Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 37 Volvo XC 90, árg. 2003. Ekinn 22.000 km, ljósgrásanseraður, vél 2.5 túrbó, 210 Hö, sjálfskipting Geartronic, leðurinnrétting, 7 sæta, stillanleg barnasæti, ECC tölvustýrð miðstöð, sér fyrir ökumann og far- þega, GSM sími innbyggður, hraðastillir, sæti og speglar rafdrifnir með minni, Atlantis álfelgur 18 tommu. Nissan Patrol 3.0 Elegance Di túrbó, árgerð 2003, stein- grásanseraður, ekin 12.500 km, sjálfskiptur, leðurinnrétting 7, sæta, rafmagn í sætum, sóllúga, hraðastillir, tölvustýrð miðstöð, 6 diska CD, 16 tommu álfelgur, lítur út sem nýr. Verð kr. 5.490.000 Verð kr. 4.490.000 Eða lvagnar  Einar Karl Haraldsson hefur upplýst, að hugmyndin um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar 1996 kviknaði með honum, Merði Árnasyni og Svani Kristjánssyni, og var tilgangurinn að styrkja víg- stöðu Ólafs Ragnars í barátt- unni um forystu í sameinuðum vinstri flokki, sem nú hefur verið stofnaður og ber nafnið Samfylkingin.  Ólafur Ragnar átti að baki fortíð sem vígamaður í stjórn- málum. En við hlið hans stóð glæsileg kona, og hann var vel menntaður, prýðilega máli farinn og kom virðulega fram opinberlega. Mikill hluti þjóð- arinnar fól honum því forseta- embættið í trausti þess, að hann myndi virða takmarkan- ir þess.  Allir fyrri forsetar sættu sig við það, að embætti forseta væri umfram allt táknræn tignarstaða, eins og Ólafur Jó- hannesson orðaði það. Þeir forðuðust eins og heitan eld- inn að kasta sér inn í stjórn- málabaráttuna eða taka af- stöðu í viðkvæmum deilu- málum. Sjálfur sagði Ólafur Ragnar í bók, sem hann kenndi í félagsvísindadeild, að synjunarvald forsetans væri dauður bókstafur.  Margsinnis hefur verið skorað á forseta að skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um hefur verið að ræða mikilvæg mál eins og aðildina að Atl- antshafsbandalaginu, varnar- samninginn við Bandaríkin, samninga um stóriðju og stór- virkjanir og aðildina að Evr- ópska efnahagssvæðinu. For- seti hefur ætíð hafnað því, þar sem hann vildi standa utan stjórnmálabaráttunnar og of- ar henni.  Fjölmiðlafrumvarpið getur ekki talist stórmál á mæli- kvarða íslenskrar stjórnmála- sögu. Þar er kveðið á um það, að sömu aðilar megi ekki eiga prentmiðla og ljósvakamiðla og að markaðsráðandi fyrir- tæki annars staðar megi að- eins eiga lítinn hlut í ljós- vakamiðlum. Þessi markmið hafa fram að þessu notið stuðnings margra, þar á með- al Ólafs Ragnars í þingræðu 1995.  Þessi lög koma í veg fyrir það, að Baugsveldið eigi nema 5% í Norðurljósum og að Norður- ljós geti í senn átt Stöð tvö og Fréttablaðið og DV, enda börðust Norðurljós hart gegn lögunum og lögðu mikið fé í þá baráttu. Forstjóri Norður- ljósa, Sigurður G. Guðjónsson, er formaður stuðningsmanna- félags Ólafs Ragnars. Hann sá um að safna fé í kosningabar- áttu Ólafs Ragnars og greiða upp skuldir vegna hennar. Dóttir Ólafs Ragnars er í stjórnunarstöðu hjá Baugs- veldinu.  Nú liggur líka fyrir, að Baugsveldið hefur látið í ljós áhuga á að kaupa Morgun- blaðið. Gengi það eftir og yrði fjölmiðlafrumvarpið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, myndi Baugsveldið eiga alla einka- miðlana í landinu. Þetta fyr- irtæki er í lögreglurannsókn og skattrannsókn, og svo sterkar vísbendingar virðast vera um alvarleg brot, að hinni ströngu bankaleynd í Lúxemborg var létt af í þágu rannsóknar á fyrirtækinu.  Ólafur Ragnar vísaði á bug áskorunum umhverfisverndar- sinna um að synja frumvarpi um Kárahnjúkavirkjun stað- festingar. Hann vísaði á bug áskorunum forsvarsmanna ör- yrkja um að synja frumvarpi um málefni öryrkja staðfest- ingar. En hann varð við áskorunum hinna fjárhagslegu bakhjarla sinna í Baugi og Norðurljósum um að synja fjölmiðlafrumvarpinu staðfest- ingar.  Í stað þess að óska eftir rík- isráðsfundi og kynna þar ákvörðun sína, eins og eðlilegt hefði verið, kallaði Ólafur Ragnar saman blaðamanna- fund. Á hundrað ára afmæli þingræðis á Íslandi gekk for- setinn gegn vilja meirihluta þingsins. Samfylkingin fagnar gerðum hans. En viljum við frekar bandarískt forsetaræði en norrænt þingræði? Hefur ekki stjórnskipan okkar reynst ágætlega? Er ástæða til að raska henni stórkost- lega? Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nokkrar stað- reyndir til umhugsunar Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands. ÞAÐ vekur sérstaka furðu að Morgunblaðið birtir ítrekað geð- vonskulegar ónota- og skætings- nótur Sveins Andra Sveinssonar lögmanns (og stundum annarra) út í forseta Íslands í hinum svarta viðhafnarramma sem blaðið setur gjarnan utan um aðsendan boð- skap sem ritstjórn blaðsins þykir bera hæst að inntaki og orðgildi. Er það skoðun ritstjórnar blaðs- ins að slíkt ómálefnalegt orða- gjálfur um embætti forseta Ís- lands verðskuldi þvílíkan við- hafnarbúning? Það er bersýnilegt að forsetinn er ekki í náðinni hjá ritstjórn blaðsins, þessa dagana, sem út af fyrir sig kemur ekki á óvart. En í þeirri orrahríð sem framundan er út af fjölmiðlalög- unum er mikilvægt að fjölmiðla- umræðan verði málefnaleg og menn forðist að draga hana niður á persónulegt skætingsplan, hvort heldur á í hlut forseti Íslands eða ráðherrar. Þó hart sé deilt og mönnum sé heitt í hamsi ber öll- um að sýna réttkjörnum stjórn- völdum tilhlýðilega virðingu á op- inberum vettvangi. Morgunblaðið hefur þar skyldum að gegna. Hróbjartur Jónatansson Að gefnu tilefni Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. UMRÆÐA um réttindi útlend- inga, flóttafólks og hælisleitenda í tengslum við útkomu ársskýrslu Amnesty International. Fólk á ferð Flutningur fólks milli svæða hefur einkennt mannkynið frá ómuna tíð. Ástæður þess eru og hafa ætíð verið af margvíslegum toga, efna- hagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum, vegna vopnaðra átaka eða mannréttindabrota. Á hverjum degi neyðist fólk til að taka þá örlagaríku ákvörðun að yfirgefa heimili sín, vegna þess að það óttast um líf sitt. Talið er að í dag búi um 3% íbúa jarðar utan upprunalanda sinna. Af 6,3 milljörðum íbúa heims eru 14 millj- ónir flóttamenn og ein milljón hæl- isleitenda. Auk þess er talið að um 25 milljónir séu á vergangi innan eigin landamæra vegna stríðsátaka eða annarra ógna sem steðja að öryggi fólks. Fyrir suma hefur löglegur flutn- ingur milli landa orðið auðveldari á undanförum árum, aðrir búa við auk- in höft á löglegri búsetu í löndum ut- an upprunalands. Umræða um rétt- indi flóttafólks hefur verið mikil á undanförnum árum og Amnesty Int- ernational hefur margsinnis gagn- rýnt skort á pólitískum vilja til að tryggja vernd flóttafólks og hafa samtökin bent á hættuna sem skap- ast þegar fólk, sem flosnað hefur frá heimilum sínum, neyðist til að leita á ,,náðir“ smyglara og annarra sem hagnast á flutningi fólks á milli landa. Réttarvernd þeirra sem grípa til slíkra örþrifaráða er mjög lítil og hætta á að fólk sem flyst þannig milli landa verði fyrir enn frekari mann- réttindabrotum. Sameiginleg stefna Evrópusambandsins Mannréttindasamtökin Amnesty Int- ernational hafa ítrekað lýst áhyggj- um sínum yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu allt frá árinu 1990 þegar Evrópulönd hófu að þróa sameiginlega stefnu í málefnum hæl- isleitenda og innflytjenda. Frá gild- istöku Dyflinnarsamningsins, sem Ís- land á aðild að, er fólki sem beiðist hælis snúið til þess aðildarríkis samn- ingsins sem það kom fyrst til, á þeirri forsendu að það skuli óska hælis þar. Amnesty International hefur haft miklar áhyggjur af þessari þróun og að hin aukna samvinna Evrópuríkja í málefnum flóttafólks og innflytjenda geti leitt til þess að al- menn viðmið Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanlega höfð í heiðri. Sam- tökin hafa auk þess lagt áherslu á að slík svæðasamvinna geti verið í andstöðu við alþjóðlega samvinnu um vernd flótta- manna, vegna þess að sum ríki eru að leggja öðrum ríkjum auknar byrðar á herðar með því að takmarka enn frekar aðgang innflytjenda og þeirra sem leita hælis að yfirráða- svæðum sínum. Að gefnu tilefni Nýlega kom út ársskýrsla Amnesty International. Af því tilefni var boðað til blaðamannafundar á skrifstofu Ís- landsdeildar Amnesty International þar sem meginefni skýrslunnar var kynnt. Meðal þeirra spurninga sem blaðamenn settu fram voru spurn- ingar er lutu að málefnum hér á landi. Í því samhengi lögðu fulltrúar deild- arinnar áherslu á að Ísland hefði aldr- ei verið gagnrýnt í skýrslum Amn- esty International, og að samtökin hafi aldrei skráð bein mannréttinda- brot hér á landi. Á umræddum blaðamannafundi var fjallað um hvernig verið er að þrengja að réttindum flóttafólks, inn- flytjenda og farandverkafólks í Evr- ópu almennt og að lagasetningar á Ís- landi endurspegluðu þá þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu á und- anförnum árum að auka hömlur á að- gangi fólks að búsetu og/eða hæli í löndum Evrópu. Sú þróun hefur átt sér stað á allmörgum undanförum ár- um og tengist því ekki með beinum hætti hinu svokallaða „stríði gegn hryðjuverkum“. Verja þarf réttindi flóttafólks Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skrifar um flóttafólk ’Talið er að í dag búium 3% íbúa jarðar utan upprunalanda sinna.‘ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International. Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.