Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. LEKI kom að bátnum Gústa í Papey SF 188 um níuleytið í gærkvöldi. Báturinn sökk síðan um ellefuleytið um sex sjómíl- um suður af Langanesi. Björgunarsveit- inni Pólstjörnunni á Raufarhöfn barst beiðni um að fara með dælur um borð í bátinn um tíuleytið. Björgunarsveitin lagði af stað á björgunarbátnum Gunn- björgu og Bryndísi ÞH. Þrír menn voru í bátnum og var þeim bjargað af skipverj- um á Árbaki EA 5, sem var á leið inn til Akureyrar. Ágætt veður Að sögn Stefáns Sigurðssonar, skip- stjóra á Árbaki EA 5, voru þeir á siglingu aðeins nokkrum sjómílum frá Gústa í Papey. Veður var ágætt, hæg norðaust- anátt. „Við vorum einungis nokkrar mín- útur á staðinn, og settum út slöngubát yf- ir til þeirra, og björguðum þeim yfir í bátinn til okkar um hálftíuleytið. Svo horfðum við á bátinn sökkva,“ sagði Stef- án í samtali við Morgunblaðið. Þrír menn björguðust Sökk við Langanes TVÖ hvalveiðiskip, Njörður KÓ og Halldór Sigurðsson ÍS, hófu á fimmtudag vís- indaveiðar á hrefnu, samkvæmt hval- veiðiáætlun Hafrannsóknastofnunarinnar. Sjávarútvegsráðherra heimilaði fyrr í vikunni veiðar á 25 hrefnum í vísindaskyni og hefur Hafrannsóknastofnunin umsjón með fram- kvæmd veiðanna. Líkt og í fyrra munu þrjú unarbúnað á hvalabyssuna um borð, sem til þessa hefur einkum verið notaður í hernaði. „Búnaðurinn varpar rauðum punkti á skot- markið og þannig fæst meiri nákvæmni í mið- ið. Þessi tækni er þekkt í hernaði og mér skilst að þetta hafi verið notað við hrefnuveiðar í Noregi. En þetta hefur aldrei verið reynt hér á Íslandi áður,“ sagði Konráð. skip stunda veiðarnar. Tvö skip eru þegar komin á miðin. Gísli Víkingsson leiðangursstjóri, sem er um borð í Nirði KÓ, sagði í gær að sést hefði til hrefnu en aðstæður á miðunum væru ekki góðar og því vont að ná þeim. Konráð Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, hefur sett sérstakan mið- Ljósmynd/Jóhann Vilhjálmsson Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður stillir nýja miðunarbúnaðinn. „Ég hef aðeins æft mig með þessum búnaði og hef mikla trú á honum.“ Hrefnuveiðar hafnar með breyttri byssu HVORKI Sementsverksmiðjan á Akranesi né Aalborg-Portland á Íslandi hafa tekið ákvarðanir um verðbreytingar á sementi vegna af- náms laga um jöfnun flutnings- kostnaðar á sementi sem sam- þykkt hefur verið á Alþingi. Þeir telja þó ljóst að verð á sementi á Suðvesturlandi muni lækka eitt- hvað en verð til staða sem fjærst liggja muni hækka. Framkvæmda- stjóri Aalborg-Portland á Íslandi tekur fram að hann undrist að breytingarnar séu látnar taka gildi á aðalverktíma í stað t.d. áramóta. Verða að laga sig að breyttum aðstæðum Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, segir ljóst að með afnámi gjaldsins muni ekki sama verð gilda fyrir alla „en við reynum að minnsta kosti að milda þetta eins og hægt er. En það er náttúrlega ekki komin nein niðurstaða í þessi mál enda eldri lögin ekki enn úr gildi fallin. Flutningsjöfnunin hef- ur verið til styrktar fyrir þá sem eru fjærst og borin uppi af þeim sem næst eru, sama hvort sement- ið er framleitt hér eða flutt inn. Sement lækkar því væntanlega eitthvað á Suðvesturlandi en hækkar á fjarlægari stöðum.