Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 31
FJÖLMIÐLAR í eigu Baugs og
stjórnarandstaðan á Alþingi reyndu
í sameiningu að þvinga fram stjórn-
arskipti með því að fá Framsókn-
arflokkinn til að ganga úr rík-
isstjórninni í tengslum við deilur um
lagasetningu um fjölræði á fjöl-
miðlamarkaði. Í fyllingu tímans
munu sagnfræðingar
meta hversu mjótt var
því að valdaránið tæk-
ist. Ástæða til að draga
lærdóma af atburðum
síðustu daga og vikna
en bíða ekki sögu-
legrar úttektar.
Valdarán eru einatt
framin af lögmætu
valdi sem beitt er á
ölögmætan hátt. Í ríkj-
um Suður-Ameríku
þekkist það að herinn
tekur völdin af sitjandi
ríkisstjórn. Hér gerð-
ist það á vormánuðum
2004 að lögmætu valdi, fjölmiðla-
valdi Baugs, var skipulega beitt til
að reyna að koma lögmætri rík-
isstjórn frá völdum með því að
sprengja stjórnarsamstarf Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
Vopnin sem notuð voru í hern-
aðinum gegn ríkisstjórninni voru
vitanlega ekki hrátt ofbeldi heldur
dagskrárvald fjölmiðla.
Baugur stjórnar þrem af þeim sex
ritstjórnum sem sjá landsmönnum
fyrir daglegum fréttum. Með því að
á DV, Fréttablaðinu og Stöð 2 var
samræmd ritstjórnarstefna að gera
fjölmiðlafrumvarpið tortryggilegt
og ala á því að það væri sprottið af
geðvonsku forsætisráðherra tókst
að stýra umræðunni á þá braut sem
alþjóð þekkir.
Dagskrárvald Baugsmiðla
Þær þrjár ritstjórnir sem daglega
flytja fréttir og eru ekki í eigu
Baugs, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið
og Sjónvarpið, litu eðlilega ekki á
það sem sitt hlutverk að leiðrétta
slagsíðuna og reyndu að fjalla fag-
lega um fjömiðlafrumvarpið. Í fjöl-
miðla er innbyggð hóphneigð í þeim
skilningi að oftast þegar blaðamaður
skrifar frétt er hann með í huga efn-
isatriði sem birtist í öðrum fjölmiðli
og verður það ýmist bakgrunnur eða
viðbótarefni í fréttina. Ekki er að
undra að sjónarmið Baugs urðu ráð-
andi í umræðunni.
Fjölmiðlar Baugs notuðu þau
meðöl sem þeim eru töm til að koma
þeirri hugsun að fólki að frumvarpið
væri ótækt. Fagleg sjónarmið blaða-
manna um hlutlægni og sanngirni í
fréttaumfjöllun voru lögð til hliðar
og baráttan gegn frumvarpinu bar
sömuleiðis rökhugsun heilla rit-
stjórna ofurliði. Þegar Stöð 2
greindi frá fyrri breytingartillögu
sem samþykkt var í allherjarnefnd
Alþingis var ekki fyrst sagt frá efn-
isatriðum breytinganna heldur var
fyrsta fréttin um hversu ómögulegt
frumvarpið væri þrátt
fyrir breytingarnar.
Þriðja frétt kvöld-
fréttatíma Stöðvar 2
sagði áhorfendum efn-
islega frá breyttu
frumvarpi en tvær
fyrri fréttirnar voru
búnar að segja að enn
væri frumvarpið hand-
ónýtt.
Ólafur Teitur
Guðnason, blaðamaður
á Viðskiptablaðinu,
hefur rakið í ítarlegri
grein hvernig Frétta-
blaðið kerfisbundið
hafði í fyrirsögnum staðhæfingar
viðmælenda sinna sem ekki var fót-
ur fyrir. Um DV þarf ekki að fjöl-
yrða.
Fjórða valdinu misbeitt
Fjölmiðlar skreyta sig með því að
kalla sig fjórða valdið, á eftir þrí-
skiptu ríkisvaldi. Hugmyndin rót í
flökkusögu úr breska þinginu fyrr á
öldum þar sem þingmaður benti á
blaðamannabásinn í þingsalnum og
sagði hann aðsetur fjórða valdsins.
