Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 7
✓ • starfa haustið 1919, fór Einar til náms í Eiða það haust og lauk þar námi eftir tvo vetur. Ekki hélt hann lengra á námsbrautinni, kom þess í stað aftur heim í Hvanná og vann að búi foreldra sinna með an þess þurfti með, en síðan fyrir sitt eigið heimili, þegar hann hafði tekið við jörðinni. Þegar ég nú skrifa þessar línur, (kemur mér í hug, hvað gott var á milli heimilanna og okkar krakk anna í Hnefilsdal og Hvanná. Snjóa veturinn mikla 1910 fór faðir minn út í Hvanná til að hjálpa oddvita að semja 'hreppsreikninginn, þá fengum við tveir elztu strákarnir að fara með honum. Við vorum 2—3 daga á Hvanná og þá var nú ekki slegið slöku við. Ekki vantaðí snjóinn til að veltast í, og þá feng- um við að sofa hjá þeim bræðrum Einari og Benedikt. Það voru nú skemmtilegir dagar. Svo eftir að við hjónin fluttum í Skeggjastaði og fórum að búa þar var aðeins Jökulsáin á milli okkar. Full 35 ár áttum við heima hvor sínu meg- in áar, og var það mikill og góður stuðningur fyrir okkur að eiga jafn gott fólk og fólkið á Hvanná fyrir næstu nágranna. Kona Einars, Kristjana Guð- mundsdóttir, lifir mann sinn ásamt f jórum börnum þeirra, sem öll eru fuljorðið fólk. Ég vil að lokum þakka*Einari fyrir hönd ökkar lijóna alla velvild lians og drengskap okkur til handa, og konu hans Krlstjönu, börnum og barnabörnum sendum við hjónin Innilegustu samúðar- kveðjur og óök um góöa daga og guðsblessun. Jón Björnsson. MINNING Sigurbjörg Úlafsdóttir, URRIÐAVATNI, FELLUM Fædd 30. apríl 1889. Dáin: 30. júlí 1971. Foreldrar Sigurbjargar Ólafs- dóttur voru þau hjónin Ólafur Hjör leifsson bóndi, sem var af svo- nefndri Melaætt. Móðir hans var Mekkín Ólafsdóttir skyggna. Dótt- urdóttir Ingunnar Davíðsdóttur skyggnu, sem margir hafa heyrt sagnir af. Hún var lnisfreyja að Skeggjastöðum 1 Fellum, en alin upp í Norðfirði. Hún var gift Oddi Jónssyni frá Birnufelli. Hjörleifur faðir Ólafs var ættaður úr Út- mannasveit. Anna, móðir Sigurbjargar var Kristjánsdóttir Kröyer bónda á Hvanná, Jökuldal. Var hann dansk ur í ættir fram, eins og nafnið bendir til. Kona Kristjáns hét Elín, dóttir séra Þorgríms Arnórssonar, prests. Arnór var sonur Árna Þór- arinssonar, þess er næstsíðastur var biskup á Hólum í Hjaltadal. Kona séra Þorgríms var ein Eng- eyjarsystra. Árið 1894 dóu báðir foreldrar Sigurbjargar úr skæðri innflúenzu. Gekk sú pest yfir Fljótsdalshérað og víðar. Hafði móðir hennar þá nýalið barn, áður en hún dó. Ólaf- ur gat rétt skreiðzt fram úr rúm- inu og skilið í milli, en andaðist stuttu síðar. Eins og nærri má geta þá varð þetta mikið áfall fyrir börn in, sem þá voru flest í ómegð. En börnin urðu alls 11. Fullorðins aldri náðu 6. Sigurbjörg var þriðja yngsta af þeim. Hún var nú tekin í fóstur af frænda sínum Sigurði Hjörleifssyni og konu hans Sigur- björgu Gunnarsdóttur. Þau bjuggu að Egilsstöðum í Fljótsdal. Þar var hún fram að tvítugs aldri. Eftir það hóf liún nám á Seyðisfirði, við fatasaum. Það var hjá Guðrúnu Ólafsdóttur. Einn 'vetur dvelur hún á Akureyri og síðar er hún um tíma hjá Óiafi Lárussyní, lækni, og Sylvíu Guðmundsdóttur, konu hans. Þau voru þá að Brekku. Eft- ir það var hún um tíma á Valþjófs- stað. 1914 kemur hún að Urriðavatni til Jóns bróður sins er þar bjó, þá ungur maður. Bjó hann með fóst- urmóður sinni. Jón hafði þá eign- azt einn son, er Sigurbjörg kom að Urriðavatni. Barnið var Guð- finnur Jónsson, sá er þetta ritar. Bjó Sigurbjörg nú með bróður sínum Jóni, unz hann kvænist 1922. Þórdísi Þórðardóttur frá Gauksstöðum. Hjónabandið stóð ekki nema tæp tvö ár, þá dó Þór- dís, frá tveim ungum börnum. Annað barnið dó svo stuttu síðar. Tók nú Sigurbjörg að sér heimil- ið og börnin fyrir bróður sinn. Þór dís hafði haft með sér i heimilið systurdóttur sína og var liún nú kyrr á heimilinu. Ekki er ofsagt að hún Sigurbjörg hafi staðið fyrir heimilinu á Urriðavatni yfir 30 ár. ? ÍSLENDINGAÞÆTHR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.