Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLEIKAR KaSa-hópsins á Listahátíð í Háskólabíói í dag kl. 14 eru helgaðir íslenskri kvikmynda- tónlist. Þar gefur að heyra tónlist frá ýmsum tímabilum, allt frá árinu 1949 til dagsins í dag, en tónlistin er jafnt úr kvikmyndum, sjónvarps- og heim- ildarmyndum. Spurð um tilurð tón- leikanna segir Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari að meðlimum KaSa-hópsins hafi einfaldlega fund- ist full ástæða til að kanna hvað væri til af íslenskri kvikmyndatónlist. „Tónskáld sem semja fyrir kvik- myndir fá oft mun minni athygli en önnur tónskáld, enda eru verkin sjaldan eða aldrei flutt á tónleikum. Okkur langaði hins vegar til að beina kastljósinu að tónlistinni sjálfri og þeirri listsköpun sem kvikmynda- tónlist er. Þess má geta að meðan við spilum tónlistina veða sýnd viðeig- andi myndbrot á hvíta tjaldinu. Þetta er gert til að gefa ákveðna stemningu og hafa tónleikana meira lifandi.“ Að sögn Nínu Margrétar hefur undirbúningur tónleikanna staðið síðasta árið. „Við unnum dagskrána í nánu og góðu samstarfi við Kvik- myndamiðstöð Íslands og Kvik- myndasafn Íslands, sem hjálpuðu við gagnasöfnun og alla myndvinnslu. Sem dæmi má nefna að elsta tónlist- in á tónleikunum, sinfóníski forleikur Lofts Guðmundssonar við myndina Milli fjalls og fjöru (1949) og tónlist Jórunnar Viðar úr Síðasta bænum í dalnum (1950) voru hvergi til á nót- um og því þurfti að skrifa tónlistina út og útsetja upp á nýtt eftir hlustun. Sá sem á heiðurinn af þeirri vinnu er Þórður Magnússon tónskáld, en Kvikmyndasafnið veitti okkur að- gang að þessum gömlu myndum til þess að þetta væri gerlegt.“ Auk tónlistarinnar úr fyrrnefnd- um myndum mun KaSa-hópurinn flytja tónlist úr tveimur heimildar- myndum eftir Ósvald Knudsen við tónlist Magnúsar Blöndal Jóhannes- sonar og tónlist við tvær sjónvarps- myndir. „Af nýrri tónlist má nefna að við spilum forleik Bjarkar úr Myrkradansaranum (2000), fyrsta kaflann úr flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson sem er hluti tónlistarinn- ar sem hann samdi við myndina Haf- ið (2002) og bút úr tónlist Slowblow sem samin var fyrir Nóa albínóa (2003). Seinast á efnisskránni er síð- an tónlist Hjálmars H. Ragnarsson- ar sem Arnar Bjarnason útsetti fyrir Kaldaljós (2004) og þrjú tónlistarat- riði eftir Hilmar Örn Hilmarsson sem hefur óumdeilanlega náð hvað lengst í samningu kvikmyndatónlist- ar. Okkur fannst við hæfi að enda á hans framlagi og spilum brot úr Börnum náttúrunnar (1991), Bíódög- um (1994) og In the Cut (2004).“ Að tónleikum loknum mun Arnar Bjarnason tónskáld flytja framsögu- erindi og í framhaldinu er gert ráð fyrir pallborðsumræðum þar sem þátt taka tónskáldin Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Julian Nott og kvikmyndaleikstjórarnir Baltasar Kormákur, Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Oddsson. „Við erum að vonast til að þessir menn geti sagt okkur ýmislegt um þessa listsköpun frá ýmsum sjónarhornum og tón- leikagestum verður velkomið að vera með í umræðunni. Stjórnandi pall- borðsumræðnanna er Áshildur Har- aldsdóttir.“ KaSa-hópinn skipa Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Sigrún Eðvalds- dóttir fiðla, Áshildur Haraldsdóttir flauta, Sif M. Tulinius fiðla, Sigur- geir Agnarsson selló, Nína Margrét Grímsdóttir píanó. Gestir hópsins á tónleikunum eru Joseph Ognibene horn, Sturlaugur Jón Björnsson horn, Eiríkur Örn Pálsson trompet, Sigurður Þorbergsson básúna, Steef van Oosterhout slagverk, Richard Korn kontrabassi, Einar Jóhannes- son klarinett, Daði Kolbeinsson óbó og Hafsteinn Guðmundsson fagott. KaSa-hópurinn leikur íslenska kvikmyndatónlist í Háskólabíói Kvikmyndatónskáld