Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 57 bestu plötur ársins. Þá er lag af plöt- unni, „The Hills Have Eyes“, í sex- tánda sæti X-Dominos-listans (skv. lista sem birtur var 2. júní). Björk í flugvélinni Blaðamaður heyrði stuttlega í trymblinum Daniel en þeir félagar koma hingað ferskir úr stuttum Am- eríkutúr. Mönnum þykir alltaf dálítið sér- stakt að heimsækja Frón og Daniel sagði mér að hann þekkti tvö nöfn í íslenskri tónlist. ÞAÐ verður þvílíkt tuddarokkið sem mun ráða ríkjum á Gauki á Stöng í kvöld. Sænska sveitin Dozer mun þá leika ásamt íslensku rokksveitinni Brain Police. Dozer spilar, líkt og Brain Police, löðursveitt eyðimerk- urrokk í anda Queens of the Stone Age, Kyuss og Fu Manchu. Hljóm- sveitin var stofnuð fyrir níu árum og á að baki þrjár breiðskífur og nokkr- ar stutt- og smáskífur. Nýjasta plat- an, Call it Conspiracy, kom út í fyrra og gekk vel, endaði t.d. á topp 20 lista tímaritsins Metal Hammer yfir „Eina íslenska tónlistin sem ég þekki er Björk og Mínus. Þeir rokka! Björk var með okkur í flugvélinni á leiðinni til New York!“ En hvernig tónlist spilar Dozer? „Ef ég ætti að lýsa tónlist okkar fyrir leikmanni,“ segir Daniel, „myndi ég segja að þetta væri nú- tímalegri útgáfa af Black Sabbath með ögn hraðari takti. Annars er þetta bara brjálað suddarokk.“ Daniel segir að dægurtónlistar- menning í Svíþjóð sé einkar virk en hann kvartar undan því að lítið sé um staði til að spila á. Aðspurður um gengi Dozer í gegnum tíðina hafði hann þetta að segja. „Það má segja að ferill okkar hafi verið á hægri uppleið. Í dag er þetta það eina sem við gerum; að semja, spila og taka upp. Það er ekki hægt að vinna „eðlilega“ vinnu með þessu. Þannig að við erum í algerri drauma- stöðu!“ Sænska rokksveitin Dozer á Gauki á Stöng í kvöld ásamt Brain Police Algjör jarðýta Dozer er þétt band … í sem víðustum skilningi þess orðs! Um tvenna tónleika er að ræða. Fyrri tónleikarnir byrja kl. 17 og verður ekkert aldurstakmark á þá tónleika. Síðari tónleikarnir hefjast hins vegar kl. 21 og þá er 18 ára aldurstakmark. Verð á hvora tónleika er 1.200 krónur. www.dozermusic.com arnart@mbl.is EFTIR að hafa verið í heilan ár- artug í fýlu hvor út í annan eru þeir gömlu Suede-forsprakkar Brett Anderson og Bernard Butler búnir að sættast. Það er samdóma álit sérfræðinga og aðdáenda að Suede hafi ekki verið sama sveit síðan Butler hætti í fússi, um það leyti sem upptökum var að ljúka á ann- arri plötunni, Dog Man Star. Ástæðan fyrir því að hann hætti hefur alltaf legið ljós fyrir; þeir Anderson rifust eins og hundur og köttur. En nú þegar þeir eru orðnir tíu árum eldri og þroskaðri virðist sem þeir eigi betur skap saman. NME- .COM sagði frá því í vikunni að þeir væru búnir að vera vinna saman tónlist síðan í janúar og að afrakst- urinn væri heil 18 lög sem þeir hygðust gefa út síðar á árinu. Ekki er um upprisu Suede að ræða því þeim til aðstoðar eru nýir ónefndir menn á bassa og trommum, þannig að platan verður að öllum líkindum gefin út undir nafni nýrrar hljóm- sveitar. „Ég get með sanni sagt að þetta sé það allra besta sem við Butler höfum gert saman,“ sagði And- erson í viðtali við NME fyrir skömmu, eftir að orðrómur um samvinnu þeirra hafði kvisast út. Viðræður standa nú yfir við plötufyrirtæki um útgáfu á efninu og segir NME.COM að svo gæti jafnvel farið að þessi nýja sveit Andersons og Butlers kæmi fram opinberlega innan tíðar. Sárin gróa Fyrsta myndin af Butler og And- erson saman í meira en tíu ár. Sameinaðir Suede ÞAÐ er bannað að blóta á tónleika- ferð með Madonnu. Poppdrottn- ingin hefur ákveðið að sekta hvern þann starfsmann sinn um 5 dali (360 krónur) sem lætur út úr sér blótsyrði í henn- ar viðurvist. Sjálf verður hún ekki hafin yfir þessa nýju siða- reglu og er víst þegar farin að punga út vænum summum enda þykir hún með orðljótari popp- drottningum. Bannað að blóta ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.