Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 49
Rætt um vímuefni
og forvarnir
VIÐ kvöldmessu sem haldin verður
í Laugarneskirkju annan í hvíta-
sunnu (31.5.) kl. 20 verður rætt um
vímuefni og forvarnir. Sr. Karl V.
Matthíasson, prestur alkóhólista,
mun prédika og þjóna fyrir altari
ásamt sóknarprestinum, Bjarna
Karlssyni. Við vekjum athygli á því
að messur júnímánaðar verða svo
alla sunnudga kl. 20, en kl. 19 sömu
daga býður sr. Bjarni upp á Bibl-
íuspjall í safnaðarheimilinu, þar
sem farið verður ofan í saumana á
guðspjalli dagsins og prédikunar-
efni kvöldsins viðrað. Þá er gengið
inn um litlar dyr á austurgafli húss-
ins. Samhliða kvöldmessum er
barnasamvera í umsjá Hildar Eirar
Bolladóttur, sunnudagaskólastjóra
safnaðarins. Messum lýkur á slag-
inu 21 með kvöldkaffi í safn-
aðarheimlinu, svo að ungir sem
aldnir komist í háttinn á réttum
tíma.
Verið velkomin í Laugarnes-
kirkju.
Sumarguðsþjónusta
í Grensáskirkju
ELLIMÁLARÁÐ Reykjavík-
urprófastsdæma og Grensáskirkja
efna til sumarguðsþjónustu í Grens-
áskirkju miðvikudaginn 2. júní kl.
14. Sr. Ólafur Jóhannsson predikar
og þjónar fyrir altari. Litli kór Nes-
kirkju syngur og leiðir almennan
söng undir stjórn Ingu J. Backman
sem einnig syngur einsöng. Org-
anisti: Árni Arinbjarnarson.
Kaffiveitingar í boði Grens-
ássóknar. Allir eru velkomir.
Hvítasunnan
í Hallgrímskirkju
HVÍTASUNNAN verður hringd inn
í Hallgrímskirkju í dag með
klukknaspili kl. 18, á aðfangadegi
hvítasunnu. Nokkru áður eða kl. 17
verður opnuð sumarsýning List-
vinafélagsins, en að þessu sinni er
það Steinunn Þórarinsdóttir, sem
sýnir skúlptúra í forkirkjunni og á
Hallgrímstorgi.
Sýningin stendur til 25. ágúst.
Á hvítasunnudag verður hátíð-
armessa kl. 11. Sr. Sigurður Páls-
son prédikar. Hörður Áskelsson
verður organisti og stjórnar söng
Mótettukórsins.
Á annan dag hvítasunnu verður
hátíðarmessa kl. 11. Sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson prédikar. Hörður Ás-
kelsson verður organisti og stjórnar
söng félaga úr Schola cantorum
sem syngja í messunni.
Kl. 17 verða vortónleikar Mót-
ettukórsins, en kórinn fer 18. júní í
tónleikaferð til Frakklands, þar sem
hann mun syngja m.a. í Notre Dame
í París. Kórinn syngur verk eftir Jo-
hann Sebastian Bach, Oliver Messia-
en, Maurice Duruflé, Frank Martin,
Trond Kverno, Knut Nystedt og ís-
lensku tónskáldin Báru Grímsdóttur
og Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórn-
andi kórsins er Hörður Áskelsson
kantor.
Neskirkja –
hvítasunna
KRISTNIHALD í Neskirkju verður
fjölbreytilegt um hvítasunnuhelg-
ina. Í hátíðarmessu hvítasunnudags
kl. 11 prédikar sr. Örn Bárður Jóns-
son og þjónar fyrir altari ásamt dr.
Sigurði Árna Þórðarsyni. Einleik-
arar eru Pamela de Sensi, flautu-
leikari, og Katia Catarci, hörpuleik-
ari. Á annan í hvítasunnu mun
Sigurður Árni prédika og þjóna fyr-
ir altari ásamt Erni Bárði. Organisti
og stjórnandi kirkjukórs Neskirkju
er Steingrímur Þórhallsson. Kirkju-
kaffi verður báða dagana eftir
messu í safnaðarheimilinu. Á
heimasíðu kirkjunnar, neskirkja.is,
er nánar greint frá dagskrá og þar
eru birtar prédikanir prestanna.
