Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Ásgeirsson, hornamaður úr ÍR, hefur skrifað undir eins árs samning við Århus GF í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik, en þetta er sama lið og Róbert Gunn- arsson leikur með. Sturla leysir Tjörva Ólafsson af í vinstra horninu hjá Árósaliðinu, en Tjörva var ekki boðinn áframhaldandi samningur hjá félaginu við lok leiktíðar í vor. Sturla hefur verið undir smásjá forráðamanna Århus GF und- anfarnar vikur og m.a. æfði hann með liðinu fyrrihluta maí. Eftir það var honum boðinn samningur, en Sturla gerði gagntilboð sem endaði með því að aðilar náðu saman í gær. Þá hefur Daníel Ragnarsson gert eins árs samning við FKC Kaup- mannahöfn eftir því sem greint er frá á heimasíðu félagsins í gær. Daníel lék með BM Torrevieja í spænsku 2. deildinni í vetur en þar áður lék hann með Haslum í Noregi. Áður en Daníel hélt utan lék hann með Val og Aftureldingu hér heima. Lið FKC hafnaði í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og hafa forráðamenn þess verið að styrkja leikmannahópinn á síðustu vikum og ætla honum meiri áfrek á næstu leiktíð. Sturla Ásgeirsson og Daníel Ragnarsson leika í Danmörku ÚRSLIT KNATTSPYRNA 1. deild karla Þór – Breiðablik ....................................1:2 Hlynur Birgisson 6. (víti) – Kristján Óli Sigurðsson 16. (víti), Pétur Sigurðsson 66. Valur – Njarðvík ...................................1:0 Þórhallur Hinriksson 22. HK – Haukar..........................................1:0 Finnur Ólafsson 32. Staðan: Valur 4 3 1 0 8:2 10 Njarðvík 4 3 0 1 8:3 9 HK 4 2 1 1 3:5 7 Breiðablik 4 2 0 2 4:7 6 Þór 4 1 2 1 4:3 5 Þróttur R. 4 1 2 1 3:4 5 Völsungur 3 1 1 1 5:4 4 Stjarnan 4 1 1 2 7:8 4 Haukar 4 1 0 3 5:6 3 Fjölnir 3 0 0 3 3:8 0 2. deild karla Afturelding – Víkingur Ó.....................0:2 Predrag Milosavljevic 4., Kjartan Einars- son 38. KFS – Leiknir R ....................................0:2 ÍR – Leiftur/Dalvík...............................3:1 Brendan Mcmahon 75., Arnar Gauti Reynisson 85., Helgi Örn Gylfason 90. - Guðmundur Kristinsson 45. (víti) Staðan: Leiknir R. 4 4 0 0 13:2 12 Víkingur Ó 4 3 1 0 9:2 10 ÍR 4 2 1 1 7:5 7 KS 3 2 0 1 7:8 6 Víðir 3 2 0 1 5:6 6 Selfoss 3 1 0 2 7:9 3 Leiftur/Dalvík 4 1 0 3 6:12 3 Tindastóll 3 0 2 1 4:5 2 Afturelding 4 0 1 3 4:8 1 KFS 4 0 1 3 2:7 1 3. deild karla A Deiglan – Afríka.....................................3:1 Grótta – Skallagrímur ...........................1:5 Númi – Freyr .......................................15:0 Staðan: Skallagr. 3 2 1 0 9:4 7 Deiglan 3 2 0 1 5:3 6 Árborg 2 1 1 0 4:2 4 Númi 1 1 0 0 15:0 3 Grótta 2 1 0 1 7:5 3 Afríka 2 0 0 2 1:5 0 Freyr 3 0 0 3 0:22 0 3. deild karla B Reynir S – ÍH.........................................0:0 Staðan: ÍH 4 2 2 0 8:4 8 Drangur 2 1 1 0 6:5 4 Hamar 2 1 0 1 6:4 3 BÍ 2 1 0 1 4:2 3 Reynir S. 2 0 2 0 2:2 2 Bolungarvík 2 0 1 1 3:6 1 Ægir 2 0 0 2 0:6 0 3. deild karla C Neisti H. – Magni...................................0:1 GKS – Hvöt ............................................1:0 Reynir Á. – Snörtur ...............................2:1 3. deild karla D Sindri – Huginn......................................0:0 Höttur – Einherji...................................2:2 1. deild kvenna A Keflavík – Haukar................................10:0 Ægir – UMF Bessast. ...........................4:4 KNATTSPYRNA Laugardagur: 1. deild karla: Fjölnisvöllur: Fjölnir – Völsungur ...........17 2. deild karla: Garðsvöllur: Víðir – Tindastóll..................17 Siglufjarðarvöllur: KS – Selfoss ...............17 