Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 49 ÁSTÞÓR Magnússon forsetafram- bjóðandi hefur sent útvarpsréttar- nefnd bréf þar sem hann segir fjöl- miðla mismuna forsetaframbjóðend- um og að kjósendum sé gefin skökk mynd af því sem er í boði í komandi forsetakosningum. Ástþór hefur leitað aðstoðar Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu en hann segir m.a. að Ríkisút- varpið hafi brugðist hlutverki sínu. „Forsetaframboð Ástþórs Magnús- sonar hefur ekki, þrátt fyirr ítrek- aðar beiðnir þar um, fengið aðgang að fjölmiðlum RÚV til að kynna stefnumál forsetaframboðsins á mál- efnalegum grundvelli. Sama gildir um fjölmiðla Norðurljósa, Stöð 2 og Bylgjuna,“ segir í bréfinu. Ástþór gagnrýnir Ríkissjónvarpið fyrir að senda út boltaleiki en sleppa alfarið lýðræðislegri umræðu um forsetakosningar. Þá segir hann óeðlilegt að ekki hafi verið leitað við- bragða hjá forsetaframbjóðendum við þeirri ákvörðun forseta Íslands að skrifa ekki undir fjölmiðlafrum- varpið. Ástþór ósáttur við umfjöllun fjölmiðla Fuglaskoðun í Alviðru Í dag, laug- ardaginn 5. júní kl. 14–16, mun Jó- hann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og höfundur bókarinnar Íslenskur fuglavísir, fræða gesti Alviðru um þær fuglategundir sem þar er að finna. Gengið verður um nágrennið og fugl- ar skoðaðir í sjónauka. Boðið verður upp á kakó og kleinur að göngu lok- inni. Þátttökugjald er kr. 800 fyrir 15 ára og eldri, ókeypis fyrir börn. Al- viðra umhverfisfræðslusetur Land- verndar er við Sog, gegnt Þrast- arlundi. Femínistar til sölu Sunnudaginn 6. júní stendur Femínistafélag Íslands fyrir sölu á femínistum og er það liður í fjáröflun félagsins. Í dag laugardag og á morgun sunnudag verður Fem- ínistafélagið með kompusölu í Kola- portinu kl. 11–17 og á sunnudag mun uppboðshaldari bjóða upp nokkra femínista. Hæstbjóðendur fá klukku- tíma með sínum femínista til skrafs. Hægt er að gefa femínistann sinn til t.d. ættingja eða þingmanna og er þá hægt að fá gjafakort fyrir femínist- anum. Greiðsla er við hamarshögg. Landsbyggðin lifir fundar Aðal- fundur samtakanna Landsbyggðin lifi hefst að Rimum við Húsabakka í Svarfaðardal kl. 13 30, í dag laug- ardag. Þar verður auk venjulegra að- alfundarstarfa rætt um mikilvæg verkefni, sem eru framundan hjá samtökunum. Að loknum aðalfund- inum, verður athöfn í Dalvíkurkirkju, þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, afhendir verðlaun í ritgerðarsamkeppni sem „Landsbyggðin lifi“ efndi til meðal skólafólks. Verðlaunaafhendingin í hefst kl. 17:30. Auk Vigdísar og verð- launahafa, munu skólabörn í Dalvík- urbyggð koma fram, syngja og leika á hljóðfæri. Í DAG Kaffisala og basar Hrafnistu Á Sjómannadaginn 6. júní verður kaffi- sala og basar á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði kl.14–17. Handa- vinnusýning og sala á handavinnu heimilisfólksins verður kl. 13–17 og einnig á mánudaginn 7. júní kl. 10–17. Fundur í Vináttufélagi Íslands og Kanada verður á morgun, sunnudag- inn 6. júní, kl. 14.30 á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Tryggvi V. Líndal greinir frá kynnum sínum af marg- víslegum þjóðarbrotum í Kanada, sem og hvernig þjóðlífið þar kom Ís- lendingi fyrir sjónar á áttunda ára- tugnum. Að loknu hléi verður aðal- fundur félagsins. Á MORGUN Staða neytenda í stækkuðu Evr- ópusambandi Neytendasamtökin halda opinn fund um stöðu neytenda í stækkuðu ESB. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 7. júní kl. 17 að Grand hótel Reykjavík við Sigtún og er öllum opinn. Rasmus Kjeldal, forstjóri dönsku neytendasamtakanna - Forbrug- errådet, heldur fyrirlestur. Fyr- irlesturinn verður fluttur á ensku. Að fyrirlestri loknum eru fyr- irspurnir og umræður. Á NÆSTUNNI Bókun H-listans Bókun H-listans í bæjarstjórn Garðs var ranglega tengd F-listan- um í frétt um afgreiðslu ársreiknings Sveitarfélagsins Garðs sem birtist á Suðurnesjasíðu í blaðinu í fyrradag. Fyrri bókunin sem sagt er frá var frá fulltrúa H-listans en seinni bókunin var eins og fram kom frá fulltrúum F-listans sem skipa meirihluta bæj- arstjórnar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Kiðjaberg í Grímsnesi Í frétt um afmæli félags húsa- smiða, sem birtist í blaðinu í gær, var ranglega farið með nafn jarðarinnar Kiðjabergs og hún sögð heita Kiða- berg. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT SAFNKORT ESSO heldur upp á 10 ára afmæli í dag. Af því tilefni fá Safnkortshafar tífalda punkta við kaup á eldsneyti og ýmis vörutilboð þar sem þeir geta tífaldað verðgildi punkta sinna. Safnkortspunktar eru ígildi peninga og jafngilda tíu punkt- ar tíu krónum. Hátíðarstemning verður á 10 ESSO-stöðvum í dag. Boðið verður upp á Fanta, kaffi og kökur á ESSO-stöðvunum á Ártúns- höfða, Borgartúni, Háholti, Lækjar- götu, Selfossi, Egilsstöðum, Akur- eyri, Sauðárkróki og Borgarnesi. Í dag og næstu tíu daga geta allir sem nota Safnkortið dottið í lukku- pottinn og unnið til vinninga eins og flugferð með Iceland Express, Out- back Omega grill, grilláhöld og heimabíó auk rúmlega 200 annarra spennandi aukavinninga. Safnkort ESSO er eitt elsta vild- arkort sinnar tegundar á Íslandi. Fyrr á árinu var kynnt nýtt og breytt Safnkort með rafrænni punktasöfnun og innlausn punkta. Fjöldi Safnkortshafa í dag er um 100.000, segir í fréttatilkynningu. Safnkortshaf- ar fá tífalda punkta í dag VESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík fyrirhugar ferð um Vest- firði dagana 21. til 25. júlí. Til- gangur ferðarinnar er að afhenda fjárhæð, sem safnað var á árlegri Menningarvöku félagsins sem hald- in var 14. maí síðastliðinn. Að sögn Guðríðar Hannibalsdóttur, for- manns félagsins, mun allur ágóði Menningarvökunnar renna beint til barna hjónanna Kristínar Ólafs- dóttur og Stefáns Jóhanns Sigurðs- sonar, sem létust langt um aldur fram. Börnin eru búsett á Tálkna- firði. Verða helstu staðir Vestfjarða heimsóttir í ferðinni en hápunktur ferðarinnar mun vera sigling yfir Ísafjarðardjúp til Hesteyrar, þar sem snæddur verður léttur hádeg- isverður í gamla læknahúsinu. Eru allir velkomnir en fjöldi þátttak- enda takmarkast við 36 og skal til- kynna þátttöku til Guðríðar Hanni- balsdóttur, formanns Vestfirðinga- félagsins, fyrir 10. júní nk. Dynjandafoss í Arnarfirði. Vestfirðinga- félagið með ferð um Vestfirði Laugavegi 32 sími 561 0075 Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is/paulshark.it Sumarfatnaður frá Ítalíu Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 ÖNDVERÐARNES 41 - GRÍMSNESI OPIÐ HÚS UM HELGINA Vel staðsettur 42,5 fm sumar- bústaður í landi Öndverðarness. Húsið er á rólegum stað á fallegri og kjarrivaxinni 5.000 fm leigulóð, þar sem töluvert hefur verið aukið við gróðurinn. Í húsinu er forstofa, stofa, eldhús, 3 herbergi og snyrt- ing. Góð 40 fm verönd er á tvo vegu. Sundlaug og golfvöllur eru á svæðinu og stutt í aðra þjónustu. Kamína. Kalt rennandi vatn. Raf- magn og hitaveita við lóðarmörk. Eigendur sýna bústaðinn milli kl. 14 og 17 laugardag og sunnudag. V. 6,9 m. 4074 NÝ VEIRUTEGUND í hrossum hefur greinst hér á landi. Rannsókn- ir á vegum embættis yfirdýralæknis hafa leitt þetta í ljós en frá páskum hefur borið á smitandi augnsýkingu í hrossum. Miðað við hve hratt sýk- ingin hefur breiðst út telur embættið líklegt að hún hafi borist til landsins í fyrsta sinn síðastliðinn vetur. Af þessu tilefni eru hestamenn minntir á að innflutningur á notuð- um reiðtygjum er með öllu bannað- ur. Einnig er bannað að koma með til landsins notaðan reiðfatnað sem ekki er hægt að sótthreinsa. Veiran veldur vægri sýkingu í slímhimnu augnanna sem gengur alla jafna niður á nokkrum dögum, að því er segir í tilkynningu frá dýra- lækni hrossasjúkdóma hjá embætti yfirdýralæknis. Ekki hefur verið tilkynnt um al- varlegar aukaverkanir eða að sýk- ingin skilji eftir sig varanleg mein í augum hrossa. Því hefur ekki verið ákveðið að grípa til aðgerða til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins. Er eigendum ráðlagt að fylgjast vel með hrossum sínum og hlífa þeim við álagi. Embætti yfirdýralæknis lítur svo á að sýkingin sé áminning um að alvarlegri smitsjúkdómar geti borist í hrossastofninn haldi menn ekki vöku sinni hvað varðar smitvarnir. Varað við augn- sýkingu í hrossum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.