Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 55 ENSKA dagblaðið The Guardian greinir frá því að bandaríski kylf- ingurinn Jack Nicklaus ætli sér að hætta að keppa á atvinnumanna- mótum „öldunga“ og hætta sem at- vinnumaður í íþróttinni, 43 árum eftir að ferill hans hófst. Nicklaus verður með á móti sem fram fer í Bandaríkjunum um helgina en enska dagblaðið segir að Nicklaus muni hætta að leika keppnisgolf eftir það mót. „Ég hef fengið nóg af golfi og hef áhuga á að gera aðra hluti,“ segir Nicklaus en hann hef- ur unnið 18 stórmót á ferli sínum og er það met. „Hinsvegar elska ég að keppa, en ég er ekki samkeppnis- fær eins og staðan er í dag,“ sagði Nicklaus sem er 64 ára gamall en hann hefur gefið í skyn að hann verði með á Opna breska meistara- mótinu árið 2005, sér til skemmt- unar. Nicklaus sigraði á Opna banda- ríska meistaramótinu árið 1962 og var það fyrsta stórmótið sem hann vann, en hann hefur sigrað þrívegis á Opna bandaríska. Sex sinnum hefur hann sigrað á Masters-mót- inu, fimm sinnum á PGA-meistara- mótinu og þrívegis á Opna breska meistaramótinu. Fimm sinnum var hann í Ryderliði Bandaríkjanna og var fyrirliði liðsins árið 1983 er Bandaríkjamenn sigruðu úrvalslið Evrópu. Nicklaus á met sem verður seint slegið en hann tók þátt í 154 stórmótum í röð en hann hóf feril- inn 1957 á Opna bandaríska og lét sig ekki vanta allt til ársins 1998. Jack Nicklaus ætlar að draga sig í hlé „NEI, ég er ekki sáttur með eitt stig hér í Kaplakrika, alls ekki,“ sagði Ólafur Jóhann- esson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Við lékum ágætlega, en mér finnst ennþá vanta eitt- hvað. Það er einhver hnútur einhvers staðar þannig að bolt- inn gengur ekki nógu liðlega á milli manna, en það er það sem við erum bestir í, að láta bolt- ann ganga vel á milli manna,“ sagði Ólafur. „Við lögðum upp með að leyfa þeim að spila til baka og reyna að stoppa þá á miðjunni, en Keflvíkingar eru með sterkt lið og ég held okkur hafi tekist bærilega upp. Þeir fengu ekki mörg færi gegn okkur og við fengum heldur fleiri, en það þarf að nýta færin sem gefast. Við skutum mikið til að láta reyna á markvörðinn enda er hann óreyndur. Hann átti ekki möguleika í frábært skot Ás- geirs, hann „svín“-hitti bolt- ann,“ sagði Ólafur. Ekki sáttur við eitt stig „ÉG er þokkalega ánægður með leik minna manna og leikinn í heild, en hefði að sjálfsögðu viljað fá öll þrjú stigin,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvík- inga, eftir jafnteflið í Kaplakrika í gær. „Mér fannst við detta aðeins nið- ur eftir að við skoruðum, en það er í sjálfu sér gott að koma hingað í Hafnarfjörð og ná stigi á móti FH- ingum því þeir eru með sterkt lið. Annars er það númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að láta boltann ganga vel innan liðsins, sækja og spila góðan fótbolta. Það er sama á móti hvaða liði við spilum, við munum alltaf reyna að spila góðan fótbolta – jafnvel þó svo við töp- um,“ sagði þjálfarinn. Keflvíkingar eru nýliðar í deild- inni en lið þeirra er mjög sig- ursælt. „Ég held við höfum tapað tveimur leikjum í opinberri keppni síðustu tvö árin þannig að þessir strákar eru vanir að vinna. Ég segi samt alltaf við þá að við getum tapað og held þeir geti tekið því þótt við vinnum ekki alltaf. Það kemur að því að við töpum og það er í lagi svo lengi sem menn gera sitt besta í 90 mínútur og spila góðan fótbolta,“ sagði Milan Stef- án. Það var alveg ljóst frá upphafileiks að fjör yrði í Fiðrinum því bæði lið léku af krafti, boltinn gekk hratt og vel manna á milli og loksins sá maður lið sem sóttu að marki mótherj- anna en biðu ekki eftir því að eitt- hvað gerðist af sjálfu sér. Sem dæmi um hversu fjörugur leikurinn var má nefna að eftir stundarfjórðungs- leik höfðu liðin fengið þrjár horn- spyrnur hvort. