Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 33 verði innan hóflegra marka. Fljót- lega eftir að R-listinn komst til valda var ákveðið að bjóða lóðir upp og selja hæstbjóðanda. Þegar sam- an fer lóðaskortur og uppboðs- stefna verður stefnan óhjákvæmi- lega sú að lóðaverð rýkur upp úr öllu valdi og það er einmitt það sem gerst hefur í Reykjavík undir stjórn R-listans. Vegna lóðaskorts- ins og uppboðs á þeim lóðum, sem þó hafa verið til ráðstöfunar, hefur húsnæðisverð u.þ.b. tvöfaldast á síðustu tíu árum. Ekki má gleyma vaxandi hópi fólks sem er á almennum leigu- markaði. Beint samband er á milli hækkunar íbúðaverðs og þeirrar miklu hækkunar, sem orðið hefur á leiguverði undir stjórn R-listans. Hækkun húsnæðisverðs hefur einnig leitt til hækkunar fast- eignamats með þeim afleiðingum að fasteignagjöld og aðrar álögur borgarinnar á fasteignaeigendur hafa stórhækkað. Þær hækkanir koma verst niður á tekjulágum hóp- um, ekki síst öryrkjum og eldri borgurum sem búa í eigin húsnæði. Fábreytt íbúðagerð Á valdatíma sjálfstæðismanna var leitast við að tryggja ákveðna fjölbreytni í íbúðargerðum innan einstakra hverfa. Það hefur nefni- lega ekki þótt gefast vel að hafa eina íbúðargerð, t.d. fjölbýlishús, ríkjandi við skipulagningu hverfa. Eftir að R-listinn komst til valda hefur algerlega verið horfið frá þessari stefnu. Í Grafarholti og Norðlingaholti, einu hverfunum sem R-listinn hefur komið í verk að skipuleggja, er hlutfall fjölbýlis- húsa um 80%, rað- og parhúsa 13% og einbýlishúsa einungis 7%. Þann- ig er óeðlilega mörgum fjölbýlis- húsalóðum úthlutað og kemur það niður á fjölbreytni í íbúagerðum í viðkomandi hverfum. Að eignast þak yfir höfuðið Fullnægjandi framboð á lóðum 1982–94 var í góðu samræmi við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að gera ungu fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið. Eftir tíu ára valdasetu R-listans er hins vegar mun erf- iðara en áður fyrir ungt fólk í Reykjavík að flytja úr foreldra- húsum. Það segir sína sögu að á valdatíma sjálfstæðismanna varð drjúgur meirihluti fólksfjölgunar höfuðborgarsvæðisins innan borg- armarka Reykjavíkur en á valda- skeiði R-listans hefur þetta snúist við og fjölmargir ungir Reykvík- ingar leita nú í önnur sveitarfélög til að koma þaki yfir höfuðið. Ef við gefum okkur þá forsendu að hlutverk borgarinnar í skipu- lags- og lóðamálum sé að leitast við að tryggja nægt framboð af lóðum á hóflegu verði fyrir Reykvíkinga og aðra þá sem vilja gerast Reyk- víkingar er ekki hægt að segja ann- að en R-listinn hafi staðið sig illa í þessum málaflokki. aða málum Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. kjartan@reykjavik.is ’Hækkun húsnæð-isverðs hefur einnig leitt til hækkunar fasteignamats með þeim afleiðingum að fasteignagjöld og aðrar álögur borg- arinnar á fasteigna- eigendur hafa stór- hækkað.