3. deild karla: Skeiðisvöllur: Bolungarvík – Drangur .....14 Sunnudagur Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Hofsstaðavöllur: Stjarnan – Valur ...........16 Akureyrarvöllur: Þór/KA/KS – Fjölnir ...16 Kaplakrikavöllur: FH – Breiðablik ..........16 3. deild karla: Torfnesvöllur: BÍ – Drangur.....................14 1. deild kvenna: Blönduósvöllur: Hvöt/Tindastóll – Fylkir14 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram – Fylkir ........19.15 Akureyrarvöllur: KA – Grindavík .......19.15 Kaplakrikavöllur: FH – ÍBV ................19.15 Keflavíkurvöllur: Keflavík – Víkingur 19.15 1. deild kvenna: Akranesvöllur: ÍA – Þróttur R..................20 HANDKNATTLEIKUR Sunnudagur: Undankeppni HM karla, síðari leikur: Kaplakriki: Ísland – Ítalía ....................19.45 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Í dag og á morgun fer Meistaramót Íslands í tugþraut karla, drengja og sveina og sjö- þraut kvenna og meyja fram á Laugardals- velli. Einnig verður keppt í 3x800 m boð- hlaupi kvenna og 4x800 m og 4x1500 m boðhlaupi karla. Mótið hefst báða daga kl. 12, en keppni í boðhlaupum hefst fyrri dag- inn kl. 13 og seinni daginn kl. 12.30. UM HELGINA Gestirnir úr Njarðvík áttu meiraí leiknum framan af en hörð hríð að marki Valsmanna á 10. mín- útu kippti þeim í gang. Það skilaði marki á 22. mínútu þegar Þórhallur Hinriksson skallaði boltann í mark eftir hornspyrnu. Fimm mínútum síðar átti Njarðvík- ingurinn Snorri Már Jónsson ágætt skot en Ólafur Þór Gunnarsson í marki Vals varði örugglega og mín- útu síðar fékk Valsarinn Matthías Guðmundsson gott færi en mark- vörður Njarðvíkur, Sigurður B. Sigurðsson, fór létt með slakt skot hans. Valsmenn voru sterkir í byrjun seinni hálfleiks en það snerist fljót- lega við þó að Valsmenn ættu nokkra góða spretti. Það hressti Njarðvíkinga enn frekar þegar þeirra besti maður, Milan Jovose- vic, átti slakt skot og minnstu mun- aði að Sigurður Sæberg framlengdi skotið í eigið mark. Þegar leið að lokum náðu Valsmenn aftur undir- tökunum og fengu nokkur sæmileg færi en mörkin urðu ekki fleiri. „Sigurinn var góður því það má ekki gleyma að Njarðvík var topp- lið deildarinnar,“ sagði Þórhallur, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val. „Við höfum haldið stöðugleika í síðustu tveimur leikjum án þess að fá á okkur mark og við byggjum of- an á það. Við erum samt ekki komnir á fulla ferð og það er frum- skilyrði að vinna þessa deild.“ Þjálf- ari Njarðvíkur, Helgi Bogason, var sár yfir að missa efsta sætið en leggur ekki árar í bát. „Mark datt hjá þeim og við vissum að það yrði erfitt að komast inn í leikinn á ný en það voru samt fínar glefsur inn á milli. Ég hefði viljað fá eitthvað út úr þessum leik en við látum þetta tap ekki slá okkur útaf laginu,“ sagði Helgi eftir leikinn. Maður leiksins: Kristinn Lárus- son, Val. Valur tók toppsætið af Njarðvík ÓSIGRAÐIR Njarðvíkingar urðu að skilja efsta sæti deildarinnar eft- ir hjá Val að Hlíðarenda eftir 1:0 tap í gærkvöldi. Nokkur góð færi sáust en leikurinn sjálfur var ekki mikið fyrir augað, mikið um brot en of fá spjöld frá dómaranum sem missti snemma tökin á leiknum svo að leikmenn hófu að röfla í honum frekar en spila fótbolta. Stefán Stefánsson skrifar HK-ingar héldu marki sínuhreinu þriðja heimaleikinn í röð þegar þeir tóku á móti Haukum í fyrstu deild karla í gærkvöldi. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og kom það á 32. mínútu þegar Finnur Ólafsson fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Haukanna, tók eitt skref og þrumaði knettinum upp í hornið vinstra megin – óverj- andi fyrir Jörund Kristinsson, markmann Hauka, sem hristi aðeins hausinn. Fyrri hálfleikur var fjörugur og var nokkuð um færi. Gestirnir gátu hæglega komist yfir strax á annarri mínútu þegar Sævar Eyjólfsson fékk fínt færi en skot hans var máttlaust. Á 25. mínútu áttu Hauk- ar hins vegar að skora þegar fram- herji þeirra, Ómar Karl Sigurðar- son, fékk sendingu inn fyrir vörnina og átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá Gunnleifi Gunnarssyni í marki HK. Þess í stað fór slakt skot hans beint á Gunnleif sem kom vel á móti. Þessi mistök fengu Haukarnir í bakið sex mínútum síðar þegar Finnur Ólafsson skoraði markið sem réð úrslitum. Því miður var síðari hálfleikur ekki líkur þeim fyrri, sóknarleikur liðanna var bitlaus og lagðist hálf- partinn í dvala þar til á 70. mínútu þegar Sævar Eyjólfsson fékk góða sendingu inn fyrir vörn HK og upp- lagt tækifæri til að jafna metin en sem fyrr gerði Gunnleifur vel. Í liði HK var Hörður Már Magn- ússon sprækur á vængnum og Stef- án Eggertsson var mikil ógnun í framlínunni. Hjá Haukum stóð Kristján Ómar Björnsson upp úr annars slöku liði. Maður leiksins: Gunnleifur Gunn- leifsson, HK. Baráttusigur HK-manna Andri Karl skrifar Þórsarar fengu óskabyrjun und-an norðanvindinum þegar Þórður Halldórsson féll í vítateign- um eftir samstuð við Pál markvörð Breiðabliks og víta- spyrna var dæmd. Hlynur Birgisson skoraði örugglega úr spyrnunni og næstu mínútur voru fjörlegar. Liðin spiluðu ágæta knattspyrnu, boltinn gekk vel manna á milli og allt leit út fyrir skemmtilegan leik. Tíu mín- útum eftir að heimamenn komust yfir fengu Blikar vítaspyrnu, sem Kristján Óli Sigurðsson skoraði úr og má segja að bæði þessi víti hafi verið af ódýrari gerðinni. Í kjölfar jöfnunarmarksins koðnaði leikurinn hins vegar niður og reyndar datt allur botn úr leik Þórs. Blikar voru mun frískari og fengu tvö góð mark- færi fyrir hlé en Atli markvörður Þórs varði glæsilega í bæði skiptin. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, Þórsarar voru lengstum úti á þekju. Vörnin eins og gatasigti, miðjan hélt engum boltum og samspil sást varla. Blikar voru fljótari, ákveðnari og skipulagðari í öllum sínum aðgerðum. Sóknar- menn gestanna komust hvað eftir annað óáreittir bak við vörnina hjá Þór en Atli í markinu hélt þeim á floti. Hann varði t.a.m. skalla frá Rannver Sigurjónssyni, sem var aleinn á markteig, og stuttu síðar skaut Rannver yfir markið úr ágætu færi eftir að Blikar sundur- spiluðu vörn Þórs. Um miðjan seinni hálfleikinn kom markið sem réði úrslitum; Pétur Sigurðsson fékk sendingu inn fyrir vörnina, lék framhjá Atla og skor- aði. Rétt áður fengu Þórsarar eina færi sitt í seinni hálfleik þegar Hall- grímur Jónasson skaut framhjá úr ágætu færi. Það sem eftir lifði leiks voru Blik- ar nær því að bæta við en Þór að jafna og ekkert nema eigin klaufa- skapur og Atli í marki Þórs komu í veg fyrir að munurinn yrði meiri. Sverrir Sverrisson fékk einna besta færið þegar hann komst á auðan sjó en Atli varði frábærlega. Maður leiksins: Atli Már Rúnars- son, Þór. Breiðablik hafði betur gegn Þór ÞEGAR fjórða umferð 1. deildar hófst var Breiðablik meðal neðstu liða og gengi liðsins mun lakara en flestir spáðu. Kópavogsbúar voru greinilega staðráðnir í að snúa blaðinu við þegar þeir mættu Þórsurum á Akureyrarvelli í gærkvöld og þrátt fyrir að lenda undir strax í upphafi tókst þeim að snúa leiknum sér í vil og vinna sann- gjarnan 2:1-sigur. Valur Sæmundsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.