Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 2

Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR ÓSÁTTUR Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanrík- isráðherra, sagði í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknar- flokksins í gær, að hann væri mjög ósáttur við hvernig forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði stað- ið að fjölmiðlamálinu. Málið á borði Bush forseta Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frétt The New York Times í gær staðfesta að Bush Bandaríkja- forseti vilji horfa til sjónarmiða Ís- lands í varnarmálum Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fréttin væri mjög athyglisverð enda kæmi þar fram staðfesting á því að mál varðandi orrustuþotur Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli sé á borði Bandaríkjaforseta. Verð á olíu lækkar Olíuverð er nokkuð á niðurleið eft- ir að OPEC, samtök olíuútflutnings- ríkja, ákváðu að auka fram- leiðslukvótann um 11% á næstu tveimur mánuðum. Sérfræðingar segja samt sem áður að ekki sé víst að olíuframboðið aukist. Vísindaveiðar hafnar Tvö hvalveiðskip, Njörður KÓ og Halldór Sigurðsson ÍS, hófu á fimmtudag vísindaveiðar á hrefnu, samkvæmt hvalveiðiáætlun Haf- rannsóknastofnunar. Sjávarútvegs- ráðherra heimilaði fyrr í vikunni veiðar á 25 hrefnum í vísindaskyni og hefur stofnunin umsjón með framkvæmd veiðanna. Líkt og í fyrra munu þrjú skip stunda veið- arnar. Tvö skip eru þegar komin á miðin. Gríðarleg öryggisgæsla Þúsundir her- og löggæslumanna munu halda uppi öryggisgæslu í París um helgina vegna komu George W. Bush Bandaríkjaforseta þangað en búist er við fjölmennum mótmælum. Munu hann og Laura Bush, eiginkona hans, taka þátt í at- höfnum til að minnast þess að 60 ár verða á sunnudag liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12 Umræðan 36/37 Úr verinu 12 Minningar 38/41 Erlent 16/18 Íslenskt mál 38 Minn staður 20 Kirkjustarf 42/43 Höfuðborgin 21 Myndasögur 48 Akureyri 22 Bréf 48 Suðurnes 23/24 Dagbók 50/51 Árborg 24 Staksteinar 50 Landið 25 Íþróttir 52/55 Daglegt líf 26/27 Leikhús 56 Ferðalög 28/29 Fólk 56/61 Listir 30/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Þjónusta 35 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is CONDOLEEZZA Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði á fundi nokkurra æðstu manna Bandaríkjanna hinn 20. maí sl., þar sem fjallað var um nýjar hugmyndir um skipulag varna, að George W. Bush myndi ekki styðja að F-15 þoturnar á Keflavíkurflugvelli yrðu fluttar þaðan nema fundin yrði leið til að sefa Íslendinga. Ein leiðin gæti verið að skilgreina Ísland sem „sameiginlegan öryggisvettvang“ (cooperative security location). Þetta kom fram í frétt The New York Times í gær. Í henni kom jafnframt fram að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um brottflutning vélanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fréttin staðfesti að Bandaríkjaforseti vildi horfa til sjónarmiða Ís- lands í varnarmálum og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði að í henni kæmi skýrt fram að ákvarðanir í þessum málum yrðu ekki teknar nema að höfðu samráði við Íslendinga. Davíð sagði fréttina staðfestingu á því að málið væri á borði Bandaríkjaforseta. „Hann hefur á því alveg sérstaka skoðun og mér finnst það vera mjög í anda þess sem ég hef orðið var við í sam- skiptum við hann, síðast í símtali sem ég átti við hann þegar ég var staddur í New York,“ sagði hann. „Þetta er mjög athyglisverð og jákvæð frétt fyrir okkar málstað. Þessi frétt, sem virðist vera byggð á góðum heimildum, bendir til að það sé horft sérstökum augum til okkar þannig að forset- inn vilji ekki að það sé gengið á okkar hlut og alls ekki gengið frá niðurstöðum sem við getum ekki sætt okkur við og það er afskaplega jákvætt. Þetta staðfestir það sem við höfum talið að Bandaríkja- forseti hefur sett sig vel inn í málið sjálfur og vill horfa til sjónarmiða Íslands um að varnir þess séu tryggðar.“ Halldór sagði fréttina í samræmi við þá stöðu sem málið væri í. „Það gerðist í kringum síðustu kosningar að þetta mál fór inn á borð Bandaríkja- forseta fyrir tilstilli framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, George Robertson, og þar hef- ur það verið. Það kemur skýrt fram í þessari frétt að ákvarðanir í þessu máli verða ekki teknar nema að höfðu samráði við Íslendinga og þess vegna er málið í pólitískum farvegi.“ Hugsanlega rætt í Istanbúl Inntur eftir því hver næstu skref verði í þessu máli segir Halldór að ekkert hafi verið ákveðið um það. „Við höfum beðið eftir því að Bandaríkja- menn kynntu þessar áætlanir, en við höfum þá sérstöðu í þessu sambandi að okkar samstarf byggist á varnarsamningi sem er meira en hálfrar aldar gamall, ólíkt því sem er um margar aðrar þjóðir. Þess vegna er málið ekki aðeins tæknilegt – það er pólitískt og ég vonast eftir því að það komi tækifæri til að ræða það við leiðtoga Bandaríkj- anna á leiðtogafundi NATO í Istanbúl í lok þessa mánaðar.