Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ EKKI ER er ýkja langt síðan þá lítt þekktur þáttagerðarmaður á sjónvarpsstöðinni PoppTíví var kosinn sjónvarpsmaður ársins. Í hefðbundinni þakkarræðu vakti það nokkra athygli er hann þakk- aði kosninguna kunn- áttu sinni í að mis- nota Veraldarvefinn, með því að kjósa sjálfan sig nógu oft. Slík kunnátta er mörgum gefin. Þess vegna hafa verið sett- ar reglur um hvernig best megi tryggja ör- yggi gagnaflutninga með rafrænum hætti. Í athugasemdum við lagafrumvarp um rafrænar undir- skriftir segir m.a.: „Frumvarpi þessu er m.a. ætlað að stuðla að öryggi í viðskiptum og öðrum samskiptum í opnum kerfum, t.d. internetinu. Kannanir hafa sýnt að menn telja að öryggi skorti í rafrænum sam- skiptum og stundi þau því í minna mæli en ella. Áhyggjurnar stafa af því að í opnu kerfi eins og netinu standa menn ekki augliti til auglit- is. Sú staðreynd ásamt öðrum ein- kennum netsins geta m.a. leitt til eftirfarandi: … að unnt sé að breyta upplýsingum eftir móttöku þeirra, óvissu um að gagnaðilinn sé raunverulega sá sem hann seg- ist vera, óvissu um að upplýsingum hafi ekki verið breytt við sendingu á milli aðila.“ Með þessi sjónarmið í huga voru samþykkt lög um raf- rænar undirskriftir þar sem m.a. eru settar fram ákveðnar kröfur um öryggi undirskriftarbúnaðar. Það er eðlilegt að strangar kröfur séu settar í þessu tilliti þar sem ein þýðingarmestu réttaráhrif und- irskriftar hljóta að teljast sú sönn- un sem almennt er viðurkennt að undirskrift veiti um tengsl aðila við tiltekinn gerning. Á sama hátt má segja að það er hverjum manni mikilsvert persónufrelsi að vera ekki bendlaður við gerning sem ekki stafar frá honum sjálfum. Til marks um mikilvægi persónufrelsis og með- ferð persónuupplýs- inga var tilskipun Evr- ópuþingsins frá 1995, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, lög- leidd með lögum nr. 77/2000. Markmið þeirra laga er m.a. að tryggja áreiðanleika og gæði persónu- upplýsinga. Sam- kvæmt lögunum má eingöngu nota slíkar upplýsingar í þeim tilgangi sem þær voru fengn- ar til og ekki nota í öðrum tilgangi án ótvíræðs samþykkis. Með sam- þykki er átt við sérstaka yfirlýs- ingu sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltek- inna upplýsinga um sig og að hon- um sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram og hvernig persónuvernd verði tryggð. Ef ekki er farið eftir fram- angreindum reglum er óhugsandi að mark sé takandi á undir- skriftasöfnun í gegnum Verald- arvefinn. Augljóst er að auðvelt er að beita óvönduðum vinnubrögð- um. Hvorki er hægt að staðreyna að undirskrift sé frá þeim sem hún virðist stafa frá né heldur geta ein- staklingar varist því að nafn þeirra og kennitala séu misnotuð í til- gangi sem þeir hafa ekki sam- þykkt. M.a. af þessum ástæðum getur sú staða komið upp að eng- inn verði látinn sæta ábyrgð vegna ærumeiðinga sem birtar eru á spjallþráðum Veraldarvefsins. Af framangreindum ástæðum er ekkert mark takandi á undir- skriftasöfnun Fjölmiðlasambands- ins, án þess þó að því sé haldið fram að sambandið beiti sér vísvit- andi fyrir því að undirskriftir séu falsaðar. Til marks um ótrúverð- ugleika söfnunarinnar vakti það líka athygli mína að einungis tæp- lega 1% meintra eigenda undir- skrifta í söfnuninni sáu ástæðu til að mæta í mótmælastöðu við skrif- stofu forseta, daginn sem fjöl- miðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi. Ef sú mótmælastaða ber vott um þjóðarviljann þá skil ég ekki það fjaðrafok sem vangavelt- ur um undirskrift forseta hafa valdið. Það skyldi þó aldrei vera að andstaðan sé raunverulega ein- ungis af hálfu sérhagsmunaaðila, fjölmiðla Norðurljósasamsteyp- unnar, stjórnarandstöðunnar og fylgismanna hennar? Lýsir undirskrifta- söfnun í gegnum Verald- arvefinn þjóðarvilja? Gunnar Ármannsson skrifar um undirskriftasöfnun ’Hvorki er hægt aðstaðreyna að undirskrift sé frá þeim sem hún virðist stafa frá né held- ur geta einstaklingar varist því að nafn þeirra og kennitala séu misnot- uð í tilgangi sem þeir hafa ekki samþykkt.‘ Gunnar Ármannsson Höfundur er héraðsdómslögmaður. Í DAG mun Viðskiptaháskólinn á Bifröst útskrifa viðskiptalögfræðinga fyrstur háskóla á Ís- landi. Viðskiptalög- fræði er þriggja ára nám til B.S gráðu sem blandar saman grein- um viðskipta- og lög- fræði þannig að úr verður hagnýt blanda fyrir þá sem vilja hasla sér völl úti í atvinnulíf- inu. Námið er sniðið að þörfum atvinnulífsins og markmið þess er að veita hagnýtan og fræðilegan undirbún- ing að störfum sér- fræðinga og stjórn- enda. Það má segja að viðskiptalögfræðingur sameini kosti tveggja sérfræðinga; viðskipta- fræðings og lögfræð- ings, og mun í ein- hverjum tilfellum geta komið í stað þeirra í fyrirtækjum og stofn- unum. Nýútskrifaðir viðskiptalögfræð- ingar munu hefja fjölbreytt störf að lokinni útskrift. Sumir þeirra hafa fengið vinnu við ráðgjafastörf í bönk- um og fjármálafyrirtækjum, aðrir í verslunar- og þjónustustörfum og enn aðrir við rannsóknarstörf. Marg- ir nemenda hyggja á framhaldsnám í haust. Viðskiptalögfræðingar geta valið ýmsar námsleiðir að loknu grunnnámi. Þannig hafa sumir þeirra ákveðið að mennta sig frekar í lög- fræði og viðskiptalögfræði en aðrir kjósa að sérhæfa sig á sviði viðskipta- eða markaðsfræði, í stjórnun eða hagfræði. Með því að hefja nám við nýstofn- aða lögfræðideild á Bifröst fyrir þremur árum samþykktu nemend- urnir að verða ákveðnir frumkvöðlar. Þeir nemendur sem fyrstir fara í nýja deild í háskóla fá nefnilega að taka á vissan hátt þátt í mótun námsins. Þegar við hófum nám á Bifröst vorum við bjartsýn um að þetta væri rétt nám fyrir okkur, væri krefjandi, áhugavert og skemmtilegt, en vissum í raun samt ekkert hvað framtíðin bæri í skauti sér. Það er skoðun út- skriftarnema að námið á Bifröst hafi staðið undir væntingum og gott bet- ur. Sú hugmynd sem viðskiptalögfræðinám byggir á er snjöll og hagnýt og er það von okkar að viðskiptalög- fræðingum verði vel tek- ið af atvinnulífinu, líkt og í nágrannalöndum okkar, þar sem boðið hefur verið uppá nám af þessu tagi í nokkur ár. Nýverið stofnuðu út- skriftarnemar á Bifröst Félag viðskiptalögfræð- inga á Íslandi. Markmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni við- skiptalögfræðimenntaðs fólks hér á landi, efla samheldni stéttarinnar og stuðla að vísindalegum rann- sóknum á sviði viðskiptalögfræði. Fé- lagið hefur einnig það markmið að kynna viðskiptalögfræðinga og við- skiptalögfræði. Stofnun félagsins mun verða formlega staðfest af út- skrifuðum viðskiptalögfræðingum við útskrift þeirra á Bifröst í dag. Það er ljóst að í dag verður brotið blað í íslenskri menntasögu þegar ný stétt sérfræðinga kemur fram. Við- skiptaháskólinn á Bifröst fékk skila- boð frá atvinnulífinu fyrir nokkrum árum um að það vantaði nýja tegund viðskiptamenntaðra einstaklinga. Kallinu var svarað og í dag sýnir skól- inn og sannar að hann er enn fremst- ur meðal þeirra skóla sem mennta stjórnendur fyrir atvinnulífið og sam- félagið. Ný stétt sérfræðinga Unnar Steinn Bjarndal skrifar um viðskiptalögfræðinám Unnar Steinn Bjarndal ’Nýútskrifaðirviðskiptalög- fræðingar munu hefja fjölbreytt störf að lokinni útskrift.‘ Höfundur er formaður Félags viðskiptalögfræðinga á Íslandi. FORSETA Íslands var í vikunni afhent áskorun um að neita að skrifa undir lög um eignarhald á fjöl- miðlum. Að sögn aðstandenda und- irrituðu yfir 30 þúsund einstaklingar áskorunina. Án vafa mun þessum listum ætlað að stuðla að því að for- setinn brjóti nú blað í íslenskri réttarsögu og synji lögum staðfest- ingar sem fengið hafa lögmælta umfjöllun og afgreiðslu á Alþingi – hvað sem annars má segja um efni þeirra. Ýmislegt bendir þó til þess að takmarkað hald sé í umræddum listum. Umgjörð og framkvæmd um- ræddrar undir- skriftasöfnunar virðist í verulegum atriðum gölluð. Ber að hafa í huga að umrædd söfnun fór fram á Netinu sem gerir hvers konar fölsun mun auðveldari en ella, sérstaklega þegar litlar sem engar ráðstafanir eru gerðar til þess að tryggja að viðkomandi ein- staklingar skrifi í raun undir. Auka hefði mátt trúverðugleika listanna og torvelda falsanir með því að fara fram á að þeir sem skráðu nöfn sín gæfu upp netföng og staðfestu síðar undirritunina með tölvupósti. Fjöl- miðlasambandinu var í lófa lagið að