Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 13
SÝNINGAR Á HÁTÍÐ HAFSINS Sýningin ÍSLANDSLJÓS verður opnuð laugardaginn 5. júní kl. 13.00 í Sýningasal íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsi Á sýningunni eru ljósmyndir af hafi, ströndum og lífi íslenskra sjómanna eftir Árna Sæberg, Guðbjart Ásgeirsson, Guðmund Ingólfsson og Ragnar Axelsson. Sýningin er einnig í sal Borgarbókasafns, Grófarhúsi og stendur til 27. júní. Sýning Siglingastofnunar Íslands „Í ÖRUGGA HÖFN” verður opnuð í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi laugardaginn 5. júní kl. 14.00 Sýningin veitir innsýn í viðfangsefni Siglingastofnunar og verður hægt að kynna sér vita, baujur, hafnargerð, stöðugleika skipa, skipaskrá og fjöldamargt annað sem lýtur að öryggismálum sjófarenda sem eru meðal helstu verkefna Siglingastofnunar. Sýningin stendur aðeins á Hátíð hafsins. Sýningin MINNINGAR FRÁ ÍSLANDI: Á SLÓÐ MINJANNA verður opnuð laugardaginn 5. júní kl. 15.00 í sal Alliance Francaise, Tryggvagötu 8 Sýningin vegsamar minningu tveggja þjóða, annars vegar franskra sjómanna frá Bretagne, Gravelines eða Dunkerques sem reru til þorskveiða við Íslandsstrendur, en þeir voru gjarna nefndir Íslendingarnir, og hins vegar Íslendinga sem voru gestgjafar þeirra í hartnær heila öld, frá 1852 til 1936. Sýningin stendur til 4. júlí. LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 11.00 Dorgveiðikeppni. Bíómiði í Laugarásbíó fyrir alla þátttakendur. 12.00 – 17.00 Fjörbollar, Go-kart, Teygjuturn og mörg fleiri skemmtileg leiktæki á Miðbakkanum. Furðufiskar – sjáið alla furðufiskana sem lifa í sjónum kringum Ísland. Mondial Billes - stórskemmtilegt og spennandi franskt glerkúluspil þar sem vinningshafa er boðið til Frakklands að keppa um heimsmeistaratitilinn. Tjaldið: Sjóminjasafn Reykjavíkur, Sjómannaskóli Íslands, Sjómennt, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Hafsúla, Elding og margt fleira. 13.00 – 15.00 Flöskuskeyti - sendu kveðju út í heim. Flöskuskeytalistsmiðja í Tjaldinu, flöskur og pappír á staðnum. Flöskuskeytaferð með Sæbjörgu kl. 15.00. 13.00 – 15.30 Svífðu seglum þöndum. Siglingaklúbburinn Brokey, við Austurbugt 3, býður í siglingar á seglskútum. Í klúbbhúsinu verður sýnd ný heimildarmynd eftir Ingvar Á. Þórisson, Ævintýri á Atlantshafi, um þátttöku Íslenska siglingalandsliðsins á skútunni Bestu í siglingakeppninni Skippers d’Islande árið 2003. 13.00 – 16.00 Hafið blá hafið. Frá flotbryggjunni í Suðurbugt verður hægt að reyna sig bæði á árabát og kajak undir styrkri handleiðslu kennara frá Siglunesi. 13.00, 14.00 og 15.00 Um sundin blá. Sæbjörg skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar býður upp á ókeypis siglingu um sundin blá. Kl. 13.00 leikur hljómsveitin Roðlaust og beinlaust fyrir gesti en kl. 15.00 verður sérstök Flöskuskeytaferð. Kaffisala um borð. Björgunarbátur félagsins verður á staðnum. 13.10, 14.10 og 15.10 Tvíliðakeppni á Secret seglskútum. Æsispennandi tvíliðakeppni milli karla og kvenna á hraðskreiðum skútum í innri höfninni. 13.30 – 16.00 Fótbolti og reiptog í Laugardalnum. Skipsáhafnir keppa í fótbolta og reipitogi. Hoppkastali á staðnum. Verðlaun afhent á Sjómannahófinu á Broadway. 14.00 – 16.00 Sjómannalagadagskrá Hátíðar hafsins og Rásar 2. Fram koma Bubbi Morthens, hljómsveitin Roðlaust og beinlaust, Þórhallur og Olivi frá Þingeyri og Reynir Jónasson harmonikkuleikari. Verðlaun úr sjómannalagakeppni Hátíðar hafsins og Rásar 2 afhent kl. 15.50. Kynnir: Felix Bergsson. 16.00 Eyjahringurinn – elsta siglingakeppni kjölbáta á Íslandi. Verðlaunaafhending verður að keppni lokinni kl. 20.00 í félagsheimili Brokeyjar við Austurbugt 3. Allir velkomnir. 20.00 Sjómannahóf á Broadway. Hin sívinsæla Brimkló leikur fyrir dansi, fram á nótt. SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 10.00 Athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fer með ritningarorð og bæn. 11.00 Sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands predikar og minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Sjómenn lesa ritningarorð. Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. 12.00 – 17.00 Fjörbollar, Go-kart, Teygjustökk og mörg fleiri skemmtileg leiktæki á Miðbakkanum. Furðufiskar – sjáið alla furðufiskana sem lifa í sjónum kringum Ísland. Mondial Billes – keppt til úrslita í hinu stórskemmtilega og spennandi franska glerkúluspili, en heppnum vinningshafa er boðið til Frakklands að keppa um heimsmeistaratitilinn. Tjaldið: Sjóminjasafn Reykjavíkur, Sjómannaskóli Íslands, Sjómennt, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Hafsúla, Elding og margt fleira. 13.00, 14.00 og 15.00 Um sundin blá. Sæbjörg, skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar býður upp á ókeypis siglingu um sundin blá. Björgunarbátur félagsins verður á staðnum. 13.00 – 17.00 Eimskipafélagshúsið opið almenningi. Upplifið söguna og njótið skemmtiatriða í þessu sögufræga húsi. 13.00 – 18.00 Opið hús væntanlegs Sjóminjasafns Reykjavíkur, Grandagarði 8. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Miðbakka Reykjavíkurhafnar 14.00 Hátíðahöld Sjómannadagsins á Miðbakka Setning hátíðarinnar: Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs Ávörp: Árni M Mathiesen, sjávarútvegsráðherra Rafn Haraldsson, útgerðarmaður í Reykjavík Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnarstjórnar Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Sjómenn heiðraðir Kynnir: Ásgeir Guðnason, ritari Sjómannadagsráðs 15.00 Ómar Ragnarsson og Lína Langsokkur. Skemmta gestum Hátíðar Hafsins á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. 15.00 Ráarslagur. Hin sívinsæla keppni þar sem kappar takast á og reyna að koma andstæðing sínum í sjóinn. 15.00 Kappróður í innri höfninni. Sjö frækin lið takast á. Bæði karla- og kvennalið, íslensk og færeysk. Handavinna, basar og kaffisala á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Ný og glæsileg hjúkrunarálma við Hrafnistu í Reykjavík til sýnis frá kl. 14:00 – 17:00. Dagskrá Hátíðar hafsins Á Miðbakka Reykjavíkurhafnar 5. – 6. júní 2004 Eftirtaldir aðilar styrkja Hátíð hafsins: Brim, Hvalur hf., Samskip, Sjávarútvegsráðuneytið, SPV, Vís, Samgönguráðuneytið, Eimskip og Byko. ze to r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.