Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 1
apr ISLENDI NGAÞÆTTIR TÍMANS 18. TBL. 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. DES. 1971 NR. 67 Magnús Böðvarsson, HREPPSTJÓRI, LAUGARVATNI Fæddur 18. júní 1902. Dáinn 13. nóv. 1971. Mig langar til að skrifa örfá kveð.ju og minningarorð um hinn látna vin minn og fyrrverandi sveit ungan, en ég veit, að mér færari rekja æviferil hans og störf. For eldrar Magnúsar voru hin stór merku og kunnu hjón Ingunn Eyj ólfsdóttir og Böðvar Maignússon á Laugarvatni. Við Magnús vorum aldrei saman í barnaskóla. Hann var tveim árum eldri en ég, svo að hann var í eldri deild, þegar ég var í yngri deild. Okkar kynni hóf ust ekki mikið, fyrr en við fórum að starfa saman í Ungmennafélagi Laugdæla, þá nýfermdir unglingar. Við sem erum fædd eftir aldamót, megum víst ekki telja okkur alda mótamenn, en við urðum nú samt fyrir snertingu frá þeim eldri, og ungmennafélagið okkar var okkar heimur í þeim efnum. Við höfðum okkar áhugamál og skemmtum okk ur marga stund við frumstæð skil yrði. ÁRIð 1929 kvæntist Magnús Aðal björgu Haraldsdóttur frá Einars stöðum í Reykjadal. Var hún hon um mjög samboðin, glæsileg og að laðandi húsmóðir. Sambúð þeirra, sem stóð í tæp 42 ár, var í alla staði mjög ánægjuleg. Þau eignuð ust tvö börn, Ásrúnu, gifta Skúla Guðjónssyni bifreiðastjóra á Sel fossi, og Böðvar, gjaldkera í Bún aðarbankanum, kvæntan Sigrúnu Ingibjörgu Guðmundsdóttur mynd höggvara. Við Magnús vorum samtímis bændur í Laugardal í 13 ár. Á þeim árum var oft gestkvæmt í Mið dal, m.a. var kii’kjusókn oft mikil í tíð séra Guðmundur Einarssonar. Oft var kirkjufólkið meira og minna gestir þeirra hjóna eftir messu. Þau höfðu lag á að láta gestum sínum líða vel, bæði mjög ræðin og skemmtileg, og vildi tíminn þá stundum líða fyrr en varði. Magnús var bóndi af lífi og sál, mikill verkmaður að hverju sem hann gekk og sérstakur verkstjórn andi. Hann hafði yndi af búfénaði, mjijg gott vit á öllum skepnum og gott lag á að hafa full not af búi sínu. Árið 1959 brugðu þau hjón búi í Miðdal og fluttu að Laugar vatni. Þar byggðu þau sér mjög þægilegt og fallegt íbúðarhús, og tók Magnús þá við störfum fyrir sveitina og skólastaðinn, og mun hann ekki hafa skort verkefni, með an heilsa og kraftar leyfðu. Við hjónin áttum því láni að fagna að eignast þessi hjón fyrir sanna og trygga vini eins og fleiri í Laugardal, sem okkur var ekki sársaukalaust að skilja við. Við áttum ekki margar, en mjög ógleymanlegar, ánægjustundir, er við heimsóttum þau að Laugar vatni, en ég held að mér þyki þó vænzt um mína síðustu heimsókn til Magnúsar. Það var 5. október síðastliðinn. Þá lá hann á heimili Ásrúnar dóttur sinnar á Selfossi. Ég sat hjá sjúkrabeði hans einn klukkutíma, og það bráði svo af hinum helsjúka manni, að hann ræddi af fjöri og áhuga um alla heima og geima, og hann fékk mig til að trúa því, að nú væri batinn að koma. Við ákváðum, að næst heimsækti ég hann að Laugarvatni. Nú stóð ég yfir moldum hans að Laugarvatni í dag, þar sem hann var lagður við hlið sinna kæru for eldra. Það er Guð sem ræður, og eng um er fært að deila við dómar ann. Kærar þakkir fyrir liðna tðí. Það vill fylgja því að eldast, að maður verður að sjá á bak æði mörgum af samferðaíólkinu, bæði venzlabundnum og vandabundn- um, sem manni eru kærir, og þá er gott að minnast góðra vina, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Frú Aðalbjörgu, börnum, tengd börnum, barnabörnum og ölb skylduliði votta ég innilegustu sam úð. 20. nóv. 1971. Karl Jónsson. NNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.