Fjórða valdinu er fyrst og fremst
ætlað að veita aðhald, bæði rík-
isstjórnum, viðskiptalífi og öðrum
valdasetrum í þjóðfélaginu. Hvergi í
vestrænni blaðamennsku eða í hug-
myndafræði fjölmiðla vottar fyrir
þeirri hugsun að fjölmiðlar eigi að
hafa forgöngu um að steypa rík-
isstjórnum. Afhjúpanir fjölmiðla
hafa stundum leitt til afsagna valda-
manna, s.s. Watergate-hneykslið
sem felldi Richard Nixon Banda-
ríkjaforseta. Í þeim tilvikum er lög-
brot og spilling forsenda fyrir gagn-
rýni fjölmiðla.
Fjölmiðlar sem taka sig alvarlega
hafa almannaheill í forgrunni. Í lýð-
ræðisríki getur það ekki verið í al-
mannaþágu að velta af stalli löglega
kjörnum stjórnvöldum.
Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn-
arinnar var borið fram á Alþingi og
fékk þinglega meðferð. Ekkert í
málsmeðferð ríksstjórnar og þing-
meirihluta var í bága við lög.
Hamfarir Baugsmiðla voru í engu
samræmi við tilefnið enda á Baugur
eðlilega áfrýjunarmöguleika fyrir
dómstólum standist frumvarpið ekki
stjórnarskrána eins og talsmenn
Baugs hafa haldið fram.
Stjórnarandstaðan til
liðs við Baugsmiðla
Ef ekki væri fyrir viðbrögð stjórn-
arandstöðunnar á Alþingi hefðu ýf-
ingar Baugsmiðla verið stormur í
vatnsglasi. Þrátt fyrir að þing-
flokkar Samfylkingar og Vinstri
grænna hefðu báðir gefið til kynna
að þeir væru hlynntir lagasetningu
til að bregðast við valdasamþjöppun
á fjölmiðlamarkaði kusu flokkarnir
að fylkja sér að baki Baugsmiðla.
Fjölmiðlar eru bráðnauðsynlegir
milliliðir fyrir stjórnmálamenn til að
ná sambandi við kjósendur. Engin
starfsstétt í þjóðfélaginu eru jafn
háð fjölmiðlum og stjórnmálamenn.
Þingflokkar stjórnarandstöðunnar
féllu í þá freistni að fylgja Baugslín-
unni af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi
vildu þigmenn eignast bandamann í
öflugustu fjölmiðlasamsteypu lands-
ins og í öðru lagi þóttist stjórn-
arandstaðan sjá möguleika á að fella
ríkisstjórnina.
Fyrirfram var vitað að fjölmiðla-
frumvarpið var sérstakt áhugamál
forsætisráðherra. Framsókn-
arflokkurinn hafði gefið til kynna
stuðning við lagasetningu um fjöl-
miðla en lítið útfært hugmyndir sín-
ar. Þegar herópið gall í lúðrum
Baugs og stjórnarandstaðan svaraði
sameinuð kallinu var Framsókn-
arflokkurinn óundirbúinn. Það kom
glöggt á daginn í Kastljósviðtali við
Halldór Ásgrímsson, formann
Framsóknarflokksins, að helstu rök-
in í málinu hafði hann ekki á hrað-
bergi.
Tangarsókn gegn Framsókn
Óöryggi þingliðs framsóknarmanna
gaf andstæðingum frumvarpsins
byr undir báða vængi. Fréttablaðið
birti ,,fréttir“ um óeiningu í þing-
flokknum, með vísun í ónafngreinda
heimildarmenn, og þingmenn
stjórnarandstöðunnar börðu á þing-
flokknum með áfrýjunarorðum um
fylgisspekt við Sjálfstæðisflokkinn.
Afstaða Kristins G. Gunnarssonar,
þingmanns Framsóknar, hvatti and-
stöðuna til dáða.
