur knattspyrnufélagsins Fram
verður haldinn í íþróttahúsi Fram við Safa-
mýri fimmtudaginn 3. júní kl. 18.
FÉLAGSLÍF
Fram 0:2 ÍA
Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeild karla,
3. umferð
Laugardalsvöllur
Þriðjudaginn 25. maí 2004
Aðstæður:
Austan kaldi, skýjað og 11
stiga hiti. Völlurinn þokka-
legur.
Áhorfendur: 1.213
Dómari: Kristinn Jakobsson,
KR, 3
Aðstoðardómarar:
Einar Sigurðsson, Gunnar
Gylfason
Skot á mark: 6(0) - 13(7)
Hornspyrnur: 5 - 9
Rangstöður: 0 - 2
Leikskipulag: 4-4-2
Gunnar Sigurðsson
Andrés Jónsson
Hans Fróði Hansen
Eggert Stefánsson M
Ragnar Árnason
Fróði Benjaminsen
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
(Viðar Guðjónsson 59.)
Ingvar Ólason M
Andri Steinn Birgisson
Ríkharður Daðason
(Heiðar Geir Júlíusson 78.)
Andri Fannar Ottósson
(Tómas Ingason 53.)
Þórður Þórðarson
Hjálmur Dór Hjálmsson M
Reynir Leósson M
Gunnlaugur Jónsson
Andri Lindberg Karvelsson M
Julian Johnsson M
Pálmi Haraldsson
Kári Steinn Reynisson
Haraldur Ingólfsson M
(Guðjón H. Sveinsson 68.)
Grétar Rafn Steinsson M
(Alen Marcina 82.)
Stefán Þ. Þórðarson M
(Hjörtur J. Hjartarson 63.)
0:1 (21.) Haraldur Ingólfsson tók hornspyrnu frá hægri. Reynir Leósson skall-
aði knöttinn í átt að marki en Ríkharður Daðason rak fótinn út og af
honum fór boltinn í netið.
0:2 (55.) Stefán Þór Þórðarson skoraði með skalla eftir hornspyrnu Kára
Steins Reynissonar.
Gul spjöld: Hans Fróði Hansen, Fram (34.) fyrir brot Julian Johnsson, ÍA (80.) fyrir brot
Rauð spjöld: Gunnar Sigurðsson, Fram (53.) fyrir brot
Austurríkismenn höfðu undirtökinlengi vel í leiknum. Þeir höfðu
14:11 yfir í leikhléi og náðu mest
fimm marka forskoti en Íslendingar
náðu að knýja fram sigur undir lokin.
„Það verður bara að segjast eins
og er að þetta var alls ekki góður leik-
ur af okkar hálfu. Það vantaði mikinn
neista í strákana og hugarfarið hjá
þeim var ekki rétt,“ sagði Einar Þor-
varðarson, aðstoðarþjálfari íslenska
landsliðsins, við Morgunblaðið í gær.
Einar sagði að leikur íslenska liðs-
ins hafi verið undir meðallagi á flest-
um sviðum. Sóknin hafi verið mistæk,
vörnin gloppótt og markvarslan
fremur slök.
„Strákarnir verða bara að gera sér
grein fyrir að þeir geta ekki spilað
áfram á þessum forsendum. Við höf-
um ekki verið allir saman síðan á EM
og það er kannski ein skýring á að
menn virtust vera hálfryðgaðir í sam-
vinnu við hver annan og þá er
kannski einhver þreyta hjá sumum
leikmanna þar sem deildarkeppni er
nýlokið á mörgum stöðum. Ég held
að menn átti sig alveg á því að þeir
spiluðu undir getu og vonandi koma
þeir betur stemmdir til leiks á móti
Grikkjunum. Það verður erfiðara
verkefni en leikurinn við Austurrík-
ismenn enda þótt þeir hafi barist
mjög vel gegn okkur og verið skipu-
lagðir. Grikkir eru á mikilli uppleið
og ég held að þeir geti gert skemmti-
lega hluti á ólympíuleikunum,“ sagði
Einar.
Jaliesky Garcia var markahæstur í
íslenska liðinu með 6 mörk og horna-
mennirnir Guðjón Valur Sigurðsson
og Einar Örn Jónsson skoruðu 5
mörk hvor. Birkir Ívar Guðmunds-
son stóð lengst af í markinu og náði
sér ekki á strik frekar en Björgvin
Gústavsson sem fékk að spreyta sig
hluta af leiknum. Róbert Gunnars-
son, Gylfi Gylfason og Ragnar Ósk-
arsson komu ekkert við sögu í leikn-
um.
Landsliðið hitar upp fyrir HM-leiki gegn Ítölum í Aþenu
Slakt en sigur
gegn Austurríki
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik bar sigurorð af Austurrík-
ismönnum, 27:26, í vináttuleik í Aþenu í Grikklandi í gær. Þetta var
fyrri undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir leikinn á móti Ítölum í
undankeppni HM, sem fram fer um næstu helgi, en í kvöld mætir
liðið Grikkjum í æfingaleik í Aþenu.
Morgunblaðið/Sverrir
Jaliesky Garcia og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu flest
mörk gegn Austurríkismönnum í Aþenu.
VIÐAR Guðjónsson leik-
maður Fram fór líklega
úr axlarlið í leik liðsins
gegn ÍA í gær. Viðar kom
inná sem varamaður á 59.
mínútu en meiddist undir
lok leiksins eftir samstuð
við einn leikmann ÍA. Við-
ar var fluttur á slysa-
móttöku í sjúkrabifreið
eftir leikinn í gær og
benti allt þess að Viðar
verði frá keppni og æfing-
um í einhvern tíma vegna
meiðslanna.
Ríkharður Daðason
framherji Fram meiddist
á ökkla í leiknum gegn ÍA
og gat hann ekki tekið
þátt í leiknum eftir að
hann meiddist, en meiðsli
hans eru ekki talin vera
alvarleg.
Viðar úr
axlarlið
FRAKKINN Fabrice Santoro fór
með sigur af hólmi í lengsta tenn-
isleik sögunnar sem hófst á mánu-
dag en lauk í gær. Viðureign hans
við Arnauld Clement var hluti af
fyrsta stórmóti ársins í tennis,
Opna franska meistaramótinu á
Roland Garros-vellinum í París.
Það tók Santoro 6 tíma og 33 mín-
útur að leggja Arnauld Clement að
velli en hann er einnig franskur.
Reyndar hófst leikurinn á mánudag
en fresta þurfti leiknum í stöðunni
5:5. Þegar þeir félagar tóku upp
þráðinn í gær var enn mjótt á mun-
unum og það var ekki fyrr en í stöð-
unni 14:14 að Sontoro náði yf-
irhöndinni og landaði sigri.
Gamla metið var frá árinu 1982 í
Davis-Cup keppninni þar sem að
Bandaríkjamaðurinn John
McEnroe og Svíinn Mats Wilander
áttust við. Sú viðureign stóð yfir í 6
tíma og 22 mínútur.
Á Opna franska meistaramótinu
fyrir nokkrum árum áttust við Alex
Corretja og Tim Henman í leik sem
stóð yfir í 5 tíma og 31 mínútu.
„Ég hafði ekki hugmynd um að
met væri í uppsiglingu. Þessi leikur
hefði getað orðið enn lengri þar
sem við vorum gríðarlega jafnir í
dag. Við fengum báðir tækifæri til
þess að tryggja okkur sigur en það
var ég sem hafði heppnina með mér
í dag,“ sagði Santoro.
Lengsti tennisleikur
sögunnar í París