Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 59
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Kvikmyndir.com
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í
sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi
á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil
hefur aldrei áður sést á hvíta
tjaldinu!
Missið ekki af þessari.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
21.000
manns
á 9 dögum!!!
FRUMSÝNING
Hvað gerist þegar
tveir andstæðingar
gifta sig fyrir slysni?
Það verður allt
vitlaust!
Skemmtilegasta
og rómantískasta
grínmynd ársins.
PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Frá leikstjóra Johnny English
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
HP
Kvikmyndir.com
ÞÞ FBL
„HL MBL
ÓÖH DV
Skonrokk
FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM
BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING
Ó.H.T Rás2
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
Sýnd kl. 2.30, 5.30, 8.30 og Powersýning kl. 11.30.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir
í sinni mögnuðustu mynd sem stefna
öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt
sjónarspil hefur aldrei áður sést
á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
21.000
manns
á 9 dögum!!!
Frábær rómantísk
gamanmynd sem kemur
þér skemmtilega á óvart.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.50. B.i. 16.
ÆVINTÝRI á Atlantshafi heitir ný
heimildarmynd sem frumsýnd
verður í dag, laugardag, í opnu húsi
Siglingaklúbbsins Brokeyjar í fé-
lagsheimilinu að Austurbugt. Húsið
verður opnað kl. 13 og er uppá-
koman liður í fjölbreyttri dagskrá
Hátíðar hafsins um helgina. Frum-
sýning myndarinnar verður þó með
óvenjulegu sniði þar sem gestum
gefst kostur á að skreppa í siglingu
á skútu og koma síðan við í félags-
heimilinu og sjá myndina, sem sýnd
verður nokkrum sinnum. Í Æv-
intýri á Atlantshafi er fylgst með
þátttöku íslensku skútunnar Bestu í
frönsku siglingakeppninni Skipp-
ers d’Islande. Siglt var frá bænum
Paimpol á Bretagne-skaganum til
Reykjavíkur og aftur til baka og
varð Besta fyrst í mark, og í 6. sæti
með forgjöf, sem verður að teljast
góður árangur þar sem þetta var í
fyrsta sinn sem Íslendingar tóku
þátt í úthafssiglingakeppni.
Ingvar Á. Þórisson er leikstjóri
myndarinnar, og mikill áhugamað-
ur um skútusiglingar. Hann segir
dagskrána haldna til að kynna
landsmönnum þetta skemmtilega
sport, sem hefur verið að færast í
vöxt á síðustu árum. „Við erum svo
mikil fiskveiðiþjóð að lítil hefð hef-
ur skapast fyrir skútusiglingum
hér, en þetta er vinsæl tómstunda-
og keppnisiðja víða í Norður-
Evrópu. Það getur verið hreint
dásamlegt að sigla út um sundin blá
á góðum degi og ætlum við að bjóða
upp á ókeypis siglingar út fyrir
hafnarkjaftinn í tengslum við sýn-
ingu myndarinnar, og leggja jafn-
framt okkar af mörkum til Hátíðar
hafsins.“
Kvikmyndin sýnir ekki eingöngu
viðburðaríka siglingu milli Íslands
og Frakklands, heldur er þar einn-
ig fjallað um þá sögu sem liggur að
baki Skippers d’Islande-keppninni
og tengslum Íslands og sigl-
ingabæjanna á Bretagne-skag-
anum. „Hátíðin er að festa sig í
sessi en hún er haldin til þess að
halda á lofti minningu franskra sjó-
manna sem sóttu Íslandsmið af
kappi á átjándu öldinni og fram á
þá nítjándu,“ segir Ingvar. „Í
myndinni er fylgst með áhöfninni á
Bestunni og er Baldvin Björg-
vinsson skipstjóri þar í aðal-
hlutverki. Það var mikið fjör um
borð og gekk á ýmsu á leiðinni,
enda myndaðist nokkurs konar Ís-
land – Frakkland keppnisstemning.
En auk þess er í myndinni rifjuð
upp útgerð Frakka við Íslands-
strendur, en þegar veiðar þeirra
stóðu sem hæst um og eftir miðja
18. öld voru hér við land allt að 300
frönsk skip hverju sinni. Þátttaka
Íslendinga vakti mikla athygli í
keppninni, enda hafa bæjarbúar í
Paimpol mikinn áhuga á þessum
menningartengslum við Ísland. Að
sama skapi veitir þátttaka íslenskra
keppenda og áhorfenda kærkomið
tækifæri til að rækta þessi tengsl af
okkar hálfu,“ segir Ingvar og bætir
því við að allir séu velkomnir að
koma í opið hús siglingaklúbbsins
og upplifa sanna skútusigling-
arstemmningu.
Morgunblaðið/Þorkell
Hér má sjá keppnisskútuna Bestu
upp á sitt besta í Reykjavíkurhöfn.
Heimildarmyndin Ævintýri á Atl-
antshafi fjallar um siglingu skút-
unnar milli Íslands og Frakklands.
Bíó og
sigling í
einni ferð
heida@mbl.is