Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 39 Spíssar ehf. Hverfisgötu 108 101 Reykjavík Losum stíflur, hreinsum holr æsi, nýlagnir, rotþ rær, smúlum bílaplön o.fl. Stíflulosun Bíll og 2 menn 13.500 kr. klst. m. vsk í dagvinnu. (10 km innif.) 35 kr. umfram km. Nonni 891 7233 Hjörtur 891 7230 Áratuga reynsla NÝTT Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki ✝ Einar Árnasonfæddist í Neshjá- leigu í Loðmundar- firði 30. nóvember 1924. Hann lést á fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupsstað 21. maí síðastliðinn. Einar var sonur hjónanna Árna Ein- arssonar og Þórdísar Sigurbjargar Hann- esdóttur sem bjuggu lengst af á Hólalandi í Borgarfirði eystri. Árni hóf búskap í Neshjáleigu árið 1915 og kom Þórdís þangað til hans árið 1917. Árni og Þórdís bjuggu í Neshjáleigu til ársins 1938 að þau fluttu í Hólaland í Borgarfirði þar sem þau bjuggu til ársins 1959 er Árni dó. Þórdís bjó áfram á Hóla- landi hjá sonum sínum til dauða- dags 1970. Árni og Þórdís eignuð- ust 13 börn og var Einar 5. í röðinni, átta þeirra lifa bróður sinn. Árið 1952 kvæntist Einar eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðrúnu Þor- leifsdóttur, f. 22. október 1929, hún er dóttir Þorleifs Jónssonar og Einar bjó í Neshjáleigu með for- eldrum sínum til þrettán ára aldurs er þeir fluttust að Hólalandi. Frá barnæsku vann hann að búi for- eldra sinna á Hólalandi til ársins 1950, keypti þá jörðina Hóla- landshjáleigu í félagi við Sigurð bróður sinn og bjó þar til ársins 1954. Bjó síðan á Gilsárvöllum í Borgarfirði í félagi við tengdafor- eldra sína í tvö ár, bjó í Bakkagerð- isþorpi þar sem þau Guðrún höfðu heimili á nokkrum stöðum þar til þau fluttust að Felli í Breiðdal vorið 1960. Í Felli bjuggu þau hjón til árs- ins 2001 að þau brugðu búi og sett- ust að á Breiðdalsvík. Einar sat um tíma í stjórn Búnaðarfélags Breið- dæla og var einn helsti hvatamaður stofnunar hestamannafélags í Breiðdal og starfaði mikið í því. Einar stundaði almenna verka- mannavinnu með búskap sínum alla tíð. Að Felli bjó hann fyrst með sauðfé en varð að skera niður fé sitt vegna riðu árið.1982. Eftir niður- skurðinn hófu þau hjón nautgripa- búskap og síðar refabúskap. Síð- ustu búskaparárin ráku þau bændagistingu og héldu einnig nokkuð af hrossum. Útför Einars fer fram frá Hey- dalakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðbjargar Ásgríms- dóttur sem bjuggu á Gilsárvöllum í Borgar- firði. Einar og Guðrún eignuðust sex börn, fjögur komust til full- orðinsára: a) Dreng, f. 1952 er lést samdæg- urs; b) Þorleif, f. 1953, d.1954; c) Árna, f. 1955, kvæntur Svölu Guðjónsdóttur, þau eiga tvö börn: Eygló og Einar. Dóttir Svölu og fósturdóttir Árna er Ísold Grétarsdóttir. Maki hennar er Skjöldur Sigurjóns- son. Þau eiga soninn Bjart; d) Guð- leifu Sigurjónu, f. 1956, gift Ómari Valþóri Gunnarssyni þau eiga son- inn Einar Inga; e) Þórdísi Sigríði, f. 1958, gift Jóni Elfari Þórðarsyni þau eiga börnin Katrínu Heiðu og Birki Þór. Maki Katrínar Heiðu er Bergþór Ólafsson. Dóttir Bergþórs er Andrea ; f) Þorleif Inga, f. 1961, kvæntur Huldu Lindu Stefánsdótt- ur þau eiga börnin Örnu Rut og Heiðar Orra. Einnig á Einar soninn Stefán Scheving, f. 1960. Elsku Einar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er þér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku Einar minn, og Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Hulda Linda. Elsku afi. Þegar fram líða stundir munu fallegar minningar koma í stað sársaukans. Þessa setningu lásum við í korti nú fyrir skömmu og við reyn- um að telja okkur trú um að í henni leynist sannleikskorn því tilhugsunin um að fá ekki að sjá þig aftur er vissu- lega sár. Við getum huggað okkur við það að minningarnar um þig eru ynd- islegar og standa þá uppúr allar stundirnar sem við áttum saman í Felli, og nú síðustu fjögur ár í Eski- felli, með þér og ömmu. Þessar stund- ir eru okkur ómetanlegar nú sem aldrei fyrr. Nú, síðustu dagana þegar við höfum verið í Eskifelli hjá ömmu, hefur okkur fundist þú vera þar líka, sitjandi í stólnum þínum, vitandi af allri fjölskyldunni í kringum þig. Þannig leið þér vel. Elsku afi, við get- um aðeins verið þakklát fyrir allar þær stundir sem við fengum að eiga með þér. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna og ekki hafa áhyggjur af ömmu því við pössum hana fyrir þig eins vel og við getum og styðjum hana í gegnum hennar mikla missi, því þið voruð jú sem eitt. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku afi, við söknum þín. Katrín Heiða og Birkir Þór. EINAR ÁRNASON Þökkum öllum þeim, sem veittu okkur ómet- anlega aðstoð og hluttekningu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdasonar og mágs, JÓNS ÞORVALDAR INGJALDSSONAR dr. psychol, Bergen, Noregi, áður Jörundarholti 174, Akranesi. Guðríður Björnsdóttir, Ingjaldur Bogi Jónsson, Ásmundur Logi Jónsson, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Ingjaldur Bogason, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir, Einar Geir Hreinsson, Sigríður Hjartardóttir, Björn Sigurbjörnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 28b, Siglufirði, Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðis- stofnun Siglufjarðar. Ingvi Svavarsson, Hulda Gunnþórsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Björg Hjartardóttir, Skúli Jónsson, Þórunn Kristinsdóttir, Sævar Jónsson, Álfheiður Sigurjónsdóttir, Oddfríður Jónsdóttir, Sigfús Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, tengda- móður og ömmu, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Dalbraut 20. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Droplaugarstöðum fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Ólafur Guðmundsson, Vanessa Chernick, Sabína og Ethan Erik. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS GISSURARSONAR frá Byggðarhorni, Grænumörk 5, Selfossi. Sérstakar þakkir fá heimilisfólk og starfsfólk í Grænumörk 5 svo og starfs- fólk á Sjúkrahúsi Suðurlands fyrir einstaka umönnun og elskulegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Ásdís L. Sveinbjörnsdóttir, Úlfhildur Geirsdóttir, Sigvaldi Haraldsson, Hjördís J. Geirsdóttir, Þórhallur Geirsson, Gísli Geirsson, Ingibjörg K. Ingadóttir, Brynhildur Geirsdóttir, Kristján Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Einar Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.