Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 30
ATTR/EÐUR:
GUÐJÚN F. DAVlÐSSON
En hvað tíminn lílíur fljótt! Mér
finnst ekki langt síðan, að við átta
ungir Dýrfirðingar fórum 1
atvinnuleit til Bolungarvíkur,
snemma vors og fengum vinnu
þar, við sjóroðra eða eyravinnu fyr
ir 25 aura í kaup á hvern klukku-
tíma, og þótti gott! Við hittumst
oft um vorið og var þá jafnan glatt
á hjalla. Þessa glöðu æskuvini man
ég vel, þó nú séu sex áratugir
liðnir, siðan þetta var. í þessum
vinahópi voru bræður tveir frá
Álfadal á Ingjaldssandi, Kristján
og Guðjón Davíðssynir. Þeir voru
frændur mínir, en ég hafði ekki
kynnzt þeir fyrr. Mér féll strax
mjög vel við þá. Þeir voru ágæt-
lega greindir menn og skemmti-
legir félagar. Báðir voru þeir ung-
mennafélagar og hrifnir af hug-
sjónum félagsskaparins. Þeir vildu
verða að nýtum mönnum og vinna
fyrir landið sitt. Þeim tókst það
líka sannarlega bræðrunum frá
Álfadal, bæði þeim sem ég nefndi
hér og svo þeim Jóhannesi og Guð-
bergi. — Kristján er nú horfinn
yfir móðuna miklu. Hans hefir ver-
ið minnzt í íslendingaþáttum Tím-
ans, mjög að verðleikum. Hann
var óvenjulega heilsteyptur dreng-
skaparmaður, fórnfús og vilja-
sterkur. — Guðjón verður áttræð-
ur 28. þ.m. og vegna þess gríp ég
nú pennann til þess að senda hon-
um afmæliskveðju, því að ég mun
ekki geta tekið í hönd hans á
afmælisdaginn. Ég mun því rifja
hér upp, að hefðbundnum hætti,
nokkur atriði úr ævisögu hans, því
ég hef ekki séð það áður gert.
Guðjón fæddist að Álfadal á
Ingjaldssandi, 28. júní 1891. For-
eldrar hans voru búandi hjón þar,
Davíð Davíðsson og Jóhanna Jóns-
dóttir. Bæði voru þau af vestfirsk-
um ættum, sem ekki verða hér
raktar. Þau voru mikil sóma hjón
og í fremstu röð búenda í sveit
sinni. Fimm voru böm þeirra, sem
ég man eftir, bræðurnir fjórir,
sem ég þegar hefi nefnt og ein
systir, Vilborg, húsfreyja í
Fremstuhúsum, sem dó á bezta
aldri. Davíð og fjölskylda hans
fluttist að Neðri-Hjarðardal í
Mýrahreppi árið 1912 og þar hefir
þessi fjöldskylda síðan gert garð-
inn frægan, fyrst gömlu hjónin
síðan bræðurnir, Kristján og Jó-
hannes, og nú síðast Bjarni, sonur
Kristjáns og konu hans, Magða-
lenu Össurardóttur frá Kollsvík:
Guðjón og systkini hans fengu
hið bezta uppeldi hjá ágætum for-
eldrum og nutu öll einhverrar
skólagöngu, sem ekki verður nán-
ar rakin.
Guðjón stundaði nám í Hvann-
eyrarskóla árin 1912—1914, ásamt
Jóhannesi bróður sínum. Þar vor-
um við saman einn vetur og er
þaðan margs 'góðs að minnast, svo
og frá haustinu 1915, þegar við
unnum saman hjá búnaðarfélagi
sveitar okkar og dvöldum á mörg-
um bæjum. Guðjón var harðdug-
legur maður, lagvirkur og vinnu-
fús. En þetta haust skildu íeiðir
okkar. Ég fékk eiiga atvinnu í
sveit minni og varð að leita á önn-
ur mið, en Guðjón hafði tekið við
búi foreldra sinna um vorið, ásamt
Kristjáni bróður sínum. Ég hefi
ekki átt heima í sveit minni síðan
nefnt haust, en vináttutengslin
milli mín og nefndra bræðra hafa
aldrei slitnað.
Þeir bræður bjuggu saman 2 ár,
en vorið 1917 kvæntist Guðjón,
Borgnýju Hermannsdóttur í
Fremstuhúsum og tók við búi þar,
en Jóhannes, bróðir hans, fór aftur
að búa í Neðri-Hjarðardal með
Kristjáni.
Borgný, kona Guðjóns var dótt-
ir þeirra hjóna Hermanns Jónsson
ar og Guðbjargar Torfadóttur, sem
bjuggu lengi góðu búi í Fremstu-
húsum og voru hin mestu merkis-
hjón, mjög vel metin af sveitung-
um sínum. Þau áttu 5 börn, sem
öll eru enn á lífi. Hið elsta er 90
ára, en það yngsta nær hálf-
áttræðu. Samanlagður aldur þeirra
mun vera nær 416 ár. Það sýnir
að enn eru til sterkir stofnar á
Vestfjörðum og svo mun lengi
verða.
Þau Guðjón og Borgný bjuggu
í Fremstuhúsum til vors 1953.
Þá tók Drengur, sonur þeirra við
búinu, en foreldrarnir dvelja
áfram á heimilinu hjá syni sínum
og tengdadóttur. Fremstuhús eru
lítil jörð en notaleg. Guðjón er
búmaður góður og bætti jörð sína
eftir mætti, fór vel með allar
skepnur, sem aftur gáfu honum
góðan arð. Mér er tjáð, að þau
hafi verið mjög samhent í búskapn
um og komizt vel af alla tíð. með
sinn stóra barnahóp. Þau eiga 8
börn, sem öll eru á lífi, vel gefin
og vel metnir borgarar, víðsvegar
um landið og bera foreldrum sín-
um vitni um gott uppeldi. Þessi
systkini munu og flest hafa dvalið
við nám í einhverjum framhalds-
skólum, að því er ég bezt veit. Hér
eru þau talin í aldursröð:
1. Vilborg, húsfreyja í Reykja-
vík, gift Guðmundi Þorlákssyni,
loftskeytamanni. .
2. Laufey, húsfreyja í Reykja-
vík, gift Magnúsi Kristjánssyni,
verzlunarmanni, fyrrv. Kaupfé-
lagsstjóra á Hvolsvelli.
3. Guðrún, fóstra, forstöðukona
barnaheimilisins við Dalbraut í
Rvík, gift Kristjáni Jóhannssyni.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR