Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL áhugi virðist vera fyrir íbúðum sem hugmyndir er um að byggja á lóð Baldurshaga, sunnan Þórunnarstrætis og norðan lög- reglustöðvar á Akureyri. SS-Byggir hefur keypt lóð Baldurshaga og ganga hugmyndir forráða- manna fyrirtækisis út á að byggja þar allt að 12 hæða fjölbýlishús ásamt félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði 44 íbúðir en þegar hafa 46 aðilar skráð sig sem áhugasama kaupendur að íbúðum í húsinu. Hugmyndin var kynnt á fundi á fimmtudags- kvöld og mætti þangað fjöldi manns. „Mér sýnist helst að fólk hafi mikinn áhuga fyrir því að komast nær miðbænum,“ sagði Sig- urður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS-Byggis. „Ég hef nú bara ekki orðið var við annan eins áhuga á þeim 26 árum sem ég hef rekið fyr- irtækið hér í bænum.“ Þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum sýna 12 hæða byggingu, krossforma turn með fjórum íbúðum á hverri hæð og hafa þær allar þrjár gluggahliðar. Þá er auk félagsaðstöðunnar gert ráð fyrir bílakjallara. Sigurður vonast til að hugmyndin verði að veruleika og að unnt verði að hefjast handa við fyrirhugaða byggingu strax næsta haust. „Ef allt gengur eftir vona ég að við byrjum á þessu verk- efni í haust,“ sagði hann. Þá hefur SS-Byggir fengið svonefndan Sjalla- reit, í miðbæ Akureyrar til umráða og þar verða byggðar nýjar íbúðir. „Fólk sýnir því máli líka mikinn áhuga og þó svo að framkvæmdir hefjist ekki þar fyrr en eftir svona eitt og hálft ár eru þegar komnir 12 áhugasamir kaupendur á lista hjá okkur,“ sagði Sigurður. Það sagði hann ótví- rætt dæmi þess að fólk vildi komast í miðbæinn. „Ég held þetta geti verið gott innlegg í þær hug- myndir sem menn eru að skoða núna um að blása nýju lífi í miðbæinn.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Séð yfir svæðið, þar sem hugmyndir eru um að byggja háhýsið, frá Odd- fellowhúsinu við Sjafnarstíg. Til hægri sést í horn lögreglustöðvarinnar en Baldurshagi er fyrir miðri mynd. Þórunnarstrætið fremst á myndinni. Tölvumynd af húsinu, sem hugmynd er um að reisa á lóðinni neðst við Þór- unnarstræti. Þórunnarstrætið fremst, Hamarkotsklappir til vinstri, aftan við húsið og til hægri liggur Brekkugata og þar sést yst í lóð lögreglustöðv- arinnar. Arkitekt fyrirhugaðs húss er Logi Már Einarsson. Hugmyndir um að reisa 12 hæða fjölbýlishús við Baldurshaga Byrjað í haust ef allt gengur að óskum KOSIÐ verður um sameinginu Hrís- eyjarhrepps og Akureyrarkaupstað- ar samhliða forsetakosningum, laug- ardaginn 26. júní næstkomandi. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja hefur ákveðið að leggja til að íbúar þess- ara sveitarfélaga greiði atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfélag. Sameiningin mun taka gildi 1. ágúst næstkomandi reynist fleiri kjósendur í báðum sveitarfélögum fylgjandi sameiningu en þeir sem eru andvígir. „Það er beggja hagur að sveit- arfélögin sameinist og í rauninni borðleggjandi, hvort heldur sem er út frá efnahagslegum eða félagsleg- um rökum,“ segir Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri. „Ávinningurinn ætti að vera öllum ljós, bæði Hríseyingum og Akureyr- ingum. Sameining sveitarfélaganna við Eyjafjörð er það sem koma skal og hér er stigið mikilvægt og í raun- inni táknrænt skref í þá áttina.“ Samstarfsnefnd um sameininguna hefur útbúið kynningarbækling sem dreift verður á öll heimili í sveit- arfélögunum tveimur í næstu viku. Í honum er fjallað um þau áhrif sem fyrirhuguð sameining mun hafa, yf- irstjórn hins sameinaða sveitarfé- lags og ýmsa aðra málaflokka í rekstri þess. Einnig eru birtar þar tölulegar upplýsingar og fleira sem málinu viðkemur. Nái sameiningin fram að ganga mun bæjarstjórn Akureyrar fara með stjórn sameinaðs sveitarfélags fram að almennum sveitarstjórnar- kosningum árið 2006. Fram að þeim tíma verður starfandi samráðs- nefnd, sem er núverandi hrepps- nefnd Hríseyjar, og mun hún hittast reglulega og koma sjónarmiðum Hríseyinga á framfæri við fagnefnd- ir sameinaða sveitarfélagsins. Fag- nefndir Akureyrar munu fara með stjórn málaflokka fram að næstu kosningum. Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjar- stjórnar munu gilda í sameinuðu sveitarfélagi og mun það bera heitið Akureyrarkaupstaður. Alls munu 11 fulltrúar verða kjörnir í stjórn hins sameinaða sveitarfélags í næstu sveitarstjórn- arkosningum. Eignir, skuldir, rétt- indi og skyldur sem tilheyra sveit- arfélögunum munu falla til nýja sameinaða sveitarfélagsins. Hefur ekki í för með sér skulda- aukningu fyrir Akureyringa „Það er ljóst að Hríseyjarhreppur er því miður nokkuð skuldugt sveit- arfélag ef mið er tekið af íbúa- fjölda,“ segir Kristján Þór. „Hins vegar mun sameining ekki hafa í för með sér neina verulega skuldaaukningu fyrir Akureyringa, einfaldlega vegna þess hversu fjöl- menn við erum og því vegur skulda- aukning engu sem orð er á hafandi. Kostirnir og það sem vinnst með sameiningunni vegur miklu þyngra.