Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR ÓSÁTTUR Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanrík- isráðherra, sagði í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknar- flokksins í gær, að hann væri mjög ósáttur við hvernig forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði stað- ið að fjölmiðlamálinu. Málið á borði Bush forseta Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frétt The New York Times í gær staðfesta að Bush Bandaríkja- forseti vilji horfa til sjónarmiða Ís- lands í varnarmálum Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fréttin væri mjög athyglisverð enda kæmi þar fram staðfesting á því að mál varðandi orrustuþotur Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli sé á borði Bandaríkjaforseta. Verð á olíu lækkar Olíuverð er nokkuð á niðurleið eft- ir að OPEC, samtök olíuútflutnings- ríkja, ákváðu að auka fram- leiðslukvótann um 11% á næstu tveimur mánuðum. Sérfræðingar segja samt sem áður að ekki sé víst að olíuframboðið aukist. Vísindaveiðar hafnar Tvö hvalveiðskip, Njörður KÓ og Halldór Sigurðsson ÍS, hófu á fimmtudag vísindaveiðar á hrefnu, samkvæmt hvalveiðiáætlun Haf- rannsóknastofnunar. Sjávarútvegs- ráðherra heimilaði fyrr í vikunni veiðar á 25 hrefnum í vísindaskyni og hefur stofnunin umsjón með framkvæmd veiðanna. Líkt og í fyrra munu þrjú skip stunda veið- arnar. Tvö skip eru þegar komin á miðin. Gríðarleg öryggisgæsla Þúsundir her- og löggæslumanna munu halda uppi öryggisgæslu í París um helgina vegna komu George W. Bush Bandaríkjaforseta þangað en búist er við fjölmennum mótmælum. Munu hann og Laura Bush, eiginkona hans, taka þátt í at- höfnum til að minnast þess að 60 ár verða á sunnudag liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12 Umræðan 36/37 Úr verinu 12 Minningar 38/41 Erlent 16/18 Íslenskt mál 38 Minn staður 20 Kirkjustarf 42/43 Höfuðborgin 21 Myndasögur 48 Akureyri 22 Bréf 48 Suðurnes 23/24 Dagbók 50/51 Árborg 24 Staksteinar 50 Landið 25 Íþróttir 52/55 Daglegt líf 26/27 Leikhús 56 Ferðalög 28/29 Fólk 56/61 Listir 30/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Þjónusta 35 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is CONDOLEEZZA Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði á fundi nokkurra æðstu manna Bandaríkjanna hinn 20. maí sl., þar sem fjallað var um nýjar hugmyndir um skipulag varna, að George W. Bush myndi ekki styðja að F-15 þoturnar á Keflavíkurflugvelli yrðu fluttar þaðan nema fundin yrði leið til að sefa Íslendinga. Ein leiðin gæti verið að skilgreina Ísland sem „sameiginlegan öryggisvettvang“ (cooperative security location). Þetta kom fram í frétt The New York Times í gær. Í henni kom jafnframt fram að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um brottflutning vélanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fréttin staðfesti að Bandaríkjaforseti vildi horfa til sjónarmiða Ís- lands í varnarmálum og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði að í henni kæmi skýrt fram að ákvarðanir í þessum málum yrðu ekki teknar nema að höfðu samráði við Íslendinga. Davíð sagði fréttina staðfestingu á því að málið væri á borði Bandaríkjaforseta. „Hann hefur á því alveg sérstaka skoðun og mér finnst það vera mjög í anda þess sem ég hef orðið var við í sam- skiptum við hann, síðast í símtali sem ég átti við hann þegar ég var staddur í New York,“ sagði hann. „Þetta er mjög athyglisverð og jákvæð frétt fyrir okkar málstað. Þessi frétt, sem virðist vera byggð á góðum heimildum, bendir til að það sé horft sérstökum augum til okkar þannig að forset- inn vilji ekki að það sé gengið á okkar hlut og alls ekki gengið frá niðurstöðum sem við getum ekki sætt okkur við og það er afskaplega jákvætt. Þetta staðfestir það sem við höfum talið að Bandaríkja- forseti hefur sett sig vel inn í málið sjálfur og vill horfa til sjónarmiða Íslands um að varnir þess séu tryggðar.“ Halldór sagði fréttina í samræmi við þá stöðu sem málið væri í. „Það gerðist í kringum síðustu kosningar að þetta mál fór inn á borð Bandaríkja- forseta fyrir tilstilli framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, George Robertson, og þar hef- ur það verið. Það kemur skýrt fram í þessari frétt að ákvarðanir í þessu máli verða ekki teknar nema að höfðu samráði við Íslendinga og þess vegna er málið í pólitískum farvegi.“ Hugsanlega rætt í Istanbúl Inntur eftir því hver næstu skref verði í þessu máli segir Halldór að ekkert hafi verið ákveðið um það. „Við höfum beðið eftir því að Bandaríkja- menn kynntu þessar áætlanir, en við höfum þá sérstöðu í þessu sambandi að okkar samstarf byggist á varnarsamningi sem er meira en hálfrar aldar gamall, ólíkt því sem er um margar aðrar þjóðir. Þess vegna er málið ekki aðeins tæknilegt – það er pólitískt og ég vonast eftir því að það komi tækifæri til að ræða það við leiðtoga Bandaríkj- anna á leiðtogafundi NATO í Istanbúl í lok þessa mánaðar.