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum og léku á stundum mjög vel. Boltinn gekk hratt og menn voru óragir við að sækja. Miðjumenn liðsins skiptu oft um stöður og menn voru mjög hreyf- anlegir. Þrátt fyrir að gestirnir lékju betur voru það FH-ingar sem fengu skárri færi þó svo ekki færi mikið fyrir dauðafærunum. Ástæð- an var fyrst og fremst sú að Magnús Þormar, tvítugur markvörður sem er að stíga sín fyrstu skref í deild- inni, átti í erfiðleikum með úthlaup- in hjá sér. Hann var óragur við að fara út í teig til að taka fyrirgjafir FH-inga en oftar en ekki missti hann af boltanum og við það skap- aðist nokkrum sinnum hætta í vítat- eignum. Ármann Smári Björnsson, sem kom nú inn í lið FH eftir meiðsli, var ekki fjarri því að koma heimamönn- um yfir eftir hálftímaleik. En hann hitti boltann illa og Magnús varði. Þremur mínútum síðar komust Keflvíkingar yfir og var það varn- armaðurinn sterki Sreten Djurovic sem skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá hægri. Rétt fyrir leikhlé átti Ramsay tvö fín skot utan af vinstri kanti. Fyrra skotið var rétt yfir markið og af mjög löngu færi en það síðara small í þverslánni og var það af um 30 metra færi. Fín skot hjá kappanum. Magnús varði þrumufleyg FH- ingsins Ármanns Smára af löngu færi í upphafi síðari hálfleiks, en Magnús átti í erfiðleikum með að halda boltanum í gær, og missti hann. Atli Viðar Björnsson var snöggur að átta sig, náði frákastinu en Magnús varði skot hans vel. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson jafnaði síðan metin á 61. mínútu með sann- kölluðu draumamarki, stöngin inn af rúmlega 25 metra færi. Hann „smellhitti“ boltann og átti Magnús ekki möguleika á að verja gríðar- lega fast skot hans. Eftir markið tóku FH-ingar vel við sér og voru betri aðilinn það sem eftir var leiks. FH-ingar léku lengstum ágætlega en það er samt eins og það vanti eitthvað smávegis ennþá hjá Hafnarfjarðarliðinu. Heimir Guðmundsson, fyrirliði liðs- ins, var fjarri góðu gamni í gær. Hann er lítillega meiddur á ökla og var ákveðið að hvíla hann í gær en hann verður til í slaginn eftir helgina. Vörnin var sterk nema hvað Freyr Bjarnason, sem er venjulega sterkur, náði sér ekki alveg á strik. Ásgeir var sterkur á miðjunni og frammi voru Ármann Smári og sér- staklega Atli Viðar stöðugt ógnandi. Jón Þorgrímur Stefánsson átti einn- ig ágætan leik og var duglegur að koma til baka til að hjálpa til. Keflvíkingar eru með fínt lið sem er virkilega gaman að horfa á. Blanda af eldri og reyndari leik- mönnum og svo aftur ungum strákum sem vilja sanna sig og leggja sig alla fram. Boltinn „flýtur“ virkilega vel innan liðsins og munar þar miklu um aftasta manninn á miðjunni, Stefán Gíslason, og fremsta manninn á miðjunni, Hólm- ar Rúnarsson, en þeir áttu mjög góðan leik í gær. Sama má segja um Djurovic sem steig varla feilspor í vörninni og frammi er Hörður Sveinsson ógnandi og á bekknum