Frá föstudegi til sunnudags mun
Hjálpræðisherinn á Íslandi halda
ársþing í Neskirkju.
Neskirkja er við Hagatorg og
þangað eru allir velkomnir til helgi-
halds og í messukaffi. Gleðilega há-
tíð.
100 radda kvennakór
KVÖLDMESSA verður í Dómkirkj-
unni á annan hvítasunnudag kl. 20
Domus vox – 100 radda kvennakór
– sér um sönginn undir stjórn Mar-
grétar Pálmadóttur. Organisti og
píanisti er Ástríður Haraldsdóttir.
Sr. Hjálmar Jónsson flytur hug-
leiðingu og sr. Jakob Á. Hjálm-
arsson þjónar fyrir altari Verið vel-
komin að njóta ljúfrar stundar í lok
hvítasunnuhelgarinnar.
Hátíðarguðsþjónusta
í Bústaðakirkju
á hvítasunnudag
FIÐLARINN á bornum, Hjörleifur
Valsson, leikur á sína frægu fiðlu í
hátíðarguðsþjónustu í Bústaða-
kirkju á hvítasunnudag kl. 11.
Virtu fyrir þér göng í fjalli. Inni í
þeim eru verur af ýmsum stærðum
og gerðum frá öllum útkimum ver-
aldar og tala ólík tungumál. Inn í
göngin gengur kjólfataklædd vera,
stígur á bor mikinn, og hefur að
leika ýmis kunn og ókunn þjóðlög á
fiðlu sína við mikinn fögnuð við-
staddra.
Þessi orð kunna að minna á ein-
hverja þjóðsöguna úr safni Jóns
Árnasonar, eða kafla úr Hringa-
dróttinssögu, en fiðluleikarinn sem
hér um ræðir er einn af „góðkunn-
ingjum Bústaðakirkju“, Hjörleifur
Valsson. Um daginn brá hann sér
bæjarleið austur á Kárahnjúka,
ásamt fríðu föruneyti fjármögn-
unarfyrirtækisins Lýsingar og verk-
takans kunna Impregilo. Tilefnið
var að Lýsing hefur bæði fjár-
magnað eftirlíkingu af Stradivarius-
fiðlu fyrir Hjörleif og þrjá risabora
fyrir Impregilo vegna fram-
kvæmdanna eystra.
Sl. sunnudag birtist á baksíðu
Morgunblaðsins frétt þessa efnis
með stórri mynd, allt að því súrreal-
ískri. Er myndin af Hjörleifi með
fiðlu sína uppi á einum risabornum.
Svo segir í frétt blaðsins: „Fiðlurnar
gefa risaborunum lítið eftir í verði,
sé verðið skoðað út frá þyngd. Fiðl-
an hans Hjörleifs vegur um 470
grömm, en borarnir vega hver um
sig 600 tonn. Samkvæmt lauslegum
útreikningum Lýsingar má því
áætla að hvert gramm borsins kosti
um 50 krónur, en hvert gramm fiðl-
unnar um 6.382 krónur.“
Á þessa fínu fiðlu mun Hjörleifur
Valsson leika í messunni ásamt fé-
lögum úr Kór Bústaðakirkju og
Guðmundi Sigurðssyni organista.
Dagskrá Göngugarpa ÍT ferða í maí
og júní 2004: 30. maí: Esjuganga.
Mæting við Vetnisstöðina (Shell/
Skalla) við Vesturlandsveg kl. 10.
6. júní: Leggjabrjótur. Gengin gömul
þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit
að Botni í Hvalfirði. Þægileg 5 til 6
tíma ganga sem flestir ráða við. Farið
verður með rútu að Svartagili og rútan
mun síðan ná í hópinn inn í Botnsdal í
Hvalfirði.
