Morgunblaðið - 26.05.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 26.05.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10. B.i. 16. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV Skonrokk FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING  Ó.H.T Rás2 www .regnboginn.is Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og Powersýning kl. 10.30. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Dóttur valdamesta manns í heimi er rænt getur aðeins einn maður bjargaðhenni. Frábær spennumynd frá leikstjóranum og handritshöfundinum David Mamet. tt l t í i i t t i i j i. f l i tj it f i i t. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Æðisleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með Anne Hathaway úr Princess Diaries! Sýnd kl. 5.30, 7, 8.30, 10 og Powersýning kl. 11.30. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. FRUMSÝNING Léttöl  Kvikmyndir.com ELLA Í ÁLÖGUM Powersýningá stærsta THX tjaldilandsinskl. 10.30Í Laugarásbíó SMELLTU ÞÉR Á FÓLKIÐ Á MBL.IS OG TAKTU ÞÁTT Í LÉTTUM LEIK. SVARAÐU 3 SPURNINGUM RÉTT OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 20 HEPPNIR ÞÁTTTAKENDUR FÁ MIÐA FYRIR TVO Á TÓNLEIKANA MEÐ KORN ÞANN 31. MAÍ. VINNINGSHAFAR VERÐA LÁTNIR VITA MEÐ TÖLVUPÓSTI FÖSTUDAGINN 28. MAÍ. FÓLKIÐ FERÐ ÞÚ Á KORN? opið ehf HLJÓMSVEITIN Daysleeper gaf út sína aðra plötu 11. maí sl. og er hún samnefnd sveitinni. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Eva Alice, kom út árið 2002 og seldist í 3000 eintökum. Talsverðar mannabreyt- ingar hafa orðið í hljómsveitinni frá því að fyrsta platan kom út en með- limir Daysleeper voru 6 í uppruna- legri mynd og samanstóð hljóm- sveitin þá af söngvara, tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommara og hljómborðsleikara. Hálfu ári eftir útgáfu fyrstu plöt- unnar urðu svo róttækar breytingar á bandinu þar sem leiðir manna skildu. Söngvarinn Sverrir Berg- mann, gítarleikarinn Víðir og bassa- leikarinn Svanur voru eftir í hljóm- sveitinni og þeir fengu til liðs við sig trommuleikarann Helga Svavar. Harðari og beinskeyttari Að sögn Sverris urðu töluverðar breytingar á tónlist sveitarinnar við þessar mannabreytingar og nú er leikið mun meira rokk. „Nýja plat- an er mun harðari og beinskeyttari en sú fyrri. Þegar við byrjuðum að taka upp plötuna vorum við sex. Við vorum búnir að taka upp tvö til þrjú lög þegar hljómsveitin tvístr- aðist. Nýr meðlimur hljómsveitar- innar kom beint inn í upptökur og það tók sinn tíma að aðlagast þess- um breytingum. Stefnan var sett á að gefa plötuna út um jólin en við vorum ekki nógu sáttir við plötuna. Við fengum því frest til þess að full- klára plötuna og á þessu tímabili duttu þrjú lélegustu lögin út af plötunni og að mínu mati komu þrjú bestu lögin inn í staðinn, lögin Unattended, You and I og You were there.“ Hljómsveitarmeðlimir semja lög- in að mestu leyti í sameiningu en textasmíðin er alfarið í höndum Sverris og Víðis. Sölvi Blöndal úr Quarashi var upptökustjóri á plöt- unni og að sögn Sverris gekk sam- starf þeirra vel. „Hann er indæll drengur og það er mjög gott að vinna með honum. Hann er harður þegar á þarf að halda og kemur oft með góðar hugmyndir.“ Sverrir segir þá félaga ætla að kynna plötuna í sumar en útgáfu- tónleikar verða haldnir í júní. Hann segir hljómsveitina ekki ætla að spila á sveitaböllum í sumar. „Við ætlum að spila á tónleikum hér í borginni og spila úti á landi á minni tónleikastöðum en aldrei neitt eig- inlegt íslenskt ball.“ Vegna útkomu plötunnar var ákveðið að setja upp heimasíðu, þar sem aðdáendur sveitarinnar geta fylgst með því sem eftst er á baugi hverju sinni, skoðað ýmiss konar efni um hljómsveitina og beint spurningum til hljómsveitarmeð- lima. Ný plata frá Daysleeper „Mun meira rokk“ Sverrir Bergmann er söngvari hljómsveitarinnar Daysleeper, sem fyrir skömmu gaf út sína aðra plötu og er hún samnefnd sveitinni. thorirj@mbl.is www.daysleeper.tv MICHAEL JACKSON fær nú að- stoð frá föður sínum vegna mála- ferlanna á hendur honum. Faðir poppstjörnunnar hefur ráðið lögfræðing sem hann segir að eigi að veita Jackson aukaaðstoð með- an á réttarhöldum stendur yfir honum, vegna ásakana um kyn- ferðislega mis- notkun gagnvart börnum. Lögfræðingurinn sem Joseph Jack- son, faðir Mich- aels, hefur ráðið til starfans heitir Debra Opri og hefur áður verið verjandi söngv- arans James Brown. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.