viðhafa varúðarráðstafnir á borð við þá sem hér var nefnd til þess að auka trúverðugleika listanna, en kaus af einhverjum ástæðum að láta það hjá líða. Því verður ekki haldið fram að hættan á svindli og fölsunum af þessu tagi sé lítil og takmörkuð. Þvert á móti sýnir reynslan að slíkt fylgir iðulega söfnunum sem ekki er nægilega vandað til. Nýlega lýsti oddviti yfirkjörnefndar Reykjavíkur ýmsum slíkum göllum á með- mælendalistum þeirra sem nú bjóða sig fram til forsetaembættisins. Sambærilegir gallar leiddu meðal annars til þess að forsetaframboð Ástþórs Magnússonar taldist ekki fullnægja lögmæltum kröfum fyr- ir fjórum árum. Enda var á listunum að finna nöfn einstaklinga sem harla ólíklegt var að hefðu ritað eigin hendi undir; nöfn kvikmynda- og popp- stjarna lífs og liðinna, og jafnvel nöfn þeirra Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta og Jesú Krists. Enn fremur dregur úr trúverð- ugleika þeirra lista sem afhentir hafa verið forseta að forvígsmenn söfnunarinnar virðast hafa gengið fram af meira kappi en forsjá. Þann- ig hvatti formaður Blaðamanna- félagsins kollega sína til þess að „djöflast“ og „[láta] öllum illum lát- um“ til að safna undirskriftum gegn fjölmiðlafrumvarpi þingmeirihlut- ans“ og hvatti þá jafnframt til þess skeyta því engu hvort fólk sem ritaði undir væri fylgjandi frumvarpinu eður ei: „… fáið það samt til að skrifa undir sem persónulegan greiða við ykkur.“ Þessi orð for- manns Blaðamannafélagsins vekja ekki traust á vinnubrögðum að- standenda umræddrar söfnunar og geta ekki annað en styrkt grun um að tölur sem nefndar hafa verið um fjölda undirskrifta fái ekki staðist. Sjálfsagt hafa margir skrifað und- ir umrædda áskorun í góðri trú. En þeim hefur verið gerður óleikur með vinnubrögðum forystumanna söfn- unarinnar, sem virðast hafa stefnt að því að ná sem mestum fjölda und- irskrifta, án þess að hirða um hvort þeir sem skrifuðu undir væru að skrá sig eða einhverja aðra, eða jafn- vel heimasmíðuð nöfn. Því er ljóst að umrædd áskorun hefur ekki það vægi sem henni var ætlað, og getur fráleitt orðið til þess að forseti Ís- lands taki þá fordæmalausu og af- drifaríku ákvörðun að synja lög- unum staðfestingar. Áskorun missir marks Ingvi Hrafn Óskarsson skrifar um undirskriftasöfnun ’Umgjörð og fram-kvæmd umræddrar undirskriftasöfnunar virðist í verulegum atriðum gölluð.‘ Ingvi Hrafn Óskarsson Höfundur er lögfræðingur. REYKINGAR hafa verið á und- anhaldi hér á landi síðustu misseri. Af og til heyrast þó raddir um að hlutirnir séu að breytast til verri vegar og á það eink- um við þegar reyk- ingar ungmenna eru skoðaðar. Hver kann- ast ekki við að koma í hóp reykjandi ung- menna á skemmti- stað og finnast allir vera farnir að reykja aftur eða vera stadd- ur á ferðalagi og finn- ast tóbaksreykur koma úr öllum horn- um? Staðreyndin er að reykingar meðal skólabarna koma í bylgjum, sem oftar en ekki ráðast af „mis- góðum“ árgöngum og ytri þáttum eins og tísku og mismunandi aðhaldi skóla og heimila. Almennt má sjá í rannsóknum að reykingar meðal grunnskólabarna dragast saman og hafa aldrei mælst minni en nú. Íslendingar eru í fararbroddi þess forvarnarstarfs sem nú er unnið í tóbaksvörnum um víða veröld. Mörg lönd taka Ísland sér til fyrirmyndar og því nauðsynlegt fyrir okk- ur að stefna enn hærra og missa ekki dampinn í þeim forvarnarverk- efnum sem skilað hafa mestum árangri. Reyk- lausi dagurinn 31. maí er til að minna á mark- miðin og ávinninginn en til að auka vægi reykleysis enn meir þarf að útrýma reyk- ingum barna, koma þarf skilaboðum til unga fólksins um að reykingar séu á und- anhaldi, beita þarf áfram virkri forvarn- arlöggjöf, samstarfi ríkis og samtaka í for- varnarstarfi og mark- vissum áróðri um skaðsemi tóbaks. Til- finning okkar fyrir reykingum þarf að vera á einn veg – reykingar eru á hröðu undanhaldi. Reykingar eru á undanhaldi Guðni Björnsson skrifar í tilefni reyklausa dagsins Guðni Ragnar Björnsson ’Íslendingareru í farar- broddi þess for- varnarstarfs sem nú er unnið í tóbaksvörnum um víða veröld. ‘ Höfundur er verkefnastjóri í forvörnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.