Stjórnarandstaðan greip til mál-
þófs og Baugsmiðlar kyntu undir.
Fréttablaðið gerði skoðanakannanir
sem féllu á fyrsta prófi sem slíkar
kannanir þurfa að standast: Ef sá
sem könnunina framkvæmir á hags-
muni að gæta í niðurstöðunni þá er
könnunin ekki marktæk. Ekki er
hægt að sjá það fyrir sér að tekið
yrði mark á könnunum sem stjórn-
málaflokkar gerðu sjálfir í aðdrag-
anda kosninga.
Þar sem stjórnarandstaðan var
sameinuð lá það í loftinu að hún gæti
boðið Framsóknarflokki upp á nýtt
meirihlutasamstarf. Einnig var það
skrifað skýrum stöfum á veggi Al-
þingis að ef Framsóknarflokkurinn
hlypi undan merkjum í fjölmiðla-
frumvarpinu væri stjórnarsamstarf-
inu við Sjálfstæðisflokkinn slitið.
Eftir hik og vomur og samninga
milli Davíðs Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar ákvað Framsókn-
arflokkurinn að slíta ekki stjórn-
arsamstarfinu. Þar með rann valda-
ránstilraunin út í sandinn.
Geðshræringin sem greip um sig í
stjórnarandstöðunni fékk útrás í
ókvæðisorðum Steingríms J. Sigfús-
sonar, formanns Vinstri-grænna, í
garð forsætisráðherra föstudaginn
14. maí. Þrem dögum síðar, í eldhús-
dagsumræðum, afhjúpaði Stein-
grímur J. raunverulega ástæðu
stjórnarandstöðunnar fyrir málþóf-
inu. ,,Það sem við þurfum nú er
kosningar á morgun,“ sagði hann en
sleppti skýringunni – því þá hefðum
við Baugsmiðlana í liði með okkur.
Ef herbragðið hefði heppnast
væri Ísland réttnefnt banana-
lýðveldi sem væri ofurselt hags-
munum auðhrings. Bananar sem
starfsmenn Baugsmiðla lögðu á
stétt alþingishússins til að mótmæla
fjölmiðlafrumvarpinu eiga kannski
uppruna hjá United Fruit sem var
allsráðandi í bananalýðveldinu
Gvatemala í Suður-Ameríku upp úr
miðri síðustu öld?
Tilraun til valdaráns
Páll Vilhjálmsson
fjallar um fjölmiðlamál ’Ef ekki væri fyrir við-brögð stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi hefðu
ýfingar Baugsmiðla ver-
ið stormur í vatnsglasi.‘
Páll
Vilhjálmsson
Höfundur er blaðamaður.
SEM BARN var mér kennt að
gjöra rétt og ei órétt. Reyndar hef
ég aldrei þolað óréttlæti eða sið-
blindu. Þegar mér hefur fundist of
langt gengið læt ég
heyra í mér. Það geta
samferðamenn mínir
staðfest. Þótt ég vilji
trúa því að menn geti
bætt sig þá tel ég
ekki að það eigi að
setja menn í stjórn-
unarstöður hjá ríkinu
um leið og þeir koma
út úr fangelsi eftir að
hafa svikið ríkið
sjálft. Reyndar eru
menn í mínum huga
enn að afplána dóm
sinn þegar þeir eru á
skilorði. Árni Johnsen nokkur er á
skilorði en var samt skipaður í
stjórn RARIK. Hann kemur svo
fram í sjónvarpsþætti á Stöð 2
(Baugsmiðill eins og forsætisráð-
herra kallar þá) og talar meðal
annars um það hversu há laun
hann eigi í raun inni hjá Þjóðleik-
húsinu. Á þessu get ég ekki betur
séð að hann skilji ekki hvers
vegna hann var dæmdur. Honum
virðist hafa fundist sjálfsagt að
skammta sjálfum sér laun. Þetta
kalla ég siðblindu á háu stigi og
skil ekki hvers vegna forsætisráð-
herra lagði til að Árni yrði skip-
aður í þessa stöðu. Reyndar má
geta þess að Árni er
sjálfsagt ekki eini
