Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 38
✝ Marteinn Berg-mann Steinsson fæddist á Siglunesi við Siglufjörð 27. apríl 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 18. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Steinn Friðrik Sölvason, f. 6. ágúst 1875, d. 29. júní 1912, og Hólm- fríður Sigfúsdóttir, f. 22. júlí 1885, d. 24. júlí 1987. Marteinn var einkabarn foreldra sinna, ókvænt- ur, en hélt heimili með móður sinni nær óslitið meðan hún lifði. Á fyrsta ári fluttist Marteinn með foreldrum sínum að Læk í Viðvík- ursveit og þrem árum síðar að Ás- hann flutti á Dvalarheimili aldr- aðra á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Marteinn fékkst við ýmis störf, en aðalstarf hans var kennsla. Barnakennsla í Viðvíkurhreppi 1946–1947, í Hofshreppi 1948– 1954 og á Sauðárkróki frá hausti 1957–1. febrúar 1972. Næstu vetur gegndi Marteinn margoft forfallakennslu á Sauðár- króki. Fyrir utan venjulega barna- fræðslu þess tíma fór Marteinn á Eiðaskóla og lauk þar tveggja vetra námi. Sjálfur bætti hann við menntun sína og sótti mörg kenn- aranámskeið. Marteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Formað- ur ungmennafélagsins í Viðvíkur- hreppi var hann um árabil, í skattanefnd Viðvíkurhrepps í sex ár, í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps í fjögur ár, formaður barnavernd- arnefndar Sauðárkróks um skeið og formaður Búnaðarfélags Sauð- árkróks í nokkur ár. Útför Marteins verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. geirsbrekku í sömu sveit, en faðir hans keypti þá hálflendu þeirrar jarðar. Þar átti Marteinn heima næstu tíu árin. Árið 1922 flutti móður- bróðir Marteins, Jón Sigfússon, að Lang- húsum í Viðvíkur- sveit. Með honum fluttu þau feðgin, Marteinn og Hólm- fríður. 1926 fluttu Hólmfríður og Mar- teinn að Unastöðum í Kolbeinsdal, þar átti Marteinn heimilisfesti í átta ár. Vorið 1947 keypti Marteinn hús- ið nr. 48 við Freyjugötu á Sauð- árkróki. Þar hélt hann heimili með móður sinni lengst af, þar til hún lést og einn eftir það, þangað til Mig langar til að minnast frænda míns með fáum orðum. Frá því að ég fæddist hef ég farið til Akureyrar á hverju ári að heim- sækja ömmu mína og afa og þaðan á Sauðárkrók til Marteins frænda. Ég man best eftir heimsóknunum síðast- liðin fimm til sex ár og margan fróð- leiksmolann hef ég fengið að gjöf í þeim ferðum. Minnisstæðastar eru mér stund- irnar í herbergi hans, þar sem við sát- um og spjölluðum saman. Marteinn var gamall kennari og hafði mikinn áhuga á námi mínu og lífslærdómi. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist hann vel með og vissi svo margt að undrum sætti. Við náðum sérstökum tengslum og ég gat setið, talað og hlustað á hann langtímum saman, og þær stundir eru mér enn mikilvægari nú þegar hann er farinn. Það veitir mér huggun að Marteinn þjáðist ekki í veikindum sínum og að hann var reiðubúinn að fara, löng sjúkralega var ekki það sem hann vildi. Ég veit að hann hefur einungis farið á annan og betri stað. Marteinn á sinn þátt í að gera mig að betri manneskju, og ég er þess fullviss að hann mun lifa í hugsunum mínum og gjörðum. Margrét Einarsdóttir. Látinn er Marteinn Bergmann Steinsson, aldinn að árum, 95 ára. Árafjöldinn segir ekki alltaf alla sögu. Greindarlegur svipur og gáfulegt tal benti ekki til þess að öldungur á tí- unda tugnum væri á ferð. Fram á síð- ustu ár, raunar alveg að leiðarlokum var hugsunin skýr og minnið traust. Á mínu heimili kom það ósjaldan fyrir að leitað var til Marteins um fróðleik, sem ekki var þá tiltækur á bókum eða í öðrum heimildum. Furðulega oft var vandinn leystur, og óhætt var að treysta því, að ekkert var fullyrt nema það sem satt var og rétt. Sú hugsun hvarflar að mér, að ýmislegt sem ætti skilið að geymast, hverfi nú með Marteini Steinssyni. Raunar er það fullkomin vissa, því margt heyrði ég hann segja sem ekki var á blað fest, en ætti þó erindi á bækur ekki síður en ýmislegt, sem haldið er að lesendum og áheyrend- um dagsins í dag. Ef minnst var á það við Martein að skrifa niður ýmis minnisverð atvik frá langri ævi, eyddi hann því jafnan og taldi það ekki þess virði, að það væri í letur fært. Finnast munu þó á prenti frásagnir eftir Mar- tein svo og einstaka vísa, sem er höf- undi til sóma. Marteinn var hagorður eins og hann átti kyn til, kominn af Þorleifunum frá Siglunesi og í ætt við fleiri skáldmælta orðsnillinga. Hag- mælskunni flíkaði Marteinn lítt, hon- um lét ekki vel að trana sér fram í sviðsljósið, hélt sig til hlés og lagði strangt mat á eigin verk og gjörðir. Marteinn stundaði nám í Eiðaskóla árin 1928– 1930. Þá var skólinn tveggja vetra skóli, nefndur Alþýðu- skólinn á Eiðum. Kröfur um nám og árangur voru þá miðaðar við, að nem- endur kæmu ungfullorðnir til náms- ins. Ef litið er á skjöl og skýrslur frá þeim tíma um starfsemi þessara