Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 26
BÖRN OG UNGLINGAR 26 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN ár hafa félög víðs veg- ar um landið boðið upp á mörg opin knattspyrnumót. Í ár eru mótin alls 23, sem eru:  Þorramót Aftureldingar Mosfells- bær. Mót fyrir 6. flokk stúlkna.  Goðamót Þórs á Akureyri. Mót fyrir 3.–5. flokk kvenna og 5. flokk stráka.  Kentucky-mót Víkingur í Reykjavík. 7. flokkur stráka.  Húsasmiðjumót Víkingur í Reykja- vík. 6. flokkur kvenna.  Vinamót Breiðabliks í Kópavogi 5. júní. 7. flokkur stráka.  Vöruvalsmótið ÍBV í Vestmannaeyj- um 11.–13. júní. Yngri flokkar stúlkna.  Smábæjarleikar Hvöt á Blönduósi 12.–13. júní. Stelpur og strákar 14 ára og yngri.  Shellmótið ÍBV í Vestmannaeyjum 23.–27. júní. 6. flokkur stráka.  KB banka-mótið Skallagrímur í Borgarnesi 25.–27. júní. 4.–7. fl. stráka og 3. fl. stúlkna.  Húsasmiðjumótið Höttur á Egilsstöð- um 27. júní. 7. flokkur karla.  Esso-mót KA á Akureyri 30. júní–4. júlí. 5. flokkur karla.  Lotto-Búnaðarbankamót ÍA á Akra- nesi 9.–11. júlí. 7. flokkur karla.  Gullmótið Breiðablik í Kópavogi 15.– 18. júlí. Yngri flokkar kvenna.  Nikulásarmót Leifturs á Ólafsfirði 17.–18. júlí. 5.–7. flokkur karla og kvenna.  VISA Rey Cup Þróttar í Reykjavík 21.–25. júlí. Yngri flokkar karla og kvenna.  B. Jensen mót Þórs á Akureyri 23.– 25. júlí. 2. flokkur kvenna.  Skeljungsmót UMFB í Bolungarvík 24. júlí 3.–7. flokkar stúlkna.  Pæjumót KS á Siglufirði 6.–8. ágúst 3.–6. flokkur kvenna.  Haustmót Leiknis R. í Reykjavík 13.– 15. ágúst. 5. flokkur stráka.  Króksmót Tindastóls á Sauðárkróki 14.–15. ágúst. 5.–7. flokkur stráka.  Nóatúnsmót Aftureldingar í Mos- fellsbæ 21.–22. ágúst. 5. og 6. flokkur stúlkna.  Alla Geira mót Völsungs á Húsavík 28. ágúst. 6. og 7. flokkur stráka.  Landsbankamót Þórs á Akureyri 3.–5. september. 4. flokkur stráka. Opin barna- og ung- lingamót 2004 SMÁBÆJARLEIKARNIR í knatt- spyrnu fara fram á Blönduósi 12. og 13. júní. Í fréttatilkynningu frá forsvars- mönnum mótsins segir: „Með Smábæj- arleikunum er stefnt að því að bjóða upp á skemmtilegan valkost fyrir knatt- spyrnulið úr fámennari bæjarfélögum í landinu, sem telja 1500 manns eða færri, en stærri knattspyrnulið hafa einnig þátttökurétt með því að senda c, d og e lið á leikana. Leikarnir eru fyrir stráka og stelpur, 14 ára og yngri. Það verður mikið um dýrðir á Blönduósi þá daga sem mótið stendur. Leikin verður knatt- spyrna frá morgni til kvölds á átta völl- um og einnig verður þátttakendum á mótinu boðið í bíó, í grillveislu, skot- hörkukeppni, knattþrautir og þeir síðan leystir út með verðlaunum og gjöfum við mótsslit. Ýmis skemmtan verður í boði fyrir aðstandur keppenda þannig að á meðan krakkarnir etja kappi á fótbolta- vellinum geta foreldrar tekið hring á golfvellinum, farið í reiðtúr, rennt fyrir silung, skellt sér í sund eða gætt sér á Smábæjarleikatilboðum á veitingahúsum bæjarins.