“ Vélarnar fara ekki nema takist að sefa Íslendinga FORSETABÍLLINN, Packard ár- gerð 1942, var afhjúpaður á forn- bílasýningunni í Laugardalshöll í gærdag. Sýningin stendur yfir helgina og er haldin í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til landsins. For- setabíllinn, sem tók um fimm ár að gera upp, var embættisbíll fyrsta forseta lýðveldisins, Sveins Björns- sonar. „Hann kom í stað annars bíls, sem pantaður hafði verið og sökk með Goðafossi þegar skipið var skotið niður í síðari heimsstyrjöld,“ sagði Sævar Pétursson í samtali við Morgunblaðið, en Sævar er formað- ur Fornbílaklúbbs Íslands og hefur haft veg og vanda af endurgerð bílsins. Bíllinn er í eigu Þjóðminja- safnsins. Aðeins voru framleiddir 600 bílar af þessari gerð, sem gerir bílinn enn fágætari en ella. Það hefur einnig gert leit að varahlutum erf- iðari og þurfti að sérsmíða marga hluti til endurgerðarinnar. „Bíllinn er allur hinn glæsilegasti, sann- kölluð limmósína, og til dæmis eru allar rúður vökvadrifnar,“ segir Sævar. Það voru núverandi og fyrrver- andi þjóðminjaverðir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þór Magnússon, sem afhjúpuðu forsetabílinn. Sævar Pétursson fylgdist með. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sannkölluð limmósína afhjúpuð ÞORBJÖRG Inga Jónsdóttir, for- maður Kvenréttindafélags Íslands, segist bæði hneyksluð og vonsvikin yfir þeim niðurstöðum sem fram koma í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um viðbótarlaun. Í fréttatil- kynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að karlar fái í flestum tilvikum mun hærri viðbótarlaun en konur hjá þeim tíu ríkisstofnunum sem úttekt Ríkisendurskoðunar náði til. Ekki er í skýrslunni gefið upp um hvaða stofnanir er að ræða. Í fréttatilkynningunni segir einnig að hæstu viðbótarlaunin hafi aðallega runnið til þeirra starfsmanna sem voru hæst settir innan stofnunar. „Það er auðvitað út í hött að þetta skuli vera svona, sérstaklega hjá op- inberum stofnunum,“ segir Þorbjörg í samtali við Morgunblaðið. Bætir hún við að þessi niðurstaða sé ekki í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Þarna er eitthvað að gerast sem við þurfum að rann- saka,“ segir hún. Þarf að vinna mjög markvisst Þorbjörg telur rétt að gerð verði jafnréttisúttekt á þessum stofnunum. Þá segir hún að vinna þurfi mjög markvisst að því að ná launajafnrétti kynjanna. „Það þarf að taka hvern einasta hóp sem á að vera með jafna stöðu og breyta þessu.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðar- dóttur alþingismanns. „[…] Var þar reynt að einangra þann hóp ríkis- starfsmanna sem miklar líkur benda til að fái viðbótarlaun, þ.e. mánaðar- legar greiðslur ofan á grunnlaun án þess að sérstakt vinnuframlag þurfi að koma á móti. Slíkar greiðslur eru m.a. notaðar til að umbuna starfs- mönnum fyrir árangur í starfi. Markmiðið með úttektinni var að svara því hvernig slík laun hefðu skipst eftir kynjum milli þeirra starfs- manna sem gegndu sambærilegum störfum í tíu stærstu ríkisstofnunum sem greiddu viðbótarlaun árið 2002 […],“ segir m.a. í fréttatilkynningu Ríkisendurskoðunar. Formaður Kvenréttindafélags Íslands Hneyksluð og vonsvikin yfir niðurstöðu um viðbótarlaun SÝNINGARNAR Þetta er allt að koma og Ríkarður þriðji í Þjóðleik- húsinu, Sporvagninn Girnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur, Brim hjá Vest- urporti og Meistarinn og Margaríta í Hafnarfjarðarleikhúsinu etja kappi um Grímuna, íslensku leiklistarverð- launin, sem besta sýning ársins, en tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í gær. Þetta er allt að koma hlaut flestar tilnefningar, tíu, og Ríkarður þriðji hlaut níu. Sýning Leikfélags Reykja- víkur á Chicago hlaut átta tilnefn- ingar. Þjóðleikhúsið fær langflestar til- nefningar leikhúsa, 30 alls. Leikfélag Reykjavíkur fær 16 tilnefningar. Vinsælasta sýningin að mati áhorfenda voru Chicago, Dýrin í Hálsaskógi, Edith Piaf, Eldað með Elvis og Grease. Síma- og GSM-kosning hefst 11. júní og endar í beinni útsendingu í Sjónvarpinu að kvöldi 16. júní. Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin Þjóðleik- húsið fær 30 tilnefningar  Þetta er allt/Listir MATFUGL ehf. hefur sent frá sér tilkynningu um að bakterían salmon- ella worthington hafi fundist við reglubundna sýnatöku í slátursýni frá fyrirtækinu. Um er að ræða ferska Móa-kjúklinga. Matfugl, starfsmenn verslana sem selja vör- una, og heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laga, hafa nú tekið kjúklingana úr sölu, en um 20% úr umræddum kjúk- lingahópi voru komin í dreifingu. Kjúklingahópurinn sem greinst hefur smitaður af salmonellu er auð- kenndur með sérstöku rekjanleika- númeri (Rlnr.) sem sjá má á umbúð- um vörunnar. Númerið er: 011–04–17–3–03. Hafi fólk ferskan kjúkling heima hjá sér er það beðið um að athuga rekjanleikanúmerið á merkimiða vörunnar. „Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir leið- beiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru,“ segir í tilkynn- ingu Matfugls. Salmonella í ferskum kjúklingi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.