Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 21 Reykjanesbær | Unnið er að und- irbúningi tónlistar- og ráðstefnu- miðstöðvar í Reykjanesbæ. Hug- myndir eru uppi um að byggja í kringum félagsheimilið Stapann í Njarðvík og flytja þangað Tón- listarskóla Reykjanesbæjar og Poppminjasafn Íslands. Starfshópur vinnur að und- irbúningi málsins, undir forystu Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Guðmundur Jónsson, arkitekt í Ósló, hefur lagt fram ýmsar hug- myndir og teikningar að viðbygg- ingu við félagsheimilið Stapa til að unnt verði að nýta það hús- næði betur. Gert er ráð fyrir að Stapinn verði áfram rekinn sem veitinga- og skemmtistaður en við bætist húsnæði fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Popp- minjasafn Íslands. Þá er hug- myndin að unnt verði að nýta að- stöðuna til ráðstefnuhalds. Árni segir að verið sé að fara yfir ýmsar lausnir í þeim tilgangi að sú starfsemi sem þarna er fyr- irhuguð geti farið vel saman. Hugmyndir eru uppi um að byggja tónleikasal við hlið núver- andi Stapasalar og jafnvel þriðja salinn sem tónlistarskólinn fengi alfarið til æfinga og minna tón- leikahalds. Árni segist ekki sjá annað en unnt verði að samræma allar óskir. Hann leggur áherslu á hagræði þess að reka þessa starfsemi í sama húsnæði og seg- ir að sveitarfélag eins og Reykja- nesbær hafi ekki efni á öðru en gæta fyllstu hagsýni við rekstur. Reykjanesbær á um þriðjung í félagsheimilinu á móti Ung- mennafélagi Njarðvíkur og Kven- félagi Njarðvíkur auk þess sem skátar eiga lítinn hlut. Árni von- ast til að samkomulag náist um að núverandi eigendur muni leggja hlut sinn inn í nýja tónlist- ar- og ráðstefnumiðstöð. Þá verði leitað samkomulags við fleiri að- ila um þátttöku í rekstrarfélagi, svo sem varðandi veitingarekstur og þá sem hafa hagsmuni af auknu ráðstefnuhaldi. Hugmyndir að tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í Reykjanesbæ Byggt verði í kringum Stapann Umvafinn Stapi: Á einni af hugmyndateikningum Guðmundar Jónssonar má sjá að gert er ráð fyrir að byggt verði í kringum Stapann en gamli Stap- inn sést standa upp úr húsinu til hægri. KRAKKARNIR úr þriðja flokki drengja og stúlkna í íþróttafélögun- um Víði í Garði og Reyni í Sandgerði hafa hleypt af stokkunum á Netinu áskorun á ríkisstjórnina að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Krakkarnir munu síðan hlaupa áheitahlaup með áskorunina eftir allri Reykjanes- brautinni. Krakkarnir eru að þessu til að safna fé til að fara á alþjóðlegt knatt- spyrnumót í Gautaborg í Svíþjóð, Gothia cup. Hyggjast þau hlaupa með áskorunina laugardaginn 12. júní frá hringtorginu við Mánagrund til Hafnarfjarðar og afhenda þar fulltrú- um ríkisstjórnarinnar áskorunina. Áskorunin er svohljóðandi: „Við undirrituð skorum hér með á ríkis- stjórn Íslands að flýta framkvæmd- um við Reykjanesbraut og ljúka tvö- földun hennar alla leið í síðasta lagi árið 2005 í samræmi við gefin loforð á borgarafundi 11. janúar 2001. Á fund- inum voru eftirtaldir ráðamenn mættir og voru loforð þeirra um lok framkvæmda árin 2004–2005 nema hjá Sigríði Jóh. sem gat ekki gefið lof- orð á þessum fundi. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra, Árni Ragnar Árnason þingmaður, Árni Johnsen, þingmaður og formaður samgöngu- nefndar, Árni Mathiesen, fyrsti þing- maður kjördæmisins, Hjálmar Árna- son þingmaður, Kristján Pálsson þingmaður, Sigríður Jóhannesdóttir þingmaður.“ Áskorun um tvöföld- un Reykjanesbrautar TENGLAR ..................................................... www.netver.is/askorun.htm Njarðvík | Tíu umsóknir bárust Reykjanesbæ þegar staða skóla- stjóra var auglýst laus til um- sóknar. Nýr skólastjóri tekur við í haust af Gylfa Guðmundssyni sem nýlega sagði stöðunni lausri. Um stöðuna sóttu þau Anna Margrét Ákadóttir, Árni Þor- steinsson, Daði Viktor Ingi- mundarson, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Guðrún Snorradóttir, Helgi Jóhann Hauksson, Jakob Bragi Hann- esson, Sigríður Dúa Goldsworthy og Sigrún Birna Björnsdóttir. Umsóknirnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í gær og þar var fræðslustjóra falið að leggja mat á umsækjendur. Tíu sækja um Njarðvíkurskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.