Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g hef alltaf verið lé- legur í að finna gjafir. Ekki það að ég viti ekki hvað er fallegt, en mig langar alltaf að gefa hina full- komnu gjöf, gjöfina sem gefur áfram, heldur áfram að gefa. Þessa gjöf hef ég, þrátt fyrir víð- tæka leit, alltaf átt erfitt með að finna. Ég hef alltaf trúað því að við eigum að styðja við bakið á þeim sem lenda í erfiðleikum í lífinu, hvort sem um er að ræða sjúk- dóma, afbrot, slys, vímu- efnaneyslu eða það að fæðast eða lenda í klóm fátæktarinnar. Ég prísa mig sælan hvern dag, þegar ég uppgötva að ég bý í samfélagi þar sem langflestir taka undir skoðanir mínar, enda byggir ís- lenskt sam- félag í meg- inatriðum á sameig- inlegum gild- um hjálpsemi og velvildar. Þess vegna finnst mér til dæmis oft Framsóknarflokkurinn hinn yndislegasti flokkur. Liðs- mönnum hans er mikið í mun að viðhalda hér á landi öflugu vel- ferðarkerfi og vilja ekki draga úr þeirri þjónustu sem það veitir, enda veitir ekki af. Til þess að viðhalda þessu mannvæna kerfi hafa framsóknarmenn endurupp- götvað alveg frábæra lausn, stór- iðju, en framsóknarmenn hafa ítrekað lagt áherslu á það að til að viðhalda öflugu velferðarkerfi, sé stóriðjan besta leiðin. Það að virkja og byggja upp þungaiðnað hér á landi tryggi vöxt og viðhald öflugs velferðarkerfis. Ég er svo feginn að við Fram- sóknarflokkurinn eigum svona mikið sameiginlegt, þótt mér hefði aldrei dottið í hug slíkt snjallræði og stóriðja í þessu samhengi, en vissulega er þetta alveg frábær hugmynd. Það er nefnilega þannig að með stóriðj- unni myndast svo mörg ný vel- ferðar- og heilbrigðisvandamál að það mun hreinlega verða hrein- asta fásinna að skera niður í þeim málaflokkum. Ef við lítum til dæmis til vinaþjóðar okkar, Kan- adamanna, þá sker ein borg sig úr hvað varðar glæpi, fátækt, sjúkdóma af völdum mengunar og eymd, s.s. gríðarlega þörf fyr- ir velferðarkerfi, en það er Winnipeg. Og hvað á Winnipeg umfram aðrar borgir Kanada? Jú, stálverksmiðjur, þungaiðnað og fleira. Og við getum nefnt fleiri heimsborgir sem viðhalda öflugum velferðarkerfum; Detroit, Pittsburgh og Manchest- er eru aðeins lítil dæmi um þessa jákvæðu þróun. Já, það hefur sýnt sig að þungaiðnaður og stóriðja eru frá- bærar leiðir til að viðhalda um- fangsmiklu, öflugu og vaxandi velferðarkerfi. Heilsuskilyrði vinnustaðanna eru aðeins hluti af því, einnig er fábreytni atvinnu- umhverfisins, sem leiðir af því að einn geiri sogar í sig stóran hluta hæfra starfskrafta og minnkar grósku í hinum, hin ágætasta leið til að auka glæpi og vanlíðan, sem leiða svo til meiri geðrask- ana og örorkulifnaðar. Allt er þetta til þess fallið að halda fjár- streymi til velferðarráðuneyt- anna flæðandi sem aldrei fyrr. Þá er ekki af neinu að taka nema kannski umhverfis- og mennta- málum, því ekki viljum við skera niður í utanríkisþjónustu eða samgöngum. Mér líður svo vel þegar ég hugsa um hve framsókn- armönnum er annt um velferð- arkerfið okkar. Þeir geta ekki hugsað sér að það dragist saman. Verst væri nú ef fólk lifði við meira almennt heilbrigði, and- lega vellíðan og aukna möguleika, þá myndi enginn vilja nota þetta dásamlega velferðarkerfi, sem við erum jú öll sammála um að þurfi að vera til staðar. En til hvers að hafa það ef enginn vill nota það? Þetta eru þeir nefni- lega búnir að fatta. Svo er nú stóriðjan líka til þess fallin að losa fólk undan þeirri leiðinlegu kvöð að þurfa að skapa sér framtíð sjálft, upp á eigin rammleik, með sköpunarkraft og hugmyndaflug að vopni. Hvers vegna að eyða þrjú hundruð milljónum í verkefni eins og Auð í krafti kvenna (eða Austfirðinga) og Nýsköpunarsjóð námsmanna, til að kenna fólki að koma hug- myndum sínum í framkvæmd, þegar hægt er að eyða tvö hundr- uð milljörðum og losa fólkið við allar þessar bévítans ákvarðanir og vangaveltur. Nú geta allir sem missa vinnuna farið í álverið og afgangurinn í „afleidd störf“. Snilldarhugmynd segi ég nú bara. Einföld og um leið stílhrein, svolítið eins og Ikea-húsgögn, nema