“ Skrifstofuhald og fundaraðstaða fyrir samráðsnefnd og fagnefnd verður í Hrísey eftir sameiningu til ársins 2006, en öll almenn þjónusta verður veitt í þjónustuanddyri í Ráðhúsinu á Akureyri. Gert er ráð fyrir að skrifstofa hins sameinaða sveitarfélags verði opin í Hrísey. Áhaldahús verður starfrækt í Hrísey sem bækistöð fyrir Fram- kvæmdamiðstöð og Fasteignir Ak- ureyrarbæjar. Þau störf í Hrísey sem heyra undir sameinað sveitarfé- lag er starf á skrifstofu, störf í grunnskóla og leikskóla og starf í áhaldahúsi. Þá munu koma til sum- arstörf við áhaldahús, sundlaug og nú á þessu ári einnig störf ferða- málafulltrúa og við vinnuskóla. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er þegar hafin. Atkvæði utan kjör- fundar eru greidd hjá sýslumönnum um land allt, en erlendis fer at- kvæðagreiðsla fram á skrifstofum sendiráðs eða á öðrum stöðum sam- kvæmt ákvörðun utanríkisráðuneyt- is. Kosið um sameiningu Akureyrar og Hríseyjar í sumar Táknrænt skref að sameiningu allra sveit- arfélaga við Eyjafjörð Ný seglskúta | Siglingaklúbb- urinn Nökkvi mun á morgun, sjó- mannadag 6. júní taka í notkun seglskútu sem félagið hefur nýver- ið fest kaup á við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 16. Séra Gunnlaugur Garðarsson blessar skútuna og gamlir félagar verða heiðraðir. Öllum áhuga- mönnum um siglingar er boðið að koma og kynna sér starfsemi klúbbsins sem er að fara í gang um þetta leyti, fá sér pylsu á grill- inu og gera sér dagamun í tilefni sjómannadags. Eftir helgina hefj- ast svo námskeið kúbbsins fyrir börn á aldrinum 8–14 ára ásamt æfingum eldri krakka. Með góðum stuðningi Akureyrarbæjar er klúbburinn í góðum vexti og að- stæður klúbbsins við Drottning- arbraut eru stöðugt að batna, seg- ir í frétt frá Nökkva.    Myndlist | Eygló Harðardóttir opnar einkasýningu í 02 Gallery á Akureyri í dag kl. 15. Eygló er fædd í Reykjavík 1964 og lauk framhaldsnámi í myndlist frá Hollandi 1990. Þetta er tíunda einkasýning hennar en síðast sýndi hún árið 2003 í Listasafni Reykjavíkur, Kúlunni í Ásmunda- safni.    Sýning Jóhönnu | Jóhanna Júl- íusdóttir nemandi í Myndlistaskóla Arnar Inga skilar lokaverkefni sínu með sýningu í Klettagerði 6 á Ak- ureyri á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 18. Sýningin samanstendur af olíumálverkum sem unnin voru síð- astliðin þrjú ár. UMHVERFISRÁÐ hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykktum bíla- stæðasjóðs verði breytt á þann veg að í stað stöðumæla og fjölmæla verði teknar upp fram- rúðuklukkur. Þetta er í samræmi við niðurstöð- ur vinnuhóps um endur- skoðun og breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar, en hann skil- aði lokaskýrslu í lok maí. Málið verður kynnt frek- ar á fundi bæjarráðs í næstu viku. Fram kemur í bókun umhverfis- ráðs að það sé trú þess að með breyttu fyrirkomulagi megi koma til móts við óskir hagsmunaaðila í mið- bænum um að auðvelda aðgengi þeirra sem kjósa að koma þangað á bíl. „Einnig er það trú ráðsins að nýt- ing bílastæða á miðbæjarsvæðinu aukist verulega og verkefnið verði þegar til lengri tíma litið arðbært,“ segir í bókun ráðsins. Guðmundur Jóhannsson, formað- ur umhverfisráðs og formaður vinnu- hópsins, segir það hafa verið niður- staðan að breyta fyrirkomulaginu algjörlega. Hætt verður að taka gjald svo sem verið hefur en þess í stað verða svonefndar framrúðuklukkur teknar í notkun en þær munu öku- menn geta nálgast á ýmsum stöðum í miðbænum. Um er að ræða pappa- skífur sem líta út eins og klukka og stilla menn tímann á þeim. Hug- myndin er að boðið verði upp á 15 mínútna stæði næst miðbænum og síðan 60 og 120 mínútur eftir því hve fjarlægðin frá miðbæ er meiri. Guðmundur sagði að Bifreiða- stæðasjóður yrði vissulega fyrir tekjutapi í kjölfar fyrirhugaðra breytinga, en tekjur sjóðsins eftir breytingar verða sektir sem þeir bíl- eigendur þurfa að greiða sem eru lengur á stæðum en klukkan segir til um. Þá munu einnig verða leigð út langtímastæði að sögn Guðmundar, sennilega til 3ja og 6 mánaða og til eins árs. „Að mínu mati er þetta mjög fram- sækin breyting og ég vona að með henni muni aukið líf færast í miðbæ- inn. Þessi breyting er ekki síst gerð til að svara kalli Miðbæjarsamtak- anna en gjaldtaka fyrir bílastæði hef- ur lengi verið þeim þyrnir í augum,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst fastlega búast við að tillagan yrði samþykkt og væntir þess að breytingin taki gildi sem fyrst, helst ekki seinna en næsta haust. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stöðumælar í göngugötunni á Akureyri; tæki sem hugsanlega verða þar ekki mikið lengur. Framrúðuklukkur í stað stöðumæla?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.