Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ sem verkkaupi, óskar eftir tilboðum í viðbyggingu 4. áfanga (stjórnunarálma) Verkmenntaskólans á Akureyri. Viðbyggingin er um 248 m², jarðhæð og kjallari. Verki skal lokið 1. febrúar 2005. Útboðsgögn verða seld á Verkfræðistofu Norðurlands, Hofsbót 4, 600 Akureyri, frá 2. júní næstkomandi. Verð á útboðsgögnum er kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á sama stað 16. júní 2004 kl. 11.00. Byggingarnefnd VMA. Fasteignir Akureyrarbæjar • Geislagötu 9 • 4. hæð • símar 460 1000 – 460 1128 ÚTBOÐ Héraðsnefnd Eyjafjarðar Reykjavík | Alls var úthlutað 16 milljónum króna til endurgerðar og viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur til 47 húsa. 63 umsókn- ir bárust, og var umbeðin styrk- upphæð umsóknanna samtals rúm- ar 213 milljónir króna. Mikilvægur þáttur í endurnýjun Sjóðurinn, sem starfað hefur sem styrkjasjóður frá árinu 1997, hefur áorkað miklu í endurnýjun og varð- veislu mikilvægra húsa í menning- ar– og byggingasögu Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu frá Hús- verndarsjóði. Staðsetning húsa eða aldur þeirra hefur ekki áhrif á styrkveit- ingar, en umsóknir eru metnar í samræmi við varðveislugildi við- komandi mannvirkis. Þar að auki er haft í huga að styrkja end- urbyggingu húshluta eða annarra mannvirkja sem hafa mikið gildi fyrir umhverfið, til dæmis steyptra girðinga eða þakkant. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Hús- verndarsjóði í janúar ár hvert. Morgunblaðið/Ásdís Hæsta styrk til endurgerðar fengu aðstandendur hússins á Laugavegi 2. Styrkjum úthlutað úr Húsverndarsjóði Samþykkja ársreikning | Í vik- unni samþykkti hreppsnefnd Bessa- staðahrepps ársreikning fyrir árið 2003. Segir í fréttatilkynningu að staða sveitarsjóðs sé sterk, þrátt fyrir neikvæða rekstrarniðurstöðu ársins 2003. Heildartekjur aukast milli ára um 3% sem er heldur minna en áætlað hafði verið og munar þar mest um lægri útsvarstekjur. Rekstrargjöld, önnur en sam- þykkt rekstrarframlag til dvalar- og hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar vegna uppgjörs fyrri ára, eru 9 millj- ónum krónum hærri en reiknað var með, einkum vegna aukningar í rekstri Álftanesskóla. Afskriftir og lífeyrisskuldbindingar 2003 voru í samræmi við fjárhagsáætlun. Nettó fjármagnsgjöld voru 8,5 milljónum krónum undir áætlun. Ný lang- tímalántaka og afborganir lang- tímaskulda 2003 voru í samræmi við áætlun. Fjárfestingar námu 13,4 milljónum krónum lægri fjárhæð en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi hús hlutu hæstu styrkina Þær tíu framkvæmdir sem hlutu stærstu styrkina í ár eru: Laugavegur 2, 1.200.000 kr. Klapparstígur 11, 900.000 kr. Hljómskálinn, 700.000 kr. Þingholtsstræti 17, 650.000 kr. Hafnarstræti 1–3, 600.000 kr. Templarasund 3, 550.000 kr. Bankastræti 10, 500.000 kr. Laufásvegur 5, 500.000 kr. Bárugata 7, 500.000 kr. Tjarnargata 28, 500.000 kr. Að auki fengu 37 hús styrk úr sjóðnum, allt frá 50.000 til 450.000 króna. Skauta í sólarhring IÐKENDUR hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar ætla að skauta í sólarhring nú um hvíta- sunnuhelgina. Maraþonið hefst kl. 19 á sunnudagskvöld og stendur til kl. 19 á mánudagskvöld. Alls er um að ræða 12 iðkendur, allt stúlkur á aldrinum 8 til 16 ára sem taka þátt í því. Stúlkurnar hafa með aðstoð foreldra sinna safnað áheitum en tilgangur mara- þonsins er að standa straum af æf- ingabúðum sem stúlkurnar verða í í júnímánuði. Æfingabúðirnar verða settar upp í Skautahöllinni á Akureyri, en foreldrar iðkendanna tóku höllina á leigu í þessu skyni og útveguðu einnig afbragðsþjálf- ara frá Slóvakíu til að annast þjálfun þeirra í búðunum. Þetta fyrirkomulag þykir hagkvæmara en að senda stúlkurnar utan til æfinga. Markmiðið með því að setja upp slíkar æfingabúðir er að lengja skautatímabilið og gera stúlkurnar færari í íþróttinni. Flestir þátttakendur eru búsettir á Akureyri, en nokkrir koma þó frá Reykjavík og fá þá gistingu hjá fé- lögum sínum nyrðra. Upplýsingamiðstöð opnuð | Orkuveita Reykjavíkur hefur opn- að upplýsingamiðstöð fyrir almenn- ing um Hellisheiðarvirkjun í Skíða- skálanum í Hveradölum. Þar má sjá fræðsluspjöld um umhverf- ismál, jarðfræði og tæknilega út- færslu virkjunarinnar, auk þess sem kynningarmyndir um Orku- veitu Reykjavíkur eru sýndar. Að sögn Eiríks Bragasonar, stað- arverkfræðings Orkuveitu Reykja- víkur, er ætlunin að gefa almenn- ingi tækifæri á að kynna sér framkvæmdina. Miðstöðin verður opin alla virka daga milli kl. 10 og 17, fyrst um sinn. Nú er að baki rannsóknaferli varðandi virkjunina, og hafa marg- ar rannsóknaholur verið boraðar til athugunar. „Niðurstaða rannsókna á hagkvæmni virkjunarinnar var jákvæð, og þegar umhverfismat hafði verið samþykkt ásamt orku- sölusamningi var hægt að hefja framkvæmdir,“ sagði Eiríkur. SÝNINGIN Bær í barnsaugum var opnuð með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni við kirkju- tröppurnar á Akureyri í gær. Um- ferð var lokað um Kaupvangs- stræti, Gilið, enda voru þeir sem fylgdust með ekki háir í loftinu, börn af leikskólum bæjarins voru í meirihluta. Tíu leikskólar í bænum ásamt Skóladeild Akureyrar og skólaþróunarsviði Háskólans tóku saman höndum og standa saman að verkefninu, en börnin og kennarar þeirra hafa unnið að undirbúningi þess allt frá áramótum. Börnin kynntu sér menningu í bænum og skoðuðu samfélagið Akureyri með sínum augum. Nú er komið að bæj- arbúum að njóta afrakstursins og upplifa túlkun barnanna á bænum sínum. Hver og einn leikskóli vann að ákveðnu verkefni; listamenn og eldri borgarar, skáldið Davíð Stef- ánsson, álfar, kirkjumyndir, ljós- myndir af byggingum, hvernig mjólkin er búin til, gamli tíminn og fiskar eru dæmi um það sem börnin voru að fást við og skoða. Sýningin verður flutt á Glerártorg og þar verður hún út júnímánuð. Bærinn í augum barnanna Morgunblaðið/Kristján Bær í barnsaugum: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða með börnum af leikskólum bæjarins í brekkunni neðan við Ak- ureyrarkirkju, við upphaf sameiginlegrar listsýningar allra leikskólanna. Morgunblaðið/Kristján Bær í barnsaugum: Börn á leikskólanum Kiðagili taka lagið í kirkjutröppunum á Akureyri. Skrifstofa ÍSÍ á Akureyri Tímabundinn samdráttur FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að minnka starfshlutfall starfsmanns á skrifstofu ÍSÍ á Akureyri um helm- ing, úr 100% í 50%, frá og með næsta hausti. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, sagði um tíma- bundinn samdrátt að ræða og hann gerir sér vonir um að hægt verði að auka starfshlutfallið aftur í 100% sem allra fyrst. Ástæða fyrir þessum samdrætti er fjárskortur en Stefán sagði mjög ánægjulegt að menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi lagt fram fjármagn sem tryggir hlutastarf á Akureyri. Viðar Sigur- jónsson hefur starfað á skrifstofu ÍSÍ á Akureyri frá því að hún var opnuð haustið 1999. Stefán sagði að Viðar myndi halda áfram að starfa fyrir ÍSÍ á Akureyri, það væri lyk- ilatriði. Styrktar- mót í golfi STYRKTARMÓT í golfi fyrir kylf- inginn Sigurpál Geir Sveinsson verð- ur haldið á Jaðarsvelli nk. mánudag, annan í hvítasunnu. Mótið hefst kl. 10 og verður spilaður tvímenningur, þar sem betri boltinn gildir. Sigurpáll Geir, sem er einn fremsti kylfingur landsins, ætlar sér stóra hluti á kom- andi keppnistímabili. Hann mun taka þátt í íslensku mótaröðinni í sumar og auk þess hyggst hann reyna fyrir sér á erlendri grundu. Sigurpáll Geir mun taka þátt í einu til tveimur mótum á skandinavísku mótaröðinni og þá tekur hann þátt í úrtökumótum fyrir evrópsku móta- röðina. Hann tók þátt í úrtökumót- unum í fyrra, þar sem um þrjú stig er að ræða. Hann náði að komast áfram úr fyrsta mótinu og var mjög nálægt því að komast í gegnum annað stigið. „Ég kem vel undan vetri og ætla mér alla leið í ár,“ sagði Sigurpáll Geir í samtali við Morgunblaðið. Það kostar mikla fjármuni að keppa erlendis og því stendur klúbb- urinn hans, GA, fyrir þessu styrkt- armóti á mánudag, auk þess sem fjöl- margir aðrir koma við sögu. Vífilfell býður m.a. upp á veitingar meðan á mótinu stendur, Kristjánsbakarí býð- ur til veislu að mótinu loknu og verð- laun gefa Íslensk-Ameríska, Nevada Bob, Bautinn, Strýta og fleiri. Skrán- ing í mótið fer fram í golfskálanum að Jaðri og er þátttökugjald 2.500 kr. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.