“ Vélarnar fara ekki nema takist að sefa Íslendinga FORSETABÍLLINN, Packard ár- gerð 1942, var afhjúpaður á forn- bílasýningunni í Laugardalshöll í gærdag. Sýningin stendur yfir helgina og er haldin í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til landsins. For- setabíllinn, sem tók um fimm ár að gera upp, var embættisbíll fyrsta forseta lýðveldisins, Sveins Björns- sonar. „Hann kom í stað annars bíls, sem pantaður hafði verið og sökk með Goðafossi þegar skipið var skotið niður í síðari heimsstyrjöld,“ sagði Sævar Pétursson í samtali við Morgunblaðið, en Sævar er formað- ur Fornbílaklúbbs Íslands og hefur haft veg og vanda af endurgerð bílsins. Bíllinn er í eigu Þjóðminja- safnsins. Aðeins voru framleiddir 600 bílar af þessari gerð, sem gerir bílinn enn fágætari en ella. Það hefur einnig gert leit að varahlutum erf- iðari og þurfti að sérsmíða marga hluti til endurgerðarinnar. „Bíllinn er allur hinn glæsilegasti, sann- kölluð limmósína, og til dæmis eru allar rúður vökvadrifnar,“ segir Sævar. Það voru núverandi og fyrrver- andi þjóðminjaverðir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þór Magnússon, sem afhjúpuðu forsetabílinn. Sævar Pétursson fylgdist með. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sannkölluð limmósína afhjúpuð ÞORBJÖRG Inga Jónsdóttir, for- maður Kvenréttindafélags Íslands, segist bæði hneyksluð og vonsvikin yfir þeim niðurstöðum sem fram koma í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um viðbótarlaun. Í fréttatil- kynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að karlar fái í flestum tilvikum mun hærri viðbótarlaun en konur hjá þeim tíu ríkisstofnunum sem úttekt Ríkisendurskoðunar náði til. Ekki er í skýrslunni gefið upp um hvaða stofnanir er að ræða. Í fréttatilkynningunni segir einnig að hæstu viðbótarlaunin hafi aðallega runnið til þeirra starfsmanna sem voru hæst settir innan stofnunar. „Það er auðvitað út í hött að þetta skuli vera svona, sérstaklega hjá op- inberum stofnunum,“ segir Þorbjörg í samtali við Morgunblaðið. Bætir hún við að þessi niðurstaða sé ekki í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Þarna er eitthvað að gerast sem við þurfum að rann- saka,“ segir hún. Þarf að vinna mjög markvisst Þorbjörg telur rétt að gerð verði jafnréttisúttekt á þessum stofnunum. Þá segir hún að vinna þurfi mjög markvisst að því að ná launajafnrétti kynjanna. „Það þarf að taka hvern einasta hóp sem á að vera með jafna stöðu og breyta þessu.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðar- dóttur alþingismanns. „[…] Var þar reynt að einangra þann hóp ríkis- starfsmanna sem miklar líkur benda til að fái viðbótarlaun, þ.e. mánaðar- legar greiðslur ofan á grunnlaun án þess að sérstakt vinnuframlag þurfi að koma á móti. Slíkar greiðslur eru m.a. notaðar til að umbuna starfs- mönnum fyrir árangur í starfi. Markmiðið með úttektinni var að svara því hvernig slík laun hefðu skipst eftir kynjum milli þeirra starfs- manna sem gegndu sambærilegum störfum í tíu stærstu ríkisstofnunum sem greiddu viðbótarlaun árið 2002 […],“ segir m.a. í fréttatilkynningu Ríkisendurskoðunar. Formaður Kvenréttindafélags Íslands Hneyksluð og vonsvikin yfir niðurstöðu um viðbótarlaun SÝNINGARNAR Þetta er allt að koma og Ríkarður þriðji í Þjóðleik- húsinu, Sporvagninn Girnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur, Brim hjá Vest- urporti og Meistarinn og Margaríta í Hafnarfjarðarleikhúsinu etja kappi um Grímuna, íslensku leiklistarverð- launin, sem besta sýning ársins, en tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í gær. Þetta er allt að koma hlaut flestar tilnefningar, tíu, og Ríkarður þriðji hlaut níu. Sýning Leikfélags Reykja- víkur á Chicago hlaut átta tilnefn- ingar. Þjóðleikhúsið fær langflestar til- nefningar leikhúsa, 30 alls. Leikfélag Reykjavíkur fær 16 tilnefningar. Vinsælasta sýningin að mati áhorfenda voru Chicago, Dýrin í Hálsaskógi, Edith Piaf, Eldað með Elvis og Grease. Síma- og GSM-kosning hefst 11. júní og endar í beinni útsendingu í Sjónvarpinu að kvöldi 16. júní. Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin Þjóðleik- húsið fær 30 tilnefningar  Þetta er allt/Listir MATFUGL ehf. hefur sent frá sér tilkynningu um að bakterían salmon- ella worthington hafi fundist við reglubundna sýnatöku í slátursýni frá fyrirtækinu. Um er að ræða ferska Móa-kjúklinga. Matfugl, starfsmenn verslana sem selja vör- una, og heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laga, hafa nú tekið kjúklingana úr sölu, en um 20% úr umræddum kjúk- lingahópi voru komin í dreifingu. Kjúklingahópurinn sem greinst hefur smitaður af salmonellu er auð- kenndur með sérstöku rekjanleika- númeri (Rlnr.) sem sjá má á umbúð- um vörunnar. Númerið er: 011–04–17–3–03. Hafi fólk ferskan kjúkling heima hjá sér er það beðið um að athuga rekjanleikanúmerið á merkimiða vörunnar. „Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir leið- beiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru,“ segir í tilkynn- ingu Matfugls. Salmonella í ferskum kjúklingi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.