Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 4
æ síðan var ráðandi í lífi hans Hann mun ekki hafa verið gamall, er hann tók að hafa forystu ura störf á hinu stóra Laugarvatnsbúi, og á æskuárum þeirra systkina litu systur hans á hann sem leið- toga bæði í starfi og leik. Þetta kom af sjálfu sér, því ekkert var honum fjær skapi en sækjast eft- ir mannaforráðum eða yfirdrottn- un, og var svo alla tíð. Magnús vann á búi foreldra sinna til ársins 1930 að undan- skildum tveimur vetrum er hann stundaði nám í bændaskólanum á Hvanneyri. Minningin um veru sína þar var honum mjög hugstæð, og skólastjórans Halldórs Vil- hjálmssonar minntist hann jafnan með mikilli virðingu. Var þetta eina skólavera Magnúsar, að und- anskildu barnaskólanámi. Árið 1929 gekk Magnús að eiga eftirlifandi konu sína, Aðalbjörgu Haraldsdóttur frá Einarsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Var hjóna- band þeirra hið ágætasta og ein- kenndist alla tíð af ást og gagn- kvæmri virðingu, og í engu stóð Aðalbjörg að baki manni sínum. Árið 1930 keyptu þau hjónin jörðina Miðdal í Laugardal og bjuggu þar í tæp þrjátíu ár eða til ársins 1959, er þau létu af bú- skap og byiggðu sér hús á Laugar- vatni og hafa átt þar heimili síðan. Er þau hjón hófu búskap í Mið- dal var eins ástatt með þá jörð eins og flestar aðrar, allt var ógert af því, er nú setur svip -sinn á flest býli ó landinu. En í Miðdal var gengið rösklega til verka. Á fyrsta búskaparári þeirr byggðu þau vatnsrafstöö, er framleiddi raf- magn til heimilisþarfa. Síðan rak hver framkvæmdin aðra í ræktun og byggingum. Kom þá í ljós, — sem raunar var vitað áður, — hversu Magnús var mikill afkasta- maður til verka, auk þess sem hann var bæði verklaginn og hag- sýnn. En sö'kum áhuga hans og ós hlífni við störf, er næst að ætla að á stundum hafi reynt meira en skyldi á þrek hans og krafta. En í Miðdal munu verk þeii’ra Magnús ar og Aðalbjargar verða lengi aug- ljós, því er þau létu þar af búskap, mátti hiklaust telja jörðina með glæsilegustu býlum í Árnessýslu. BúsXapurinn Miðdal var með miklum myndai'brag. Búið var arð samt ag viel séð fyrir þörfum bú- fjárins, enda voru hjónin bæði milklir dýravinir. Ekki gat hjá því farið, að slík um manni sem Magnús var, væru falin ýmis störf í annarra þágu. Seytján ára gamall er hann kosinn formaður Ungmennafélags Laug- dæla, og gegndi hann því starfi í tíu ár. Hann var formaður Búnað- arfélags hreppsins, í hreppsnefnd og oddviti hreppsnefndar um ára- bil. Og eftir föður sinn varð hann hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir sveit sína. Mörgum fleiri störfum gegndi hann um lengri eða skemmri tíma, þótt ekki verði þau talin hér. Næst er mér að halda að strax í æsku hafi Magnús þráð að fó að eyða ævidögunum í Laugardalnum, og það er ætlun mín, að hvergi annars staðar hefði hann fest yndi. Laugardalinn elskaði hann líkt og sonur elskar móður. Hann var næmur á alla fegurð og ekki sízt tign hinnar íslenzku náttúru, en óhætt mun að telja, að í huga hans komst ekkert til samanburð- ar við Laugardalinn. En fleira var það en tign hinnar fögru sveitar, er heillaði -huga hans. Hin fjöl- breytti og fagri gróður hennar vakti hjá honum aðdáun og gleði og sveitunga sína leit hann á sem vini, er hann gladdist af að eiga samstarf og samleið með. Af ein- lægni tók hann þátt í gleði þeirra og sorgum og honum var óbland- in ánægja að rétta hlut, eða greiða götu annarra, ef þess var þörf. Magnús var glöggur á að greina aðalatriði frá aukaatriðum í hverju máli, og út frá því myndaði hann sér skoðanir, er hann fylgdi síðan eftir af festu og einurð, samfara meðfæddri kurteisi og háttvísi, er aldrei brást. Þetta kom jafnt fram opinberlega og í einkaviðræðum. Lét hann þá ógjarnan hlut sinn, ef hann vissi sig verja rétt mál. Trúlegt þykir mér, að margir minnist með gleði og þakklæti komu sinnar á heimili þeirra hjóna. Þar var mikil híbýlaprýði og gestrisni. Innan veiggja þess kom vel í Ijós, hve samstæð og samhent þau hjón voru. Þetta hlutu allir að finna, er til þeirra komu. Það var eins og þessi nota- legi heimilisylur mætti manni um leið og inn úr dyrum var komið, og elkki spillti það, hve létt hús- bóndanum var að halda uppi gleöi- og gamanmálum við gesti sína. Hann var sérstaklega næmur fyrir öllu skoplegu og beitti því þannig, að í sumum tilfellum nálgaðist að vera list, án þess að það særði eða varpaði skugga á aðra á hinn minnsta bátt. Slífct hefði ekki get- að hent Magnús, svo grandvar sem hann var. Þau hjónin Aðalbjörg og Magn- ús eignuðust tvö börn. Þau eru: Ásrún, búsett á Selfossi, gift Skúla Guðjónssyni, bifreiðastjóra, og Böðvar, bankagjaldkeri í Reykja- vík, kvæntur Sigrúnu Guðmunds- dóttur, myndhöggvara. Eru þau systkin bæði mifclum mannkostum búin og hinir ágætustu borgarar. í síðastliðnum aprílmánuði veikt ist Magnús skyndilega. Var hann þá lagður inn á sjúkrahús í Reykja vífc oig gerður á honum mikill upp- skurður. Alla tíð eftir það var hann rúmfastur og lengst af mikið þjáð- ur. Á þessum langa þrautatíma Magnúsar hefur Aðalbjörg kona hans, sýnt á fagran hátt hvern mann hún hefur að geyma. Á hverjum degi, — að undanskild- um stuttum tíma, er hún sjálf var sjúklingur, — var hún langdvöl- um hjá honum sjúka eiginmanni sínum og af ástúð og umhyggju reyndi, sem henni var unnt, að gleðja hann og létta þrautir hans. Mun þessa verða lengi minnzt með aðdáun og virðingu. í bonum löngu veifcindum Magn úsar þráði hann að eiga þess kost að komast heim f sveitina sína, heim að Laugarvatni. Þær óskir rættust ekki, en um nokfcurra vikna skeið auðnaðist honum að dvelja á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Selfossi. Varð það honum til gleði, að geta verið þar með ástvinum sínum. En síðustu vikurnar, sem hann lifði, lá hann á sjúkrahúsinu á Selfossi og þar lézt hann hinn 12. nóv., eins og fyrr er sagt. Og nú, þegar Magnús er allur, mun hugur margra fyllast sökn- uði og jafnframt þakfclæti fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir, og í hljóðlátum huga votta eiginkonu hans, börnum þeirra og fjölsfcyldum djúpa samúð. Þeirra söknuður er mestur, en þau eiga Iíka mikið að þakka. Það mun verða huiggun í harmi þeirra. Hjá systrum hans er margs að minnast frá æskuárum þeirra syst- kina heima ó Laugarvatni og ftiinningar um kæran bróður og 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.