Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 21
Reykjanesbær | Unnið er að und-
irbúningi tónlistar- og ráðstefnu-
miðstöðvar í Reykjanesbæ. Hug-
myndir eru uppi um að byggja í
kringum félagsheimilið Stapann í
Njarðvík og flytja þangað Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar og
Poppminjasafn Íslands.
Starfshópur vinnur að und-
irbúningi málsins, undir forystu
Árna Sigfússonar bæjarstjóra.
Guðmundur Jónsson, arkitekt í
Ósló, hefur lagt fram ýmsar hug-
myndir og teikningar að viðbygg-
ingu við félagsheimilið Stapa til
að unnt verði að nýta það hús-
næði betur.
Gert er ráð fyrir að Stapinn
verði áfram rekinn sem veitinga-
og skemmtistaður en við bætist
húsnæði fyrir Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar og Popp-
minjasafn Íslands. Þá er hug-
myndin að unnt verði að nýta að-
stöðuna til ráðstefnuhalds.
Árni segir að verið sé að fara
yfir ýmsar lausnir í þeim tilgangi
að sú starfsemi sem þarna er fyr-
irhuguð geti farið vel saman.
Hugmyndir eru uppi um að
byggja tónleikasal við hlið núver-
andi Stapasalar og jafnvel þriðja
salinn sem tónlistarskólinn fengi
alfarið til æfinga og minna tón-
leikahalds. Árni segist ekki sjá
annað en unnt verði að samræma
allar óskir. Hann leggur áherslu
á hagræði þess að reka þessa
starfsemi í sama húsnæði og seg-
ir að sveitarfélag eins og Reykja-
nesbær hafi ekki efni á öðru en
gæta fyllstu hagsýni við rekstur.
Reykjanesbær á um þriðjung í
félagsheimilinu á móti Ung-
mennafélagi Njarðvíkur og Kven-
félagi Njarðvíkur auk þess sem
skátar eiga lítinn hlut. Árni von-
ast til að samkomulag náist um
að núverandi eigendur muni
leggja hlut sinn inn í nýja tónlist-
ar- og ráðstefnumiðstöð. Þá verði
leitað samkomulags við fleiri að-
ila um þátttöku í rekstrarfélagi,
svo sem varðandi veitingarekstur
og þá sem hafa hagsmuni af
auknu ráðstefnuhaldi.
Hugmyndir að tónlistar- og
ráðstefnumiðstöð í Reykjanesbæ
Byggt verði í
kringum Stapann
Umvafinn Stapi: Á einni af hugmyndateikningum Guðmundar Jónssonar
má sjá að gert er ráð fyrir að byggt verði í kringum Stapann en gamli Stap-
inn sést standa upp úr húsinu til hægri.
KRAKKARNIR úr þriðja flokki
drengja og stúlkna í íþróttafélögun-
um Víði í Garði og Reyni í Sandgerði
hafa hleypt af stokkunum á Netinu
áskorun á ríkisstjórnina að ljúka
framkvæmdum við tvöföldun
Reykjanesbrautar. Krakkarnir
munu síðan hlaupa áheitahlaup með
áskorunina eftir allri Reykjanes-
brautinni.
Krakkarnir eru að þessu til að
safna fé til að fara á alþjóðlegt knatt-
spyrnumót í Gautaborg í Svíþjóð,
Gothia cup. Hyggjast þau hlaupa með
áskorunina laugardaginn 12. júní frá
hringtorginu við Mánagrund til
Hafnarfjarðar og afhenda þar fulltrú-
um ríkisstjórnarinnar áskorunina.
Áskorunin er svohljóðandi: „Við
undirrituð skorum hér með á ríkis-
stjórn Íslands að flýta framkvæmd-
um við Reykjanesbraut og ljúka tvö-
földun hennar alla leið í síðasta lagi
árið 2005 í samræmi við gefin loforð á
borgarafundi 11. janúar 2001. Á fund-
inum voru eftirtaldir ráðamenn
mættir og voru loforð þeirra um lok
framkvæmda árin 2004–2005 nema
hjá Sigríði Jóh. sem gat ekki gefið lof-
orð á þessum fundi. Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra, Árni Ragnar
Árnason þingmaður, Árni Johnsen,
þingmaður og formaður samgöngu-
nefndar, Árni Mathiesen, fyrsti þing-
maður kjördæmisins, Hjálmar Árna-
son þingmaður, Kristján Pálsson
þingmaður, Sigríður Jóhannesdóttir
þingmaður.“
Áskorun um tvöföld-
un Reykjanesbrautar
TENGLAR
.....................................................
www.netver.is/askorun.htm
Njarðvík | Tíu umsóknir bárust
Reykjanesbæ þegar staða skóla-
stjóra var auglýst laus til um-
sóknar. Nýr skólastjóri tekur við
í haust af Gylfa Guðmundssyni
sem nýlega sagði stöðunni lausri.
Um stöðuna sóttu þau Anna
Margrét Ákadóttir, Árni Þor-
steinsson, Daði Viktor Ingi-
mundarson, Guðmunda Lára
Guðmundsdóttir, Guðmundur
Skúli Stefánsson, Guðrún
Snorradóttir, Helgi Jóhann
Hauksson, Jakob Bragi Hann-
esson, Sigríður Dúa Goldsworthy
og Sigrún Birna Björnsdóttir.
Umsóknirnar voru kynntar á
fundi bæjarráðs í gær og þar var
fræðslustjóra falið að leggja mat
á umsækjendur.
Tíu sækja um
Njarðvíkurskóla