fá oft mun minni athygli Morgunblaðið/Þorkell Sigrún Eðvaldsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir eru meðal flytjenda á kvikmyndatónlistartónleikum KaSa-hópsins. Dagskráin í dag Kl. 14 Háskólabíó Íslensk kvik- myndatónlist – þá og nú, tónlist úr ís- lenskum kvikmyndum með KaSa- hópnum. Kl. 15 Gunnarsstofnun, Skriðu- klaustri Fantasy Island, foropnun stórrar alþjóðlegrar myndlistarsýn- ingar. Kl. 16 Borgarleikhúsið Brodsky- strengjakvartettinn, Sjón, Skólakór Kársness og fleiri. Kl. 21 Laugardalshöll Írland- Ísland. Tónlistarviðburður með fær- ustu tónlistarmönnum Íslands og Ír- lands. Kl. 21 Félagsheimilið Herðu- breið, Seyðisfirði Klezmer Nova, franskur gyðingadjass. Kl. 14 Tónlistartorg Listahátíð- ar í Kringlunni Hundur í óskilum, Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Steph- ensen. 14.–31. maí Listahátíð í Reykjavík PÓLSTJÖRNUR er hópur hljóð- færaleikara úr ýmsum áttum. Frá Grænlandi koma trommudansarinn Robert Pearey, sem er frá Thule, og Mads Lumholt sem er frá Kutaq. Auk þeirra eru Geert Waegerman frá Belgíu og Pétur Grétarsson frá Íslandi. Tilgangurinn er að kynna tónlist frá löndum sem minna eru þekkt fyrir tónlist sína en önnur. Einn liðurinn er að kynna græn- lenskan trommudans og barkasöng. Trommudansarinn eða Shamaninn hafði áður fyrr þann kraft að geta læknað, fundið týnda hluti og yfir- leitt lagað það sem afvega fór. Hlut- verk hans í dag er kanski meira að sætta ólík sjónarmið. Einn liðurinn í starfi hans er hinn seiðandi trommu- dans, þar sem dansarinn fellur í trans og leysir síðan vandamálin. Á efnisskrá Pólstjörnunnar voru þrjú verk. Það fyrsta, Shaman, var einskonar samspil Grænlendinganna með aðstoð hinna hljóðfæraleikar- anna. Annað verkið er byggt á sögu úr lífi Grænlendinga. Sagan fjallar um ungan mann sem býr afskekkt með aldraðri ömmu sinni. Hann er í burtu alla daga við veiðar og safnar mat í búið fyrir veturinn. Dag einn langar hann í burtu til að hitta fleira fólk og ná í lífsförunaut. Amma gengur daglega upp á hólinn til að sjá hvort hann sé ekki að koma til baka. Eftir marga daga sér hún ein- hvern koma í fjarlægð og sér til mik- illar ánægju að það eru tveir á ferð. Hún hleypur inn og setur mat í pott- inn, fer aftur upp á hólinn og bíður. Sér skyndilega að það eru fjórir á ferðinni og ganga hver á eftir öðrum. Allt í einu gerir hún sér ljóst að það eru ekki menn á ferð heldur ísbirnir. Skelfingu lostin hleypur hún inn í bæ og vonar hið besta. Birnirnir slást við bæjardyrnar með miklum hávaða og skellum. Daginn eftir þegar áflogin eru búin gengur annar stóri björninn í burtu, Sá sem liggur við dyrnar er hvítur en hinn mun gulari. Peary sem kom inn á sviðið undir bjarnarfeldi sagði söguna, söng hana síðan við hljóðfæraleik félaganna. Þeir sögðu söguna í bútum með inn- slagi tónlistar sem átti að lýsa því sem fram hafði komið. Síðast á efnis- skránni var annar trommudans. Tónlistarmenninrnir sýndu á sér ýmsar hliðar, þeir Peary og Lumholt með söng og ýmsum munnlegum hljóðum. Þeir Lumholt, Waegeman og Pétur sáu um hljóðfæraleikinn og Peary að mestu um sönginn með að- stoð Lumholts. Tónlistin sem er af spunaætt var vel flutt, samtaka og fjölbreytt. Verkin voru að ýmsu leyti keimlík og máttu sumir kaflar ekki verða lengri á stundum. Verkin voru vel byggð upp í hápunkt og áttu sennilega að tákna trans trommu- dansarans. Tónlistarmennirnir voru allir mjög góðir og skemmtu sér kon- unglega á meðan á flutningi stóð og gáfu okkur innsýn í þær tónlistar- hefðir Grænlendinga sem voru grunnurinn að tónleikunum ásamt nútíma hljóðfæraleik og hljóðfæra- spuna. Grænlenskur trommudans TÓNLIST Borgarleikhúsið Pétur Grétarsson: slagverk og rafhljóð. Mads Lumholt: söngur (hljóð), píanó og gítar. Robert Peary: trommudans, söng- ur. Geert Waegeman: mandolin, fiðla, hljómborð, rafhljóð. Fimmtudagurinn 27. maí 2004 kl. 21. GRÆNLENSK TÓNLIST - LISTAHÁTÍÐ Jón Ólafur Sigurðsson „Tónlistarmennirnir gáfu okkur innsýn í þær tónlistarhefðir Græn- lendinga sem var grunnurinn að tónleikunum ásamt nútíma hljóð- færaleik og hljóðfæraspuna,“ segir m.a. í umsögninni. „ÞAÐ hefur staðið til í mörg ár að ég sýndi í Hallgrímskirkju. List- vinafélag kirkjunnar bauð mér að sýna, og í fyrra var ákveðið að sýningin yrði núna í sumar. Ég fékk strax þá hugmynd að reyna að nota þetta fallega torg, og það hefur gengið mjög skemmtilega upp,“ segir Steinunn Þór- arinsdóttir myndhöggv- ari, en í dag verður opnuð sýning á verkum hennar í og við Hall- grímskirkju. Sum útiverka Stein- unnar við kirkjuna voru sýnd á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í fyrra, en innsetning í for- kirkjunni er gerð sér- staklega fyrir þessa sýningu. „Ég hugsa þetta allt í samhengi; verkin úti á torgi, í forkirkjunni og inni í kirkjunni líka. Sýningin ber yfirskriftina Staðir, og það má segja að hún lýsi vegferð mannsins. Menn koma sér fyrir á mismunandi stöðum og fara sínar leiðir hver, það er þema í sýningunni.“ Vel kunnur ferðalangur stendur keikur við kirkjutorgið, Leifur heppni Eiríksson. „Það er gaman að hafa hann þarna, en hann er mjög ólíkur því sem ég er að gera og hreykir sér hátt miðað við mína menn, sem eru hógværir. Ég er frekar að fást við ímynd mannsins meðan Leifur er bara Leifur heppni.“ Steinunn kveðst ekki hefðu trú- að því að óreyndu hve traffík ferðamanna um Hallgríms- kirkjutorgið er mikil. „Kirkjuvörð- urinn sagði mér að hingað hefðu komið hátt í sautján þúsund manns á nokkrum dögum, og þegar ég fór að koma hingað til að setja upp verkin, þá er fólksstraum- urinn eins og linnulaus lækur af fólki. Torgið býður upp á svo margt skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem listaverkum er komið þar fyrir, og gaman að fá að gera það. Fólkið mitt eru manneskjur í líkamsstærð, eins og hverjir aðrir menn, og gaman að sjá það spila með lifandi fólki. Þegar verkum er komið fyrir utan dyra, virkja þau umhverfi sitt á allt annan hátt en þau gera inni.“ Innsetningin í forkirkjunni er úr gifsi og þema hennar enn ferðalag manneskjunnar. Inni í kirkjunni er svo fígúra sem situr með söfn- uðinum. „Verkið í forkirkjunni eru einu veggmyndirnar, og ég set þær í ákveðið samhengi í rýminu; koma út úr óvæntum stöðum og eru á ferðalagi.“ Steinunn Þórarinsdóttir nam höggmyndalist í Englandi og á Ítalíu. Hún hefur starfað við list sína í meira en 20 ár, og sýnt víða í Evrópu, í Japan, Bandaríkjunum og Ástralíu, og verk hennar hafa ratað í eigu einkasafna sem al- menningssafna víða um heim. Steinunn vinnur verk sín í ýmis efni, og hefur margoft verið feng- in til að skapa verk fyrir sérstaka staði og sérstök tilefni. Sýning hennar í Hallgrímskirkju er sú viðamesta sem Listvinafélag kirkjunnar hefur staðið fyrir, en það er borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, sem opnar hana í dag kl. 17. Við opnunina flytur Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur ávarp, og Hörður Áskelsson org- anisti leikur á kirkjuklukkurnar. Sýningin stendur í allt sumar. Hógværari en Leifur heppni „Fólkið mitt eru manneskjur í líkamsstærð, eins og hverjir aðrir menn og gaman að sjá það spila með lifandi fólki.“ Steinunn Þórarins- dóttir myndhöggvari með einni af manneskj- unum sínum fyrir utan Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Árni Torfason Ráðhús Reykjavíkur Sýningu Sigrúnar Eldjárn á portrettum lýkur á mánudag. Sýningu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.