Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 25 FERÐALÖG Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU 7964 Timberwood Circle Sarasota, FI,USA 34238 SÍMI-941-923-4966 www.timberwoods.com SARASOTA FLÓRÍDA TIMBERWOODS Vacation Villas & Resort Frábært sumarfrí Glæsileg hús í kyrrlátu umhverfi innan um fallegan gróður Notalegt frí á frábæru verði Velkomin í ævintýraheim Holtasmára 1 • 201 Kópavogi Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 *Allar ferðir hefjast í Kaupmannahöfn. Verð m.v. gengi 1. apríl. Nákvæmar ferðalýsingar og verðlisti á www.kuoni.is 14.000 kr. afslátturef bókað er fyrir 1. júní Hópferðir til Tælands og Víetnam með íslenskum fararstjóra Leyndardómar Tælands, 15 dagar, 16. okt. Dyrnar að Tælandi. Ein af vinsælustu hópferðum Kuoni. Kynningarverð á mann í tvíbýli til 1. júní: 141.550 kr.* Hið gullna norður Tælands, 15 dagar, 24. okt. Hinn stórbrotni Gullni þríhyrningur og gullin ströndin. Kynningarverð á mann í tvíbýli til 1. júní: 151.350 kr* Á söguslóðum Víetnam, 15 dagar, 1. okt. Heillandi heimur Víetnam og eitt besta hótel Asíu. Kynningarverð á mann í tvíbýli til 1. júní: 173.100 kr.* Fimmtíu manna hópur starfs-fólks leikskólanna Sólbrekkuog Mánabrekku á Seltjarn- arnesi héldu í námsferð til Madríd á Spáni sumardaginn fyrsta og vörðu fjórum dögum í sólinni á milli þess sem mannskapurinn kynnti sér spænskt leikskólastarf. Soffía Guð- mundsdóttir, leikskólastjóri á Sól- brekku, var í hópnum. Hvert var tilefni ferðarinnar og hvernig var undirbúningi háttað? „Markmiðið var að kynnast leik- skólastarfi á Spáni sem þekkt er fyrir tónlist, dans og öflugt foreldra- samstarf. Segja má að undirbúning- urinn hafi hafist strax í haust þegar ákveðið var hver áfangastaðurinn yrði. Lára Birgisdóttir, sölufulltrúi hjá Plúsferðum, sá um undirbúning af hálfu ferðaskrifstofunnar og í sam- einingu fundum við góða leikskóla, sem voru tilbúnir að taka á móti okk- ur. Félag leikskólakennara og Starfs- mannafélag Seltjarnarness styrktu sína félagsmenn og síðan fengum við styrk frá Seltjarnarnesbæ og Lands- bankanum á Seltjarnarnesi.“ Hafið þið áður farið í námsferðir til útlanda? „Já, við fórum til Þýskalands árið 1997 og til Danmerkur árið 2001.“ Hvert fluguð þið og hvar hélduð þið til? „Við flugum beint til Madríd og gistum á Hótel Regina, þriggja stjörnu hóteli á besta stað í mið- bænum og var almenn ánægja með þá gistingu.“ Er leikskólastarf á Spáni frábrugð- ið því íslenska og getum við lært eitt- hvað af Spánverjum? „Það sem einkennir leikskóla á Spáni er ungur aldur barnanna. Leikskólarnir eru fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára. Hvíldartíminn, sem á spönsku kallast „siesta“ varir í heilar þrjár klukku- stundir, nokkuð sem við eigum ekki að venjast. Að sumu leyti erum við komin lengra í þróun leik- skólastarfs þar sem við höfum tileinkað okkur stefnur og strauma víðs vegar að, en það sem við getum lært af Spán- verjum er hvernig þeir nota tónlist, takt og dans í starfi með svo ungum börnum. For- eldrasamstarf er til mikillar fyrirmyndar. Kennarar og for- eldrar hittast á þriggja mán- aða fresti og fara yfir stöðu barnsins í leikskólanum. Ef þörf krefur vinna foreldrar með barninu heima til að ná settum markmiðum þar sem efling alhliða þroska barnsins er höfð að leiðarljósi.“ Hvernig kom Madríd ykkur fyrir sjónir og hvað gerður þið ykkur til skemmtunar? „Okkur fannst borgin falleg og það vakti athygli hvað hún var hrein. Það, sem við gerðum okkur helst til skemmtunar, var að ganga um bæ- inn, njóta veðurblíðunnar og hins fjöl- breytta mannlífs, sem borgin hefur upp á að bjóða. Flamenco-sýningin í Corral de la Moreria var alveg einstök. Svo var gestrisni Spánverjanna til fyrir- myndar.