Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Leonardó
© LE LOMBARD
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
LENDIRÐU EINHVERN TÍMAN Í
ÞVÍ AÐ VERÐA ÞREYTTUR SEINT
UM EFTIRMIÐDAGINN?
ÞAÐ
GERI
ÉG
OG ÞESSI EFTIRMIÐDAGUR HEFUR
ENST Í 25 ÁR
YFIRHUNDURINN
ER HORFINN!!
HVAR ER
HANN? HANN
ER HORFINN!!
ÉG ÞORI
AÐ VEÐJ AÐ
ÁLAGIÐ VAR
OF MIKIÐ...
EN HVERT
HEFUR HANN
FARIÐ?
HALLÓ?
OG ÉG ER RÆNINGI! UPP MEÐ HENDUR! EKKI SETJAÖRYGGISKERFIÐ Í GANG
AUMINGINN ÞINN!
NÚ SKIL ÉG.
ÖRYGGISKERFIÐ FER
Í GANG OG
LÖGREGLAN KEMUR
STRAX
HVAÐAN KEMUR ÞESSI
GAMLI AUMINGI?
ÉG SKAL SÝNA
ÞÉR HVAÐAN ÉG
KEM!
ÉG Á LÍKA BYSSU!
VAR ÞETTA
EKKI SÁRT? HANANÚ!
?
SEINNA...
ÞAÐ ER ALLT ÞÉR AÐ ÞAKKA AÐ VIÐ
GÓMUÐUM GLÆPAMANNINN. HVERNIG GET ÉG
LAUNAÐ ÞÉR ÞETTA?
ÉG FÉKK STÖÐUMÆLASEKT
SEM VÆRI GOTT AÐ
LOSNA VIÐ
SEINNA HEIMA...
SEGÐU MÉR LÍSA, GÆTIR ÞÚ
HUGSAÐ ÞÉR AÐ FARA Í
INNKAUPAFERÐ TVISVAR Á ÁRI
OG BORGA MIKLU MINNA FYRIR
KJÓLANA ÞÍN
ÞAÐ VÆRI HREINT
FRÁBÆRT!
ÉG SKAL ÞÁ DRÍFA MIG AÐ FINNA
UPP SYKURLOPAN OG FARA AÐ
FINNA UPP ÚTSÖLURNAR!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞETTA fjallar um þrjár greinar,
sem birtust nýlega í hinu blaðinu,
þessu sem flestir fletta. Ég kýs held-
ur að biðja skjóls í blaðinu, sem flest-
ir lesa, enda meira lesefni og fjöl-
breyttara. Annars getur stundum
verið gaman að rekast á fréttir eins
og þessa í hinu blaðinu: „Maður rak
hnefann í andlitið á lögregluþjóni
gegn um opna rúðu!!?
Jæja, herra rektor. Ósköp er nú að
vita hvað rektorstitillinn hefur stigið
þér til höfuðs, að nú vilt þú einn fá að
útskrifa nemendur á háskólastigi. Þú
vitnar í lög frá 1997. Árið 1997 hafði
Söngskólinn í Reykjavík kennt nem-
endum á háskólastigi um langt skeið.
Það verður ekki af þeim tekið.
Listaháskólinn kennir margar grein-
ar lista, en við eingöngu söng. Söng-
kennsla er allt öðruvísi en kennsla á
venjuleg hljóðfæri. Ég er ekki viss
um að þú skiljir þetta. Þér og öðrum
til fróðleiks skal ég benda ykkur á
það þýðingarmesta. Það er eitt að
hafa hljóðfærið fyrir framan sig, á
gólfinu eða í höndunum, en líkaminn
er hljóðfæri söngvarans. Það yrði of
langt mál að útskýra það flókna mál,
og ég viss um að þú myndir ekki
skilja það, nema ég tæki þig í tíma.
Þegar Ásrún Davíðsdóttir fékk
birta grein í Fréttablaðinu hér á
dögunum, skrifar hún mjög hógvær-
lega um þekkingarskort kynning-
arstjóra skóla þíns, þar sem hann
segir „að nú séu í fyrsta sinn nem-
endur að útskrifast með háskóla-
gráðu í tónlist á Íslandi“! Ég tek
undir með Ásrúnu, þegar hún bendir
á að þetta gæti orðið sögufölsun, ef
enginn mótmælir. Söngskólinn hefur
um áratuga skeið fengið prófdómara
frá merkri stofnun í Bretlandi. Tón-
listarskólar í fleiri löndum fá sömu
þjónustu, svo það eru fleiri en við
sem treystum á réttláta einkunna-
gjöf.
