Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 51 DAGBÓK Rauðagerði 26 • s. 588 1259 á vönduðum dömufatnaði í Rauðagerði 26, í dag, laugardag, frá kl. 10-18 30-70% afsláttur Stærðir 36-52 Peysur, bolir frá kr. 1.800 Verið velkomin www.green-house.is ÚTSALA - ÚTSALA VOR - SUMAR 2004 450 fm glæsilegt iðnaðar- húsnæði. Rýminu verður skipt upp í 2 notaeiningar, 300 fm og 150 fm, hvor með sinni innkeyrsludyr. Mjög góð lofthæð, 7 metrar við útvegg en 9 metrar við mæni. Vésteinn Gauti Hauksson veitir allar nánari upplýsingar í síma 868 0049 KLETTHÁLS 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali STJÖRNUSPÁ TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert fróðleiksfús og úr- ræðagóð/ur og átt auðvelt með að tjá þig. Þú þarft á aukinni einveru að halda á árinu til að geta lært eitt- hvað mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð tækifæri til að að- stoða einhvern sem er langt frá þér. Þú hugsar stórt en gleymir þó ekki þínum nán- ustu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú laðar til þín gjafir og greiða þessa dagana. Búðu þig undir að taka á móti þeim tækifærum sem þér bjóðast. Þú átt happ í vændum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur áhyggjur af velferð fjölskyldu þinnar og annarra sem standa þér næst. Leitaðu leiða til að hjálpa öðrum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til við- ræðna við samstarfsfólk þitt. Þú ert hlýleg/ur og skilnings- rík/ur á sama tíma og þú gerir þér skýra grein fyrir vanda- málunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til ferða- laga og hvers konar leikja. Þú munt einnig njóta þess að daðra og fara á einhvers kon- ar listasýningar. Leyfðu þér að njóta lífsins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til mikillar hlýju í garð þinna nánustu í dag og átt því auðvelt með að veita þeim stuðning. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt eiga skemmtilegar og gagnlegar samræður við annað fólk í dag. Þetta er því góður dagur til viðræðna við samstarfsfólk þitt og systkini. Þú átt einnig auðvelt með koma hugmyndum þínum á framfæri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til fjár- öflunar, hvort sem þú stendur ein/n að henni eða með öðrum. Settu markið hátt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Foreldrar þínir, kennarar eða aðrir yfirboðarar geta veitt þér mikilvæga aðstoð í dag. Þú ættir endilega að þiggja aðstoð þeirra því þú hefur unnið fyrir henni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fyrirætlanir þínar varðandi ferðalög eða útgáfustarfsemi líta vel út. Hikaðu ekki við að láta á þær reyna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vin þinn langar til að lána eða gefa þér eitthvað. Sýndu þá kurteisi að þiggja það sem þér er boðið. Þú getur örugglega fundið einhver not fyrir það þótt síðar verði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það mun skila þér góðum ár- angri að vinna með foreldrum þínum eða nágrönnum í dag. Fólk finnur til samkenndar og það auðveldar alla samvinnu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake Á FERÐ UM LANGADAL Mér eru lífskjör þessi þröng, því verður margt til tafar, gangandi manni er leiðin löng, liggur hún þó til grafar. Brotinn er vonarvölur minn, völt og titrandi skriðtólin, dugur sem hugur dvína. Fagna ég hvíld í foldarþró, föðurlandinu slitna skó gef ég í minning mína. Bólu-Hjálmar LJÓÐABROT 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur í dag, laugardag- inn 5. júní, Vilhjálmur Ein- arsson, Útgarði 2, Egilsstöðum, fv. skóla- meistari og silfurverð- launahafi frá Ólympíu- leikunum í Melbourne 1956. Vilhjálmur og eiginkona hans Gerður Unndórsdóttir halda upp á daginn ásamt fjölskyldu í Reykjavík. Haldið verður fjölskyldumót fyrir börn og barnabörn á Laugardalsvelli í anda íþróttaskóla Höskuldar og Vilhjálms. SVEINN Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson voru í góðu formi um helgina og pressuðu stíft á landsliðs- mennina sem nú hita upp fyrir Evrópumótið í Sví- þjóð. Erlendur sá í gegn- um holt og hæðir í þessu spili: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ÁG ♥D ♦KD1084 ♣DG1083 Vestur Austur ♠KD10962 ♠4 ♥53 ♥G108762 ♦G732 ♦Á95 ♣K ♣952 Suður ♠8753 ♥ÁK94 ♦6 ♣Á764 Landsliðsmennirnir Bjarni H. Einarsson og Þröstur Ingimarsson voru í andstöðunni: Vestur Norður Austur Suður Bjarni Sveinn Þröstur Erlendur -- -- 2 hjörtu Pass 2 spaðar Dobl Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Dobl 6 lauf Pass Pass Pass Sagnir þarfnast skýr- inga. Opnun Þrastar er veikari gerðin af veikum tveimur, sem sýnir annað hvort sexlit og 3–7 punkta, eða þokkalegan fimmlit og heldur sterkari spil. Tveir tíglar væri sterkari opnun með sex-spila hálit (8–10 punktar). Svar Bjarna á tveimur spöðum er eðli- legt, en ekki krafa. Sveinn Rúnar doblar til úttektar með láglitina, Erlendur krefur með þremur spöð- um og síðan liggur leiðin upp í laufslemmu. Slemman er fullhörð og líkleg til að tapast eftir misheppnaða svíningu í trompi. En Erlendur hafði upplýsandi sagnir að styðj- ast við. Bjarni hlýddi út- spilsdobli makkers og kom út með smáan tígul. Er- lendur vissi hvar ásinn var og lét lítinn tígul úr borði. Þröstur fór upp með ásinn og skipti yfir í hjartatvist, eins og hann ætti fimmlit. Sem er góð vörn. En Erlendur trúði því rétt mátulega. Hann sá ekki að austur gæti átt þrjú hávöld (tígulás og laufkóng) fyrir fárveikri opnun, auk þess sem líkur voru á því að spaðaháspilin væru skipt (úr því spaða- kóngur kom ekki út). Hann hafnaði því svíningunni í laufinu og spilaði strax laufi á ásinn! Þegar enginn við borðið sagði neitt, ákvað Erlendur tjá sig: „Ég ER góður!“ Þetta er gamla sagan: það hrósar manni enginn ef maður gerir það ekki sjálf- ur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar glaðlegu stúlkur voru með hlutaveltu og söfnuðu 3.430 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands, þær heita Ásta Kristín, Hrefna og Þórdís. 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5. Rf3 Rc6 6. cxd4 d6 7. exd6 e6 8. Rc3 Bxd6 9. Bc4 0-0 10. 0-0 Rf6 11. Bg5 Be7 12. He1 b6 13. a3 Bb7 14. Dd3 h6 15. Bh4 Rh5 16. Bxe7 Rxe7 17. Had1 Rf4 18. De3 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur nú yfir í Elista í Rússlandi. Hin kín- verska Xue Zhao (2.477) hafði svart gegn Shadi Paridar (2.267). 18. – Rxg2! 19. Kxg2 Rf5 20. Df4 g5 21. Dc1 Rh4+ 22. Kf1 Rxf3 23. He3 Rxh2+ 24. Ke2 Df6 og hvítur gafst upp. Aðalfundur Skáksambands Íslands fer fram í dag í Faxafeni 12. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn og fjölmarg- ar lagabreytingartillögur liggja fyrir fundinum. Hægt er nálgast upplýs- ingar um þetta og fleira á www.skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.        ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA Morgunblaðið/Árni Torfason MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.