eru einnig fínir framherjar, Guð- mundur Steinarsson, Magnús Þor- steinsson og Þórarinn Kristjánsson. Það verður fróðlegt að fylgjast með liðinu í sumar og sjá hvort því tekst að fylgja eftir góðri byrjun. Morgunblaðið/Golli Haraldur Guðmundsson, varnarmaður Keflavíkur, háði margar rimmur við Ármann Smára Björnsson, framherja FH, á Kaplakrikavelli í gærkvöldi, en að lokum skildu þeir jafnir, 1:1. Skemmtun FJÓRÐA jafntefli FH og Keflavíkur í röð á Kaplakrikavelli varð stað- reynd í gærkvöldi þegar liðin gerðu 1:1 jafntefli í bráðskemmti- legum og fjörugum leik. Tvímælalaust skemmtilegasti og besti leik- kur það sem af er keppni í deildinni. Keflvíkingar fóru því aftur í efsta sætið með sjö stig eins og Fylkir en FH-ingar eru í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig, einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Reynum alltaf að spila  GUÐRÚN Jóhannsdóttir, sem er við æfingar í skylmingum í Kanada, tók þátt í kanadíska meistaramótinu í skylmingum með höggsverði um síðustu helgi. Guðrún komst í undan- úrslit – tapaði 7:15 og lenti í þriðja sæti. Næsta mót sem Guðrún tekur þátt í, er heimsbikarmót í New York 11.–12. júní.  DÓMSTÓLL KSÍ úrskurðaði í gær að leikur 3. deildarliðs Hamars og utandeildaliðs UMF Hrunamanna sem fram fór í fyrstu umferð VISA- bikars karla, skyldi dæmdur 3:0 Hamri í vil. Hrunamenn unnu leik- inn 2:1 en Hamar kærði leikinn á þeim forsendum að Hrunamenn hefðu teflt fram ólöglegum leik- manni, Árna Baldvini Ólafssyni, sem var skráður í Stjörnuna. Dóm- stóllinn féllst á þau rök og dæmdi Hamri sigurinn auk þess sem Hrunamenn voru dæmdir til að greiða tólf þúsund krónur í sekt. Hamar leikur því gegn Ægi í 2. um- ferð keppninnar.  GUÐLAUGUR Arnarsson, fyrir- liði Fram í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við fé- lagið sem gildir til tveggja ára.  PGA-meistaramót eldri kylfinga hófst í gær í Louisville í Bandaríkj- unum. Tom Watson og Hale Irwin eru jafnir í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn eða á fjórum undir pari vallarins, 67 högg. Irwin hrökk í gang á lokakaflanum er hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum.  TOTTENHAM keypti í gær ung- verska ungmennaliðsmarkvörðinn Marton Fulop, 21 árs. Hann varður varamarkvörður Paul Robinson, sem var keyptur frá Leeds á dög- unum.  SKIPULEGGJENDUR Bislett leikanna í frjálsíþróttum sem fram fara árlega í Noregi hafa ákveðið að bjóða ekki bandaríska parinu Mar- ion Jones og Tim Montgomery á mótið sem fram fer í Björgvin að þessu sinni þar sem verið er að end- urreisa Bislett-leikvanginn í Ósló.  SVEIN-Arne Hansen, forsvars- maður leikanna, segir við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hjónin liggi undir grun um að tengj- ast notkun ólöglegra lyfja og er lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum að rannsaka ásakanir í þeirra garð. Jones, sem er fimmfaldur Ólympíu- meistari, hefur hótað málsókn verði henni meinað að taka þátt í mótum vegna ásakana um lyfjanotkun en hún hefur aldrei fallið á lyfjaprófi.  DOC Rivers sem nýverið tók við sem þjálfari NBA-liðsins Boston Celtics hefur ráðið tvo aðstoðar- menn sér við hlið en þeir eru Tony Brown og Dave Wohl. Brown var aðstoðarþjálfari hjá Toronto og Detroit en Wohl hefur verið viðloð- andi NBA-lið síðustu þrjá áratugi. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.