Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum SUNNUDAGINN 6. júní 2004, á sjómannadaginn, verður sjó- mannadagsmessa í Landakirkju kl. 13.00. Stór kirkjunnar dagur í okk- ar sjómannasamfélagi. Við söfn- umst á helgan stað og sameinum hugi okkar í bæn. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur mun predika og verða ritningarlestrar í höndum sjómanna eða sjómanns- fjölskyldna. Kór Landakirkju syng- ur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestur sr. Þorvald- ur Víðisson. Að kirkjuathöfn lok- inni munum við ganga út á kirkju- lóð og leggja blómsveig við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða. Lúðrasveit Vest- mannaeyja mun spila undir stjórn Stefáns Sigurjónssonar. Þar mun Snorri Óskarsson leiða með orði og bæn. Fjölmennum í kirkju á sjó- mannadaginn. Til hamingju með daginn, sjómenn og allir Eyja- menn. Sr. Þorvaldur Víðisson. Grindavíkurkirkja – sjómannadagur SJÓMANNAMESSA kl. 13.00. Hátíðarstund í kirkjunni með þátttöku sjómanna. Fluttur verður leikþáttur í tali og tónum. Bergur Ingólfsson, leikari og leikstjóri, leikstýrir og setti þáttinn saman ásamt sóknarpresti, Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur og þátttakendum. Þau sem fram koma eru: Karl Bjarni Guðmundss. (idol), Margrét Einarsdóttir, Jón Guðmundsson, Páll J. Pálsson, Einar Bjarnason, Pálmar Guðmundsson. Hljómsveit skipuð: Erni Falkner, Birni Er- lingssyni, Fróða Oddssyni og Pálmari Guðmundssyni. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Eftir stundina er skrúðganga með kransberum og fánaberum að minninsvarðanum „Von“. Tón- leikar í kirkjunni kl. 20.00. Tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. Kvartett skipaður þeim: Einari Erni Einarssyni, Gunnari Krist- mannssyni, Rósalind Gísladóttur og Valgerði Guðrúnu Guðnadóttur. Píanóleikari: Vignir Þór Stef- ánsson. Hjálmar Árnason í Þorlákskirkju Á SJÓMANNADAG er messa í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn kl. 11.00. Ástæða er til þess að hvetja Þorlákshafnarbúa og aðra, gesti og gangandi, til kirkjusóknar því að þetta er auðvitað sjávarpláss eins og margir vita, frá Þorláks- höfn hefur verið róið frá ómunatíð, enda er hafnaraðstaðan þar eins og vin í hafnleysu suðurstrandar. Hefð er fyrir því að einhver rödd úr samfélaginu heyrist úr prédik- unarstólnum á sjómannadag. Að þessu sinni er það Hjálmar Árna- son alþingismaður en hann á sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis og tek- ur gjarnan til máls um sjáv- arútvegsmál. Og nú ætlar gamli skólameistarinn að setja þetta í kristilegt samhengi allt saman. Það kemur svo í hlut sóknarprests- ins að þjóna fyrir altari. Við hljóð- færið situr hinn góðkunni Julian Edward Isaacs og hið margreynda Söngfélag sem kennt er við Þor- lákshöfn syngur sálma og svarar tóni. Og það er sjálfsagt ekki verri byrjun á sjómannadegi en hver önnur að fara í messu. Baldur Kristjánsson. Sjómannadagurinn í Norðfjarðarsókn SJÓMANNADAGURINN er hald- inn hátíðlegur í Norðfjarðarsókn með hátíðarguðsþjónustu í kirkj- unni kl. 14.00. Í athöfninni er barn borið til skírnar, börn sjómanna og félagar í unglingadeild björg- unarsveitarinnar Gerpis lesa ritn- ingarlestra. Ræðumaður í hátíð- arguðsþjónustunni er Aðalsteinn Valdemarsson, skipstjóri í Fjarða- byggð. Formaður sóknarnefndar mun afhenda sjóferðabæn Norð- fjarðarkirkju í tilefni komu nýs björgunarskips til Norðfjarðar. Kór Norðfjarðarkirkju syngur en stjórnandi er Ágúst Ármann Þor- láksson. Sjómenn og fjölskyldur boðin velkomin sem og ferming- arbörn ýmissa ára sem fagna tíma- mótum á heimaslóðum. Gefum Guði stund á sjómannadegi sem og alla daga. Eftir athöfnina í kirkj- unni er blómsveigur sjómanna- dagsráðs borinn í kirkjugarðinn til minningar um látna sjómenn. Norðfjarðarkirkja og sóknarnefnd færir öllum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni dagsins. Sigurður Rúnar Ragnarsson sóknarprestur. Sjómannadagurinn, 15 ára afmæli Grafarvogssafnaðar HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins í Grafarvogi hefjast kl. 10.15–10.30 með því að björgunarbátur frá Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík og smábátar sigla inn að Grafarvogskirkju, þeirri kirkju sem stendur einna næst sjó af kirkjum landsins. Helgistund verður við fornt naust, bátalagi sem er fyrir neðan kirkjuna, en þar fór fram helgi- stund í umsjá biskups Íslands á prestastefnu sem haldin var í Graf- arvogskirkju á liðnu vori. Flutt verða ritningarorð og kirkjukór- inn mun syngja sálm við fiðluleik Steinunnar Harðardóttur undir stjórn Harðar Bragasonar org- anista. Guðsþjónusta hefst kl. 11.00 í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Örn Pálsson, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, prédik- ar. Sjómenn flytja ritningarorð. Kór Grafarvogskirkju syngur, ein- söngvari: Sigurður Skagfjörð. Fiðluleikari: Steinunn Harð- ardóttir og organisti Hörður Bragason. Kaffi og kleinur eftir messu að íslenskum sjómannasið. Fríkirkjan í Reykja- vík – sjómannastund Í TILEFNI sjómannadags, klukkan 11.00. Yfirskrift þessarar stundar er „Létt stund í helgri alvöru“. Söngvarinn okkar hinn síkáti Ragnar Bjarnason ásamt Önnu Siggu og Carli Möller munu flytja okkur létta og skemmtilega sjó- mannasmelli frá liðnum árum. Barn verður borið til skírnar. Leikja- og ævintýra- námskeið í Neskirkju Í SUMAR, eins og undanfarin ár, verður Neskirkja með námskeið fyrir börn á aldrinum 6–12 ára. Á námskeiðunum er lögð áhersla á einstaklinginn og að hann fái að njóta sín, bæði sem hluti af hóp og sem einstaklingur. Börnin taka þátt í uppbyggilegum leikjum, stuttmynd verður gerð og farið í styttri ferðir í nágrenni Neskirkju. Í lok hvers námskeiðs er farið út fyrir borgina og grillað. Hvert námskeið stendur yfir í eina viku frá klukkan 13.00 til 17.00. Leikja- námskeiðin eru fyrir 6–10 ára börn og byrjar fyrsta námskeiðið mánudaginn 14. júní. Þrjú önnur námskeið verða síð- an í boði sem byrja 21. júní, 3. ágúst og 9. ágúst. Ævintýra- námskeið eru fyrir börn á aldr- inum 10–12 ára. Í boði verða tvö Gísli Sigurðsson Landakirkja í Vestmannaeyjum. ALDARMINNING Þórarinn Þórarins- son, skólastjóri á Eið- um, var fæddur 5. júní 1904 á Valþjófsstað í Fljótsdal, Norður- Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Þórarinsson, prestur þar (f. 10. marz 1864, d. 3. júlí 1939) Þórarins- sonar bónda á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal, Stefánssonar, og konu hans Ragnheiðar (f. 3. júní 1867, d. 17. marz 1940) Jónsdóttur, pró- fasts á Hofi, Jónssonar. Þórarinn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1921 og stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1924. Að loknu guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands, hélt Þórarinn til framhaldsnáms í helgi- siðafræði, trúarsálfræði og uppeldis- fræði við háskólann í Marburg í Þýskalandi, 1929–1930, og í kenni- mannlegri guðfræði við Pastoralsem- inarium í Hebron 1930. Hann kynnti sér æskulýðs- og íþróttastarfsemi í Berlín 1936 og dvaldi í námsleyfi í Danmörku og Englandi 1959–1960. Þórarinn ritaði margar greinar í blöð og tímarit um hugðarefni sín, svo sem sagnfræði, menntamál og þjóðmál. Bókin „Horft til liðinna stunda“, sem kom út 1981, geymir ýmsar endur- minningar Þórarins, skreytt teikning- um höfundar og Þórarins sonar hans. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Guðríður (f. 13. desember 1903, dáin 27. september 1937) Björgvinsdóttir, sýslumanns á Efra-Hvoli, Rangárvallasýslu, Vig- fússonar og konu hans Ragnheiðar Ingibjargar Einarsdóttur. Þau voru barnlaus. Síðari kona Þórarins er Sig- rún Ingibjörg Sigurþórsdóttir (fædd 10. janúar 1919) dóttir Sigurþórs kaupmanns og matsveins í Reykjavík, Sigurðssonar og konu hans Ingi- bjargar Halldórsdóttur. Börn Þórarins og Sigrúnar eru: Ingibjörg, f. 18. júlí 1941; Þórarinn, f. 28. október 1943; Stefán, f. 26. marz 1947; Sigurður Þór, f. 17. september 1948; Ragnheiður Helga, f. 2. ágúst 1952, Hjörleifur, f. 30. desember 1959, og Halldór, f. 25. nóvember 1962. Árið 1930 varð Þórarinn kennari við alþýðuskólann á Eiðum og tók við stöðu skólastjóra af Jakobi Kristins- syni 1938. Eiðastaður fékk rafmagn frá virkjuninni við Fiskilæk og vor- ufyrstu ljósin kveikt að kvöldi 30. nóv- ember 1935. Fullveldishátíðin 1. des- ember þetta ár nefnist Ljósahátíð í sögu Eiða. Nemendur voru 50 talsins veturinn 1938, í tveimur bekkjardeildum og hélst sú tala að mestu til 1946 en þá var talan 62 í þremur deildum og 64 árið eftir. Þriðji bekkurinn skiptist brátt í þrennt og fjórði bekkur bættist við. Síðasta skólaár Þórarins, 1964– 1965, var tala nemenda á annað hundrað. Miklar breytingar urðu á Eiðaskóla í skólastjóratíð Þórarins. Árið 1943 var lokið við byggingu íþróttahúss, 9,5x21 m og 11,2 m á hæð. Sundlaug var á jarðhæð og fim- ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON leikasalur á efri hæð. Mötuneytishús var byggt 1949 og verk- námshús 1960. Hinn 29. júní 1960 brann skólahús staðar- ins og íþróttahús að hluta. Þórarinn var þá fjarstaddur í orlofi, með fjölskyldu sinni. Var þá tekin í notkun rishæð mötuneytishússins. Þórarinn og fjöl- skylda missti allt innbú sitt og persónulega muni í brunanum. Þeg- ar Þórarinn lét af skóla- stjórn á Eiðum, var lokið fyrrihluta núverandi skólahúss og síðari áfangi nokkuð kominn áleiðis. Skógargirð- ingunni lauk 1939 og síðan var gróð- ursett í friðlandið öll vor. Jaðarhús voru byggð, fjós og hlöður 1957 og íbúðarhúsi lokið 1962. ÚÍA tók við landi BSA, gróðrarstöðvarlandinu á 5. áratugnum og lét gera þar íþrótta- völl og lauk gerð hans 1948. Þar í grennd reisti Ríkisútvarpið endur- varpsstöð 1938. Barnaskóli var reist- ur þar í nánd og tók til starfa 1959 og prestssetur flutt að Eiðum 1956. Tvö íbúðarhús einstaklinga voru byggð og eitt endurbyggt og stækkað. Þetta voru helstu verklegu framkvæmdirn- ar á Eiðum í skólastjóratíð Þórarins. Árshátíð Eiðamanna var haldin fyrri hlutann í marz „Marzhátíðin“, Til skemmtunar voru: ræðuhöld, fim- leikasýning, kórsöngur, leiksýning, upplestur og að lokum dans. Kaffi- veitingar og ríkulegt meðlæti stóð öll- um til boða. Meðal boðsgesta voru námsmeyjar frá Hallormsstað og fjöldi fólks af Héraði og úr Neðra. Þórarinn starfaði mikið að menn- ingarmálum á Héraði. Hann átti mestan þátt í að skipuleggja Menn- ingarsamtök Héraðsbúa og koma á samtökum Héraðshreppa um bygg- ingu héraðsheimilisins Valaskjálfar, sem vígt var 1966. Valaskjálf tók þá við af Eiðastað sem funda- og sam- komustaður Héraðsbúa. Þórarinn stofnaði kór við skólann og stjórnaði einnig fjöldasöng á héraðssamkom- um. Þórarinn hafði samstundir með öllum nemendum skólans um helgar, þar sem hann ræddi ýmis mál líðandi stundar og flutti hugvekju. Eiðaskóli var merk mennta- og menningar- stofnun undir stjórn Þórarins og þau hundruð Eiðamanna, sem nutu leið- sagnar hans, búa enn að því vega- nesti. Þórarinn lét af skólastjórn á Eiðum 1965, eftir 35 ára kennslustarf, þar af skólastjóri í 27 ár. Þórarinn og Sigrún fluttust þá til Reykjavíkur. Þórarinn kenndi síðan í nokkur ár við Kvenna- skólann. Hann andaðist 2. ágúst 1985. Eftir komuna til Reykjavíkur stund- aði Sigrún nám í öldungadeild MH. Árin 1971–1974 vann hún við MH og sá um mætingabókhald skólans. Frá 1974–1979 var hún gæzlukona í Þjóð- minjasafninu og trúnaðarmaður gæzlukvenna, Sigrún dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík. Einar Vilhjálmsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu- degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.