“ Í sólinni: Setið yfir veitingum á einni leikskólalóðinni.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Fóru í náms- ferð til Madríd Klassískur spænskur staður rétt hjá Hótel Reginu: Don Belayo, Elotur, S.A. Alcalá, 33 28014 – Madrid Sími: 0091 5310031. Góður pitsu-pasta staður: Pasta Nostra Pizza Nostra Correra de san Jerónimo Sími: 0091 3600827. Frábær flamenco-dans: Corral de la Moreria, c/Morería, 17 Sími: 91 365 8445 – 91 365 1137 Vefslóð: www.corraldelamoreria.com Tölvupóstfang: info@corraldelamoreria.com join@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Leikskólastjórinn: Soffía Guðmundsdóttir fór í námsferð til Madríd ásamt samstarfs- fólki. Siglt á fljótandi hótelum áRín og Mósel Sigling á Rín og Mósel hefur yfir sér ævintýraljóma enda einstök upplifun að sigla um fallegt land á fljótandi hót- eli. Heimsferðir bjóða upp á slíka ferð frá 2. til 13. júlí í fylgd Lilju Hilmars- dóttur fararstjóra. Siglt verður framhjá bæjum og þorpum en á milli þeirra teygja vínekrurnar sig upp hæðirnar þar sem gamlir kastalar og hallir gnæfa yfir. Flogið er til Frankfurt og ek- ið rakleiðis til Köln þar sem gist er fyrstu nóttina. Þar hefst siglingin um fegurstu hluta Rínar og Mósel og er höfð stutt viðdvöl á völdum stöðum eins og Rüdesheim og Cochem. Sigl- ingunni lýkur í Strassbourg í Frakk- landi og þaðan er ekið til háskólabæj- arins Heidelberg þar sem dvalið er síðustu þrjá dagana. Kynnisferðir eru í fylgd fararstjóra. Siglingarleið: Köln - Bonn - Köningswinter - Linz - Winn- ingen - Cochem -Koblenz - Boppard - Rudesheim - Worms - Spira - Strassbourg. Ný vefsíða um Grikkland Á nýrri vefsíðu um Grikkland eru upplýsingar um hótel í Aþenu og á eyjunni Santorini. Annars vegar er um að ræða Hótel Armonia sem er í Vouliagmeni, úthverfi Aþenu. Þar er hreinn sjór og góðar sand- strendur. Þar verður keppt í nokkr- um greinum á Ólympíuleikunum í sumar. Stutt er í miðborg Aþenu þar sem hægt er að skoða minjar á borð við Akropolis. Menningarlífið blómstrar í borginni allan ársins hring og á sumrin eru haldnar sýn- ingar í forna útileikhúsinu Herodus Attikus og verður Pavarotti með tónleika þar 1. júní. Hins vegar er um að ræða Hótel Santorini Pal- ace á hinni sérstæðu eldfjallaeyju Santorini. Hún er stundum kölluð svarta perlan í Eyjahafinu. Þar er verið að grafa upp forna borg. Frá báðum þessum hótelum er boðið upp á fjölmargar skoðunarferðir. Á vefsíðunni eru tenglar á ýmis flug- félög sem fljúga til Aþenu. Einnig á skipafélög sem sigla frá Pireus, hafnarborg Aþenu, til Sanorini. Þá er að finna tengla á miðasölu á Ól- ympíuleikana í sumar og ekki má gleyma golfáhugafólki, en 18 holu völlur er um 5 km frá Armonia. Norskir firðir fá hæstu einkunn Ferðatímarit National Geographic hefur gefið hinum stórbrotnu norsku fjörðum hæstu einkunn sem áfangastaði fyrir ferðamenn um heim allan. Á lista sínum „In- dex of Destination Stewardship“ er þeim stöðum, sem eru minnst spilltir af manna völdum, gefin ein- kunn. Tímaritið kannaði álit meira en 200 ferðasérfræðinga til að meta 115 bestu staðina hvað varð- ar menningu, umhverfi og fag- urfræði. Norsku firðirnir fengu hæstu einkunn byggða á því sem tímaritið kallar blöndu af land- fræðilegri heppni, áhugaverðu loftslagi, erfiðu aðgengi og stutt- um ferðamannatíma og einnig góðum árangri í umhverfismálum. Upplýsingar um siglingar á Rín og Mósel: www.heimsferdir.is Upplýsingar um hótel í Aþenu og Santorini www.grikkland.is www.armonia.gr. Upplýsingar um ferðamögu- leika í Noregi www.visitnorway.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.