skóla sést, að mikils hefur verið kraf- ist af nemendum og furðulega mikið efni verið kennt. Marteinn stóðst kröfur skólans með miklum sóma, og mátti ekki á milli sjá hvor var sterkari námsmað- ur, hann eða bekkjarfélagi hans og keppinautur, en efstu sætin skipuðu þeir á brottfararprófi vorið 1930. Lík- lega hefur Marteini sviðið alla tíð að þurfa að hætta námi eftir Eiða- dvölina en slíkt var hlutskipti þeirra, sem ekki höfðu stuðning að heiman, en faðir Marteins lést frá honum ung- um árið 1912. Ævistarf Marteins varð búskapur og kennsla. Bú hans var aldrei stórt, en snoturt og þrifalegt, vel farið með fénað og land. Eftir að hann brá búi hófst annað skeið í ævi- starfinu, kennslan, sem hann stund- aði til loka starfsaldurs. Sama var að segja um kennsluna og önnur störf Marteins. Unnið var af alúð og sam- viskusemi, kunnáttu og löngun til þess að koma öllum til nokkurs þroska. Eflaust munu margir nem- endur Marteins minnast hans og þakka honum veganestið, það sem ungur nemur getur orðið drjúgur og góður forði fyrir fullorðinsárin og starfið sem bíður. Það eru um það bil 65 ár síðan ég kynntist Marteini Steinssyni. Hann var þá vel fullorðinn, flutti snjallar tölur á ungmennafélagsfundum, drengilegur ásýndum, röskur í hreyf- ingum, dansaði allra manna best, hafði lært það á Eiðum. Lítill, feiminn drengur var fenginn til að spila fyrir dansi á munnhörpu eftir fund í ungmennafélaginu. Mar- teinn stjórnaði þessu öllu og borgaði ríflega fyrir spilamennskuna. Ég var vinur Marteins upp frá því, á þá vin- áttu hefur aldrei borið skugga. Nú þegar leiðir skilja þökkum við Mar- teini fyrir samfylgdina og óskum honum fararheilla á ókunnum stig- um. Trausti Helgi Árnason. Mig langar að minnast Marteins með nokkrum orðum. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa í Skaga- fjörðinn, og ekkert nema gott. Fyrst þegar ég hitti þig, Marteinn, var það á Freyjugötunni og þá bjóstu með móður þinni. Ég gleymi aldrei kaffinu sem þú gafst okkur, mér, Matta og tengdaforeldrum mínum. Nokkuð venjulegt kaffi nema hvað það var með kúmeni í. Ég hélt þetta væri gamalt og ónýtt kaffi en svo var ald- eilis ekki heldur lúxuskaffi. Sem mér hefur alltaf þótt gott síðan. Alltaf var gaman að hitta þig, þú varst sérstak- ur og góður maður. Nú seinni ár hitti ég og fjölskylda mín þig oftar. Börn- unum mínum fannst alltaf sérstakt að hitta þig. Þeim fannst þú flottur með hárkolluna. Gaman var að skoða myndirnar þínar sem þú hafðir tekið á þínum ferðalögum og alltaf skrif- aðir þú aftan á myndirnar hvaðan þær voru. Það var líka gaman að sjá þig á Voffanum þínum. Mér fannst svolítið sérstakt þegar ég, Matti og Ævar komum til þín í síðasta sinn og þegar við kvöddum þig og sögðumst sjá þig síðar sagðir þú: „Það ætla ég að vona að verði aldrei, ég vona að þessi krabbi fari nú að drepa mig.“ Kæri Marteinn, þakka þér fyrir að vera til og vonandi líður þér vel núna. Samúðarkveðjur til þinna ættingja. Stella Guðbjörnsdóttir. MARTEINN STEINSSON MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, systir og amma, HELGA BIRNA ÞÓRHALLSDÓTTIR, Langholtsvegi 108b, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 3. júní kl. 15.00. Ragnar Blöndal Birgisson, Oddný Sigbjörnsdóttir, Þórhallur Viðar Atlason, Dagný Gísladóttir, Sigurður Ágúst Marelsson, Oddný Blöndal Ragnarsdóttir, Valdís María Ragnarsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Stefán Þórhallsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Elín Þórhallsdóttir, Ellert Eggertsson, Emelía Rut Þórhallsdóttir, Eyrún Aníta Þórhallsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARINÓ JÓNSSON, Höfðahlíð 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 18. maí sl. Útförin hefur farið fram frá Höfðakapellu í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýndan hlýhug. Hrönn Hámundardóttir, Guðrún Jóna Waage, Jón Hámundur Marinósson, Nanna Guðrún Marinósdóttir, Haukur Nikulásson, Edda Lydía Marinósdóttir, Jóhann Ingason, Eydís Ásta Marinósdóttir, Vala Dögg Marinósdóttir, Guðmundur Otti Einarsson, Marinó Marinósson, Ágústa Björk Árnadóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR THORODDSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 27. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítala Hringsins. Magnús Thoroddsen, Sólveig Kristinsdóttir, María Kolbrún Thoroddsen, Soffía Þóra Thoroddsen, Sigurður Lýður Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Faðir okkar, JÓN E. GUÐMUNDSSON myndmenntakennari og brúðuleikhúsmaður, lézt á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 28. maí 2004. Fyrir hönd aðstandenda, Eyjólfur G. Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Marta Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Ljósheimum 16, Reykjavík lést á Hrafnistu föstudaginn 28. maí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.