‘ ið/Þorkell ur verið ðs, segir R úm milljón manna hefur orðið fyrir barðinu á grimmileg- um og miskunn- arlausum átökum, sem minna á myrkustu tíma mið- alda, í héraði sem er ekki lengra frá Evrópu en svo að þangað er hægt að komast á hálfum degi með flugvél. Síðasta árið hafa íbúar Darfur- héraðs í Súdan dregist inn í átök sem hafa orðið til þess að um það bil milljón manna hefur hrakist frá heimkynnum sínum og yfir 100.000 manns hafa flúið til grannríkisins Tsjad. Flestir þeirra búa í tjöldum eða bráða- birgðaskýlum og tóra með hjálp þeirra fáu hjálparsveita sem kom- ast til þeirra. Margar þúsundir þeirra hafast við á svæðum sem starfsmenn hjálparstofnana kom- ast ekki á, fela sig í hlíðum og fjöllum eyðimerkurhéraðsins. Neyð fólksins er skelfileg og ástandið til skammar. Konum nauðgað, börnum rænt og þúsundir myrtar Deilt er um hvernig ófrið- arbálið kviknaði. Fórnarlömbin, flest blökkumenn, segja að arab- ískir vígamenn hafi hrakið þau frá þorpunum, nauðgað konum, rænt börnum og drepið þúsundir manna. Heilu þorpin hafa verið brennd og rænd. Margir brunnar, sem fólkið þarf til að lifa af í þessu þurrkasama héraði, hafa verið eyðilagðir og skólar lagðir í rúst. Það má engan tíma missa Tími gefst fyrir sakargiftir og gagnásakanir síðar. En við hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna (WFP) höfum séð með eigin augum neyð fólksins í Darfur og teljum að við megum engan tíma missa til að afstýra enn meiri þjáningum. Það þarf að hafa al- geran forgang að tryggja óheftan aðgang hjálparstofnana að Darfur til að flytja þangað nauðsynleg hjálpargögn og koma í veg fyrir frekari átök. Veiti ríkisstjórn Súdans okkur aðgang að héraðinu og tryggi okkur viðunandi öryggi – og hjálpi þjóðir heims okkar að veita þá aðstoð sem íbúar Darfur þurfa – er enn hægt að afstýra enn meiri hörmungum. Við stöndum þó frammi fyrir tröllauknu verkefni. Jafnvel þegar friður ríkir er lífið í Darfur erfitt. Íbú- arnir hafa lært að lifa af við mjög erfið skilyrði, í héraði þar sem langvinnir þurrkar eru algengir, með því að birgja sig upp af matvælum og reiða sig á velvilja og örlæti fólks í nálægum sam- félögum þegar árferðið er sérlega slæmt. Þetta er þó ekki aðeins spurning um að sjá fólkinu fyrir fæðu – flóttafólkið í Darfur þarf einnig viðunandi skýli, vatn, eldi- við, fóður handa dýrunum, lækn- ishjálp og menntun. Hjálparstofnanir eru eina vonin Núna eru flestir þeirra, sem hafa hrakist frá heimkynnum sín- um, orðnir uppiskroppa með mat- væli. Nágrannarnir, sem þeir reiddu sig á áður, eru ekki lengur aflögufærir. Eina vonin, sem er eftir, er bundin við hjálparstofn- anir. En þær eru vart til staðar á þessum slóðum vegna öryggis- leysis á vegunum, sem hefur orð- ið til þess að flutningabílarnir komast ekki á svæðin þar sem þörfin er mest, og óttinn við árás hefur hindrað ráðstafanir til að hjálpa bágstadda fólkinu. Fjöldaflóttinn vegna átakanna hefur þegar orðið til þess að ekki er hægt að sá tímanlega í akrana fyrir næsta uppskerutíma. Hvernig sem fer er alvarlegur matvælaskortur óhjákvæmilegur næstu mánuðina. Regntímabilið hefst eftir örfáar vikur. Vegirnir verða þá alófærir og hætt er við að heilu sam- félögin einangrist á miðju átaka- svæðinu. Tvær einfaldar ráðstafanir þarf til Við förum aðeins fram á tvær einfaldar ráðstafanir: hjálp- arstofnanir þurfa að fá taf- arlausan aðgang að Darfur-héraði til að geta starfað þar án hindr- ana og ótta við árás. Stjórn Súd- ans þarf að láta það ganga fyrir öllu öðru að vernda berskjaldaða þegna landsins og tryggja öryggi þeirra. Þeir eru skelfingu lostnir, hafa orðið fyrir sálrænu áfalli og vilja fara heim – en ekki nema þeir hafi fulla vissu fyrir því að heimkynni þeirra séu örugg og þeir verði ekki aftur fyrir barðinu á miskunnarlausu vígasveitunum sem vilja gera þeim mein. Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna og óopinberar stofnanir, sem vinna mikilvægt starf í Darf- ur, þurfa tafarlausa aðstoð við að sjá bágstöddum hópi flóttafólks, sem hefur tapað öllu, fyrir brýn- ustu nauðsynjum, mat, vatni, hreinlætisaðstöðu, húsaskjóli, heilsugæslu og klæðnaði. Reuters Flóttakonur fyrir tjaldi sínu í suðurhluta Darfur-héraðs í Súdan. Greinarhöfundur segir lífið liggja við, að flóttafólkinu verði komið til bjargar og til þess þurfa hjálparstofnanir tafarlausan aðgang að Darfur. Aðstoð við fórnar- lömbin í Darfur hafi forgang Eftir James Morris ’Hjálparstofnanir SÞ ogóopinberar stofnanir, sem vinna mikilvægt starf í Darfur, þurfa tafarlausa aðstoð við að sjá bág- stöddum hópi flóttafólks, sem hefur tapað öllu, fyrir brýnustu nauðsynjum.‘ James Morris er framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð- anna (WFP). Hann var nýlega í Darf- ur þar sem hann stjórnaði hjálpar- starfi Sameinuðu þjóðanna. innihald. Sá sem þetta skrifar er eindregið þeirrar skoðunar að lög- festa þurfi leikreglur um fjölmiðla til að setja fjármálafyrirtækjum skorður á þessu mikilvæga sviði, þótt umbúnaður slíkra laga sé álita- efni eins og títt er um löggjöf. Eins og málið nú liggur fyrir almenningi er hætt við að þjóðaratkvæða- greiðsla snúist um allt annað en lagabókstafinn og verði einkum um traust eða vantraust á sitjandi rík- isstjórn en ekki um efnisatriði málsins. Skyggir á önnur stórmál Gallinn við umræðu síðustu mán- aða um fjölmiðlarekstur er hversu óskýr hún hefur verið og oft langt frá kjarna máls. Á því eiga bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar sína sök. Af hálfu stjórnarflokkanna voru gerð þau reginmistök að liggja á fjölmiðlaskýrslunni svonefndu allt þar til þeir höfðu kokkað frumvarp sitt um málið. Það var framlenging á vinnubrögðum sem gætt hefur í vaxandi mæli í löngu samstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Í stað þess að byrja fjölmiðla- umræðuna á almennum forsendum um þörf lagasetningar breyttist hún í karp um form og starfsstíl en sjálft tilefnið varð útundan. Önnur stórmál í samfélaginu og á dagskrá síðasta Alþingis, meðal annars mál tengd stóriðjuframkvæmdum og stríðsrekstri, hafa fallið í skuggann af þessu fjölmiðlagosi og er þó að- eins fyrsta hrinan afstaðin. Hætt er við að margir verði orðnir leiðir og dasaðir áður lýkur og ríkisstjórnin eigi erfitt með að fóta sig við ráð- herraskiptin að hausti. Afleiðingar af ákvörðun forsetans geta því orð- ið aðrar og miklu víðtækari en í henni felst að formi til. Ekki er sjálfgefið að hún verði til að styrkja lýðræði á Íslandi til langframa, en að slíkri niðurstöðu þurfa þó sem flestir að hlúa. kosningar? tans ðrar ari að Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra. Morgunblaðið/Kristinn erði til Alþingis á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.