“  Nánari upplýsingar eru veittar í síma 844 5624/896 2603. Skráningar- frestur á Smábæjarleikana er til 1. júní 2004 og fer skráningin fram á netfang- inu hvot@simnet.is. Vefsvæði leikanna er www.huni.is/smabaejarleikar. Smábæjar- leikar á Blönduósi KNATTSPYRNUVEISLUR fyrir yngri kyn- slóðina standa nánast sleitulaust yfir í allt sum- ar og verður í nógu að snúast fyrir knattspyrnuglaða krakka. Reyndar hefur líka nokkuð verið um mót í vetur, sem þakka má til- komu knattspyrnuhalla. Fjöldi barna og ung- linga á einu móti fer jafnvel yfir 1.200 svo að umfangið er mikið, en fjörið er oftast algerlega í umsjá þeirra sem sparka boltanum enda margt til gamans gert. Eitt af þessum mótum er Visa ReyCup, sem Þróttur heldur í Laug- ardalnum þriðja árið í röð í samvinnu við ÍT- ferðir og fleiri. Í fyrstu var mótið haldið með stuttum fyrirvara en það hefur vaxið svo að er- lend lið hafa látið slag standa, í ár reikna Þróttarar með allt að 10 erlendum liðum. Það eru svo sem ekki bara spilaðir 300 leikir – í boði er meðal annars grillhátíð, stórdans- leikur, diskó, sundlaugarferðir, en hátíðin hefst með veglegri skrúðgöngu. „Svæðið er nánast að springa. Við erum með fimm velli í gangi og svo er úrslitaleikur á Laugardalsvellinum, þar sem byggst hefur upp ótrúleg alvöru stemning,“ sagði Guðmundur Vignir Óskarsson mótsstjóri. „Þetta er þriðja árið sem við höldum þetta mót. Í því fyrsta sem við héldum, með stuttum fyrirvara, voru fjögur hundruð þátttakendur, en tvöfalt fleiri ári síð- ar, sem var vonum framar og nú má segja að við séum sáttir við svipaðan fjölda, því það eru mörg lið í þessum aldurshópi að fara erlendis. Síðan eigum við von á verulegri fjölgun í fram- tíðinni jafnt og þétt því erlendu liðin eru að skila sér eftir markaðssetningu mótsins. Ann- ars vegar eru stórir klúbbar eins og Aston Villa og Glasgow Rangers, en svo kemur þetta sterka kvennalið frá Bandaríkjunum með ein- um virtasta þjálfara í þessum flokkum. Við heyrum að menn eru að vakna til vit- undar um að það er valkostur á Íslandi, sem gæti verið þess virði að eyða peningum í því óneitanlega er hann dýrari fyrir erlend félög sem frekar gætu farið nær heimaslóðum. Þetta hefur meðal annars breyst út af fluginu. Við vorum með tvö lið fyrsta árið, síðan urðu þau sex með færeysku liðunum tveimur og nú ger- um við ráð fyrir átta til tíu liðum. Síðan gerum við ráð fyrir að í fyrsta sinn skili sér inn á knattspyrnuhátíðina lið frá Afríku, bætir Guð- mundur Vignir við og segir kynningu erlendis skila sér. „Meðal annars hafa ÍT-ferðir kynnt mótið í gegnum sitt kerfi sem ferðaskrifstofa og við höfum verið í tengslum við ágæta um- boðsmenn, sem hafa kynnt mótið að fyrra bragði og hafa mikinn áhuga á því. Svo höfum við verið aðeins inni á vefsíðum í Bandaríkj- unum og ferðaskrifstofur í Evrópu, Þýska- landi, Frakklandi og Englandi eru að kynna mótið. Við skynjum að menn horfa til okkar með þeim hætti að þarna sé eitthvað að skoða,“ sagði Guðmundur Vignir. Knattspyrnuveisla hjá ungmennum og fjölskyldum úti um allt land í sumar Morgunblaðið/Jim Smart Kátir strákar úr Austur-Húnavatnssýslu stofnuðu fótboltalið, UMFB Geislar, eingöngu til að geta tekið þátt í fyrsta VISA ReyCup. Strákarnir fengu verðlaun fyrir að vera skemmtilegasta liðið. Átta til tíu erlend lið mæta á mót í Laugardal Morgunblaðið/Kristinn Þessi mynd var tekin af setningarhátíð VISA ReyCup sl. sumar og má sjá nöfn Ipswich frá Englandi og HK úr Kópavogi á spjöldum. Morgunblaðið/Jim Smart Víkingur og enska liðið Bolton áttust við í úrslitaleiknum á fyrsta VISA ReyCup-mótinu og fór leik- urinn fram á Laugardalsvellinum. Leiknum lauk með sigri Englendinganna, 3:1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.