Íslendingaþættir Tímans - 22.04.1970, Page 28
þvtiiku, og myndu jafnvel hafna
slik'Um heiðri, þófct í boði væri og
margverðskuldaður. — Slíka konu
liy.gg ég frú Vilborgu Jónsdóttur
frá Hlemmiskeiði, er andaðist 2.
apríl s.l. hafa verið. — Afl það,
er skáldið talar um í ofangreind
um ljóðlínum er samofið hinurn
sérstæða persónuleika, er strax
vakti athygli mína á hversu óvenju
leg kona Vilborg var.
Þótt þessi eftirminnilega kona
bæri engin ytri heiðursmerki,
færði hún landi sínu og þióð þau
verðmæti, er aldrei verða metin á
vogarskálum þeirra er allt meta
eftir ytra gengi og veraldarauði,
en hennar framlag til síns lands
eru mætir og mannlegir þjóðfélags-
þegnar.
Það er öllum hollt, þá er fund
um ungra og aldraðra ber saman,
að hinir yngri notfæri sér hug
myndaflugið, og reyni andartak að
sjá þá öldruðr. í liósi ungu ánmia.
Þessa venju hef ég oft viðhat't
og þá borið gæfu til að sjá margt
í öðru ljósi. — í þessu ljósi skul-
um við virða Vilborgu andartak
fyrir okkur. Svipmikil og festuleg
ung kona fellir hug til glæsilegs
manns Þorgeirs Þorsteinssonar.
Allir eiga sína drauma og þrár.
Vafalaust hafa ungu hjónin. Vil-
borg og Þorgeir átt sér vonir og
óskir er þau stofnuðu eigið heim-
ili. — Ileimilið stækkaði 02 börn
unum fjölgaði, en aldrei varð nein
kyrrstaða hjá þeim hjónniri. nm að
láta óskir og drauma rætast, sem
gætu orðið börnum þeirra til góðs.
Vilborg sem af engum efnum
hafði sjálf brotizt áfram til lær
dóms og gerzt kennari á þeim tim-
um, er bókvitið varð alls ekki í
askana látið, sá af sínu raunsæi að
mennt er máttur, og samhent voru
þau hjón í að veita börm.m sín'im
alla þá menntun er tök voru á.
Vilborg var kona framsýn og lét
sér ekkert óviðkomandi. Allt sem
til menningarauka mátti teljast
tileinkaði hún sér og börnum sín
um. Áhugi á félagsmálum,
íþróttum, tónlist og öllu sem til
bóta mátti horfa, í hvaða mynd
sem var, voru henni hjartansmál
alla tíð. Það virðist því engin t.il-
viljun að af 8 mannvænlegum
börnum hennar urðu 6 kennarar.
Og þá einnig að barnabörnin eru
líka tekin við að hlúa að upp
fræðslu yngstu kynslóðarinnar. En
sá sem mikið eignast í þessari ver-
öld. og á ég þar ekki við auðsöfn
SIGURÐUR GÚÐMÚNDSSON
FRÁ TRAÐARBAKKA
Föstudaginn 27.febrúar 1970
lézt í sjúkrahúsi Akraness Sigurð
ur GuðmuindsSon frá Traðarbakka,
fæddur 7.5 1888. Hann var sonur
hjónanna Guðrúnar Sveinsdóttur
og Guðmundur Einarssonar. Þeim
varð þriggja barna auðið: Stein
bjargar, Sigurðar og Magnúsar.
Guðmundur dó ungur um alda-
mótin og eftir það bjó Guðrún á
Traðarbakka með börnum sínum
öllum þar til Magnús giftist og
byggði sér hús á Traðarbakkalóð.
Magnús sfcundaði sjó og var skip-
stjóri um árabil, einnig gerði hann
út 2 vélbáta og hafði um tíma
töluverðan atvinnurekstur, fisk-
verkun o.fl. Kona Magnúsar var
Kristín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs
Jafetssonar, útvegsbónda, Ytri-
Njarðvík, og eignuðust þau fjögur
börn. son og þrjár dætur.
Sigurður stundaði mjög lítið
sjómennsku, enda hneigðari tdl
un, heldur gæfu í annarri mynd,
hann verður að vera þess albúinn,
að láta sitt af hendi, þegar þess er
krafizt. -
Það hafa orðið þáttaskil í lífi Vil
borgar þegar hún varð að sjá á
bak fósturdóttur sinni og síðar
eiginnianni sinum og uokkrum ár-
um síðar dóttur í blóma lífsins.
Það hafa verið daprir dagar. því
„ekki tjaldar sorgin til einnar næt
ur“ Ég hyg.g, að hið bjargfasta
trúartraust Vilborgar. sem aldrei
haggaðist hafi í rauninni gert henni
kleift að segja af hjartans ein-
lægni, „ekki sem ég vel, heldur
sem þú vilt“, og þannig létt
henni byrðina.
t vöggugjöf hlaut Vilborg það
afl, sem hún þorði að takast á við,
og reyna til hlítar. enda uppskar
hún með dáð árangur þess vilja
og afls, sem henni var svo ríku
lega gefinn.
Enginn heimspekingur hefði bet-
ur getað kennt en Vilborg með sínu
raunsanna lífsfordæmi, hversu líf
ið ög heilbrigð gleði hugans geta
verið ósigrandi. Og einnig það,
hversu miklu þyngra það er á met
unum, sem hún átti innra með sér
en hitt, sem var ytri eign.
í fornsögum og þjóðsögum okk-
ar er oft getið um kvenhetjur. í
það orð legg ég þá merkingu. að
það væru konur sem stóðu af sér
boða erfiðleika og harma án þess
að glata hlýju hugans og lífsgleð
inni. Vilborgu vil ég setja á bekk
með slíkum konum. Á langrj veg
ferð lífsins var Vilborg sá veitandi,
sem ríkulega gat miðlað öðrum. og
héðan hvarf hún að loknu löngu
Ufsstarfi. sátt við lífið og örugg
lega þess albúin að hefjast handa
á þeim. vettvangi er henni mun
ætlaður.
Það er áuði betra að kvnnast
þvi fólkj er svo ríkulega hefur
erft hin heilbrigðu lífsviðhorf og
lífsgleði foreldra sinna eins og
börn og barnaböra Vilborgar hafa
gert. Öllum þeim stóra hópi sendi
ég hjartans kveðiur og tek þátt í
söknuði þeirra við andlát mikilhæfr
ar konu.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber.
Guð í alheimsgeimi.
Guð í sjálfum þér.
Unmir Arnórsdóttir.
”>8
ÍSLENDINGAÞÆTTIR