Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 6
andi eða á hestum. — og þeir, sem leið áttu yfir „Hálsinn“ til og frá Skriðuhverfi komu gjarna við í 'jndahlíð og Mýídugsstöðum. Marg ir minnast stunda, er áð var á þess um bæjum á leið í eða úr kirkju og þakka gestrisnina. Ásmundur var ekki tápmikill maður eða heilsuhraustur. — Á þeim árum, sem hann lagði mest á sig við að koma upp býli sínu varð hann að þola alvarleg veik- indi. Og geklk raunar aldrei heill til skógar síðan. Víst mun það hafa lamað þrek hans. En viljinn var óbugaður. Og starfað var til þeirr- ar stundar, er dauðinn kallaði. Hin síðari árin bjó Ásmundur í félagsbúi með Kristjáni syni sínum og konu hans Huldu Jónasdóttur frá Fagranesi. Og var þar gott sam starf. Nokkuð hafði Ásmundur dregið sig útúr dagsins önn. En löngum hvíldu á honum margvís- leg störf og var h'onum ljúft að leggja þar hönd á plóginn, sem hann taldi þörf. Þau" eiga við Ásmund í Linda- hlíð orð skáldkonunnar þingeysku: „Að vinna skylduverkin alla daga að vaka og biðja, þín var ævisaga, að missa aldrei sjónar af þeim auði, sem eilifð fegurð miðlar lífsins brauði.“ Ásmundur hugsaði ekki ein- göngu um búsorgir og erfiði hvers dagsins. Hann átti í huga sér trú á Guð, sem allt gefur, Guð, sem leiðir börnin sín áfram, þann Guð, sem er skapari alls og soninn hans, sem er frelsari mannanna. Ásmundi var kirkjan sín kær. Siðan ég kynntist honum var hann trúr kirkjugestur og þau hjón bæði. Og börnin þeirra hafa mót- azt af þeim anda. Þau eru bæði trú sinni kirkju. Kristján er nú í sóknarnefnd og meðhjálpari í Grenjaðarstaðarkirkju. Og Þóra lætur sig ekki oft vanta í kirkju, er hún dvelur hér fyrir norðan á sumrin. Og nú er það þriðja kyn- slóðin, sem hefur erft ómu tryggð ina. Öll barnabörn Áwmundar og Helgu hafa sýnt kixkju sinni, að þau hafa hlotið gott trúarlegt upp- fóstur. Ásmundur var í sóknarnefnd jrenjaðarstaðarkirkju um árar V bil og formaður um nokkur ár. Hann hlaut þetta trúnaðarstarf ekki af því að hann væri fram- gjarn eða léti á sér bera. Heldur af því, að hann átti traust safnað- arins og margir þekktu ást hans til kirkju og kristindóms. Fyrir nokkr um árum var ráðizt í það stórvirki að stækka kirkjuna hér. Þá var Ásmundur ásamt ýmsum öðrum góðum mönnum óþreytandi að vinna því máM sem mestan og bezt an framgang. Hann fór víða um sóknina og safnaði fé og vinnulof- orðum. Og fleira mætti telja í því sambandi. Oft voru erfiðleikar að koma ýmsu í framkvæmd á réttum tíma, en fáa sá ég glaðari á þeim árum, þegar rættist úr einhverju vandamáli en Ásmund í Lindahlíð og Böðvar í Bláhvammi, sem þá var formaður, en orðinn aldraður. Nú eru þeir báðir gengnir, en ég og við mörg hér minnumst þeirra með þökk og virðingu. Þannig var Ásmundur 1 öllum skiptum sífaum, trúr, einlægur oig hreinskiptinn. í búskap sínum var hann hinn holli og natni hirðir, sem skynjaði að skepnurnar, sem honum var trú að fyrir, voru sem hluti af lífi han og velferð. Og hans var að sýna þeim umhyiggju, vera þeim góður hirðir, er ætíð reyndi að láta þeim líða sem bezt. Sýnir það næsta vel hugarfar hans, lífsstefnu og lífs- skoðun. Hann vildi létta undir með öðrum, gera lífið bjartara, hlýrra eftir sinni getu. Ásmundur taldi sig vera ham- ingjumann í lífsstarfi oig á heimili. Hann taldi starf bóndans eitt veg- legasta ævistarfið. Enginn kemst betur í tengsl við náttúruna en bóndinn. Enginn nýtur eins mikilla dásemda við skaut jarðar, þrátt fyr ir erfiði og annir eða kannski ein- mitt þeirra vegna. Fáir held ég, að komist betur í snertingu við al- mætti sköpunarinnar en bóndinn, ef hann hefur opin augu og eyru fyrir fegurð og yndisleik náttur- unnar og rækir starf sitt af kost- gæfni. Og margt ber vitni um að slíikt gerði Ásmundur, enda voru skyldurækni og ábyrgðartilfinn- ing ríkir þættir í fari hans. ‘ Hann barst ekki mikið á, en muna ber að, „það eru sjaldan hæstu hljómar, sem hlýja vorum sálum bezt“. Ásmundur var ein- mitt einn þeirra er hlýaði þeim, sem honum urðu samferða á veg- MINNING Einar Jónsson, Hvanná Jökuldal Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík aðfaranótt 13. þessa mánaðar, sjötugur að aldri. Ég var við því búinn að frétta lát Einars, ég vissi að hann var búinn að vera sárlasinn um lengri tíma í sumar og haust, þó að hann léti lítið á því bera. Mig grunaði einnig að veikindi hans væru alvarlegs eðlis. Einar var borinn og barnfæddur Jökuldælingur, fæddur á Hvanná 16. október 1901, sonur þeirra merku hjóna Gunnþórunnar Kristj ánsdóttur og Jóns Jónssonar fyrr- um alþingismanns. Ekki rek ég ætt Einars, en vil þó geta þess, að móðir hans var af hinni svoköll- uðu Bólstaðahlíðarætt í Húnaþingi. Heimilið á Hvanná var bæði þá og síðar, eitt hið myndarlegasta í sveitinni, allsnægtir í búi og margt fólk til verka. Einar, sem var næst elztur af sex systkinum, naut því hins bezta uppeldis við glaðværð og holla heimilishætti. Börnin fengu góða fræðslu því að kennari var hafður um lengri tíma á hverj- um vetri. Alþýðuskólinn á Eiðum tók til inum og blönduðu geði við hann. í bjartsýnni trú á skapandi mátt kærleiksríks föður á himnum lifði hann og trúði á handleiðslu hans. Hann hné niður í starfi en þakk- látur. Hann hafði ætíð vitað, „að öll er stundin lánuð tíð, ei til leiiks að eyða“. Við hjónin þöikkum kynningu góða um mörg ár. Þöbkum margar ánægjustundir 1 Lindahlíð fyrr og síðar. ÞÖkk fyrir trúmennsku og alúð aUa við kirkjuna hér. Við sendum Helgu og fjölskyldu hennar allri samúðarkveðju. Göðar minningar kasta geislum yfir ófarinn veg og beina sjónum okkar hærra 1 trú og þökk. Sigurður Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.