Jæja, Hjálmar minn, þú ættir að
geta sofið rólegur í framtíðinni.
Söngskólinn hefur ekki í hyggju að
sækja um háskólastöðu. En mikill
munur er á ykkur Ásrúnu. Hún var
hógvær – en þú varst hávær, og ekki
laus við dulítinn fýlupokatón.
Að lokum: Við höldum okkar striki
– Listaháskólinn sínu, vonandi í friði.
P.S.
Bara svona til gamans: Ég hef
engin háskólapróf, er orðinn 84 ára
og kenni lítillega ennþá. Ég veit ekki
hverjir kenna söng hjá þér, en er viss
um að ég gæti kennt þeim sitthvað,
því ég hef verið að læra frá því 1941
er ég hóf nám hjá Pétri A. Jónssyni.
Vertu blessaður, Hjálmar minn,
og taktu gleði þína aftur.
GUÐMUNDUR JÓNSSON
söngvari.
Kæri Hjálmar rektor
Frá Guðmundi Jónssyni:
Á AUSTURLANDI er ekki úr fjöl-
breyttum störfum að velja þegar
konur á miðjum aldri fara að huga
að einhverju við sitt hæfi. Er svo
víða á landsbyggðinni og eru því þau
störf sem hægt er að sinna með fjar-
skiptum í gegnum tölvur kærkomin
tækifæri. Eitt af þeim sem er hægt
að vinna í gegnum þessi nýjustu
fjarskiptamál er sölumennska með
ýmsum hætti þar sem ekki skiptir
máli þótt viðskiptavinurinn sé í öðr-
um landshlutum eða jafnvel í öðrum
löndum.
Síðustu árin hefur undirrituð
stundað hin ýmsu störf þar sem
þessi nýjasta tækni hefur komið að
góðum notum, s.s. vinnu við ferða-
vefi, blaðamennsku og síðast sölu-
mennsku á fasteignum. Fyrir þrem
árum bauðst sérlega hagkvæmt
tækifæri til tekjuöflunar sem var
vinna við sölu fasteigna hjá fast-
eignasölunni Hóli í Reykjavík. Lagði
Hóll til sölukerfið og alla faglega að-
stoð. Löggiltur fasteignasali kemur
ætíð og gerir alla kaupsamninga og
sér um alla skjalagerð, einnig er
alltaf hægt að leita ráðgjafar á að-
alskrifstofunni hjá löggiltum fast-
eignasölum og reyndum sölumönn-
um.
Útibúið er beintengt við aðalskrif-
stofuna svo í raun er öll skjala- og
tilboðsgerð alltaf yfirfarin á aðal-
skrifstofunni af löggiltum fasteigna-
sala eins og um starfsmann þar væri
að ræða.
Síðustu mánuði hefur þessi vinna
við fasteignasöluna vaxið og dafnað,
færnin einnig aukist með sífellt auk-
inni reynslu og viðskiptavelvildin
stöðugt aukist. Kom sér þar einnig
vel fyrri reynsla í t.d. sölumennsku
og starf á sýsluskrifstofum hér á
svæðinu.
Var svo komið að í framtíðinni sá
undirrituð fram á að þetta gæti orð-
ið aðalstarf og var búin að fjárfesta í
skrifstofu og tæknibúnaði með það í
huga.
Nú er séð fram á lok þessa góða
atvinnutækifæris með þeirri ákvörð-
un Alþingis að skerða rekstur úti-
búa á vegum fasteignasala. Má
þetta furðu sæta því að eins og allir
vita er tæknin orðin slík að jafnvel
er séð fram á að sjúkir geti leitað
læknismeðferðar með aðstoð tækn-
innar.
Eru þetta ótrúleg afturför á öld
tækninnar sem er óskiljanleg hjá
þeirri miklu tækniþjóð sem Íslend-
ingar eru.
Bið ég ykkur, kæru alþingismenn,
að skoða betur þetta frumvarp og
kanna sjálfir hvernig þessari starf-
semi er háttað, t.d. á útibúum Hóls
fasteignasölu.
ÓLAFÍA HERBORG
JÓHANNSDÓTTIR,
sölufulltrúi á söluskrifstofu
Hóls,Tjarnarbraut 19,
700 Egilsstöðum.
Athugasemd vegna
frumvarps til nýrra
laga um fasteigna-, fyr-
irtækja- og skipasölu
Frá Ólafíu Herborgu
Jóhannsdóttur: