Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 20
þeim árum var eitt með stærri at- vinnufyrirtækjum þessa lands. Starfaði hann bæði á aðalskrifstof- unni í Reyfcjavík og einnig á sumr- um við verksniiðju þeirra að Djúpuvík. Kom þá þegar í ljós starfsvilji hans og starfsgeta, sem fullyrða má að hvort tveggja var með ágætum. Lengstan starfstím- ann átti hann þó hjá Sölusambandi fslenzkra fiskframleiðenda. Þar' var hann vel virtur bæði af sam- starfsfólki og ekki síður af hinum mörgu og dreifðu viðskiptamönn- um, sem bæði þekktu hæfni hans og þekkingu þeirra mála, sem hann fjallaði um. Mun þar marg- ur sakna vinar í stað. fwtta er í stórum dráttum starfssa/a þessa drengsikaparmanns. Kvæntur var Stefán Önnu Þor- björgu Kristjánsdóttur Bergssonar. Vænni konu. Voru þau samhent um heimilisprýði og forsjá og upp- eldi sona sinna, sem munu allir feta í fótspor foreldranna, því „minning feðranna er framtak niðj anna“. — Þeir eru: Jón verkfræðingur, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur, Benedikts- sonar. Kristján, sem nemur lög- fræði, ókvæntur. Þorgrímur, sem nam verzlunarfræði og nú tækni- fræði, kvæntur Önnu Ósvaldsdótt- ur Eyvindssonar. Yngstur er Páll, sem nemur í Menntaskóla. Allir mannvænlegir eins og þeir eiga kyn til. Stefán vinur minn var drengur góður. Glaður og reifur þegar við átti. Alvörumaður í störfum og enginn veifiskati. Gekk hreint til verks. Gætti orða sinna. Geðríkur nokkuð, en stillti því í hóf. Hlé- drægur tel ég að hann hafi verið um of, þótt aldrei kæmi það að sök gagnvart þeim, sem hann vann fyrir, hvort heldur var innan veggja eða út á við. Framan af ævi var Stefán táp- mikill og heilsuhraustur. Fyrir nokkrum árum kenndi hann sjúk- leika þess, sem orsakaði ótímabær- an dauða hans hinn 23. ágúst s.l. Hann hafði oft þurft að dveljast á sjúkrahúsum og var undir stöðugu eftirliti. í sumar fékfc hann óvenju -slæmt veikindakast. Dvaldist hann þá mikið veikur í sjúkrahúsi hér. Hresstist þó það vel að honum var ráðlagt að fara til Danmerkur. Dvaldist hann um tíma á hressing- arhæli í Silkeborg og bom þangað aftur hress og með bjartari fram- tíðarvonir. Kona hans var með hon um í förinni og fögnuðu þau sam- eiginlega bættri heilsu og bjartari framtíðarhorfum á því sviði. Stefán mun hafa hugsað sér að hefja ekki störf að nýju fyrr en heilsan væri orðin það traust, að hann þyldi álag starfa sinna. Samt vann hann ýmislegt fyrir sjálfan sig. Eins og áður segir var starfs- viljinn fyrir hendi og starfsgetan að sama 9kapi. Þau hjón áttu sumarhús nálægt Miðdal. Þar dvöldu þau löngum þegar tími og ástæður leyfðu. Eftir heimkomuna nú höfðu þau hjónin dvalið þar nokkuð, hugað að og prýtt þennan friðarreit sinn. Þar voru þau stödd mánudag- inn 23. .ágúst s.l. Hné Stefán þá snögglega niður. Kona hans var ein með honum. Brá hún skjótt við til að reyna að ná í nauðsynlega aðstoð. Þegar hún kom aftur var hann liggjandi í sömu skorðum og hann hafði verið þegar hún fór. Hans góða hjarta, sem svo mikið hafði reynt á undanförnum árum, hafði nú brostið að fullu. Hann var látinn þegar að var fcomið. — Við þessa harmafrétt setti fjölskyldu hans og vini hljóða. Uppeldissystir mín Anna, sem ein lifir nú sinna systkina, nú við aldur og margreynd í lífsins storm um, mundi hafa kosið annað hlut- skipti en að sonur hennar, Stefán, yrði til moldar borinn á undan henni. Sterkir stofnar þola mikla storma og von mín er að hún standist þennan, eins og aðra áður komna. Mest mæðir fráfall þetta að sjálf sögðu á konu Stefáns, Önnu Þor- björgu og sonum þeirra. Áratuga innileg samvinna og samstarf rofn ar svo snögglega. Þegar rætt er um dauðann, er oft vitnað til minn inganna og efcki að ástæðulausu. Þær lifa þá hold er horfið. Svo verður og hér. Minningin um elskaðan eiginmann, góðan og fórnfúsan föður og tápmikinn fjöl- skylduföður mun verða þeim öll- um styrkur á þessum sorgarstund- um og veita þeim framtíðarstyrfc. Vinir Stefáns og ættmenni sakna hans og sárt. Vanmáttur okkar gagnvart dauðanum hefur enn birzt ökkur. Ungur má, en gamall skal. Samúðarkveðjur fylgja þessum línum frá konu minni, mér oig fjöÞ skyldum okkar. Þorgr. St. Eyjólfsson. t Systurnar Sorg og Gleði gera ekki alltaf boð á undan sér, er þær koma í heimsókn. Þær kveðja þó dyra í hverju húsi og skilja eftir sig spor. Þó að gleðin ætti sér heimkynni að Lynghaga 16 var þó vitað að sorgin var á næsta leiti, og vinir húsráðenda fögnuðu hverjum degi sem leið að kvöldi án þess hún kveddi dyra. Stefán mágur minn var ekfci fjöl orður um eigin hag. Hann var ein- staklinghyggjumaður sem lét sig varða hag annarra. Hann ól ekki drauminn um þúsundáraríkið —■ hafði efcki uppi áform um að bylta þjóðfélaginu og koma á jöfnuði. En hann miðlaði öðrum og lét eng- an synjandi frá sér fara. Hann var elztur bræðra sinna og studdi yngri bræðurna, án þess að krefj- ast fylgispektar af þeim. Hann kunni að hlusta á tillögur annarra og taka ákvarðanir sjálfur. Stefán fæddist í Keflavík hinn 31. desember 1920, sonur Jóns hér aðslæknis Bjarnasonar prófasts í Steinnesi Pálssonar og konu hans Önnu Þorgrímsdóttur héraðslækn- is og alþm. Þórðarsonar í Horna- firði og síðar í Keflavík. Báðir voru þeir Jón faðir Stefáns og Þorgrímur afi hans rómaðir fyr ir lækningar sínar, handbragð og hyggindi. Til þeirra og annarra áa og frænda sótti hann fyrirmynd um hagleik og snyrtimennsku í starfi. Margir ættmenn hans voru þjóðkunnir hagleiks- og listamenn. Móðurbróðir hans og nafni, Stefán Björnsson í Keflavík, smíðaði gripi fagra og prýða sumir þeirra nú að- setur menntamálaráðs og Menning arsjóðs. Svo rík var hneigðin til hagleilks í sumum þessum ættgreinum, að jafnvel blindan fékk ekki lamað löngun smiðsins til þess að sníða tré, og fara um það höndum, unz hefill og hamar, ásamt hugviti, höfðu breytt því í kjörgrip. Þórður hinn blindi smiður á Mó- fellsstöðum í Borgarfirði var einn þeirra ættmenna Þorgríms lælcnis, Ættfaðir Stefáns var séra Hjaltl Þorsteinsson, Hstmálarinn skurð- hagi, er igert hefir prédikunarstól 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.