“ Bjarni Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Aalborg-Portland á Íslandi, segir að þar á bæ séu menn að innrétta sig eftir þessum breyt- ingum sem taki raunar til fleiri at- riða en einungis breytinga á verðskrá, þar megi t.d. nefna skipakomur á aðra staði. Hann segir fyrirtækið nánast enga af- stöðu hafa til afnáms flutningsjöfn- unarinnar út af fyrir sig. „Þetta kemur sér vel fyrir viðskiptavini hérna næst okkur þar sem við er- um reyndar með stærstan markað. Þetta kemur sér illa fyrir þá sem eru lengst í burtu.“ Bjarni segist engu að síður undrast að lögin séu látin taka gildi þegar í stað. Ný lög um afnám flutningsjöfnunar á sementi Verð lækkar á Suðvesturlandi Morgunblaðið/Kristinn „VÆGI háskólamanna, hug- mynda þeirra og rökræðna hefur minnkað á hinum póli- tíska vettvangi og atvinnu- pólitíkusar og embættismenn hafa yfirtekið umræðuna,“ segir Jón Ólafsson í viðtali um Ritið, tímarit hugvísinda- deildar Háskóla Íslands. Panta sjónarmið Jón er ekki í vafa um að breytingar hafa orðið í þessa veru. „Á áttunda áratugnum höfðu háskólamenn tvímæla- laust meiri áhrif á skoðana- myndun almennings í pólitík en þetta hefur minnkað mjög. Stjórnmálamenn gera nú meira af því að panta einfald- lega frá hverskyns sérfræð- ingum þau sjónarmið sem þeir vilja og það virðist býsna auðvelt, hvort sem horft er til þess sem er að gerast hér á Íslandi eða í löndunum í kringum okkur. Þessi staða veldur vissri tilvistarkreppu innan hug- og félagsvísinda,“ segir Jón. Áhrif háskóla- manna að minnka  Lesbók/6 Pólitísk umræða DAGSKRÁ Airwaves-tónlistarhátíðar liggur að mestu fyrir og bendir margt til þess að hátíðin verði sú öflugasta sem haldin hefur verið til þessa. Erlendar sveitir sem staðfestar hafa verið eru t.d. Radio 4, The Shins, The Stills og Keane, allt sveitir sem hafa vakið mikla athygli að undanförnu í popp- og rokkheimum og er jafnvel búist við að fleiri þekkt nöfn bætist í hópinn. Að auki mun vel á þriðja tug rokk- og framúrstefnutónlistarmanna frá Íslandi koma fram á hátíðinni, þ.á m. Leaves, Mín- us, Mugison, Singapore Sling, Ske, Botn- leðja og Jagúar. Airwaves er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan 1999. Hróður hennar hefur vaxið með hverju ári á erlendri grundu og er gert ráð fyrir að hundruð erlendra blaðamanna og útsend- ara frá stórum hljómplötuútgáfum komi hingað gagngert til að fylgjast með hátíð- inni, sem fram fer dagana 20.–24. október. Keane og Shins á Airwaves  Tilkomumikil/60 BANASLYS varð á Garðbraut í Garði í gær- kvöldi þegar ökumaður bifhjóls lést í árekstri við bifreið. Var hann fluttur með sjúkrabif- reið þungt haldinn á Landspítalann í Foss- vogi en úrskurðaður látinn þegar þangað kom. Tilkynning um slysið barst lögreglunni í Keflavík klukkan 20.39 í gærkvöldi og var sendur neyðarbíll frá Reykjavík eftir hinum slasaða. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lög- reglunni og urðu með þeim hætti að bifhjól- inu og bifreiðinni var ekið norður Garðbraut. Ökumaður bifreiðarinnar hugðist snúa bif- reið sinni við á veginum en þá var bifhjólinu ekið í hlið bifreiðarinnar. Ökumaður bifhjóls- ins var 42 ára karlmaður. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Beið bana í bifhjólaslysi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.