Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 51
Óvenjuleg gjöf til
Mæðrastyrksnefndar
HILDUR Lovísa Sigurðardóttir, sjö
ára stúlka úr Hafnarfirði, kom fær-
andi hendi til Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur og gaf íþrótta-
námskeið hjá ÍR, sem hún hafði
unnið til á bingói. Mæðrastyrks-
nefnd þakkaði Hildi kærlega fyrir
hugulsemina en algengara er að
nefndinni berist gjafir frá fyr-
irtækjum og eldri einstaklingum.
Hildur afhendir hér námskeiðs-
skjalið honum James Rice, sem hef-
ur sinnt sjálfboðaliðastörfum hjá
Mæðrastyrksnefnd að undanförnu.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert aðlaðandi og átt auð-
velt með að heilla aðra. Þú
tekur nær undantekning-
arlaust málstað þeirra sem
minna mega sín. Leggðu
hart að þér á þessu ári því þú
munt uppskera á því næsta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það verður áfram mikið að
gera hjá þér. Þér mun þó gef-
ast tími til skemmtilegra sam-
ræðna við systkini þín og ná-
granna. Þetta er góður tími til
að segja þeim hversu miklu
máli þau skipta þig.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert í skapi til að eyða pen-
ingum í dag. Þig langar fyrst
og fremst til að kaupa eitthvað
fallegt handa sjálfri/sjálfum
þér og þínum nánustu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sólin og Venus eru í merkinu
þínu og því áttu óvenju auð-
velt með öll samskipti. Þú ætt-
ir að nota tækifærið til að
reyna að bæta þau sambönd
sem hafa ekki gengið nógu vel
að undanförnu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft á aukinni hvíld og
einveru að halda. Einvera í
notalegu umhverfi mun skipta
sköpum fyrir líðan þína.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú nýtur mikilla vinsælda
þessa dagana. Þú nýtur þess
að vera með öðru fólki og það
nýtur návistar þinnar.
Reyndu að vera sem mest
með öðrum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú nýtur óvenjumikillar at-
hygli þessa dagana. Þú ættir
því að huga að því hvernig þú
kemur öðrum fyrir sjónir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur mikla þörf fyrir að
bregða út af vananum. Farðu í
ferðalag eða reyndu á ein-
hvern annan hátt að brjóta
upp hversdaginn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur haft þörf fyrir að það
að undanförnu að kafa undir
yfirborð hlutanna. Þú vilt upp-
lifa raunverulega hluti og
finna fyrir lífinu í æðum þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Eins og stendur hentar þér
ekki að gera hlutina upp á eig-
in spýtur. Þú hefur þörf fyrir
félagsskap annarra og ættir
því að reyna að fá annað fólk
til liðs við þig.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú leggur mikla áherslu á
skipulagningu þessa dagana.
Þú vilt hafa allt í röð og reglu í
kringum þig og það er ekkert
nema gott um það að segja.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu það eftir þér að leika
þér svolítið í dag. Þú þarft á
fríi að halda. Ástarmálin líta
vel út hjá þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú munt sennilega eiga
óvenjumikil samskipti við for-
eldra þína næstu dagana.
Fjölskyldan og heimilið eru í
brennidepli hjá þér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Konan, sem kyndir
ofninn minn
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Ég veit, að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hún dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín beztu ljóð.
– – –
Davíð Stefánsson
LJÓÐABROT
100 ÁRA afmæli. Áhvítasunnudag
30. maí verður 100 ára Sig-
urbjörg Lúðvíksdóttir frá
Djúpavogi, áður Bólstað-
arhlíð 41, nú á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Hún tekur á móti ættingjum
og vinum í Oddfellowhúsinu
við Vonarstræti kl. 15 á af-
mælisdaginn.
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29.
maí, er áttatíu ára frú Júlía
Jónsdóttir, húsfreyja,
Klettahlíð 12, Hveragerði.
Hún mun taka á móti gest-
um hjá dótturdóttur sinni á
Víkurströnd 10, Seltjarn-
arnesi milli klukkan 16–19 í
dag.
LESANDINN er beðinn um
að setja sig í spor vesturs,
sem tekur upp fín spil – 4–5 í
hálitunum og 17 punkta:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♠D764
♥–
♦G103
♣D109864
Vestur Austur
♠ÁG105 ♠932
♥Á9432 ♥8765
♦K2 ♦986
♣ÁG ♣732
Suður
♠K8
♥KDG10
♦ÁD754
♣K5
Vestur átti á ýmsu von, en
varla því að lenda í vörn
gegn þremur gröndum. Sú
varð þó raunin:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 tígull
1 hjarta 2 lauf Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Regluþrælar er fljótir að
benda á að norður eigi of lít-
inn styrk fyrir frjálsri sögn,
en reynsluboltar hirða lítt
um punktareglur þegar
skiptingin er mikil. Norður
veit sem er að AV eiga
minnst 9 hjörtu sín á milli og
því gæti þetta hæglega verið
eina tækifæri hans til að
koma lauflitnum á framfæri.
Hann vill setja makker í
betri stöðu til að melda ef
austur segir 3–4 hjörtu. En
hér er það suður sem á öll
spilin og hann lýkur sögnum
með myndugu stökki í þrjú
grönd.