fólkið þurfti ekki einu sinni að smíða þau sjálft, það komu bara ódýrir verkamenn að utan og rubbuðu þessu upp fyrir það á engri stund. Enn einir töfrar stóriðjunnar eru þeir að þeir einfalda svo mál- ið fyrir fólkið sem tekur við af okkur. Barnabörnin okkar þurfa sko ekkert að vera að kljást við erfiðar spurningar um einhverja verndun hálendisins eða meintar náttúruperlur. Það verða engir „umhverfishryðjuverkamenn“ sem reyna að skemma allt, enda munu þeir ekki hafa neitt til að berjast fyrir. Það verður einfalt að lifa á Íslandi, enda verðum við vetnisvætt framtíðarsamfélag með öflugasta og umfangsmesta velferðarkerfi heims. Svo má auðvitað ekki gleyma því að vandamál lífeyrissjóðanna leysast um leið, því það þarf ekki að hafa áhyggjur af langlífi þeirra sem starfa í kerskálunum, sérstaklega þegar eftirspurn eftir áli fer að minnka og íslenska rík- ið fer að slaka á kröfunum til ál- fyrirtækjanna um umhverfis- og heilbrigðisstaðla. Hugsið ykkur, það munu sparast milljarðar. Besta leiðin til að halda vel- ferðarkerfinu stóru er einmitt að viðhalda þörfinni fyrir það. Að viðhalda fátækt, eymd og heil- brigðisvandamálum. Þannig bjargast allt saman. Ég vildi að ég væri svona klár, þá væri ég aldrei í vandræðum með tækifærisgjafir. Framsókn- armenn kunna svo sannarlega að gefa gjöfina sem heldur áfram að gefa. Gjöfin sem gefur áfram Það hefur sýnt sig að þungaiðnaður og stóriðja eru frábærar leiðir til að viðhalda umfangsmiklu, öflugu og vaxandi velferðarkerfi. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Krist- insson svavar@mbl.is MEÐ ákvörðun sinn um að stað- festa ekki fjölmiðlalögin svo kölluðu hefur forsetinn tekið afstöðu gegn vilja meirihluta Al- þingis. Vigdís Finn- bogadóttir, forveri Ólafs Ragnar Gríms- sonar, var undir mikl- um þrýstingi að und- irrita ekki lögin um EES-samninginn á sínum tíma. Hún sagðist hafa staðið með klofna þjóð að baki sér og hennar niðurstaða var að blanda ekki embætti forseta Íslands inn í þær deilur. Forsetinn var sameiningartákn þjóðarinnar og málsvari hennar útávið. Eðli deilunnar um fjölmiðlalögin hefur breyst í grundvallaratriðum. Kjarni málsins snýst ekki lengur um breytingar á útvarpslögum og samkeppnislögum heldur um það hvort embætti forseta Íslands sé pólitískt eða ekki. Með ákvörðun sinni hefur Ólafur Ragnar Gríms- son lýst því yfir að embætti forseta eigi að vera pólitískt. Forseti eigi að vera nokkurs konar pólitískur öryggisventill misviturra þingmeiri- hluta og bera undir þjóðaratkvæði þau samþykktu laga- frumvörp alþingis sem hann telur það umdeild. Með þessu hefur hann tekið sér vald sem ég hygg að fáir hafi kosið hann til. Stærstu mistök Ólafs Ragnars í þessu af- drifaríka máli voru að gefa afstöðu sína ekki upp áður en framboðs- frestur til embætti forseta Íslands rann út. Hann segist vilja gefa þjóðinni kost á að kjósa um fjöl- miðlalögin. Hann gefur þjóðinni hins vegar ekki kost á að kjósa um hvort hún vill pólitískan forseta eða ekki. Ef afstaða hans hefði legið fyrir er ég þess fullviss að hann hefði fengið mun sterkari kandídata í framboð á mót sér. Talsmenn þeirra sem vilja að forsetinn sé yfir pólitík hafinn og sameini þjóðina að baki sér. Ólafur Ragnar hefur kvartað yfir því að einstakir aðilar hafi gefið út skotleyfi á forseta Íslands. Með sínu nýjasta glappaskoti hefur hann gefið skotleyfið út sjálfur. Forsetinn gefur út skotleyfi Árni Gunnarsson skrifar um neitun forseta Íslands ’Ólafur Ragnar hefurkvartað yfir því að ein- stakir aðilar hafi gefið út skotleyfi á forseta Íslands. Með sínu nýjasta glappa- skoti hefur hann gefið skotleyfið út sjálfur.