Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 23 Grindavík | Bláa lónið – heilsulind hlaut í gær umhverfisviðurkenn- inguna Bláfánann. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, af- henti Önnu G. Sverrisdóttur, aðstoð- arframkvæmdastjóra Bláa lónsins hf., fánann. Með þeim á myndinni er Bergur Sigurðsson heilbrigðis- fulltrúi. Er þetta í annað sinn sem Bláa lónið – heilsulind hlýtur Bláfánann sem er veittur til eins árs í senn. Hann var í fyrsta skipti veittur hér á landi á síðasta ári. Baðströndum er veittur Bláfáninn ef að þar hefur verið kappkostað að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu á baðströndinni og veita fræðslu um náttúruna og umhverf- isvernd. Bláa lónið fær Blá- fánann Keflavíkurflugvöllur | Kaffitár ehf. í Njarðvík mun opna kaffibar á ann- arri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. síðar í mánuðinum. Samn- ingur þess efnis var undirritaður í flugstöðinni í gær. Kaffitár mun bjóða upp á kaffi- drykki auk þess sem í boði verða saf- ar, vatn og aðrar drykkjavörur ásamt brauði og meðlæti. Einnig verða til sölu smávörur sem tengjast kaffi og kaffiuppáhellingu. Samningurinn við Kaffitár kemur í kjölfar forvals sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar efndi til um aðgang og afnot af verslunar- og þjónusturým- um í Flugstöðinni. Umsóknir um rekstur veitingaþjónustu bárust frá fjölda fyrirtækja. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugstöðinni að eftir mat á umsóknum hafi Kaffi- tári verið boðið til samstarfs um rekstur kaffibars í Flugstöðinni enda hafi hugmyndir fyrirtækisins fallið vel að markmiðum forvalsins um aukna þjónustu við farþega í Flugstöðinni. Eftir er að gera fleiri samninga um veitingaþjónustu í Flugstöðinni. Fyrir er Kaffitár með kaffihús og kaffibúðir í Kringlunni, við Banka- stræti og í nýrri kaffibrennslu fyr- irtækisins í Njarðvík. Kaffitár með kaffibar í Flugstöðinni Fékk kylfu í höfuðið | Kona í Grindavík varð fyrir því að fá golf- kylfu í höfuðið í fyrrakvöld. Lögregla og sjúkrabifreið var kölluð til. Sam- kvæmt upplýsingum á vef lögregl- unnar í Keflavík var konan flutt til aðhlynningar á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Reykjavík. ♦♦♦ ♦♦♦ Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.