13. júní: Hengill. 20. júní: Skálafell á
Hellisheiði. 27. júní: Síldarmanna-
götur áhugaverð leið úr Hvalfirði yfir í
Skorradal. Mæting í júní kl. 10 við
Vetnisstöðina (Skeljung/Skalla) við
Vesturlandsveg nema í Leggjabrjóts-
gönguna. Frekari upplýsingar á
heimasíðu ÍT ferða www.itferdir.is
Andlegt líf og stjórnmál. Indverski
jóginn og munkurinn, Dada
Ambareshvarananda, heldur fyr-
irlestur um tengsl andlegs lífs og
stjórnmála á Bleiku Dúfunni, lauga-
vegi 21, klukkan 20:00 þriðjudags-
kvöldið 1. júní. Aðgangur er ókeypis.
Dada Ambareshvarananda er fæddur
og uppalinn á Indlandi og hefur und-
anfarin 25 ár kennt jóga og haldið fyr-
irlestra um andlegt líf og þjóðfélags-
mál víða um heim.
Í lok fyrirlestrarins mun Dada Amb-
areshvarananda svara fyrirspurnum.
Fyrirlesturinn er opinn öllum og að-
gangur er ókeypis.
Meistaraprófsfyrirlestur við tölv-
unarfræðiskor. Þriðjudaginn 1. júní
kl. 16:15 heldur Kristján Guðbjörns-
son fyrirlestur um verkefni sitt til
meistaraprófs í tölvunarfræði. Verk-
efnið ber heitið: Virkni gæðastaðals til
gæðamælinga í hugbúnaði. Fyrirlest-
urinn verður haldinn í stofu 157 í VR-
II, húsakynnum verkfræðideildar Há-
skóla Íslands.
Verkefnið fjallar um sannreyningu á
gæðastaðlinum ISO 9126. Í vekefninu
er beiting líkansins til gæðamælinga
skoðuð í rannsókn með þátttöku nem-
enda við Háskóla Íslands. Meist-
araprófsnefndina skipa dr. Ebba Þóra
Hvannberg, dósent, dr. Helgi Þor-
bergsson, dósent og dr. Oddur Bene-
diktsson, prófessor.
Meistaraprófsfyrirlestur við tölv-
unarfræðiskor. Þriðjudaginn 1. júní
kl. 14 heldur Geir Sigurður Jónsson
fyrirlestur um verkefni sitt til meist-
araprófs í tölvunarfræði. Verkefni ber
heitið Case Study into the Effects of
Software Process Improvement on
Product Quality
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu
157 í VR-II, húsakynnum verk-
fræðideildar Háskóla Íslands.
Meistaraprófsnefndina skipa dr. Odd-
ur Benediktsson, prófessor, Gunn-
laugur Þór Briem, verkfræðingur, og
dr. Helgi Þorbergsson, dósent.
Á NÆSTUNNI
Í dag kl. 17.00 Fjölskyldu-
samkoma í Fíladelfíu, Hátúni 2.
Kl. 21.00 Gospeltónleikar í
Fíladelfíu. Gospel Factor frá
Danmörku og Gospelkór Reykj-
avíkur syngja.
30. maí Móskarðshnúkar —
Trana. Fararstj. Gunnar Hólm
Hjálmarsson. Brottför kl. 10:30
frá BSÍ. Verð 1.800/2.100 kr.
2. júní Lambafell. Útivistar-
ræktin. Mæting við Toppstöðina
í Elliðaárdal kl. 18:30. Ekkert
þátttökugjald.
www.utivist.is
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnar-
braut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Borgarvík 19, Borgarnesi, þingl. eig. Theodóra Þorsteinsdóttir og
Olgeir Helgi Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtu-
daginn 3. júní 2004 kl. 10:00.
Sumarbústaður að Selási 1, Borgarbyggð, þingl. eig. Vélaverkstæði
Sverre Stengr ehf., gerðarbeiðandi Olíuverslun Íslands hf., fimmtu-
daginn 3. júní 2004 kl. 10:00.
Þórunnargata 9, Borgarnesi, þingl. eig. Sigurður Einar Stefánsson
og Ágústa Hrönn Óskarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður
og sýslumaðurinn í Borgarnesi, fimmtudaginn 3. júní 2004 kl.10:00.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
27. maí 2004.
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður.
UPPBOÐ
RAÐAUGLÝSINGAR
SÆVAR Karl opnaði klæðskera-
verkstæði í húsinu nr. 22 við Hafn-
arstræti í maí 1974 og á fyrirtækið
því 30 ára afmæli um þessar mundir.
Fyrirtækið hefur síðan verið á
nokkrum stöðum í miðbæ Reykja-
víkur. Fyrst í Hafnarstræti, flutti
síðan á Vesturgötu og tók þá við
rekstri og sameinaðist fyrirtækinu
„Vigfús Guðbrandsson & Co, Klæð-
skerar hinna vandlátu stofnað 1922“.
Flutti síðan að Laugavegi 51 árið
1978 þaðan í Bankastræti 11 árið
1983. Sævar Karl ásamt konu sinni,
Erlu Þórarinsdóttur, opnaði glæsi-
verslun í Bankastræti 7 í desember
1997.
„Ég hef mjög einfaldan smekk, ég
vel aðeins það besta“, hefur verið
slagorð fyrirtækisins. Sævar Karl
hefur staðið fyrir alls konar menn-
ingarviðburðum, útgáfustarfsemi,
hljómleikum og rekstri Gallerís
Sævars Karls síðan 1989. Í dag verða
útitónleikar í Bankastrætinu í tilefni
afmælisins. Útihátíðin byrjar klukk-
an 14.30
Fyrirtæki
Sævars
Karls 30 ára
Röng mynd með grein
Í Morgunblaðinu í gær var grein
eftir Sigmund Jó-
hannsson og Frið-
rik Ásmundsson í
Vestmannaeyjum,
sem áður var
skólastjóri Stýri-
mannaskólans
þar. Með grein-
inni birtist af
vangá mynd af
Friðriki Ás-
mundssyni
Brekkan, sem
kom ekki nálægt greininni og er beð-
inn velvirðingar á því, svo og lesend-
ur.
Bjarnheiður Hallsdóttir
Rangt var farið með föðurnafn
Bjarnheiðar Hallsdóttur hjá ferða-
skrifstofunni Katla Travel í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag. Er beðist vel-
virðingar á því.
Nafn misritaðist
Nafn Jóns Hilmars Jónssonar hjá
Orðabók Háskólans, sem kemur fram
í grein Péturs Péturssonar í „Bréfi til
blaðsins“ í gær, misritaðist á einum
stað. Beðizt er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Friðrik
Ásmundsson
HIN árlegi Hjálmadagur Kiwanis og Eykyndils
var haldinn laugardaginn 15 maí sl. en á þessum
degi afhenda Kiwanismenn öllum sjö ára börn-
um reiðhjólahjálma. Síðan sjá Eykyndilskonur
um að vera með reiðhjólaþrautir fyrir börnin og
einnig er lögreglan á staðnum og skoðar allan
öryggisbúnað reiðhjóla barnanna. Að lokum er
slegið upp grillveislu þar sem allir fá grillaðar
pylsur og gos. Þetta er í fyrsta skipti sem
hjálmadagurinn er gerður að landsverkefni
Kiwanishreyfingarinnar og er hreyfingin komin
með styrktaraðila að verkefninu og er það Eim-
skip og Flytjandi. Alls eru afhentir um 4.500
hjálmar á landinu. Í Eyjum voru afhentir 82
hjálmar.
Hjálmadagur Kiwanis og
Slysavarnafélagsins Eykyndils
Kirkjustarf
Algerlega endurnýjað 5 herb. 155
fm. einbýli á frábærum stað. Nýjar
pípulagnir, gluggar og gler, klæðn-
ing og einangrun. Bílskúr, sólpallur
og stór garður. Verð 26,5 millj.
Vilborg og Sverrir taka vel á móti
þér í dag milli kl
14:00 og 16:00.
Hóll- tákn um traust í fasteignaviðskiptum.
www.holl.is
Opið hús
Efstasund 20
ATVINNA mbl.is