Aftur til vesturs. Honum
hugnast ekki hjartasókn og
byrjar á spaðagosa. Suður
tekur þann slag á kónginn
og spilar laufkóng. Vestur
dúkkar, en fær næsta slag á
laufás. Hvað á nú að gera?
Jafnvel á opnu borði er
ekki einfalt að sjá réttu
vörnina – sem er að spila nú
spaðaTÍU. Vestur veit sem
er að suður á alla þá punkta
sem úti eru og hann verður
jafnframt að gefast upp fyrir
lauflit blinds. Eina vonin er
að fríspila spaðann og
treysta á fimm slagi: tvo á
spaða, hjartaás, tígulkóng
og laufás.
En það er bráðnauðsyn-
legt að spila spaðatíunni –
ekki ás og meiri meiri spaða,
né heldur litlum spaða. Ef
það er gert, getur sagnhafi
spilað vestri inn á spaða í
lokastöðunni og fengið send-
ingu upp í ÁD í tígli. Með
spaðatíunni tryggir vestur
makker sínum innkomu á
níuna, sem hann mun svo
nýta vandlega til að spila
tígli (eftir að vestur hefur
frávísað hjarta kröftuglega).
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 1. júní verður
fimmtugur Bjartmann El-
ísson, Fjarðarseli 35,
Reykjavík. Haldið verður
upp á afmælið laugardaginn
29. maí kl. 20, á heimili bróð-
ur hans og mágkonu, á
Skerðingsstöðum í Dala-
sýslu.
1. d4 d5 2. Bg5 h6 3. Bh4 c6
4. Rf3 Db6 5. b3 Bf5 6. e3
Rd7 7. Bd3 Bxd3 8. Dxd3 a5
9. Rbd2 Da6 10. c4 e6 11.
O-O Be7 12. Bg3 Rgf6 13.
Re5 Rxe5 14. Bxe5 O-O 15.
e4 Rd7 16. Bf4 Bf6 17. Bd6
Hfe8 18. f4 c5 19. e5 Be7 20.
Bxe7 Hxe7 21. Df3 dxc4 22.
Rxc4 cxd4 23. Had1
b5 24. Rd6 Hd8 25.
Hxd4 f6 26. Hfd1
fxe5 27. fxe5 Rxe5
28. De4 Rc6
Staðan kom upp á
Evrópumeistaramót
einstaklinga sem
stendur enn yfir í
Anatalya í Tyrk-
landi. Björn Þor-
finnsson (2345) hafði
hvítt gegn Doga
Goksel (2130). 29.
Rf5! Hxd4? 29...
Rxd4 hefði tryggt
svörtum jafntefli þar
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
sem eftir 30. Rxe7+ Kh8 31.
Hxd4 Db6 á hvítur fátt ann-
að betra en að þráskáka
með 32. Rg6+ Kg8 33.
Re7+ þar sem eftir 32. Rc6
kemur 32...Hd5! og svartur
stendur betur að vígi. 30.
Rxe7+ Kf7 31. Dg6+ Kxe7
32. Dxg7+ Ke8? 32...Kd6
hefði verið betra. 33. Hf1!
Re7 34. Hf8+ Kd7 35.
Dxd4+ Rd5 36. Dc5 Db6 37.
Hf7+ Kd8 38. Dxb6+ og
svartur gafst upp.
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
EDEN - HVERAGERÐI
Hinni fjölbreyttu sýningu
Bjarna Jónssonar listmálara
lýkur 31. maí
YOGA •YOGA • SUMARYOGA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is
Opið hjá okkur í allt sumar
Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi konur
ALLIR YOGAUNNENDUR VELKOMNIR
ÁRNAÐ HEILLA
Get ég fengið yfirdrátt þangað til á
laugardaginn þegar ég vinn í Lottó?
MEÐ MORGUNKAFFINU
FRÉTTIR
VINNUEFTIRLITIÐ og Löggild-
ingarstofa vilja koma eftirfarandi at-
riðum á framfæri til almennings
vegna notkunar gasgrilla og annars
búnaðar sem brennir gasi.
Þegar hugað er að viðhaldi eða
kaupum á nýjum gasgrillum, gashit-
urum eða öðrum tækjum sem brenna
gasi er því mikilvægt að hafa eftirfar-
andi í huga:
Gasgrill sem seld eru hér á landi
eiga að vera CE-merkt til staðfest-
ingar því að tækið uppfylli lámarks-
kröfur Evrópska efnahagssvæðisins
um öryggi.
Grillunum og tækjunum skulu
fylgja notkunarleiðbeiningar á ís-
lensku. Fólki er bent á að lesa þær ná-
kvæmlega og fara eftir þeim.
Eftir samsetningu gastækja s.s.
gasgrilla skal gera lekaprófun með
sápuupplausn á öllum gastengingum
eins og lýst er í leiðbeiningum. Sömu
prófun skal framkvæma þegar skipt
er um gaskút.
Nauðsynlegt er að endurnýja gass-
löngur og þéttingar eins oft og selj-
andi eða framleiðandi ráðleggur.
Áríðandi er að kynna sér vel reglur
um frágang gashylkja og tengingar
gastækja s.s. gasísskápa sem ætlaðir
eru til notkunar í sumarbústöðum.
Leiðbeina um gasgrill