Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 57

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 57 bestu plötur ársins. Þá er lag af plöt- unni, „The Hills Have Eyes“, í sex- tánda sæti X-Dominos-listans (skv. lista sem birtur var 2. júní). Björk í flugvélinni Blaðamaður heyrði stuttlega í trymblinum Daniel en þeir félagar koma hingað ferskir úr stuttum Am- eríkutúr. Mönnum þykir alltaf dálítið sér- stakt að heimsækja Frón og Daniel sagði mér að hann þekkti tvö nöfn í íslenskri tónlist. ÞAÐ verður þvílíkt tuddarokkið sem mun ráða ríkjum á Gauki á Stöng í kvöld. Sænska sveitin Dozer mun þá leika ásamt íslensku rokksveitinni Brain Police. Dozer spilar, líkt og Brain Police, löðursveitt eyðimerk- urrokk í anda Queens of the Stone Age, Kyuss og Fu Manchu. Hljóm- sveitin var stofnuð fyrir níu árum og á að baki þrjár breiðskífur og nokkr- ar stutt- og smáskífur. Nýjasta plat- an, Call it Conspiracy, kom út í fyrra og gekk vel, endaði t.d. á topp 20 lista tímaritsins Metal Hammer yfir „Eina íslenska tónlistin sem ég þekki er Björk og Mínus. Þeir rokka! Björk var með okkur í flugvélinni á leiðinni til New York!“ En hvernig tónlist spilar Dozer? „Ef ég ætti að lýsa tónlist okkar fyrir leikmanni,“ segir Daniel, „myndi ég segja að þetta væri nú- tímalegri útgáfa af Black Sabbath með ögn hraðari takti. Annars er þetta bara brjálað suddarokk.“ Daniel segir að dægurtónlistar- menning í Svíþjóð sé einkar virk en hann kvartar undan því að lítið sé um staði til að spila á. Aðspurður um gengi Dozer í gegnum tíðina hafði hann þetta að segja. „Það má segja að ferill okkar hafi verið á hægri uppleið. Í dag er þetta það eina sem við gerum; að semja, spila og taka upp. Það er ekki hægt að vinna „eðlilega“ vinnu með þessu. Þannig að við erum í algerri drauma- stöðu!“ Sænska rokksveitin Dozer á Gauki á Stöng í kvöld ásamt Brain Police Algjör jarðýta Dozer er þétt band … í sem víðustum skilningi þess orðs! Um tvenna tónleika er að ræða. Fyrri tónleikarnir byrja kl. 17 og verður ekkert aldurstakmark á þá tónleika. Síðari tónleikarnir hefjast hins vegar kl. 21 og þá er 18 ára aldurstakmark. Verð á hvora tónleika er 1.200 krónur. www.dozermusic.com arnart@mbl.is EFTIR að hafa verið í heilan ár- artug í fýlu hvor út í annan eru þeir gömlu Suede-forsprakkar Brett Anderson og Bernard Butler búnir að sættast. Það er samdóma álit sérfræðinga og aðdáenda að Suede hafi ekki verið sama sveit síðan Butler hætti í fússi, um það leyti sem upptökum var að ljúka á ann- arri plötunni, Dog Man Star. Ástæðan fyrir því að hann hætti hefur alltaf legið ljós fyrir; þeir Anderson rifust eins og hundur og köttur. En nú þegar þeir eru orðnir tíu árum eldri og þroskaðri virðist sem þeir eigi betur skap saman. NME- .COM sagði frá því í vikunni að þeir væru búnir að vera vinna saman tónlist síðan í janúar og að afrakst- urinn væri heil 18 lög sem þeir hygðust gefa út síðar á árinu. Ekki er um upprisu Suede að ræða því þeim til aðstoðar eru nýir ónefndir menn á bassa og trommum, þannig að platan verður að öllum líkindum gefin út undir nafni nýrrar hljóm- sveitar. „Ég get með sanni sagt að þetta sé það allra besta sem við Butler höfum gert saman,“ sagði And- erson í viðtali við NME fyrir skömmu, eftir að orðrómur um samvinnu þeirra hafði kvisast út. Viðræður standa nú yfir við plötufyrirtæki um útgáfu á efninu og segir NME.COM að svo gæti jafnvel farið að þessi nýja sveit Andersons og Butlers kæmi fram opinberlega innan tíðar. Sárin gróa Fyrsta myndin af Butler og And- erson saman í meira en tíu ár. Sameinaðir Suede ÞAÐ er bannað að blóta á tónleika- ferð með Madonnu. Poppdrottn- ingin hefur ákveðið að sekta hvern þann starfsmann sinn um 5 dali (360 krónur) sem lætur út úr sér blótsyrði í henn- ar viðurvist. Sjálf verður hún ekki hafin yfir þessa nýju siða- reglu og er víst þegar farin að punga út vænum summum enda þykir hún með orðljótari popp- drottningum. Bannað að blóta ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.