‘ Árni Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri, Sauðárkróki. FRÁ öndverðu reynist máttur bókarinnar mikill í menningu þjóða. Þess mun strax hafa gætt í hinu lausa stafaletri Kínverja á 11. öld. Og 1440 sannaði bókin þennan undramátt sinn er prentlistin hófst í Evrópu. Orð eru til alls fyrst og sam- ankomin „svart á hvítu“ vitna þau um örlög, þrautir, gleði og sigra mannkyns. Hinn „rauði þráður“ sem í bókinni felst frá fyrstu tilveru hennar hefur aldrei slitnað. Hann tengir saman óskiljanlega tilveru og vitund mannsins. Engin uppfinning, enginn fjölmiðill hef- ur enn reynst manns- andanum dýrmætari en bókin. Aftur og aftur get- um við tekið bókina í hönd, leitað og fundið það sem þroskar dómgreind og eykur sýn á undri vegferðar. Hér skal aðeins vísað til hins fræga, franska rithöfundar og læknis George Duhamel (1884– 1966). Í riti sínu (1937), sem birtist í danskri þýðingu 1939 „Forsvar for bogen“ ákallar hann samtíð sína til varnar bókinni. Orð hans eru mögn- uð og sterk rök hans fyrir menning- arlegri tilvist bókarinnar eru óhrekj- anleg. Áskorun hans til foreldra, uppalenda og kennara um öndvegi bókarinnar er einörð: „Ef bókalestur dvín deyr menning okkar.“ Framtíðarsýn Duhamel um tilurð annarra fjöl- miðla í vísindalegri framþróun er aðdáun- arverð. Tengjum þetta nú samtíð okkar og bókalestri. Á nýliðnu Bókaþingi flutti Þor- björn Broddason erindi um hnignandi bókalest- ur íslenskra barna og unglinga. Hann hefur sleitulaust unnið að rannsóknum á uppeld- ismótun og -mynstri íslenskra barna og unglinga í áratugi. Eflaust bera þær rannsóknir vitni þess hvert stefnir í bókalestri ungu kynslóð- arinnar ef „heldur sem horfir“. En þær staðfesta einnig að staða bók- arinnar gagnvart öðrum fjölmiðlum verður ekki hrakin. Það er eiginlega sárt að geta að- eins í stuttri grein gripið niður í nýj- ustu rannsókn prófessorsins. Með hans leyfi: „Rauði þráðurinn“ í sérstöðu bók- arinnar tengir hér saman framtíð- arsýn fortíðar og staðreyndir nútíð- ar í rannsóknum svo merkra vísindamanna. Það gefur ærna ástæðu til að nema staðar, hlusta og kynna sér neikvæða þjóðfélagshætti samtím- ans gagnvart bókinni. Bókin Jenna Jensdóttir skrifar um bækur ’Engin uppfinning,enginn fjölmiðill hefur enn reynst mannsand- anum dýrmætari en bókin.‘ Jenna Jensdóttir Höfundur er rithöfundur. % &      '!  ( &  6 "$7 5  "       "$  100,  +8    +# 9 :    +#  *$! & :  5 &     ; ')  '* ;  ; +* AÐ undanförnu hafa íbúar höf- uðborgarsvæðisins verið hvattir til þess að hvíla bílinn og hjóla þess í stað í vinnuna. Margir hafa tekið þessari áskorun enda hjólreiðar ódýr og holl hreyfing. Á all- mörgum árum hefur tekist að koma upp neti útivistar- og hjól- reiðarstíga á milli hverfa og bæjarhluta þannig að víða er auð- velt að komast ferða sinna óáreittur fyrir bílaumferð. Mikil og góð samvinna sveitar- félaganna er forsenda þess að sam- göngunet geti þróast eðlilega á höfuðborgarsvæðinu og á það jafnt við um vegi, almenningssamgöngur sem og hvers kyns útivistarstíga. Þeir sem leið eiga gangandi eða hjólandi úr Garðabæ í Kópavog þekkja þá gloppu sem þar er í úti- vistarstígum. Eina færa leiðin er að fylgja vegöxl Hafnafjarðarvegar með æðandi umferð- ina innan seilingar. Vissulega er hægt að þræða húsagötur Smárahverfisins og komast þannig með tilfæringum inn á stíg sem liggur eftir Kópa- vogsdalnum. Sú lausn er þó engan veginn ásættanleg til fram- tíðar litið. Bæj- arstjórn Garðabæjar hefur í nokkur ár sam- þykkt árlega fjárframlag til gerðar þessa göngu- og hjólastígs með- fram Hafnarfjarðarveginum. Framkvæmdir hafa hins vegar ein- hverra hluta vegna aldrei hafist. Á þessu ári eru fjármunir til verksins á fjárhagsáætlun eina ferðina enn. Hér með er skorað á meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ að hrista af sér slenið. Það er bænum til skammar hve lengi þessar sjálf- sögðu úrbætur hafa dregist. Ræða þarf við Kópavogsbæ um þeirra þátt m.a. um legu stígsins um lög- sögumörk bæjarfélaganna. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Vilji er allt sem þarf. Einar Sveinbjörnsson skrifar um samgöngumál ’Hér með er skorað ámeirihluta Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ að hrista af sér slenið.‘ Einar Sveinbjörnsson Höfundur er bæjarfullrúi af B-lista, óháðra og Framsóknar- flokks í Garðabæ. Hvenær kemur göngu- og hjólatenging?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.