Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 16
ÞORMOÐUR HJORVAR
LOFTSIGLINGAFRÆÐINGUR
F. 24. maí 1922.
D. 31. tles. 1970.
Þormóður Hjörvar fæddist í
Reykjavík 24. maí 1922. Foreldrar:
Rósa og Helgi Hjörvar.
Þormóöur ólst upp í foreldra-
húsum í Reykjavík ásamt systkin-
um, aflaði sér menntunar í heima-
byggð sinni og starfaði mestan
hluta starfsaldurs síns á skipum
sem loftskeytamaður og á flugvél-
um sem loftskeytamaður og sigl-
ingafræðingur (navro). . Hann
kvæntist 21. júlí 1945 Geirþrúði
Finnbogadóttur, ættaðri úr
Reykjavík, bjó lengst af í eigin
húsi i Mávahlíð, en fluttist fyrir
fjórum árum í hús sitt að Lindar-
flöt 34 í. Garðahreppi. Þau eign-
uðust fimm börn. Hið fyrsta var
stúlka, sem dó á fyrsta ári og var
það mikill harmdauði beggja for-
eldranna. Hin eru: Finnbogi, 19 ára
nemandi í menntaskóla, Tryggvi,
16 ára, nemandi í gagnfræðaskóla,
Jóhanna, 13 ára og Þormóður, sem
nú er 7 ára.
Fyrir tveimur árum kenndi Þor-
móður sjúkdóms, sem reyndist
mjög torkennilegur og leiddi til
sjúkrahúsvistar og uppskurðar.
Hkm sérkennilegi og ólæknandi
sjúkdómur í lifur varð honum að
aldurtila um aldur fram.
Við Þormóður sáumst fyrst síðla
sumars 1942, en þá komu 20 ungir
menn saman við setningu Loft-
skeytasikólans. Við vorum flestir
sinn úr hverju byggðarlagi lands-
ins með mismunandi uppeldi og
misjafna undirbúningsmenntun til
fyrirhugaðs náms, en allir voru í
leit að viðfangsefni, sem fullnægði
óskum okkar um atvinnulega stað-
festu. Allir höfðu ásett sér að
kanna hin nýju viðfangsefni til
hlítar og afla sér færni til að vera
hlutgengir í framtíðarstarfi, hvort
sem var til sjós eða lands.
Þormóður Hjörvar vakti fljót-
lega athygli skólafélaga sinna. Létt
lyndi hans, snögg svör, hárðsoðnar
sögur og fljúgandi hnyttyrði hans
urðu öllum til skemmtunar en eng-
um til meins, því áreitni fannst
ekki í fari Þormóðs.
í þennan mund óðu gunndrekar
um heimshöfin, ýmist í kafi
eða ofansjávar, og í lofti
flugu vargar, sem engu lif-
andi eirðu, hvorki á landi
eða legi. Þá höfðu þau lög verið
sett, að ekkert úthafsskip mætti
sigla úr höfn nema hafa um borð
löggildan kunnáttumann á öryggis
tæki skipsins, þ.e.a.s. mann, sem
kynni morse og kynni á loftskeyta-
tæki skipsins og miðunarstöð. Á
slíkum mönnum var mikill skort-
ur. Þegar líða tók á veturinn leit-
uðu útgerðarmenn á náðir Loft-
skeytaskólans og föluðu nemendur
í ferð og ferð á skip, sem fóru
með sjávarafia til Bretlands og
auðvitað voru þeir, sem færastir
voru taldir í fræðunum, valdir
fyrst.
Einn skóiadaginn var Þormóð-
ur Hjörvar horfinn úr hópi ok!kar.
Við sfeólafélagarnir höfðum reynd-
ar haft hugboð um hvað til stóð,
því hnyttnar frásagnir Þormóðs af
undirbúningi fararinnar höfðu
varpað því ljósi á farkostinn og
fyrirtækið, að okkur bauð í grun,
að skipið væri vanbúið til þeirrar
liættusiglingar, sem því var ætlað.
Daginn eftir birtist frétt í dagblöð
um og útvarpi, að seglskipið Artic
sem lagði úr höfn í Reykjavík
daginn áður, hefði lent í fárviðri
á Faxaflóa, borizt stjórnlaust inn
flóann og strandað í skerjum út
af Mýrum. Mannbjörg varð, en
þolraunin varð öldnum en þefekt-
um ágætis skipstjóra um megn og
andaðist hann degi síðar. í þessari
ferð háði hann síðustu orrustu
sína við höfuðskepnurnar, en var
sú fyrsta sem Þormóður Hjörvar
átti við Ægi. Skólafélögum Þor-
móðs var forvitni að sjá hann
koma úr jómfrúrferðinni og heyra
frásögn hans af atburðinum. Á
öðrum degi frá strandinu kom Þor
móður aftur í skólann. Hann kom
eftir að tími var hafinn og á svip
hans Var ekki annað að sjá, en
hann hafði vaknað full seint, og
þess vegna bæðist hann afsökunar
á fjarvistinni. Að loknum kennslu-
tíma þyrptumst við að honum og
báðum hann segja frá hinni við-
burðaríku siglingu og strandinu.
En lýsing Þormóðs var gagnorð.
„Það varð strand“. Nóg var að
kveðið að sinni. Þannig gat Þor-
móður tjáð hina válegustu atburði
með einföldu en hnitmiðuðu orða-
vali eins og um hversdagslegan at-
burð væri að ræða, sem ekki væri
umtals verður. Síðar sagði hann
söguna, þar sem örlagaþræðirnir
voru ofnir í samfeilda heild og þá
var frásögn hans skýr, lifandi og
sterk. Nofekur tími leið, en undir
vorið hvarf Þormóður aftur úr
hópnum. Hann hafði þá fararheill
og kom færandi hendi með trakter-
ingar handa, sfeólafélögunum.
Þormóður Hjörvar lauk prófi
við skóiann með glæsibrag. Að
16
ÍSLENDINGAÞÆTTIR