Morgunblaðið - 07.07.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ISO 9001 gæðastaðall er
okkar styrkur og þín trygging fyrir gæðavöru
Allar TEKNOS vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli
TEKNOS hágæðamálning fæst nú
á öllum norðurlöndunum.
TEKNOS er ein vandaðasta
málningin á markaðnum í dag.
M
Á
LN
ING
ARTILB
O
Ð
frá
kr. 2 98-
lt
r.
Hágæða lakkmálning
Gljástig 15, 40 og 80
Hágæða Akrýl innimálning
Gljástig 3, 7 og 20
FUNDAÐ Í HVÍTA HÚSINU
Á fundi Davíðs Oddssonar og
George W. Bush í Hvíta húsinu í
gær kom m.a. fram að Bandaríkja-
menn vilja að Íslendingar taki auk-
inn þátt í kostnaði við rekstur Kefla-
víkurflugvallar. Davíð sagði eftir
fundinn ljóst að ekki verði um
skyndibrottför hersins að ræða.
Banaslys
Níu ára stúlka lést eftir að hún
hrapaði í fjallinu Kubbanum í botni
Skutulsfjarðar á þriðja tímanum í
gær. Stúlkan var úrskurðuð látin er
lögregla og læknir komu á vettvang
um klukkan 15. Hún hafði verið í för
með frænda sínum á sama aldri og
höfðu þau fengið að fara ein síns liðs
upp í fjallshlíðina þegar slysið varð.
Karlmaður handtekinn
Lögreglan í Reykjavík handtók í
gær karlmann um fertugt vegna
gruns um að tengjast með grun-
samlegum hætti hvarfi fyrrverandi
sambýliskonu sinnar. Ekkert hafði
spurst til konunnar síðan aðfaranótt
sunnudags en ættingjar hennar til-
kynntu lögreglu hvarf hennar á
mánudag.
Edwards varaforsetaefni
John F. Kerry, frambjóðandi
demókrata til forsetakosninganna í
Bandaríkjunum í nóvember, hefur
valið öldungadeildarþingmanninn
John Edwards frá Norður-Karólínu
sem varaforsetaefni sitt. Edwards
bauð sig fram sem forsetaefni í for-
kosningum demókrata í vetur en
tapaði fyrir Kerry.
Hugsanlega engin vopn
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, viðurkenndi í fyrsta sinn í
gær að hugsanlega myndu aldrei
finnast gereyðingarvopn í Írak.
Hann sagði þó rangt að halda því
fram að engin hætta hefði stafað af
Saddam Hussein.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 22
Viðskipti 12 Bréf 25
Úr verinu 12 Minningar 26/29
Erlent 13 Myndasögur 32
Höfuðborgin 16 Víkverji 32
Akureyri 16 Staður og stund 34
Suðurnes 17 Menning 35/37
Landið 17 Ljósvakamiðlar 42
Daglegt líf 18/19 Veður 43
Umræðan 20/25 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
+
MIKIL veðurblíða var á Ak-
ureyri í gær og fór hitinn vel
yfir 20 stig þegar best lét. Ak-
ureyringar og ferðamenn í
bænum nýttu sér að sjálfsögðu
góða veðrið til útiveru og hvar-
vetna í bænum mátti sjá létt-
klætt fólk á ferli.
Margir brugðu sér niður að
Torfunefi og renndu fyrir fisk
en aðrir létu sér nægja að njóta
sólarinnar á Ráðhústorginu.
Nokkur ungmenni, sem taka
þátt í verkefninu „Gestalæti“ í
sumar, höfðu skreytt torgið
með krítarmyndum en verk-
efnið er á vegum Ungs fólks í
Evrópu og Akureyrarbæjar.
Hópurinn stendur fyrir ýmsum
uppákomum á Akureyri og víð-
ar í sumar og í gær þvoði unga
fólkið m.a. tær ferðamanna á
Ráðhústorginu og söng fyrir
þá íslensk þjóðlög.
Unga stúlkan á myndinni,
Steinunn Margrét, lék listir
sínar í parís á torginu í góða
veðrinu í gær þegar ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að
garði en Steinunn býr í Reykja-
vík og var á ferðalagi fyrir
norðan. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Yfir 20
stiga hiti á
Akureyri
GREINILEG aukning er að verða
á flugumferð um Norður-Atlants-
haf eftir samdrátt síðustu ára. Það
sem af er þessu ári hafa 2.137
fleiri flugvélar farið um íslenska
flugstjórnarsvæðið, eða 9,5% fleiri
en á fyrstu sex mánuðum ársins í
fyrra. Þá hefur flugvélum sem fara
um íslenska flugstjórnarsvæðið
fjölgað alla mánuði þessa árs nema
í febrúarmánuði þegar þeim fækk-
aði um 3,6%. Stöðugur samdráttur
var í fjölda flugvéla um flug-
stjórnarsvæðið á árunum 2001 til
2003.
Samdráttur í kjölfar hryðju-
verka og bráðalungnabólgu
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís-
lands, segir að samdráttur hafi
orðið í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna í Bandaríkjunum 11. sept-
ember 2001 og bráðalungnabólgu-
faraldursins, HABL, á árunum
2002–2003.