stjórnmálamaðurinn
sem hefur fram-
kvæmt eitthvað á
þessa vegu, en það
afsakar ekki hans
gjörðir á einn eða
neinn hátt. Reyndar
mun Árni væntanlega
ekki fara aftur á þing
þar sem þá þyrfti að
breyta stjórn-
arskránni eða lögum,
því samkvæmt 34 gr
stjórnarskrárinnar
ber þingmönnum að hafa óflekkað
mannorð. Reyndar er í lögum 24/
2000 5gr talað um óflekkað mann-
orð. Þar segir meðal annars að „sé
fjögurra mánaða fangelsi óskil-
orðsbundið hið minnsta“ En Árni
fékk 2ja ára dóm. Reyndar eru í
dag alþingismenn á þingi sem hafa
verið dæmdir, má þar nefna Gunn-
ar Örlygsson hjá Frjálslynda
flokknum, en hann telst samt hafa
óflekkað mannorð þar sem hann
hefur aldrei setið inni í fjóra mán-
uði eða lengur. Þannig er það. En
er ekki rétt að almenningur eigi
heimtingu á því að menn sem eru
skipaðir í stjórnunarstöður á veg-
um ríkisins séu einnig með óflekk-
að mannorð? Þeir séu ekki teknir
nánast beint út úr fangelsi og
settir í háttsettar stöður, hvort
sem þær eru valdamiklar eður ei.
Ég tel nauðsynlegt að stjórn-
málamenn sérstaklega sýni heið-
arleika í sínum málum og komi
hreint fram, enda eru þeir fyr-
irmyndir almennings í samfélag-
inu sem við lífum í. Þess vegna er
það algjör nauðsyn að þeir séu
heiðarlegir. Því hvernig er hægt
að ætlast til þess að meginþorri
almennings sé heiðarlegur ef
stjórnmálamenn komast upp með
siðblindu. Látum heiðarleikann
sigra siðblindu.
Heiðarleiki vs siðblinda
Leifur Runólfsson fjallar um
siðblindu stjórnmálamanna ’Látum heiðarleikannsigra siðblindu.‘
Leifur Runólfsson
Höfundur er ritari
framsóknarfélagsins Bifröst.
Sumarhús á bökkum
Hvítár, Grímsnesi
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Sumarhús nr. 130 í Kiðjabergslandi undir Hestfjalli í Gríms-
nesi. Húsið, sem stendur neðarlega í suðvesturhluta Hest-
fjalls, er 46 fm auk 5 fm áfastrar geymslu og skiptist í and-
dyri, 2 herb., stofu, opið eldhús og baðherb. með sturtu.
Kamína. Verönd, um 30 fm, umlykur búst. á þrjá vegu. Allt
innbú fylgir utan persónulegra muna. Landið er eignarland,
0,875 ha., ræktað trjám og runnum. Stórfengleg staðsetn. á
bökkum Hvítár með frábæru útsýni og rennur Hvítá frá
austri til vesturs meðfram öllu landinu. Fallegt og stórbrotið
landslag. Golfvöllur og sundlaug í næsta nágrenni.
Verð 10,8 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, laugardag
og á morgun, sunnudag, frá kl. 14-19
Sigurður og Sigrún sýna, s. 892 2778
Verið velkomin!
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Eilífsdalur í Kjós
Til sölu þessi vinalegi sumarbústaður í Eilífsdal í
Kjós, rétt um 40 mín. akstur frá Reykjavík. Bú-
staðurinn stendur á tæplega 0,7 ha landi sem
hefur verið ræktað mikið og er prýtt fögrum trjám
og gróðri. Bústaðurinn er 40 fm og skiptist í
svefnherbergi, snyrtingu, eldhúskrók og stofu
með kamínu. Góð verönd er við húsið með fögru
útsýni um dalinn. Kjörið tækifæri fyrir þá sem
vilja njóta sælu og friðar í fögrum dal örstutt frá
skarkala borgarinnar. Verð 4,2 millj.
Upplýsingar gefur
Runólfur á Höfða gsm 892-7798.