Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 54

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Ásgeirsson, hornamaður úr ÍR, hefur skrifað undir eins árs samning við Århus GF í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik, en þetta er sama lið og Róbert Gunn- arsson leikur með. Sturla leysir Tjörva Ólafsson af í vinstra horninu hjá Árósaliðinu, en Tjörva var ekki boðinn áframhaldandi samningur hjá félaginu við lok leiktíðar í vor. Sturla hefur verið undir smásjá forráðamanna Århus GF und- anfarnar vikur og m.a. æfði hann með liðinu fyrrihluta maí. Eftir það var honum boðinn samningur, en Sturla gerði gagntilboð sem endaði með því að aðilar náðu saman í gær. Þá hefur Daníel Ragnarsson gert eins árs samning við FKC Kaup- mannahöfn eftir því sem greint er frá á heimasíðu félagsins í gær. Daníel lék með BM Torrevieja í spænsku 2. deildinni í vetur en þar áður lék hann með Haslum í Noregi. Áður en Daníel hélt utan lék hann með Val og Aftureldingu hér heima. Lið FKC hafnaði í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og hafa forráðamenn þess verið að styrkja leikmannahópinn á síðustu vikum og ætla honum meiri áfrek á næstu leiktíð. Sturla Ásgeirsson og Daníel Ragnarsson leika í Danmörku ÚRSLIT KNATTSPYRNA 1. deild karla Þór – Breiðablik ....................................1:2 Hlynur Birgisson 6. (víti) – Kristján Óli Sigurðsson 16. (víti), Pétur Sigurðsson 66. Valur – Njarðvík ...................................1:0 Þórhallur Hinriksson 22. HK – Haukar..........................................1:0 Finnur Ólafsson 32. Staðan: Valur 4 3 1 0 8:2 10 Njarðvík 4 3 0 1 8:3 9 HK 4 2 1 1 3:5 7 Breiðablik 4 2 0 2 4:7 6 Þór 4 1 2 1 4:3 5 Þróttur R. 4 1 2 1 3:4 5 Völsungur 3 1 1 1 5:4 4 Stjarnan 4 1 1 2 7:8 4 Haukar 4 1 0 3 5:6 3 Fjölnir 3 0 0 3 3:8 0 2. deild karla Afturelding – Víkingur Ó.....................0:2 Predrag Milosavljevic 4., Kjartan Einars- son 38. KFS – Leiknir R ....................................0:2 ÍR – Leiftur/Dalvík...............................3:1 Brendan Mcmahon 75., Arnar Gauti Reynisson 85., Helgi Örn Gylfason 90. - Guðmundur Kristinsson 45. (víti) Staðan: Leiknir R. 4 4 0 0 13:2 12 Víkingur Ó 4 3 1 0 9:2 10 ÍR 4 2 1 1 7:5 7 KS 3 2 0 1 7:8 6 Víðir 3 2 0 1 5:6 6 Selfoss 3 1 0 2 7:9 3 Leiftur/Dalvík 4 1 0 3 6:12 3 Tindastóll 3 0 2 1 4:5 2 Afturelding 4 0 1 3 4:8 1 KFS 4 0 1 3 2:7 1 3. deild karla A Deiglan – Afríka.....................................3:1 Grótta – Skallagrímur ...........................1:5 Númi – Freyr .......................................15:0 Staðan: Skallagr. 3 2 1 0 9:4 7 Deiglan 3 2 0 1 5:3 6 Árborg 2 1 1 0 4:2 4 Númi 1 1 0 0 15:0 3 Grótta 2 1 0 1 7:5 3 Afríka 2 0 0 2 1:5 0 Freyr 3 0 0 3 0:22 0 3. deild karla B Reynir S – ÍH.........................................0:0 Staðan: ÍH 4 2 2 0 8:4 8 Drangur 2 1 1 0 6:5 4 Hamar 2 1 0 1 6:4 3 BÍ 2 1 0 1 4:2 3 Reynir S. 2 0 2 0 2:2 2 Bolungarvík 2 0 1 1 3:6 1 Ægir 2 0 0 2 0:6 0 3. deild karla C Neisti H. – Magni...................................0:1 GKS – Hvöt ............................................1:0 Reynir Á. – Snörtur ...............................2:1 3. deild karla D Sindri – Huginn......................................0:0 Höttur – Einherji...................................2:2 1. deild kvenna A Keflavík – Haukar................................10:0 Ægir – UMF Bessast. ...........................4:4 KNATTSPYRNA Laugardagur: 1. deild karla: Fjölnisvöllur: Fjölnir – Völsungur ...........17 2. deild karla: Garðsvöllur: Víðir – Tindastóll..................17 Siglufjarðarvöllur: KS – Selfoss ...............17 3. deild karla: Skeiðisvöllur: Bolungarvík – Drangur .....14 Sunnudagur Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Hofsstaðavöllur: Stjarnan – Valur ...........16 Akureyrarvöllur: Þór/KA/KS – Fjölnir ...16 Kaplakrikavöllur: FH – Breiðablik ..........16 3. deild karla: Torfnesvöllur: BÍ – Drangur.....................14 1. deild kvenna: Blönduósvöllur: Hvöt/Tindastóll – Fylkir14 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram – Fylkir ........19.15 Akureyrarvöllur: KA – Grindavík .......19.15 Kaplakrikavöllur: FH – ÍBV ................19.15 Keflavíkurvöllur: Keflavík – Víkingur 19.15 1. deild kvenna: Akranesvöllur: ÍA – Þróttur R..................20 HANDKNATTLEIKUR Sunnudagur: Undankeppni HM karla, síðari leikur: Kaplakriki: Ísland – Ítalía ....................19.45 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Í dag og á morgun fer Meistaramót Íslands í tugþraut karla, drengja og sveina og sjö- þraut kvenna og meyja fram á Laugardals- velli. Einnig verður keppt í 3x800 m boð- hlaupi kvenna og 4x800 m og 4x1500 m boðhlaupi karla. Mótið hefst báða daga kl. 12, en keppni í boðhlaupum hefst fyrri dag- inn kl. 13 og seinni daginn kl. 12.30. UM HELGINA Gestirnir úr Njarðvík áttu meiraí leiknum framan af en hörð hríð að marki Valsmanna á 10. mín- útu kippti þeim í gang. Það skilaði marki á 22. mínútu þegar Þórhallur Hinriksson skallaði boltann í mark eftir hornspyrnu. Fimm mínútum síðar átti Njarðvík- ingurinn Snorri Már Jónsson ágætt skot en Ólafur Þór Gunnarsson í marki Vals varði örugglega og mín- útu síðar fékk Valsarinn Matthías Guðmundsson gott færi en mark- vörður Njarðvíkur, Sigurður B. Sigurðsson, fór létt með slakt skot hans. Valsmenn voru sterkir í byrjun seinni hálfleiks en það snerist fljót- lega við þó að Valsmenn ættu nokkra góða spretti. Það hressti Njarðvíkinga enn frekar þegar þeirra besti maður, Milan Jovose- vic, átti slakt skot og minnstu mun- aði að Sigurður Sæberg framlengdi skotið í eigið mark. Þegar leið að lokum náðu Valsmenn aftur undir- tökunum og fengu nokkur sæmileg færi en mörkin urðu ekki fleiri. „Sigurinn var góður því það má ekki gleyma að Njarðvík var topp- lið deildarinnar,“ sagði Þórhallur, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val. „Við höfum haldið stöðugleika í síðustu tveimur leikjum án þess að fá á okkur mark og við byggjum of- an á það. Við erum samt ekki komnir á fulla ferð og það er frum- skilyrði að vinna þessa deild.“ Þjálf- ari Njarðvíkur, Helgi Bogason, var sár yfir að missa efsta sætið en leggur ekki árar í bát. „Mark datt hjá þeim og við vissum að það yrði erfitt að komast inn í leikinn á ný en það voru samt fínar glefsur inn á milli. Ég hefði viljað fá eitthvað út úr þessum leik en við látum þetta tap ekki slá okkur útaf laginu,“ sagði Helgi eftir leikinn. Maður leiksins: Kristinn Lárus- son, Val. Valur tók toppsætið af Njarðvík ÓSIGRAÐIR Njarðvíkingar urðu að skilja efsta sæti deildarinnar eft- ir hjá Val að Hlíðarenda eftir 1:0 tap í gærkvöldi. Nokkur góð færi sáust en leikurinn sjálfur var ekki mikið fyrir augað, mikið um brot en of fá spjöld frá dómaranum sem missti snemma tökin á leiknum svo að leikmenn hófu að röfla í honum frekar en spila fótbolta. Stefán Stefánsson skrifar HK-ingar héldu marki sínuhreinu þriðja heimaleikinn í röð þegar þeir tóku á móti Haukum í fyrstu deild karla í gærkvöldi. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og kom það á 32. mínútu þegar Finnur Ólafsson fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Haukanna, tók eitt skref og þrumaði knettinum upp í hornið vinstra megin – óverj- andi fyrir Jörund Kristinsson, markmann Hauka, sem hristi aðeins hausinn. Fyrri hálfleikur var fjörugur og var nokkuð um færi. Gestirnir gátu hæglega komist yfir strax á annarri mínútu þegar Sævar Eyjólfsson fékk fínt færi en skot hans var máttlaust. Á 25. mínútu áttu Hauk- ar hins vegar að skora þegar fram- herji þeirra, Ómar Karl Sigurðar- son, fékk sendingu inn fyrir vörnina og átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá Gunnleifi Gunnarssyni í marki HK. Þess í stað fór slakt skot hans beint á Gunnleif sem kom vel á móti. Þessi mistök fengu Haukarnir í bakið sex mínútum síðar þegar Finnur Ólafsson skoraði markið sem réð úrslitum. Því miður var síðari hálfleikur ekki líkur þeim fyrri, sóknarleikur liðanna var bitlaus og lagðist hálf- partinn í dvala þar til á 70. mínútu þegar Sævar Eyjólfsson fékk góða sendingu inn fyrir vörn HK og upp- lagt tækifæri til að jafna metin en sem fyrr gerði Gunnleifur vel. Í liði HK var Hörður Már Magn- ússon sprækur á vængnum og Stef- án Eggertsson var mikil ógnun í framlínunni. Hjá Haukum stóð Kristján Ómar Björnsson upp úr annars slöku liði. Maður leiksins: Gunnleifur Gunn- leifsson, HK. Baráttusigur HK-manna Andri Karl skrifar Þórsarar fengu óskabyrjun und-an norðanvindinum þegar Þórður Halldórsson féll í vítateign- um eftir samstuð við Pál markvörð Breiðabliks og víta- spyrna var dæmd. Hlynur Birgisson skoraði örugglega úr spyrnunni og næstu mínútur voru fjörlegar. Liðin spiluðu ágæta knattspyrnu, boltinn gekk vel manna á milli og allt leit út fyrir skemmtilegan leik. Tíu mín- útum eftir að heimamenn komust yfir fengu Blikar vítaspyrnu, sem Kristján Óli Sigurðsson skoraði úr og má segja að bæði þessi víti hafi verið af ódýrari gerðinni. Í kjölfar jöfnunarmarksins koðnaði leikurinn hins vegar niður og reyndar datt allur botn úr leik Þórs. Blikar voru mun frískari og fengu tvö góð mark- færi fyrir hlé en Atli markvörður Þórs varði glæsilega í bæði skiptin. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, Þórsarar voru lengstum úti á þekju. Vörnin eins og gatasigti, miðjan hélt engum boltum og samspil sást varla. Blikar voru fljótari, ákveðnari og skipulagðari í öllum sínum aðgerðum. Sóknar- menn gestanna komust hvað eftir annað óáreittir bak við vörnina hjá Þór en Atli í markinu hélt þeim á floti. Hann varði t.a.m. skalla frá Rannver Sigurjónssyni, sem var aleinn á markteig, og stuttu síðar skaut Rannver yfir markið úr ágætu færi eftir að Blikar sundur- spiluðu vörn Þórs. Um miðjan seinni hálfleikinn kom markið sem réði úrslitum; Pétur Sigurðsson fékk sendingu inn fyrir vörnina, lék framhjá Atla og skor- aði. Rétt áður fengu Þórsarar eina færi sitt í seinni hálfleik þegar Hall- grímur Jónasson skaut framhjá úr ágætu færi. Það sem eftir lifði leiks voru Blik- ar nær því að bæta við en Þór að jafna og ekkert nema eigin klaufa- skapur og Atli í marki Þórs komu í veg fyrir að munurinn yrði meiri. Sverrir Sverrisson fékk einna besta færið þegar hann komst á auðan sjó en Atli varði frábærlega. Maður leiksins: Atli Már Rúnars- son, Þór. Breiðablik hafði betur gegn Þór ÞEGAR fjórða umferð 1. deildar hófst var Breiðablik meðal neðstu liða og gengi liðsins mun lakara en flestir spáðu. Kópavogsbúar voru greinilega staðráðnir í að snúa blaðinu við þegar þeir mættu Þórsurum á Akureyrarvelli í gærkvöld og þrátt fyrir að lenda undir strax í upphafi tókst þeim að snúa leiknum sér í vil og vinna sann- gjarnan 2:1-sigur. Valur Sæmundsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.