Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 25
MINIMING hjónanna frá Ketilsstöðum í Af.ýrdal MARGRÉTAR GRÍMSDÓTTUR f. 26. febrúar 1895 — d. 20. maí 1971 OG ÞORSTEINS GUNNARSSONAR f. 29. desember 1893 — d. 10. sept. 1934, Um vinjarnar heima fer vorgola hlý svo vellirnir frjó-öngum skarta. ÖII vegleg sveitin hún verður sem ný og vermir hvert sláandi hjarta. Þá víkur hún frænka min 'æiman og heim í heiðblámans fegursta skiai, hún eiga mun legstað i átthögum þeim, þar átti hún kærasta vini. Þau þekktust að menningu Þorsteinn og hún — og þá fór svo vaknandi öldin- Þau reistu sér býli, þau ræktuðu tún og ráðdeildar hlutu þau gjöldin. Sem kynstofninn merki þau kunnu sitt fag þau knálega að markinu sóttu, að framkvæmdum störfuðu dag eftir dag svo dugandi og efnileg þóttu. í huga mér geymi ég handtakið þétt — í heiðsvala líðandi stunda. Við skemmtun og vinnu var skapið svo létt og skundað til menningar funda. Svo mótuðust árin á menningar braut unz mótlætið bar þar að garði. í harðræðum daganna heilsuna þraut svo hnignaði störfum og arði. Og dregurinn lcnái með dáðrakka lund af dauðanum miðaldra er sóttur. Þá átti hún frænka mín erfiða stund og upp frá því lamaðist þróttur. Nú leiðin er gengin og ljömandi tíð um legstaðinn armanna b/eiðir. í ársölum Drottins er blægolan blíð og bendir á himneskar leiðir. Einar J. Eyjólfsson. fSLENDINGAÞÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.