Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk ÞAÐ STENDUR HÉRNA Í BÓKINNI AÐ ALLIR JÓÐLARAR ÞURFI AÐ HITA UPP VIÐ ÆTTUM AÐ FARA MEÐ ÞETTA ÚT KOMDU AFTUR HINGAÐ! HVER VILL FARA AÐ KLÓRA ÖLL HÚSGÖGNIN? ÉG! ÉG! KEM RÉTT STRAX MÉR LÍKAR EKKI VIÐ ÞETTA GLOTT! ÞÓ AÐ FYRSTU DAGARNIR HAFI VERIÐ BJARTIR, ÞÁ BYRJAÐI FLJÓTT AÐ DIMMA. LÍF MITT HEFUR VERIÐ EIN STÓR ÞRAUTARGANGA. ÞRAUTAR- GANGA? HVAÐ MEINARÐU? ÉG HEF ALLTAF VERIÐ GÓÐUR VIÐ ÞIG! ÞÚ HEFUR ÁTT AUÐVELT LÍF! ER ÞAÐ? ÞETTA GÆTI EYÐILAGT SJÁLFSÆVISÖGUNA... Risaeðlugrín © DARGAUD EINMITT ÞAÐ SEM ÉG HÉLT. VATNSLÁSINN ER STÍFLAÐUR KOMIÐ! AAAAAAA ÞETTA ER NÚ GOTT! TAKKFYRIR DÍNÓ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRAMUNDAN er spennandi sumar í handboltanum 6. júní nk. verða spil- aðir tveir mikilvægir landsleikir. A-landslið kvenna spilar í Tékklandi seinni leik sinn gegn Tékkum þar sem stelpurnar eru að spila um laust sæti á Evrópumótinu í handknattleik (EM) og A-landslið karla spilar hér heima gegn Ítölum um laust sæti á HM í Túnis 2005. 19 ára landslið kvenna er komið í lokakeppni EM sem fram fer í Tékk- landi í ágúst nk. stelpurnar spila í sterkum riðli á móti Noregi, Þýska- landi og Austurríki. 20 ára landslið karla Evrópu- meistarnarnir okkar frá því í fyrra keppa aftur í lokakeppni EM í Lett- landi núna í ágúst nk. strákarnir eru líka í mjög sterkum riðli á mótinu spila gegn Ungverjalandi, Sviss og Rúmeníu. 18 ára landslið karla tryggði sér um daginn sæti á lokakeppni EM sem fram fer í Serbíu í ágúst nk. þeir munu spila á móti Serbíu, Eistlandi og Svíþjóð. Þetta er frábær árangur yngri landsliða HSÍ, kostnaðurinn er mik- ill og þurfa leikmenn að standa í fjár- öflunum samhliða því að æfa fyrir mótin sem framundan eru. Því miður er fjárhagsstaða HSÍ enn ekki orðin það góð að við getum greitt allan kostnað sem fellur á vegna þátttöku yngri landsliða HSÍ en við erum bjartsýn að nú fari að styttast í slíkt hjá sambandinu. Því betri árangur hjá landsliðum HSÍ því meiri kostn- aður fellur á sambandið þetta ætti að vera öfugt. Engir styrkir koma að utan frá EHF vegna þessara liða sem komin eru í lokakeppni EM. Umgjörð landsliðanna og stuðn- ingur landans við þau tel ég aldrei hafi verið meiri. Nú fer A-landslið karla á Ólympíuleikana í ágúst nk. með stuðningi þjóðarinnar og sam- starfsaðilum HSÍ. Við höfum aldrei átt fleiri leikmenn sem spila í Evr- ópu og aldrei fleiri upprennandi hetjur hér heima bæði hjá stelpun- um og strákunum enda alltaf fleiri og fleiri að gera samninga við erlend lið. Áfram stelpur og strákar, áfram HSÍ. ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, gjaldkeri HSÍ. Áfram stelpur og strákar Frá Ásgerði Halldórsdóttur: Morgunblaðið/Brynjar Gauti VIÐ státum okkur af að vera elsta lýðveldi í heimi, samt veit enginn hvernig á að framkvæma þjóðarat- kvæðagreiðslu. Einhvern tíma hafa nú verið gefin út bráðabirgðalög af minna tilefni. Mér þykir eðlilegt að allir atkvæð- isbærir menn á Íslandi eigi rétt á að greiða atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það ætti ekki að vera neitt stórmál að dreifa einni já- eða nei- spurningu á sérstökum seðli um leið og við kjósum okkur forseta. Það þarf tvö þing til að samþykkja breytingar á stjórnarskrá, samt koma málsmetandi menn fram, hver um annan þveran, og lýsa ákvæði í stjórnarskránni eins og hverri ann- arri prentvillu. Forsætisráðherra lýsir forseta Ís- lands vanhæfan (hvernig var sagan um bjálkann og flísina?). Forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra lýstu yfir stríði við annað land, án þess að það fengi umfjöllun í utanríkismála- nefnd. Ég veit ekki við hvern for- sætisráðherra ráðfærði sig, en sl. þriðjudag fengum við, óbreyttir kjósendur, þær upplýsingar að utan- ríkisráðherra hefði ekki borið stríðs- yfirlýsinguna undir þingflokk sinn. Dómsmálaráðherra telur sig ekki þurfa að fara að lögum, sem eru börn síns tíma. Þetta er þingræðið, sem við búum við. Við þetta má bæta að sæti stjórnarþingmanna eru oftast auð, þegar lagafrumvörpum þeirra er andmælt. Málin eru nefnilega af- greidd annars staðar en á þingi. Veitir okkur nokkuð af því að hafa þann öryggisventil, sem forsetinn er? Hann hefur nú vísað fjölmiðla- lögunum til þjóðarinnar. Sumir segja að þetta mál sé slíkur hégómi að það sé ekki ástæða til að grípa til þessa umdeilda ákvæðis stjórnar- skrárinnar vegna þess. Ég tel að málið snúist ekki bara um fjölmiðlalögin, þótt frumvarpið hafi verið kýlt í gegn illa unnið og margir lögfróðir menn telji að það brjóti í bága við stjórnarskrána (en hún er jú barn síns tíma). Ég tel ekki síður mikilvægt að fá úr því skorið fyrir næstu forsetakosningar, hvort stjórnarskráin heldur fyrir þessum banana-herrum, sem nú stjórna landinu og fylgismönnum þeirra. Mér var boðið að skrifa undir áskorun til forsetans um að sam- þykkja ekki lögin. Ég skrifaði ekki undir vegna þess að ég treysti for- setanum fullkomlega til að gera upp hug sinn sjálfur, annars hefði ég ekki kosið hann. Nú hefur hann gert það og hefur fyllilega reynst trausts míns verður. Ég treysti forsetanum fyllilega til að hygla ekki ættingjum sínum eða vinum umfram aðra Íslendinga og það er meira en ég get sagt um alla þingmennina okkar og ráðherra. Mér finnst að við Íslendingar eig- um ekki að kjósa okkur forseta sem við ekki treystum í hvívetna, hvaða lygalaupa sem við svo veljum að kjósa á þing. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, 810 Hveragerði. Lýðveldið Ísland Frá Þórhalli Hróðmarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.