„Flugheimurinn er mjög við-
kvæmur fyrir utanaðkomandi
áföllum og það hefur strax mjög
mikil áhrif á ferðalög fólks ef það
heldur að það sé hætta á ferðum.
Einnig hefur það mikil áhrif þegar
stór svæði eru sett í sóttkví, eins
og gerðist í kjölfar bráðalungna-
bólgufaraldursins,“ segir Heimir.
Sögulegt hámark árið 2000
Flugumferð yfir íslenska flug-
stjórnarsvæðið náði sögulegu há-
marki árið 2000 en það ár fóru
92.684 flugvélar um svæðið. Þeim
fækkaði niður í 87.337 árið eftir og
voru komnar niður í 78.642 í fyrra.
Flugum-
ferð eykst
um Norð-
ur-Atl-
antshaf
9,5% meiri umferð
um íslenska flug-
stjórnarsvæðið
í ár en í fyrra
ÁFANGASKÝRSLA samráðshóps
um Elliðaár, sem kynnt var í borg-
arráði í gær, inniheldur skilgrein-
ingu á rennsliskröfum vegna Elliða-
ánna. Þá er þeim tilmælum beint til
veiðimanna að þeir sleppi þeim fiski
sem þeir veiða og einnig verður far-
ið í fiskræktunarátak við Suðurá og
Hólmsá.
Stefán Jón Hafstein, borgar-
fulltrúi og formaður nefndarinnar,
segir að höfuðmarkmið nefndarinn-
ar að undanförnu hafi verið að skil-
greina rennsliskröfur vegna Elliða-
ánna frá Elliðavatnsstíflu og niður
að Árbæjarstíflu en sú vinna var
unnin í samráði Orkuveitu Reykja-
víkur og Vatnamælingar.
„Það hafa verið settar mælanleg-
ar kröfur um hvað það eigi að vera
mikið vatn í ánum og öllum kvíslum
en borið hefur á því að kvíslar í án-
um hafi þornað og rennsli verið mis-
mikið. Starfsmenn virkjunarinnar fá
með skýrslunni skýr fyrirmæli og
þegar virkjunin hefur starfsemi að
nýju í vetur liggur það fyrir hversu
mikið vatnsmagn megi fara til virkj-
unarinnar og hversu mikið í árnar,“
segir Stefán og bætir því við að slíkt
hafi ekki verið gert áður. Þá verður
komið fyrir mótorlokum við Elliða-
vatnsstífluna sem gefa mun jafnara
rennsli í árnar en áður.
Laxagengd hefur minnkað
Að sögn Stefáns hefur laxagengd í
árnar minnkað og verið í lágmarki
undanfarin tvö til þrjú ár. Samráðs-
hópurinn mælist því til þess að veiði-
menn hlífi laxinum í sumar og sleppi
veiddum fiski. „Það eru einungis til-
mæli en ekki reglur. Við höfum sent
þessi tilmæli til stjórnar SVFR sem
stjórnar veiðunum í ánum og feng-
um jákvæð viðbrögð,“ segir Stefán
en undanfarin tvö ár hafa gengið um
1.200 laxar í árnar og tæplega 500
hafa verið veiddir. „Ef menn sleppa
80–90% af veiddum fiski getur það
þýtt að 200 pör hrygni til viðbótar,“
segir Stefán.
Í skýrslu nefndarinnar kemur það
einnig fram að seiðaafkoma fyrir of-
an Elliðavatn, í Suðurá og Hólmsá,
hafi verið mjög slæm og nýliðun sé
þar lítil sem engin. „Þar er ekki
hægt að skella skuldinni á mengun
eða virkjun því að á virkjunarsvæð-
inu er seiðaafkoma viðunandi. Þá er
ekki vitað hvað veldur því að nýliðun
hefur misfarist á þessum hrygning-
arstöðvum undanfarin ár,“ segir
Stefán Jón og bætir því við að styrk-
ur hafi fengist úr Fiskræktarsjóði til
þess að fara í átak á þessu svæði og
einnig muni Orkuveitan og SVFR
leggja sitt lóð á vogarskálarnar.
Að sögn Stefáns er í skýrslunni
bent á hluti sem hægt er að lagfæra
þegar í stað. „Við viljum láta verkin
tala og ég tel að þessi samráðshópur
hafi sannað sig í verki,“ segir Stef-
án.
Samráðshópurinn var skipaður
fyrir rúmu ári af borgarráði og hann
skipa Þórólfur Antonsson fulltrúi
frá Veiðimálastofnun, Ásgeir Mar-
geirsson aðstoðarforstjóri Orkuveit-
unnar, Magnús Sigurðsson veiði-
vörður við Elliðaár, Kristján Guð-
jónsson frá Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur og Stefán Jón Hafstein
borgarfulltrúi, sem jafnframt er for-
maður nefndarinnar.
Skýrsla samráðshóps um Elliðaár kynnt í borgarráði
Veiðimenn sleppi
fiski sem þeir veiða
Rennsliskröfur
ánna skilgreindar
Morgunblaðið/RAX
Settar hafa verið fram tillögur um vatnsmagn í Elliðaánum.